Dagur - 25.01.1946, Page 1
Frú Þórunn Hafstein
tekur við ritstjórn
kvennadálksins
Með þessu tölublaði tekur
frú Þórunn Haístein við ritstjórn
kvennadálksins á 4. bls. Frú
Þórunn starfaði um langt skeið
sem ritstjóri kvennasíðu „Morg-
unblaðsins" og ávann sér mikl-
ar vinsældir í því starfi. Dagur
telur það því mikið happ fyrir
kvennasíðu blaðsins að frú Þór-
unn hefur góðfúslega tekið að
sér að annast ritstjórn þessa
þáttar og er blaðið þess full-
víst að þessum tíðindum verð-
ur vel fagnað meðal lesend-
anna.
Ungfú Anna S. Snorradóttir,
stúdent, sem hefur annast rit-
stjórn dálksins til þessa, er nú
horíin af landi burt, til náms í
London og mun dveljast þar
fyrst um sinn. Blaðið vottar
henni þakkir fyrir vel unnin
störf á undanförnum árum.
Jafnframt vill blaðið gefa les-
endum sínum fyrirheit um, að
ungfrú Anna mun enn rita
nokkuð í blaðið. Hefur hún m.
a. kynnt sér að nokkru þing-
hald Sameinuðu þjóðanna,
sem nú er háð í London, sem
fréttaritari blaðsins, og munu
frásagnir hennar af því vænt-
anlega birtast hér í blaðinu
innan slcamms.
„Lítillátur, ljúfur og
kátur ...
Meðan ísl. hafði ennþá ábyrga rit
stjóra til þesa að annast um blaðið,
var Svavari Guðmundssyni skammt-
að rúm á 2. bls. Eftir að Skjaldborg-
aræfintýri Sjálfstæðisflokksins hófst,
fór að losna um þá góðu menn, og
þar kom um J. áramót, að þeir sögðu
báðir frá sér starfinu, enda skipti þá
engum togum, að Svavar hafði her-
bergjaskipti í vistarverum blaðsins
Nú fyrir kosningarnar var hann bú
(Framhald á 6. sífíu).
Framsóknarflokkurinn
styður beiðni íþrótta-
manna um nýtt skipulag
íþróttasvæða og fjár-
styrk til vallargerðar
I íþróttaþætti blaðsins í dag er
birt bréf það, er íþróttamenn
hafa ritað stjórnmálaflokkum
bæjarins. Spurningum þeim,
sem þar greinir, hefir Framsókn-
arflokkurinn svarað þannig:
Flokkurinn tjáir sig fylgjandi
umbótum á skipulagi íþrótta- og
æfingasvæða í bænum og svarar
fyrstu spurningunni á þá leið, að
flokkurinn heitir að vinna að því
við Skipulagsnefnd, að hún
breyti skipulagsuppdrætti þeim,
sem nú er í gildi, á þá lund, að
yður verði séð fyrir nægilega
rúmgóðum æfinga- og keppnis
völlum á Oddeyri.
Annarri spurningu yðar, um
fjárstyrk til vallargerðar, svatar
flokkurinn á þann veg, að hann
mun fylgja því, að bæjarsjóðnr
leggi fram umbeðna upphæð til
þessara mála.
Ekki er blaðinu kunnugt um
svör liinna flokkanna.
Hft A'C^lUlR
1 infck
XXIX. árg.
Akureyri, föstudaginn 25. janúar 1946
6. tbl.
EIN MILLJÖN og -ÞRJÚ HUNDRUÐ ÞÚSUND KRÓNUR er
beint framlag bæjarsjóðs til VERKLEGRA FRAMKVÆMDA
Þennan rétf vi!ja kommúnistar og aðr- ^ yfirstandandi ári
ir einræðissinnar faka af almenningi! Fyrírsjáaniegt að mesm byggingafram-
kvæmdir í sögu bæjarins hef jast hér í vor
Fjárhagsáætlun bæjarins fyrir yfirstandandi ár hefir ný-
lega verið samþykkt í bæjarstjórninni. Það sem mesta
athygli vekur í sambandi við fjárhagsáætlunina er sú
staðreynd, að gert er ráð fyrir að bæjarsjóður verji
EINNI MILLJÓN OG ÞRJIJ HUNDRUÐ ÞÚS.
KRÓNUM til opinberra framkvæmda á árinu, og er
það mesta framlag í sögu bæjarins til þeirra mála.
Frjálsar, leynilegar kosningar, eru meginstoð lýðræðisskipulags-
ins, sem við búum við og viljum varðveita. Einræðissinnamir vilja
afnema þessar frjálsu kosningar og innleiða í þess stað „austrænt
lýðræði", sem ekki leyfir nein'a frambjóðendur nerna stjórnarsinna
og telur það glæp, ef menn greinir á við stjórnarvöldin.
Svarið éinræðissinnunum til hægri og vinstri í kosningunum á
sunnudaginn!
Kjósið B-LISTANN, lista frjálslyndra, umbótasinn-
aðra og ábyrgra lýðræðissinna.
Opinber réttarrannsókn
beiiíiluð á óreiðu komm-
únista í Kaupfélagi
Siglfirðinga
Krafan um bana samþykkt
á fulltrúafundi í félaginu
með 58 atkvæðum. — Þór-
tddur Guðmundsson sat
hjá!
Fjölmennur fulltrúafundur í
Kaupfélagi Siglfirðinga, sem
haldinn var 15. þ. m., samþykkti
í einu hljóði, að krefjast opin-
berrar réttarrannsóknar á með-
ferð kommúnista á eignum og
fjármunum félagsins.
Samþykkt þessi var gerð með
58 atkvæðum; einn fulltrúinn,
kommúnistafolsprakkinn Þór-
oddur Guðmundsson, sat lijá við
atkvæðagreiðsluna.
Núverandi stjórn félagsins var
falið að gera ráðstafanir til að
slík rét tarrannsókn yrði hafin.
Kommúnistaflokkurinn á þingi einhut
suðuverksmiðju ríkisins í
a í é reisa niður-
segir Mjölnir
Steingrímur Aðalsteinsson bæjarfulltrúi skorar á
ríkisstjórnina að láta reisa verksmiðjuna á Akureyri!
Steingrímur Aðalsteinsson alþingismaður styður frv.
atvinnumálaráðherra um að reisa hana í Siglufirði!
Hér í blaðinu hefur áður ver-
ið rakið hvernig kommúrþstar
vinna markvisst að því, að grafa
undan atvinnulífi bæjarins. Þeir
Framsóknarmönnum og áburð-
arverksmiðjumálinu komu þeir
fyrir kattarnef til hagsbóta fyrir
Reykjavíkurstefnuna í bróður-
lögðu skipaímíðaiðnaðinn undir legri samvinnu við Reykjavíkur
Reykjavík til þess að klekkja á íhaldið.
Ennþá eitt dæmi um hug
flokksins til atvinnumála Ak-
areyrar, og heilindi kommún-
istaforsprakkanna hér, gefur
að líta í siglfirzka kommún-
istablaðinu „MJÖLNI" 9. þ.m.
Þar er skýrt svo frá, að
„Sósíalistaflokkurinn" hafi á-
kveðið að taka niðursuðu-
verksmiðjumálið upp á arma
sína og koma því til leiðar,
að fyrirtækið verði reist á
(Framhald á 8. síðu).
Við þessa upphæð bætist lög-
skylt ríkissjóðsframlag til ýmsra
framkvæmda, svo sem skólabygg-
inga, spítalbyggingar o. s. frv. og
þar að auki eru á döfinni ýmsar
Iramkvæmdir bæjarins, sem gerð-
ar verða fyrir lánsfé, svo sem
hafnargerðin við Glerárósa og
ennfremur verður spítalabygg-
ingin hafin, en til hennar er áð-
ur búið að leggja til Irliðar stór-
fé og mun nú handbært fé í þeim
sjóði nema um einni milljón kr.
Af þessu er augljóst, að mestu
framkvæmdir, sem nokkru sinni
hafa verið gerðar í sögu bæjar-
ins munu hefjast á -þessu vori.
Hel/.tu framlög bæjarins til
verklegra framkvæmda eru þessi:
Til nýrra vega....... 450.000
Til viðhalds vega .... 125.000
Grjótmulningur....... 100.000
Til umb. á Listig. og
endurbóta í Grófarg. 35.000
Til nýs barnaskóla . . 100.000
Matthíasarbókhlaða . r 100.000
Endurb. á vatnsveit. . . 200.000
Framl. til sjúkrahússb. 150.000
(til viðb. við fyrri framl.)
Til endurb. á sundst. 50.000
Samtals 1.310.000
Eins og að líkum lætur verða
slíkar framkvæmdir ekki gerðar
nema bæjarbúar leggi á sig veru-
legar álögur og eru útsvörin á-
ætluð kr. 3.115.100.00 og er það
talsvert hærri uppliæð en í fyrra.
Bæjarstjórnin hefur tekið þá
stefnu, að verða við kröfum boro-
o
aranna um auknar opinberar
framkvæmdir, en þó ekki þann-
ig, að tak lán til óarðbærra fram-
kvæmda, heldur greiða þær jafn-
harðan með framlögum á fjár-
hagsáætluninni. Til meiriháttar
aðrbærra framkvæmda, þ. e. fyr-
irtækja, sem geta staðið undir
sér sjálf, tekur bærinn vitaskuld
(Framhald á 5. síðu).
KJÖRORÐIÐ ER: 4 MENN AF B-LISTA í BÆJARSTJÓRN AKUREYRAR