Dagur - 23.08.1945, Blaðsíða 1

Dagur - 23.08.1945, Blaðsíða 1
-r\ r Ur bæ og byggð Messur í Möðruvallakl.prestakalli. Að Bægisó sunnudaginn 26. ágúst og ó Möðruvöllum sunnudaginn '2. sept. kl. 1 e. h. Safnaðarfundur á báðum stöðum að lokinni guðsþjónustu. Dánarfreén. Aðfaranótt 13. ágúst lézt að heimili sínu, Möðruvöllum í Hörgárdal, Sigríður Valg. Sigurðar- dóttir, kona Davíðs bónda Eggerts- sonar. Hún var fædd í Ytra-Krossa- nesi 2. okt 1887 og voru foreldrar hennar Sig. Sigurðsson, sem enn er á lífi, háaldraður, í Holti í Glerárþorpi, og Ragnheiður Hólfdónardóttir, dáin fyrir allmörgum árum. Vorið 1911 fluttist Sigríður með manni sínum að Möðruvöllum og tóku þau þar síðar við búi af foreldr- um hans, og hafa rekið það af miklum myndarskap hátt á þriðja tug ára. Eignuðust þau sex börn og eru fimm þeirra á lífi, flest uppkomin. Sigríður var einkar vel gefin kona og dugandi húsmóðir, félagslynd og með afbrigðum vinsæl. Bar andlát hennar snöggt að og óvænt, en van- heilsu hafði hún þó kennt um nokk- urt skeið. Lík hennar var borið til grafar á Möðruvöllum sl. þriðjudag, 21. þ. m., að viðstöddu óvenju miklu fjölmenni. Höfðu kvenfélagskonur sveitarinnar skreyta látið kirkjuna fagurlega, og söngmenn fró Akureyri, undir stjórn Jóhanns Ó. Haraldssonar, sungu, en Kristinn Þorsteinsson söng einsöng. Var útförin með miklum hátíðablæ og sýndi glöggt þann innilega söknuð, sem er að fráfalli þessarar mætu konu. Bágir póstflutningar. Lagarfoss kom til Reykjavíkur sl. fimmtudags- kvöld. Með honum kom Norðurlanda- póstur. Norðurlandablöðin, í pósti til einstaklinga, hafa ennþá ekki borizt til Akureyrar. Síðan á fimmtudags- kvöld hafa verið margar bílferðir norður og a. m. k. þrjár flugferðir. • Pósthúsið í Reykjavík liggur með póstinn og kemur honum ekki frá sér. Hvers konar þjónusta er þetta? Það virðist vera sama hvernig deilt er á fyrirkomulag póstflutninga og sleifar- lag á pósthúsum. Frá æðsta ráði póst- málanna er ekkert að hafa nema þögnina og sjálfsónægjuna. , Stefan Islandi óperusöngvari hélt glæsilega hljómleika í Nýja-Bíó sl. mónudagskvöld. Söngvaranum var forkunnar vel fagnað og bórust hon- um .blómvendir. Vegna þrengsla í blaðinu í dag bíður nánari frósögn af hljómleikum söngvarans næsta tbl. Vegna þrenésla í blaðinu í dag bíð- ur mikið efni næsta blaðs, m. a. grein um störf Búnaðarþings, frásögn af fundi presta og kennara að Hólum o. fl. Slysfarir. Það hörmulega slys varð í Siglufirði sl. sunnudag, að Magnús Blöndal, framkvæmdastjóri Síldar' verksmiðja ríkisins, féll af hestbaki og lézt skömmu síðar af afleiðingum byltunnar. Dánardæéur. — Nýlega er látinn Karl Sigurðsson fyrrum bóndi á Draflastöðum í Fnjóskadal. Hann er jarðsunginn að Draflastöðum í dag, Bernharð Stefánsson alþm., sem var einn af íslenzku fulltrúunum á fundi noarrænna þingmanna í Kaup- mannahöfn nú fyrir skemmstu, kom hingað til bæjarins í gærkvöldi. Bern- harð kom loftleiðis frá Stokkhólmi til Reykjayíkur í fyrradag. Þannig er orðið að ferðast nú á dögum, Stokkhólmi á þriðjudag — á Akur- eyri á miðvikudag! Vonandi fá lesend- ur Dags að frétta af ferðum Bern- harðs og störfum þingmannafundanna í næsta blaði. XXVIII. árg. Catafina-fluébátur Flugfélags ís lands flaug til Skotlands í gær með farþega. Þaðan verður haldið í dag til Kaupmannahafnar. Þetta er lengsta farþegaflug, sem íslenzk flugvél hefir farið. Flugstjóri er Jóhannes Snorra- son, aðstoðarflugmaður Magnús Guð- mundsson. Ahöfnin er alls fipim menn. Flugféíagið hefir nú fengið tvær nýjar flugvélar til innanlandsferða Eru það Grumman-flugbótur og fíors«m«n-iandfiugvél. HAlEftlR Akureyri, fimmtudaginn 23. ágúst 1945. 33. tbl. Bráðabirgðalög um verðlagningu landbúnaðarafurðra: Stj órnskipaður gerðardómur á að skammta bændum kaupgjald Síldveiðin hefur brugðizt í sumar. Sjómenn-telja líklegt, að straumar í haf- inu norðan íslands liggi öðruvísi en áður Eins og málum er nú komið, eru sænsku síldar- sölusamningarnir útgerðinni þungir í skauti. Rek- netaveiðin er innifalin í þeim. Á frjálsum markaði fengju sjómenri miklu hærra verð en þar er áskilið. Síldveiðin í sumar hefir bAigðizt. Vonlaust má telja, að nokkur veruleg veiðihrota gangi yfir héðan af, enda eru nú sum skipanna að hætta veiðum, en önnur að búa sig út með reknet. Reknetaveiði hefir oftast ver- ið allgóð í sumar, en mjög fá skip hafa stundað hana. Samkvæmt upplýsingum Fiskifélags íslands nam síldar- aflinn á öllu landinu 451 þúsund hektólítrum um síð- ustu helgi, og er það ekki nema röskur þriðjungur þess magns, er komið var á land í fyrra á sama tíma. Sumarið 1945 verður, eftir öllum líkum að dæma, eitt hið mesta síldarleysistímahil í sögu íslenzkra síldveiða. Næsta aflaleysistímabil þar á undan var árið 1935, og þar áður árin 1924,1925 og 1926. Svonefnt „búnaðarráð46, skipað af land- búnaðarráðherra, án tilnefningar, verður hæsta ráð í afurðasölumálunum Því skipar stjórnin eltki ,verkamálaráð“ til þess að ákveða kaupgjald annarra stétta á sama hátt? Héraðshátíð Framsókn- armanna n.k. sunnudag Héraðshátíð Framsóknar- manna í Eyjafirði og á Akur- eyri, verður haldin að Hrafna- gili nk. sunnudag og liefst kl. 2 e. h. Þar fer fram söngur, hornablástur, ræðuhöld o. fl. Síðan verður dansað í hinum rúmgóðu salarkynnum Fram- sóknarmanna þar á staðnum. Veitingar verða seldar í skál- unum. — Ferðir verða frá bif- reiðastöðvunum. u Flugmenn sjá síldina. Dagur átti stutt samtal við Hrein Pálsson, útgerðarmann frá Hrísey, nú fyrir skömmu, en hann hefir haft aðsetur á Siglu- firði í sumar og haft umsjón með síldarleit flugvélanna. Samkv. frásögn lians hafa flugvélarnar leitað tvisvar á dag í sumar, þeg- ar gefið hefir, önnur á svæðinu frá Siglufirði til Bjarnareyjar undan Vopnafirði, en hin á svæðinu frá Siglufirði til Horns. Flugmennirnir hafa jafnan séð talsvert af síld, en hún hefir ver- ið svo dreifð og vöðurnar svo þunnar, að skipin hafa nær ekk- ert fengið, þó kastað hafi verið. Mikill sjávarhiti — breyttir straumar? Yfirleitt er álit sjómanna, að sjávarhitinn í sumar sé 2 tik 3 gráðum meiri en eðlilegt og æskilegt er. Síldin liefir varla sézt uppi við land, heldur hefir hún vaðið óvenjulega djúpt, t. d. norður af Grímsey. Rauðáta hef- ir varla sézt og er líklegt, að sjáv- arhitinn valdi nokkru um það. Sumir sjómenn telja, að straum- ar í hafinu hér norðan við ís- land liggi öðruvísi í sumar en áður. Virðist þeim bera meira á þeirri álmu Golfstraumsins, sem Eðlileg verzlunarviðskipti milli Dan- r merkur og Islands geta væntanlega . hafizst bráðlega. Danskar iðnaðarvörur fást með litlum fyrirvara - en Danir vil ja að löndin geri með sér allsher jarsamninga. Samtal við Óla Vilhjálmsson, forstjóra skrifstofu S. í. S. í Kaupmannahöfn. Óli Vilhjálmsson, forstjóri Sambandsskrifstofunnar í Kaup- mannahöfn kom heim til Islands nú fyrir skömmu, loftleiðis frá Svíþjóð, eftir margra ára útivist. Óli hefur dvalið á Norðurlönd- -um öll stríðsárin. Dagur kom að máli við hann og ræddi við hann um sambúð Dana og íslendinga, viðskipti landanna og fleira. — Já, eg dvaldi í Dan- mörku og Svíþjóð öll stríðs- árin, sagði Óli, — og má segja að vistin hafi að sumu leyti ver- ið heldur dauf. Skrifstofa SÍS. liggur með Austurlandi og fyrir Langanes, vestur með Norður- °Pin len&st af-en ^unar var landi, en hinni, sem gengur fyrir | næsta lítlð að Sera' *kkert san> Horn austur með landi. Telja ! band heim °S við hofum vita- (Framhald á 8. síðu). shuld engin mök vlð ÞJððverja. — En hvernig eru horfur á þvÍ7 að viðskipti takist á nýjan leik nú? Ég tel líklegt, að eðlileg við- skipti milli Danmerkur og ís- lands geti hafizt mjög bráðlega. Danskar iðnaðarvörur munu vera fáanlegar með litlum fyrir- vara. Danski iðnaðurinn hefur sloppið að mestu leyti við eyði- leggingar stríðsins og mun fær um að framleiða, t. d. vélar o. þ. h., að svo miklu leyti, sem hrá- efnainnflutningur leyfir. Vita- skuld verður það eitthvað tak- markað, en þó hafa ýmsar stórar verksmiðjur látið í ljósi ósk um að hefja viðskipti við ísland nú (Framhald á á. síðu). Fulltrúar bændastéttar- innar, er sátu Búnaðarþing í Reykjavík fyrir skemmstu voru ekki fyrr komnir heim til búa sinna, að þing- störfum loknum, en ríkis- stjórnin hófst handa um „nýsköpun“ í afskiptum ríkisvaldsins af verðlagi landbúnaðarvara og kaup- gjaldi bænda. Búnaðar- þingið hafði svo sem kunn- ugt er, ákveðið að beita sér fyrirstofnunstéttarsam- taka bænda, sem eiga m. a. að hafa það hlutverk, að „vera fulltrúi bændastétt- arinnar um verðlag og verðskráningu landbúnað- arafurða gagnvart Alþingi og ríkisstjóm". „Nýsköp- unin“ er í formi bráða- birgðalaga, sem gefin hafa verið út að tilhlutan land- búnaðarráðherra, og er þar ákveðið, að leggja niður verðlagsnefndir landbún- aðarafurða, mjólkursölu- nefnd, kjötverðlagsnefnd og verðlagsnefnd garðá- vaxta, sem skipaðar eru m. a. fulltrúum framleiðenda skv. tilnefningu. í stað þeirra skal ráðherra skipa 25 manna búnaðarráð, án tilnefningar og er borgaraleg skylda að taka sæti í ráðinu. Ráð- stjórn þessi kýs síðan 4 manna verðlagsnefnd, en formaður Bún- aðarráðs er jafnframt formaður verðlagsnefndarinnar, og skipar landbúnaðrráðhena hann eins og alla hina án tilnefningar. Gert er ráð fyrir, að ráð þetta verði skipað bændum eða mönn- um, sem á einn eða annan hátt starfa í þágu landbúnaðarins. Verkefni búnaðarráðsins eru (Framhald á 8. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.