Dagur - 06.12.1945, Blaðsíða 5
Fimmtudaginn 6. desember 1945
DAOUR
5
TVeir merkir bókmenntayiðburðir
/
Fyrsta heildarútgáfa þjóðsagnasafns Olafs Davíðssonar L-III.
bindi. - Ódáðahraun I.—III. bindi, eftir Ólaf Jónsson
QVEFENGJANLEGA láta
bókaútgefendur hér á Akrur-
eyri skammt stórra liögga á rnilli
þessa dagana, er bókaforlag Þor-
steins M. Jónssonar hefir naum-
ast skilað frá sér hinu mikla
þjóðsagnasafni Ólafs heitins Da-
víðssonar í vandaðri viðhafnar-
útgáfu, svo sem um var getið
iauslega í síðasta blaði, þegar
Norðri sendir á markaðinn ann-
að stórverk í þremur gríðar-
miklum bindum: Ódáðahraun
eftir Ólaf Jónsson framkvæmda-
stjóra. Sennilegt þykir mér, að
bæði þessi rit verði jafnan talin
til liinna sígildu bókmennta
þjóðarinnar, og víst er um það,
að aðrar bækur verða naumast á
markaðinum nú fyrír þessi jól
glæsilegri né eftirsóknarverðari
fyrir flestra hluta sakir en þessar
tvær.
ÓDÁÐAHRAUN.
jg|KKI ER MÉR grunlaust um,
að til séu jieir menn — og
það jafnvel í hópi þeirray, sem
annars vilja telja sig til lesandi
manna og bókavina — er myndu
að óreyndu telja það til andlegra
þrekrauna og hálfgerðra mein-
lætaverka að lesa miðlungslanga
ritgerð um Ódáðahraun, hvað þá
heldur þrjú bindi í stóru broti,
eða alls hátt á 13. hundrað blað-
síður. En hér sannast vissulega
sem oftar, að mestu veldur hver
á heldur. Mér var að vísu kunn
ugt um það fyrir löngu, að Ólaf-
ur Jónsson er gáfaður maður og
fjölhæfur, duglegur bústjóri,
merkur fræðimaður á sínu sviði,
o. s. frv. En ekki hafði eg grun
um það, fyrr en eg las Ódáða-
hraun hans, að hann er óvenju-
lega andríkur og listfengur'rit-
höfundur, sem hefir hina tor-
veldu íþrótt orðsins á valdi sínu
langtum betur en almennt ger-
ist og kann manna bezt þann
hvítagaldur að blása lífsanda
orðHstar sinnar og frásagnargleði
í nasir hvers þess efnis, sem hann
fjallar um. Og þar er þá einnig
skemmst frá að segja, að því fer
víðsfjarri, að það sé nokkurt
meinlætaverk eða andleg áraun
að lesa hið stórbrotna rit hans
um Ódáðahraun, heldur er bók-
in skemmtilestur frá upphafi til
enda. Og að þeim lestri loknurn
munu flestir lesendanna fúslega
fallast á þau ályktunarorð höf-
undar, í niðurlagi forspjalls
hans fyrir bókinni, að Odáða-
hraun — landið utan og ofan við
öll héruð, landið, sem liggur ut-
an við lög óg rétt, austan við s^l
og sunnan við mána — sé þó í
reyndinni ennþá stærra og furðu-
legra ævintýri eir í dularheimi
jþjóðsagnanna og vaxi að töfrum
því meir, sem við kynnumst því
betur.
PYRS'TA BINDI bókarinnar er
vatnsöræfum, hitt af Ódáða-
hrauni sjálfu og næsta umhverfi
þess. Annað bindi fjallar um
jarðsögu hraunsins, eldvörp,
hraungerðir og eldgos. Þá er þar
þáttur um brennistein og
brennisteinsnám í Þingeyjar-
sýslu og loks kafli um þjóðtrúna
í sambandi við Ódáðahraun —
tröll, óvætti og útilegumenn, en
um j^á síðastnefndu er það að
segja, að það er staðreynd, en
ekki hindurvitni aðeins, að ýms-
ir þeirra hafa átt dvöl í Ódáða-
hrauni um lengri eða skemmri
tíma, og finnast þar enn ýmis
ummerki til minja um veru
þeirra þar, svo sem kofarústirn-
ar í Hvannalindum, Eyvindar-
koli í Herðubreiðarlindum o. s.
frv. — í þriðja og síðasta bind-
inu er einkum fjallað um .við-
skipti og sambúð aðliggjandi
byggða við þessi víðlendu öræfi,
og loks birtast þar nokkrir þætt-
ir um hin mörgu ferðalög höf-
undar um hraunið þvert og endi-
længt og næsta umhverfi þess. —
Þarna er m. a. languf kafli um
Fjalla-Bensa, annar um hesta-
göngur í hrauninu, þriðji um
slysfarir og hrakninga, fjórði um
eyðibýli á þessum slóðum o.' s.
frv. Öll eru bindin prýdd mikl-
um sæg ágætra mynda og upp-
drátta efninu til skýringar. Er
bókin prentuð á sérlega vandað-
an pappír og ytri umbúnaður
ltennar allur glæsilegur og vand-
aður, enda hefir Prentverk Odds
Björnssonar annast prentunina
og frágang allan.
£NGINN ENDANLEGUR
dómur skal hér lagður á
hina fræðilegu hlið þessa mikla
ritverks. Til þess brestur mig Öll
skilyrði og kunnáttu á ef'ni því,
sem urn er fjallað. En öll virðist
bókin hafa á sér glögg einkenni
hins samvizkusama, glögg-
skyggna og árvökula fræði-
manns, sem vegur og metur
heimlidir sínar og eigin athug-
anir með óþreytandi alúð og
vandvirkni, og telur sér ávallt
skylt að hafa það eitt, sem rétt-
ast reynist í hverju efni. Er
heimilda alls staðar getið jafnóð-
um og til þeirra er gripið. Þá
fylgir og nákvæm nafnaskrá bók-
inni.
Heiðríkur, rósamlegur og fag-
ur andi s.vífur yfir vötnum þeim,
sem hníga í þennan farveg efnis
og anda, máls og stíls — heiðrík-
ur, rósamlegur og fagur eins og
útsýnin yfir auðnir Ódáða-
hrauns í góðu skyggni. Skraut-
vefnaður orðlistarinnar er kann-
ske ekki sérlega smáfelldur
þarna né heldur hnökralaus með
öllu, en hann er óvenjuléga svip-
úðgur og litsterkur, samfelldur
og traustur, þjóðlegur og mann-
legur í senn. Ég efast ekki um,
hennar heill handa til nýrra
happaverka á borð við þetta, og
munu þau þá lengi halda nafni
hans á lofti.
ÞJÓÐSÖGURNAR.
pYRSTU SKRÁSETJ ARAR
og safnarar íslenzlcra þjóð-
sagna og æfintýra björguðu
vissulega frá gleymsku og dauða
miklum og verðmætum feng al-
pýðlegs og þjóðlegs skáldskapar
og verðmætum heimildum um
menningu þjóðarinnar á liðnum
öldum, siðvenjur hennar og æfi-
kjör, hugsunarhátt hennar, lífs-
skoðanir og dultrú. Tveggja
nafna mun jafnan lengst minnzt,
er koma við sögu þessa merki-
lega björgunarstarfs: Jón Árna-
son gekk fyrstur manna hamför-
um á Löngufjöru hinna þjóð-
legu fræða, merkti þar margan
kjörvið og dró hann undan haf-
sjóum gleymskunnar og úr sand-
kafi hirðuleysisins. Næstur hon-
um gengur svo Ólafur Davíðsson
á rekann og gerist bæði svo mik-
ilvirkur og hagvirkur, að mjög
orkar það tvímælis hvor þeirra
frænda hefir lagt drýgri eða
merkari skerf til þjóðfræða okk-
ar, þegar öll kurl koma þar til
grafar. Tvö eru höfuðrit Ólafs
urn þessi efni og bæði sígild: ís-
lenzkar gátur, skemmtanir, viki-
vakar og'þulur, er Bókmennta-
félagið gaf út í fjórum bindum á
árunum 1887—1903, og Þjóðsög-
urnar, sem getið verður nokkru
nánar hér á eftir. Sýnist hvort
þessara ritverka um sig ærið
dagsverk hverjum röskum
manni, og" hafði þó Ólafur kom-
ið miklu víðar við sögu sem rit-
höfundur og fræðimaður, er
hann drukknaði í Hörgá haustið
1903, þá aðeins rösklega fertug-
ur að aldri. Gegnir vissulega
stórfurðu, hve rniklu og ágætu
starfi Ólafur fékk afkastað þá
skömmu stund, er honum reynd-
ist ætluð til afreka í þessu jarð-
lífi.
landslagslýsing, landafræði að mikið bókmenntaafrek hefir
og landfræðisaga Ódáðahrauns' verið unriið með samningu þess
og Mývatnsöræfa. Fylgja þvi
bindi tvö stór og ágæt landabréf,
annað af Reykjaheiði og Mý-
arar bókar. Þess er að vænta, að
íslenzka þjóðin veiti henni verð-
ugar viðtökur. Njóti höfundur
j FLJÓTU BRAGÐI virðist
raunar allfurðulegt, að mestur
hluti hins mikla þjóðsagnasafns
Ólafs Davíðssonar skuli hafa leg
ið óprentaður og ónotaður fram
að þessu, svo að segja má, að að-
eins liafi nokkur sýnishorn af
því verið áður prentuð. Við nán
ari athugun kom hins vegar í
Ijós ýmsar skýringar og málsbæt
ur í þessu efni. Það er bæði, að
safnið er geysistórt, eða álíka
mikið lesmál pg allt þjóðsagna
safn Jóns Árnasonar, og því sízt
heiglum hent fyrir kostnaðarsak-
ir að koma því á framfæri
hæfilegum eða viðunandi bún-
ingi. Hitt mun þó hafa ráðið
meiru um töfina, að Ólafi entist
ekki sjálfum aldur til að vinna
úr safni sínu, flokka sögurnar og
raða þeim niður, né heldur að
leggja síðustu hönd á handrit
sitt að öðru leyti. Var ekki öðr
um betur trúandi til þess að ann
ast þetta vandasama og ábyrgð-
armikla starf — fyrir ýmsra hluta
sakir — en kostnaðarmanni hinn-
ar nýju útgáfu, Þorsteini M.
ónssyni skólastjóra, og aðstoð-
armanni hans við útgáfustarfið,
ónasi J. Rafnar yfirlækni. Hefir
Þorsteinn flokkað sögurnar og
gefið flokkum og undirflokkum
íeiti. Mun hann hafa stuðzt við
flokkun Jóns Árnasonar, en þó
er allvíða út af henni brugðið,
jar sem útgefanda hefir þótt
betur fara. Nöfn sagnaflokkanna
gefa nokkra lmgmynd um fjöl-
óreytni, efni og stærð þessa
mikla ritverks. Þess er þó enginn
kostur að geta hér annars en að-
alflokkanna, og nefna fáein
dæmi sem sýnishorn undirflokk-
anna. í I. bindi eru þessir aðal-
i lokkar: Sagnir af fornmönnum.
Kirkjusögur (biskupar, prestar,
munkar og nunnur). Sagnir frá
seinni öldum. Kímnisögur.
Kreddusögur og loks Helgisög-
ur. Sem dæmi um undirflokkana
má nefna það, að Sagnir frá
seinni öldum skiptast í þessa
l'lokka: Örlagaheppni. Hrakn-
ingar og slysfarir. Drepsóttir.
Hefndir. ITreysti og harðneskja.
Kraftamenn. Völundar. Lista-
læknar. Skáld og vitmenn. Göf-
ugmenni. Nirflar. Auðmenn.
Stórbokkar og yfirgangsseggir.
K.ynlegir menn. Hrekkjglómar.
Slarkarar, hrottar og óþokkar.
Þjófar. Ræningjar. Morðingjar.
Ýmsir illvirkjar. Stórlygarar. —
í II. bindi eru þessir aðalflokk-
ar: Orðkynngisögur. Galdrasög-
ur. Ófreskisögur. Draugasögur
(21 flokkur). Tungl og loftsjóna-
sögur. Sögur um kynjar landsins.
í /III. bindi eru þessir aðalflokk-
ar: Dýrasögur. Sæbúasögur.
Álfasögur. Tröllasögur. Útilegu-
mannasögur. Æfintýri. Þá er í
jví bindi nafnaskrá og hluta- og
hugmyndaregistur, efnisskrá og
eftirmáli, að ógleymdri ágætri
ritgerð um Ólaf Davíðsson eftir
Steindór Steindórsson frá Hlöð-
um. Fylgir mynd Ólafs ritgerð-
inni, og hefði eg kosið myndinni
og æfisögunni stað fremst í I.
bindi, en vitanlega skiptir slík
staðsetning ekki verulegu máli.
• '
^TID lauslega yfirsýn virðist
mér þessi fyrsta heildarút-
gáfa þjóðsagnasafns Ólafs Da-
víðssonar sérlega vel vönduð og
fullkpmlega sæmandi minningu
hins mikla þjóðfræðasafnara og
rithöfundar. Nöfn útgefendanna
tveggja eru mér og nægilég
trygging fyrir því, að svo sé í
raixn og veru. Hitt jxykist eg
sjálfur dómbær um á borð við
hvern annan, að útgáfan er sér-
lega glæsileg' að ytra búningi,
pappír vandaður og prentun
Eorkunnar smekkleg frá héndi
Prentverks Odds Björnssonar. —
Þá setja og teikningar, skraut-
stafir og bókahnútar þeirra lista-
mannanna GuðmundarFrímann
og Tryggva Magnússonar sér-
stakan glæsi- og viðhafnarbrag á
bókina, svo að hreint augnayndi
er að því hverjum bókabéusi að
skoða hana og handleika i góðu
tóirii. Þarf naumast áð efa það,
að svo rnerk og glæsileg bók veið-
ur rnjög eftirsótt, ekki sízt á
þeim tímum, sem nú eru, þegar
allt það, sem nokkurn keim hef-
ir af þjóðlegum fræðum, virðist
mjög í tízku — og er það sízt að
lasta. J. Fr.
Bókarfregn
TRYGG ERTU TOPPA, eftir
Mary O’Haia. Þýtt af Friðgeir
H. Berg.
Satt að segja varð eg hálfvegis
vonsvikinn eftir lestur fyrstu
blaðsíðna þessarar bókar. Mér
fundust þær daufar og sviplitlar
og varð það á að hugsa eitthvað
á þá leið, hveis vegna væri verið
að þýða þetta. En ekki hafði eg
lesið langt áfram, er eg skipti um
skoðun. Og við bókarlokin leit
eg svo á, að þetta væri einhver
hollasta og bezta sögubók, sem
eg hefði lesið í þýðingu hin síð-
ari ár.
Höfunduriiókarinnar fer hægl
af stað. Hann tranar ekki gáfurn
sínum fram á fyrstu opnu. En
hann sígur á jafnt og þétt og
ómótstæðilega, unz sögusviðið
og söguhetjurnar ög höfundur-
inn sjálfur er allt saman orðið
manni nákunnugt og einkenni-
lega kært.
Sögusviðið er hjarðbýlið
Gæsatangi, sem er vestur undir
Klettafjöllum í Wyoming-fylk-
inu í Norður-Ameríku. Og sögu-
hetjurnar eru hestar og menn,
sem þar eiga heirna. En rninnis-
stæðust af þeim öllum Yerða þau
líklega lesöndunum, „trippið
hún Toppa“ og draumlyndur,
elskulegur drenghnokki að nafni
Ken. Þau eru elskendui'nir í sög-
unni, og er ástum þeirra, hörm-
um og þjáningum lýst af sjald-
gæfri nærfærni og mikilli snilld.
Má sá maður, sem eigi verður
snortinn af þeirn lýsingum og
mörgu öðru í bókinni, vera með-
arlega gerður.
Það er ekki margt manna, sem
höfundurinn leiðir fram á sjón-
arsviðið, aðallega heimilisfólkið
á Gæsatanga og örfáir aðrir.
Auðvitað er það ekki gallalaust
fólk, en gott og drengilegt inni
við beinið, allt það, sem mest
kemur við sögu. Lýsingarnar á
húsráðendum á Gæsatanga, Nell
og Rob, og Ken litla syni þeirra,
eru ágætar og öfgalausar, eins og
annað hjá höfundinum. Ef til
vill hefir þó tekizt allra bezt
með, myndina af Nell luisfreyju,
enda er höfundurinn kona og
hver jafnan sínum hnútum
kunnugastur. En lýsingarnar á
lífi Toppu og atkvæðamestu
hestanna á hjarðbýlinu, eru sízt
eftirbatar mannlýsinganna. Mun
erfitt að finna lýsingar um líf og
eðli hesta, þær, er gerðar eru af
jafnmikilli þekkingu, eftirtekt,
samúð og skáldiegri skarp-
skyggni og hér mætir manni. Er
auðsætt af sögunni, að höfund-
urinn er frábær dýrávinur, sem
hefir þó einkum tekið ástfóstri
við hestana og er nákunnugur
háttum þeirra og hegðun á
hverju sem gengur. Er og ólík-
legt, að nokkur næmgeðja mað-
ur fái lesið bókina án jiess, að
hún glæði samúð hans með
mönnum og .málleysingjum.
Það hefir verið sagt, að þetta
sá ágæt barnabók. En hún er
ekki síður fyrir fullorðna og þeir
geta margt af henni lært. í bók-
inni komast þeir í kynni við göf-
ugt skáld og góða konu, sem er
látlaus og sönn í frásögn, marg-
vís, rósöm og hlý. Allt, sem hún
skilur eftir í hug og hjarta les-
(Framhald á 8. síðu).