Dagur


Dagur - 16.08.1945, Qupperneq 5

Dagur - 16.08.1945, Qupperneq 5
Fimmtudaginn 16. ágúst 1945 DAGUR 5 Brezki fréttaritarinn Paul Winterton segir: Róssneska ritskoðunin gerir erlendum fréttamönnum ókleift starf í Moskvu Eftirtektarverð grein í sænska blaðinu „Morgon- Tidningen“ nýlega um þessi mál Fréttaritari sænska stórblaðsins „Morgon-Tidningen“ skýrir frá því, að erlendum fréttariturum í Moskvu á liðnum árum hafi verið með öllu ómögulegt að senda frá sér fréttir, sem hefðu að geyma gagnrýni á nokkuð í Rússlandi, eða nokkuð það, sem valdhöfun- um þar féll ekki í geð. Ritskoðunin í Rússlandi hefir gert erlendum fréttariturum ókleift að rækja starf sitt. Erlendir fréttaritarar í Moskvu telja starf sitt þar vonlaust og fýsir að komast heim hið fyrsta. Ummæli þessi eru höfð eftir Paul Winterton, sem verið hefir fréttaritari „World Préss News“, „News Chronicle" og brezka út- varpsins í þrjú ár, en er nýkom- inn heim til Bretlands. Flestir er- lendu fréttaritararnir í Moskvu hafa farið að dæmi hans um að hverfa úr landi, og aðeins tólf til fimmtán , þeirra eru þar eftir. Winterton er í hópi þeirra brezku blaðamanna, sem unnið hafa kappsamlega að auknum skilningi og samvinnu Breta og Rússa. Ritskoðunin gerði það að verkum, að ómögulegt er að birta óhlutdrægar lýsingar af af- stöðu Rússa til Breta og þess, sem liinir síðastnefndu hafa lagt af mörkurn í styrjöldinni. Sama gildir um ástandið í Eystrasalts- löndunum, Póllandi, Rúmeníu, svo og urn meðferð brezkra stríðsfanga og hernám Rússa í Þýzkalandi. Enginn blaðamaður hefir séð skotið úr rússneskri fallbyssu á vígvöllunum. Síðastliðin þrjú ár hafa blaðamenn haldið aðeins þrjár eða fjórar ráðstefnur með rússneskum embættismönnum. Rússnesk yfirvöld lofuðu fund- um, sem aldrei varð af. Stjórnar- völd Rússa gerðu ekkert til þess að létta erlelrdum blaðamönnum starfið. Um þriggja ára skeið fékk Winterton aðeins eitt svar við mörgum bréfum, er hann sendi blaðadeild utanríkisráðu- neytis Rússa, og það tók vikur og mánuði að fá leyfi til þess að heimsækja barnahæli. Hafi blaðadeild utanríkisráðupeytis- ins haft það verkefni með hönd- um að aftra blaðamönnum frá því að fá fréttir, hefði hún ekki getað breytt öðruvísi. Einu fréttaheimildir blaða- manna voru rússnesk blöð og nokkur gömul eintök af ferða- bók Baedeckers, er þeir fengu urídir lokin. Ensk-ameríska blaðamannafélagið reyndi lengi að ná bréfleiðis sambandi við Visjinski, Molotov og Stalin til þess að komast að betri vinnu- skilyrðum, en bréfunum var ekki svarað. Mun það hafa vakað fyrir rússneskum stjórnarvöldum, að fréttastofan TASS ætti ein að sjá um dreifingú frétta eða örfáar fréttastofur. Bak við þessa stefnu rússneskra stjórnarvalda er tortryggni þeirra í garð útlendinga. Hinn ameríski útvarpsfréttaritari Jam- es Flaming var sviptur blaða- mannsréttindum sínurn í Rúss- landi vegna þess að hann reif í sundur ritskoðað handrit við nefið á rússneskum ritskoðurum. Afsakanir hans síðar meir voru alls ekki teknar til greina, og var Flaming vísað úr landi. Beiðni um heimsókn til Finnlands var fyrst sinn teftir marga mánuði, og fyrst eftir að hin mikla sókn Rússa hófst á austurvígstöðvun- urn. (Hér eftir Alþýðublaðinu). Reiðh j ólavarahlutir : nýkomnir, Keðjuhlífar, Aurbretti, Bjöllur, 3 teg., Pedalar, Keðjur, Ventil- gúmmí. Ennfremur 2 gérðir af ferðahitunartækjum. Kopierpappír, framkall- ari og fixer fyrirliggjandi Brynjólfur Sveinss. lif. Hafnarstræti 85. Tek aftur að mér að HÚLLSAUMA. ÞÓRA EGGERTSDÓTTIR (Verzl. Eggerts Einarssonar). Iðnnemar Nokkrir járniðnaðamemar geta komizt að hjá oss nú þegar. Upplýsingar gefur framkvæmdastj. ÁGÚST BRYNJÓLFSSON. Sameinuðu verkst. MARZ H. F. Akureyri. ÚTILlF OG ÍÞRÖTTIR Úr Skagafirði. Sundnámsskeið voru í Varma- hlíðarlaug á tímabilinu 22. maí til 8. júlí Kennari var Guðjón Ingimundarson. Nemendur voru alls 230. Sundkeppni fór svo fram í lauginni 8. júlí, m. a. um bikar þann er Skagfirðingar í Rvík gáfu til sundverðlauna í hérað- inu í 500 m. sundi (frjáls'aðferð). Keppendur voru aðeins 3. — 1. Gísli Felixson 8 mín. 7.1 sek. — 2. Eiríkur Valdimarsson 9 mín. 20 sek. — 3. Maron Pétursson 10 mín. Þá kepptu nem. námsskeiðs- isn. Telpur, 100 m. bringusund: 1. Jóhanna Kjarval 2 mín. 0.7 sek. 2. Guðbjörg Kjarval 2 mín. 7.2 sek. — 3. Ásta Gunnarsdóttir 2 mín. 20 sek. Telpur, 50 m. bringusund: 1. Kristín Björg Pétursdóttir 55.2 sek. — 2. Ingibjörg Péturs- dóttir' 55.3 sek. — 3. Snæbjörg Snæbjörnsdóttir 59 sek. Drengir, 50 m. bringusund: 1. Steingrímur Felixson 44.5 sek. —. 2. Sveinn Skaftason 50. 6 sek. — 3. Stefán Haraldsson 52.2 sek. Verðlaun voru afhent sigur- vegurunum á staðnum. Ungmennasamband Skaga- fjarðar gekkst fyrir móti í frjáls- urn íþróttum þ. 17. jtiní. En veð- ur var mjög illt allan daginn og náðist því yfirleitt verri árangur keppni þá en annars hefði mátt gera ráð fyrir: Úrslit urðu þessi: 100 m. hlaup: 1. Ottó Geir Þorvaldsson, Umf. Tindast. 11.5 sek. — 2. Bogi Hallgrímsson, Umf. Von 12.2 sek. — 3. Harald- ur Pálsson Umf. Von 12.6 sek. 800 m. hlaup: I. Ottó Geir Þorvaldsson, Tindast. 2 mín.23.8 sek. — 2. Haraldur Pálsson, V. 2 mín. 27 sek. —11 3. Sveinn Jóns- son, Umf. Staðarhr. 3000 m. hlaup: 1. Steinbjörn Jónsson St. 10 mín. 42 sek. — 2. Friðrik Jónsson T. 10 mín. 59 sek. — 3. Marteinn Sigurðsson Umf. Hjalti. Kúluvarp: 1. Eiríkur Jónsson T. 10.40 m. — 2. Bogi Hallgríms- son V. 9.40 m. — 3. Gunnar Páls- son Hj. 9.08 m. Kringlukast: 1. Gestur Jóns- son Hj. 30.38 m. — 2„ Eiríkur Jónsson T. 29.35 m. — 3. Þórður Stefánsson Hj. 27.34 m. Hástökk: 1. Árni Guðmunds- son T. 1.61 m. — 2. Gestur Jóns- son Hj. 1.52 m. — 3. Jóhannes Hansen T. 1.49 m. Langstökk: 1. Árni Guð- mundsson T. 5.75 nr. — 2. Bogi Hallgrínrsson V. 5.49 m. — 3. Gestur Jónsson Hj. 5.45. Þrístökk: 1. Guðnr. Stefánsson Hj. 12. 21 nr. - 2. Sigurður Sig- urðsson Hj. 11.89 nr. — 3. Gestur Jónsson Hj. 11.72 nr. Boðhlaup 4x100 m.: 1. Sveit Umf. ITjalta 56.2 sek. — 2. Sveit Umf. Tindastóls 57 sek. — 3. sveit Unrf. Staðarhrepps. Ungnr.fél. Tindastóls vann mótið með 22 stigum. — Ungm. fél. Hjalti hlaut 18 stig. — Ung- m.fél, Von 9 stig. — Ungm.fél. Staðarhrepps 5 stig. Við viljum þakka þessar skýrsltir og óska Skaglirðirígum til hamingju nrað afrekin, sem \ issulega eru mjög góð í ýmsum greinum, nriðað við þá aðstöðu, senr fyrir lrendi var. — Þess.verð- ur vonandi ekki langt að bíða — eitt ár? — að komið vei'ði á Norð- urlandsmótunr í frjálsum íþrótt- unr og sundi. Sýnilega munu Skagfirðingar geta sent þangað röska pilta, vonandi góða íþróttamenn — og konur — og öðrum hættulega kepphrauta um heiðursverðlaunin þar, ef vel er æft og af skilningi hvatt: „Áfram, Skagfirðingarl" • Bréf úr Öngulsstaðahreppi. Ritstjóri íþróttaþáttanna hefir farið þess á leit, að eg segði eitt- hvað frá íþróttastarfinu lrér í hreppnum. Vil eg verða við þessu, í stuttu máli, enda frá litlu að segja. í þeirri kynslóð, sem nú er á foreldraaldur komin, voru all- margir menn, sem náð höfðu góðum árangri, sem frjálsíþrótta- menn, á jxrírra tíma mælikvarða. Enda var þá allmikið fjör í íþróttalífinu hér. Mun kunnast- ur þeirra Ingólfur Pálsson, sem mun hafa unnið flest eða öll þau langhlaup, er hanntókþáttí, hér í grendinni. Einnig var hajin kunnur knattspyrnumaður og iðkar hana jafnvel enn, þótt ald- urinn sé nú tekinn að færast yfir hann. Eftir að Ingólfur og félagar hans fara að draga sig í hlé, og sumir að flytjast burtu, kemur hér ládeyðutímabil í íþróttamál- unum, þar til að sundlaug er reist að Laugalandi og tekin í notkun árið 1933. Er hún úr steinsteypu gerð, hituð með laugavatni, svo og búningsklefar. Hefir íþróttafulltrúi ríkisins m. a. látið svo ummælt, að hún muni í fremstu röð kennslusund- lauga hér á landi. En til keppni er hún of lítil. Þó hafa þar verið haldin þrjú sundmót fyrir innan- sveitarkeppni, hið síðasta nú um sl. helgi. Keppt var þar í eftirfar- andi greinum, með þessum úr- slitum: Ca. 100 m. bringusund karla (4 þátttak.) vann Óttar Björnsson á 1 mín. 31.8 sek. Ca. 100 m. bringusund kvenna (6 þátttak.) vann Guðný Magn- úsdóttir á 1 mín. 44.2 sek., og boðsund 8x28 m., sem sveit frá Umf. ,,Ársól“ vann á 3 mín. 5.9 sek. Á sl. sumri var af nokkrum áhugamönnum gefinn bikar, er vera skal farandverðlaun í boð- sundi milli þeirra félaga í hreppnum, sem hafa íþróttir á stefnuskrá sinni, en þau eru nú þrjú. Vann Umf. „Ársól“ hann nú í annað sinn. Eins og víðar í svéitum, ntun þó knattspyrnan vinsælust og taka til flestra. Hafa hreppshlut- arnir áttst við nokkrum sinnum og eins hafa nágrannarnir komið í heimsóknir og verið sóttir heim. Frjálsar íþróttir virðast þó eiga vaxandi vinsældum að fagna aft- ur og má óhætt telja að til séu nú allmargir ungir menn og ungl- ingar, sem gera má ráð fyrir að með bættum skilyrðum og auk- inni kennslu, megi binda allgóð- ar vonir við á því sviði. íþróttakennsla hefir ekki ver- ið hér önnur en sú, að árlega eru haldin sundnámskeið við sund- laugina, hafa þau oftast staðið yfir í 2 vikur, og þá verið aðal- lega fyrir skólabörn. En á sl. vori var tínrínn lengdur í 3 vikur og þá jafnframt tekin upp kvöld- kennsla fyrir eldri nemendur, sem hvort tveggja virtist vel séð. Þá hafa og sendikennarar U. M. S. E. starfað hér tíma og tíma undanfarin ár, á vegum Umf. ,,Árroðinn“,sem eitt félagannaer innan vébanda U. M. F. í. P. H. Eg vil — um leið og eg þakka þetta bréf — geta þess, að knatt- spyrnumenn úr Öngulsstaðahr. ætla að korna hér næsta miðviku- dagskvöld — nú 13. ágúst — og leika á móti knattspyrnumönn- um Þórs. Sýnilegt er, og gleði- legt, að þar er vaxandi íþrótta- áhugi. En við heimsókn mína að sundmótinu að Laugalandi sl. sunnudag komst eg á þá skoðun, að allt of fáir hreppsbúar myndu meta sína góðu sundlaug að verð- leikum — þ. e. sækja þangað oft — en í því efni er nú víðar pottur brotinn. Akureyri, 13. ágúst. Hlaupagarpurinn, Kjartan Jó- hannsson frá Dalvík, setur nú hvert metið af öðru í Rvík. ís- landsmet á 4 - 8 — 10 hundruð metrurn m. a. Kjartan er lítið ei^tt yfir tvítugt og virðist í hraðri framför — og óvenjumikill hlaupari, svo að ekki er að vita hvert liann hleypur að síðustu! En nú er Kjartan að flytja til Akureyrar og er ekki ósennilegt að íþróttamenn fagni því — bæði að fá hann til að læra af, og að keppa við hann. En bæði hans vegna og annarra íþróttaiðkenda er nú aðkallandi að fá hér upp betri íþróttavelli til æfinga. Nokkrir ungir og álitlegir íþróttamenn æfa sig nú nokkuð stöðugt - en ná ekki þeirn árangri, sem vænta mætti og vera skyldi, þar sem aðstaðan er fjarri því að vera góð. Sumt gætu nú íþróttamennirnir lagað sjálfir, gryfjur, kaststæði o. fl„ en annað verða félög, með tilstyrk bæjar og ríkis, að fá umbreytt og end- urbætt sem fyrst. Knattspyrnumennirnir úr Val II. fl„ sem hér voru um síðustu mánaðamót, kepptu hér í þrjú kvöld. Valur og Þór gerðu jafn- tefli 2 : 2 mörk. Valur sigraði K. A. með 2 : 1 marki. Valur tapaði fyrir úrvalsliði úr K. A. og Þór 1 : 4 mörkum. — K. A. og Þór tóku sameiginlega á móti þessum Valsmönnum og sáu um þá með- an þeir dvöldu hér, sva sem vera bar, endurgjaldslaust. — Heim- leiðis fóru svo knattspyrnumenn- irnir á sunnudaginn 5. þ. m.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.