Dagur - 29.11.1945, Page 1

Dagur - 29.11.1945, Page 1
Sjómannadeilan leyst? Sl. föstudag náðist sam- komulag í sjómannaverkíall- inu, sem staðið hefir síðan 1. október. Leystist deilan á grundvelli tillagna, er sátta- nefnd gerði, en þó ekki fyrr en ríkisstjórnin hafði gengið í málið og kúgað Eimskipafé- lagið til þess að ganga að til- lögunum. Aðalbreytingarnar á kjörum háseta eru þær, að áhættuþóknunin lækkar talsvert, en grunnkaup hækk- ar aftur á móti verulega. Há- setar í Englandssiglingum fá nú tæplega 4000 kr. í áhættu- þóknun í stað tæpl. 20.000 kr. áður á ári. í Ameríkusigling- um verður áhættuþóknunin hin sama og í Englandssigl- ingunum en var áður um 25 þús. kr. Grunnkaup háseta hækkar aftur á móti um 42— 43%. Niðurstaðan er sú, að kaup háseta í Englandssigl- ingum, að meðtaldri yfir- vinnu og orlofsfé, verður um 32 þús. kr. á ári og lækkar um nálega 8 þús kr. í Ameríku- siglingum verður árskaupið um 30 þús. kr. og lækkar um 13 þús. kr. Enn hefir hins vegar ekki verið gengið frá samningum við yfirmenn, matsveina og þjóna, og voru siglingar því ekki hafnar á ný er síðast fréttist. - — =—v Vilhjálmur Þór verður forstjóri S.I. S. Síðastliðinn þriðjudag til- kynnti sljórn Sambands ísl. sam- vinnufélaga, að hún hefði ráðið Vilhjálm Þór bankastjóra til jjess að vera forstjóra Sambands ísl. samvinnufélaga frá næstu áramótum að telja, en Sigurður Kristinsson, forstjóri, sagði af sér starfinu frá þeiín tíma. Sama dag tilkynnti bankaráð Lands- bankans, að Jón Árnason, fram- kvæmdastjóri, hefði verið ráðinn bankastjóri í stað Vilhjálms Þór. Stórmerkt og sígilt rit- verk í viðhafnarútgáfu Fyrsta heildarútgáfa af hinu mikla þjóðsagna- safni Ólafs Davíðssonar nýkomið út. Bókaforlag Þorsteins M. Jóns- sonar sendir þessa dagana á markaðinn glæsilega heildarút- gáfu af hinu mikla og merka þjóðsagnasafni Ólafs Davíðsson- ar. Er bók þessi í þremur gríðar- miklum bindum, alls um 1400 bls. í stóru broti. Guðmundur Frímann rithöfundur og Tryggvi Magnússon listmálari hafa skreytt bókina með ágætum teikningum, bókahnútum og skrautstöfum, og er útgáfan öll einhver sú vandaðasta og glæsi- legasta, sem sést nú á markaðin- um, svo sem vel sómir svo merku riti og sígildu þjóðsagnasafni. — Prentverk Odds Björnssonar hefir pretnað bókina með mik- illi prýði. Bókar þessarar verður nánar getið hér í blaðinu innan skamms. Dagur flytur hér mynd af fyrirhug- uðu skipulagi nýja spítalahverfisins á Eyrarlandstúni, sem nú hefir verið samþykkt í bæjarstjórninni. Það var fyrir að beita sér fyrir að fé þetta skipulag samþykkt, sem Svavar Guð- mundsson réðist á Jakob Frímanns- son og Stefán Arnason í síðasta tbl. ísl. Mega nú allir sjá, hvort fjórð- ungssjúkrahúsi Norðurlands muni ekki betur borgið á þessumstað,held- ur en ef því hefði verið holað niður á allt of litlu landrými sunnan við gamla spítalann (merktur með töl- unni 3 á myndinni). Það er vitaskuld rangt hjá Svavari að telja þá Jakob og Stefán eina bera ábyrgð á því, að breytt var um til bóta. Að því unnu miklu fleiri, þar á meðal þaer mætu konur, sem sæti eiga í spítalanefnd- inni. Á fundi bæjarstjórnar í fyrra- dag lá fyrir yfirlýsing Útgerðar- félags Akureyringa, að félagið vilji kaupa einn af togurunum, sem ríkið lætur smíða, og var samþykkt, að endurnýja umsókn bæjarins til Nýbyggingarráðs um þann togara, og fjárhags- nefndinni falið að leita nauð- synlegra bankatrygginga til þess Skýrirtgar á myndinni: — 1. Torg- ið, sem myndast við uppfyllingu við Spítalaveg. 2. Nýi vegurinn,semnúer að nokkru leyti kominn, frá Spítala- vegi að nýja sjúkrahússtæðinu. 3. Gamli spítalinn. 4. Birgða-innkeyrsla spítalans og bílastæði. 5. Sjúkrahús- byggingarnar nýju. 6. Opið svæði, prýtt trjá- og blómagróðri. 7. Vegur- inn, sem afmarkar spítalahverfið að austan. 8. Núv. Spítalavegur. 9. Stæði fyrir sérbyggingu, sem e. t. v. yrði reist í sambandi við sjúkrahúsið í framtíðinni. 10. Sama. 11. Takmörk spítalahverfisins að vestan. Þar ofan við verða byggðahverfi, sem ennþá eru óskipulögð, mætti hugsa sér þar læknabústaði, starfsmannahús o. fl. 12. Núv. Eyrarlandsstofa. 13. Bíla- torg fyrir framan aðalbygginguna. íð ganga frá kaupunum. Hins vegar var upplýst, að útgerðar- menn þeir, sem áhuga höfðu fyr- ir kaupum á öðrum togara í viðbót, hafi dregið sig til baka. Þar sem bæjarstjórnin hafði áð- ur samþykkt, að ráðast ekki í út- gerð, umfram þátttöku í Útgerð- arfélaginu, var ekki endurnýjuð umsókn um fleiri skip. Með öðrum orðum ætti stjórn- in að vera búin að samþykkja að baki þjóðarinnar, að veita mörg- urn þjóðum aðstöðu til eftirlits og herstöðva. Þessi fregn stjórn- arblaðsins og rússneska útvarps- ins hefir ekki verið borin til baka af íslenzkum stjórnarvöld- um. Á meðan þessi þögn ríkir og íslendingar fá ekkert áreiðan- legt að vita um þetta örlagaríka mál eða tækifæri til þess að láta skoðun sína í ljós, er enginn hörgull á umræðum erlendra manna og blaða um þessi efni. Nýjasta dæmið, sem Degi hefir Athugið, að búðum er lokað laugar- daginn 1. des. Brauð- og mjólkurbúð- ir opnar eins og venjul. á sunnudög- um. borizt í hendur, er grein í stór- blaðinu New York Times hinn 20. þ. m. Er hún rituð af frétta- ritara blaðsins í Osló og dagsett þar 17. nóv. Nefnist greinin Norðurlönd líta á kröfurnar um herstöðvar. í undirfyrirsögn er sagt, að nokkurs óróleika verði vart í sambandi við fyrirætlanir Bandaríkjanna og Rússlands á íslandi og Spitzbergen. Síðan segir, hér lausl. þýtt: „Nokkurs konar reiptog stór- veldastjórnmála virðist fara fram á bak við tjöldin milli Banda- (Framhald á 8. síðu). DAGLIR XXVIII. árg. Akureyri, fimmtudaginn 29. nóvember 1945 47. tbl. Hið nýja, glæsilega spifalahverfi á Eyrarlandsfúni Uppdráttur skipulagsstjórans, sem sam- þykktur liefir verið af bæiarstjórninni ALMENNUR FUNDUR UM ÁFENGISMÁL verður haldinn í Sam- komuhúsi bæjarins mánu- daginn 3. des. n. k. kl. 8.30. Fyrir nokkru komu saman til fundar fulltrúar frá skólum, lé- lögum og félagasamböndum í bænurn og ræddu um áfengis- málin og hið ískyggilega ástand í þeim efnurn. Var síðan ákvqð- ið að boða til almenns borgara- fundar í bænum um þessi mál, og verður sá fundur hldinn n. k. mánudag kl. hálf níu í Sam- komuhúsinu. Þessir fulltrúar hafa undirbú- ið fundinn þannig, að lagðar munu fram fjórar tillögur til umræðu og ályktunar/ Verða framsögumenn fjórir, einn með hverja tillögu. Þess er og einnig að sjálfsögðu vænst, að fleiri taki til máls á fundin- um. Það á ekki að þurfa að fjöl- yrða um tilgang þessa fundar. Hann er í stuttu máli sá, að fá menn til að hugleiða það ástand, sem ríkir í áfengismálum lands- ins, ræða um hvað gera skuli til úrbóta í þeim málum, og hvern- ig vinna megi að því að slíkt tak- ist. Útgerðarfélag Akureyringa kaupir einn nýju togaranna mkeppni lússa og Bandaríkjanna um herstöðvar í Norður-Evrópu New York Times segir Rússa hafa látið í liós áhnga fyrir Spitzbergen, eftir að Bandaríkjamenn sendu r Islendingum orðsendingu sína Ennþá ríkir sama dauðaþögnin í herbúðum ríkisstjórnarinnar um herverndarmálið svokallaða og þjóðin fær ekki að vita hvað er að gerast á bak við tjöldin. Verða menn að búa við erlendar fregnir um þau efni og sögusagnir kommúnistablaðanna, sem láta sér mjög tíðrætt um þessi efni. Samkvæmt frásögn Þjóðviljans 21. þ. m. hef- ur rússneska útvarpið flutt þá fregn, að íslenzka stjórnin væri búin að neita Bandaríkjunum um herstöðvar hér á landi, en hin vegar hafi „hún boðizt til að láta Öryggisstofnun hinna sameinuðu þjóða stöðvar í té.“

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.