Dagur - 06.12.1945, Blaðsíða 1

Dagur - 06.12.1945, Blaðsíða 1
10 SÍÐUR r, ■ Furðulegur frétta- flutningur Síðasti „Verkamaður“ telur það al- rangt og vísvitaudi ósannindi lijá Degi, að bæjarstjórnin liafi ckki end- urnýjað nema aðra af togaraumsókn- unum frá 18. sept. s. 1. af því að sam- jiykkt liefði verið þá jafnframt, að bærinn réðist ekki í titgcrð uinfram þátttöku í togaraútgerðarfélagi Akur- eyringa. Birtir blaðið síðan fyrri sant- þykkt bæjarstjómarinnar Jtar sem sótt var nin 2 togara, en SLEPPIR BÓK- UN FJÁRHAGSNEFNDAR í SAM- BANDI VIÐ UMSÓKNINA, SEM EINNIG VAR SAMÞYKKT 18. SEPT. Bókun þessi var á þessa leið og var birt bér í blaðinu 20. sept.. „Framan- riluð umsókn (um 2 togara) er mið- uð við, að Útgerðarfélag Akureyringa kaupi a. m. k. annan togarann og að annar félagsskapur eða einstaklingar í bænunt, að þvi frágengnu, kaupi hinn togarann. Fari svo, að ekki heppnist að ráðstafa nema öðrum togaraniiin lil félaga eða einstaklinga, gera nefndirn- ar (fjárhagsn. og útgerðarmálan.) ekki ráð fyrir, að bærinn lcggi í litger'ð sjálfur heldur verði hiniim togaranum ráðstafað á annan liátt.“ Nú var það upplýst á síðasta bæj- arstjórnarfundi, að útgerðarmenn þeir, sem áður létu líklega um togarakaup hefðu dregið sig til baka. Þá er og vitað, að fjárframlög bæjarbúa til út- gerðarfélagsins eru af svo skornum skanunti, að nauinast hrekkur til ann- ars togarans þrátt fyrir fratnlag bæjar- ins og framlag KEA. Sýnist áhugi pen- ingamanna og fyrirtækja fyrir kaup- um á togurum þeim, er ríkisstjórnin samdi um, ekki vcra mjög mikill og Cr það enda í satnræmi við afsiöðu ýmsra stærstu útgerðarfélaga landsins, svo sem Kveldúlfs og Alliance, sem ekki hafa ðskað að kaupa nema EINN togara hvort þótt félögin liafi mjög fækkað skipum að undanförnu. FRA GANGI MÁLSINS VAR ÞVÍ RÉTT SKÝRT HÉR í BLAÐINU, en VÍS- VITANDI RANGT í ^Verkam. En sagan er ekki nema hálfsögð. Verkani. segir tillöguna um að endumýja um- sókn um 2 togara hafa verið FELLDA MEÐ G ATKV. OG NEFNIR SÍÐAN NÖFNIN, EN AÐEINS NÖFN FRAM- SÓKNARMANNANNA FJÖGRA, SLEPPIR SJÁLFSTÆÐISMÖNNUN- UM TVEIMUR. Nöfn þcirra máttu ekki sjást í sambandi við þetta mál. Sýnist samvinna sú við kommúnista, sem Svavar Guðmundsson boðar í „ís- lendingi" þá vera komin lengra áleið- is en ætla mátti, er kommúnistar beita slíkum fréttaflutningi til þess að reyna að ófrægja Framsóknarmenn. Ef út- gerðarábugi ræður skrifum kommún- ista er þetta því undarlegra þar sem SJÁLFSTÆÐISMENN HAFA STAÐ- II) FYRIR SKIPASÖLUM BURT ÚR BÆNUM OG SAMDRÆTTI ÚT- GERDARINNAR, cn SAMVINNU- MENN HAFA UNNIÐ AÐ AUKN- INGU FLOTANS OG GERA ENN- Ef betur er að gáð er það þó ekki útgerðarmálaáhuginn, scm ræður þess- um málflutningi koinmúnista, heldur löngunin til þess að öðlazt samstarf við einræðisdeildina, scm nú er að ná tökum á Sjálfstæðisflokkiium hér í bænum. INÝJA-BÍÓ Fimmtudags- og föstudagskvöld kl. 9: Sönghallarundrin í aðallilutverkunum: NELSON EDDY SUSANNA FOSTER CLAUDE RAINS EDGAR BARRIER T9 JL AGUR XXVIII. árg. Akureyri, fimmtudaginn 6. desember 1945 48. tbl. Akureyringar hafa byggf aS meðaltali 30 íbúðir á ári síðustu 10 árin Hefði bæjarstjórnin átt að reisa stórar samstæðu byggingar til íbúðar fyrir bæjarbúa? Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið hefir frá byggingafulltrúa bæjarins, hafa Akureyringar byggt að meðaltali um 30 íbúðir á ári á árunum 1934—1944, að báðum meðtöldum. Á þessu yfirstand- andi ári munu byggingaframkvæmdir verða svipaðar. Byggingarn- ar skiptast þannig á árin: 1934 21 íbúð, 1935 23 íbúðir, 1936 18 íbúðir, 1937 26 íbúðir, 1938 18 íbúðiir, 1939 34 íbúðir, 1940 30 íbúðir, 1941 20 íbúðir, 1942 77 íbúðir, 1943 25 íbúðir og 1944 39 íbúðir. Við síðasttalda liðinn er það að athuga, að nokkrar af þeim íbúðum voru ekki full- gerðar fyrr en á þessu ári. Ef gerður er samanburður á þessum framkvæmdum og íbúð- arbyggingum í Reykjavík, kem- ur í ljós, að það er sízt óhag- kvæmt fyrir Akureyri, sem er átta sinnum minni bær. Hafa Akureyringar þó engan veginn yfir sambærilegu fjármágni að ráða né heldur þá aðstöðu, sem aðsetur stjórnar, þings og meiri- hluta þingmanna skapar og leið- ir af sér margháttuð hlunnirrdi og framkvæmdir í höfuðstaðn- um, umfram aðra landshluta. Engu að síður má óhikað full- yrða, að hvergi á landinu hafi orðið meiri og stórstígari fram: farir í opinberum byggingamál- um á liðnum áratug en hér á Akureyri. Á þessu tímabili hefir bærinn og bæjárbúar, með að- stoð lögskylds ríkisframlags, byggt kirkju, íþróttahús, gagn- fræðaskólahús og kvennaskóla- byggingu. Þrjú síðasttöldu húsin eru tvímælalaust viinduðust og mestu liús ’sinnar tegundar á landinu. Þá hafa samvinnumenn reist glæsilegasta gistihús lands- ins hér í bænum og einstakling- ar annað mjög vandað gistihús. Engar slíkar framkvæmdir hafa átt sér stað í Reykjavík. Þegar litið er til húsnæðismál- anna, verður augljóst, að þótt húsnæðisvandræði hafi verið og séu hér mikil, þá jafnast þau á engan hátt við ástandið í Reykja- vík, jrar sem menn verða að greiða tugi þúsunda króna til þess eins að kornast inn í íbúðir, og síðan okurleigu ofan á allt saman. Slík fyrirbæri munu naumast þekkjast hér. Ýmsir búa þó hér í rnjög ófnllkomnu hús- næði og nokkrar fjölskyldur í bröggum. Er það vitaskuld ekki til frambúðar og ber brýna nauð- syn til að bæta úr því. Þó má segja það um braggana flesta, að þeir liafa verið bættir mjög og gerðir íbúðarhæfir, a. m. k. Jreir, sem bærinn sá um viðgerðir á og mega teljast viðunandi bráða- birgðahúsnæði. Á jrað mun mjög skorta í Reykjavík, að slíkar við- gerðir hafi farið fram almennt, enda býr Jiar mörgum sinnum fleira fólk í bröggum en hér og miklu fleira hlutfallslega. Þegar aðgætt er, að íbúafjölgun hér hefir orðið nokkurn veginn „normal“ á Jjessu tímibili, verð- ur augljóst, að miklu léttar verð- ur, að öðru jöfnu, að gera full- nægjandi ráðstalanir til Jress að koma húsnæðismálunum hér í viðunandi lag, heldur en í Reykjavík. Má í því sambandi benda á tillögur Framsóknar- manna í Jressum málum, sem ræddar eru annars staðar í hlað- inu. - Nú er ])ví haldið fram í mál- gagni Sjálfstæðisflokksins hér, að ástandið í þessum efnum sé stórum verra liér en í Reykjavík, og ])ar með veitzt að bæjarstjórn- armeirihlutanum, sem Sjálfstæð- ismenn standa að. Er þetta furðulegur málflutningur. — Greinarhöfundur (úr nazista- deildinni) telur Jrað óafsakanlegt af bænum, að hafa ekki ráðizt í að byggja stórar samstæðubygg- ingar, likt og i Reykjavík, og selja þær síðan bæjarmönnum. Nú er vitað, að þeir menn, sem á annað borð hafa efni á því að eignast íbúðir, sem kosta 100 jmsund krónur og þar yfir. vilja lieldur byggja hús sín sjálfir, meðan sæmilegt lóðaval er í bænum, en búa í stórri sambygg- ingu eða kaupa slíkt húsnæði af bænum. Verður því ekki annað séð, en J)að sé vafasamt að liggja bæjarstjórnarmeirihlutanum á hálsi fyrir þetta. Yfirleitt munu ' menn ekki telja, að byggingaframkvæmdir af hálfu bæjarins séu ódýrari en aðrar, og J)ví eins vilja ráðast í þær sjálfir, ef þeir á annað borð hafa efni á ])ví. Á það skortir vitanlega, að allur þorri almenn- ings hafi efni á því, og raunveru- lega getur bæjarfélagið eitt ekki bætt úr J)ví, nema til komi styrk- ur annars staðar frá. Má J)ar fyrst til nefna stóraukin framlög ríkisins, bætt lánskjör og lægri vaxtakjör. Skilningsleysi ríkis- valdsins og bankanna á húsnæð- ismálum almennings eru því raunverulega sá Jrröskuldur, sem vers'tur hefir verið á vegi bygg- ingaframkvæmdanna, fyrir utan dýrtíð og efnisskort. Nú iiggja fyrir Alþingi frum- (Framhald á 10. síðu). Flugf élag íslands undirbýr flugvélakaup Samkvænu fréttaskeyti frá United Press, er blaðið „Vísir“ í Reykjavík birtir, eru tveir ís- lenzkir flugmenn komnir til Montreal í Kanada í þeim erind- um að leita eftir kaupum á Catalina-flugbátum hjá stjórnar- völdum landsins fyrir Flugfélag Islands. Flugmennirnir eru Jæir Jóhannes R.Snorrason og Gunn- ar onasson. Jólablað Dags I Uagur gefur nú á næst- i unm ut stórt og vandað i joiablað. Verður það 40: bls. að stærð, prýtt mörg-: um myndum. I það rita: ýmsir þjóðkunnir menn,: svo sem Gunnar Gunn- arsson, Jakob Kristins- son, Pálmi Hannesson, Ingimar Eydal o. fl. — Forsíðumynd teiknaði Örlygur Sigurðsson list- málari. Áskrifendur fá þlaðið í kaupbæti. Nýir áskrifendur, sem greiða næsta árgang, fá blaðið ókeypis. Nú er því tækifæri fyrir menn að gerast áskrifendur. Bæjarbúar! Allir sem vilja fylgjast nreð lands- og bæjar- ínálum þurfa að lesa Dag. — Gerist áskrifendur í dag og |)ið fáið jólablaðið sent heim ; til ykkar í tæka tíð fyrir jólin. Áskriftarsími 166. i Borgarafundur um áfengismál: Skorar á ríkisstjórnina að láta lögin um héraðabönn koma til framkvæmda Styður kröfuna um lokun áfengisverzlunarinnar Almennur borgarafundur um áfengismál var haldinn í Sam- komuhúsi bæjarins, að tilhlutun ýmissa íélagasamtaka í bænum, bæjarstjórnarinnar og skólanna, sl. mánudagskvöld. Fundurinn var fjölsóttur, sátu hann um 300 manns, og urðu umræður fjörug- ar. Frummælendur voru: Þorsteinn M. Jónsson, skólastjóri, Bryn- leifur Tobiasson, menntaskólakennari, Jóhann Þorkelsson, héraðs- læknir og Ármann Dalmannss., form. Jþróttabapdalags Akureyrar. Auk þeirra tóku þessir menn til máls: Helgi Valtýsson, Kon- ráð Vilhjálmsson, Hallur Helga- son, Lárus Thorarensen, Bjarn'i Halldórsson, Rósberg Snædal, Jónas Jónsson og Áskell Snorra- son. Eftirfarandi tillögur komu fram og voru samþykktar í einu hljóði: 1. Almennur borgaralundur á Akureyri, skorar á aríkisstjórnina að láta lögin um héraðabönn koma nú Jregar til framkvæmda. 2. Almennur borgarafundur á Akureyri telur með qIIu ófært að auðvelda mönnum að ná í áfengi, með J)ví að fjölga útsölu- stöðum þess, eða á annan hátt, og mótmælir J)ví öllum ráðstöf- unum hins opinbera er stefna í J)á átt. 3. Eins og nú er komið mál- um, og með tilliti til þeirra að- stæðna, sem skapast hafa vegna hinnar stórauknu áfengissölu og áfengisnautnar hér, átelur al- mennur borgarafundur á Akur- eyri þá fyrirætlun ríkisstjórnar- innar að ætla að stórminnka fjár- framlag ríkisins til lögiegluhalds á Akureyri, þar sem vitanlegt er, að mikið af starfi lögreglunnar er vegna ölvunar,, sem er bein af- leiðing áfengisverzlunar ríkisins hér á staðnum. Fundurinn lýsir sig samj)ykkan nýlega gerðri samj)ykkt bæjarstjórnar Akur- eyrar um þetta mál. (Um að krefjast lokunar áfengisverzl. ef ríkisstj. heldur fast við fyrri áform). 4. Almennur borgarafundur á Akureyri skorar á stofnanir og félagasambönd í bænum, að taka áfengismálin til rækilegiar umræðu og athugunar, og hefja samstarf um ýmsar úrbætur á áfengisbölinu við alla þá aðila í bænum, sem að því vilja vinna. Jafnframt telur fundurinn sjálf- sagt, að mjög beri að takmarka vínveitingaleyfi til samkomn- halda í bænum, að óbreyttum ástæðum. Fundarstjóri vaV Snorri Sigfús- son, skólastjóri, en fundarritari Eiríkur Sigurðsson, kennari.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.