Dagur - 31.01.1946, Blaðsíða 2
D AG U R
Fimmtudaginn 31. janúar 1946
-----------------—i------
Villijálmur Þór kominn lieim
Þetta ber ekki s vo að
skilja, að hann sé kominn
heim til Islands úr utan-
landsför eða heim til æsku-
stöðvanna í Eyjafirði, held-
ur á þann veg að hann sé á
ný horfinn til hinna veg-
legustu starfa í þjónustu
samvinnumála landsins. —
Samvinnumenn um land
allt bjóða Vilhjálm áreið-
anlega fagnandi heim í
þessari merkingu.
Sigurður Kristinsson, sem
gegnt hefir forstjórastarfi
Samb. íslenzkra samvinnu-
félaga nokkuð yfir 20 ár,
haðst lausnar frá því starfi
á síðasta ári, þar sem hann hafði
náð hinu lögmælta *aldurstak-
marki. Sigurður hefir rækt for-
stjórastarf sitt á hinn heillavæn-
legasta hátt, hefir ætíð verið vak-
andi á verði um heilbrigðar
framfarir og þróun samvinnu-
málanna og skilar nú Samband-
inu af höndum sér í ágætu horfi.
F.n eins og að líkum lætur um
hálfsjötugan mann, sjást á hon-
um nokkur þreytumerki eftir
langan vinnudag. Þetta var hon-
um vel ljóst og táldi því sjálfsagt
að yfirgefa starfið í tíma, áður en
kraftarnir þverruðu rneir, eink-
um ef hann ætti þess kost að skila
því í hendur tiltölulega ungum
og ötufum manni, sem hann
mætti fulltreysta til mikilla og
farsælla átaka. Og Vilhjálmur
Þór varð fyrir valinu. Hann tók
við forstjórastarfinu um síðustu
áramót.
Samvinnumenn kveðja Sigurð
Kristinsson sem forstjóra með
innilegri þökk og virðingu og
unna honum vel nokkurrar
hvíldar í ellinni, sem nú færist
óðum yfir hann. Hið sama má
segja um Aðalstein bróður hans,
sem nú á sama tíma lét af fram-
kvæmdastjórastarfi við innflutn-
ingsdeildina vegna heilsubrests.
Honum fylgja og hugheilar
þakkir fyrir langt og farsælt
starf,
stjóri félagsins, þegar Sigurður
tók við forstjórastörfum í Sís eft-
ir fráfall Hallgríms Kristinsson-
ar 1923. Forystu samvinnu-
manna í Eyjafirði tók Vilhjálm-
ur að sér fyrir áeggjan Sigurðar
og með fullu samþykki kaupfé-
lagsmanna, þá innan við hálf-
þrítugt að aldri. Samvinnuupp-
eldi hafði hann hlotið undir
handleiðslu og í skóla þeirra
Hallgríms og Sigurðar Kristins-
sona og færði sér kostgæfilega í
nyt. Dáðist Hallgrímur snemma
að vinnufýsi og afköstunr þessa
léttadrengs, sem alltaf var boð-
inn og búinn að leggja á sig eft-
irvinnu og spurði ekki um laun.
Starfið var honum strax nautn
og vinnugleðin alveg óvenjuleg.
Það er því engin furða, þó að
liann hækkaði þrep af þrepi við
kaupfélagsstörfin og næði næst-
um því á unglingsaldri hæsta
tindinum, án þess að sækjast eft-
ir því sjálfur. Það voru aðrir,
sem lyftu honum hærra og hærra,
jafnvel mót vilja hans, af því að
samvinnumenn treystu honum
óhikað til mikilla dáða, og því
trausti hefir hann aldrei brugð-
izt og mun aldrei bregðast.
Þess vegna fagna samvinnu-
menn því, að hann hefir nú tek-
izt á hendur að gerast æðsti leið-
togi þeirra og hrinda málefnum
þeirra lengra fram á leið, eftir
að hafa síðustu árin starfað á
En með því er hægt að gleðja
samvinnumenn, að þeir bræður öðrum vettvangi, án þess þó að
ekki láta með öllu af hafa nokkru sinni §'ley,nt aðah
áhugamáli sínu: vexti og þróun
samvinnunnar, sem hann, eins
og aðrir forkólfar þeirrar stefnu,
treystir bezt til að leysa vanda-
mál þjóðarinnar. Og alveg sér-
staklega fagna samvinnumenn í
Eyjafirði og á Akureyri, sem
þekkja Vilhjálm bezt vegna
langvarandi, náinna kynna, þess-
um tíðindum.
Vegna starfhæfni Vilhjálms
komst hann ekki undan að sinna
ömsu öðru en kaupfélagsstjóra-
starfinu hér á Akureyri. Þannig
var hann í bæjarstjórn Akureyr-
ar 1934—1939, í sóknarnefnd
Akureyrar nokkur ár, formaður
í stjórnarnefnd spítalans um 10
ára skeið og formaður Flugfélags
Akureyrar 1938. í stjórn Sís var
hann frá 1936 o gsíðan í stjórn
verksmiðja Sís á Akureyri til
1939. Um liríð var hann vísi-
konsúll Finna og seinna vísikon-
súll Svía á Akureyri.
Árið 1938 var ákaft sótzt eftir
að fá Vilhjálm til að undirbúa
og takast á hendur forstöðu ís-
munu
störfum í Sambandinu, þrátt fyr-
ir þá breytingu, sem þar er á orð-
in ,en sú breyting er einkum
fólgin í mannaskiptum en ekki í
breyttum stefnumiðum. En störf
þeirra bræðra verða að sjálf-
sögðu stórum rólegri og um-
fangsminni en áður.
Jafnframt hefir sú breyting
orðið, að Jón Árnason hefir látið
af framkvæmdastjórastarfinu við
útflutningsdeildina og er orðinn
bankastjóri í Landsbankanum í
stað Vilhjálms. Er hvert það rúm
vel skipað, er Jón fyllir, vegna
áhuga hans og dugnaðar.
Eins og kunnugt er, er Vil-
hjálmur Þór margþjálfaður í
Jrví að vinna að samvinnumálum
og gaf sig að þeim störfum strax
barn að aldri. Tólf ára gamall
gekk hann í þjónustu Kaupfé-
lags Eyfirðinga og var þar óslitið
um hartnær 30 ára skeið, fyrst
sem vikadrengur, síðan skrif-
stofumaður, þar á eftir fulltrúi
og önnur hönd Sigurðar Krist-
inssonar og loks framkvæmda-^
landsdeildar heimssýningarinnar
í New York 1939-1940. Varð
hann við þessari málaleitun, þar
sem hann vissi forstöðu kaupfé-
lagsins í góðs manns höndum, og
fór með leyfi stjórnar KEA vest-
ur um haf og dvaldist þar vestra
þann tíma. Fyrsti aðalræðismað-
ur Islands í Bandaríkjunum var
hann skipaður vorið 1940 og
sáma ár var hann skipaður
bankastjóri Landsbankans í
Reykjavík. Var þá sýnt, að hann
mundi ekki hverfa aftur að sínu
fyrra starfi í KEA og sagði því enn
starfinu lausu í ársbyrjun 1940,
en við tók framkvæmdastjóra-
starfinu Jakob Frímannsson,
sem gegnt hafði því í fjarvist
Vilhjálms og á hans ábyrgð.
Vilhjálmur varð atvinnu- og
utanríkismálaráðh. í ráðuneyti
Björns Þórðarsonar í desember
1942 og gegndi Jrví embætti,
rneðan sú stjórn sat að völdum.
Nákunnugir menn í stjórnarráð-
inu telja, að þar hafi hann lagt
svo mikið á sig við vinnu, að
nærri hafi stappað að hann of-
byði kröftum sínum, þó að af
miklu væri að taka.
Vilhjálmur Þór er hamhleypa
við störf og vinnuþrekið mikið.
Hann er ekki gefinn fyrir kyrrð
og næði, hyllist ekki eftir að
halla sér á værðarkodda og eiga
sem róíegasta daga og baða í rós-
.um í skjóli leti og löður-
mennsku. Hann telur ekki eftir
sér að leggja á sig mikið erfiði og
er þess jafnan albúinn, Jregar á
þarf að halda, að kljúfa rjúkandi
storm á Kaldadal mannlífsins, til
þess að ná settu marki. Er þetta
einkenni hinna merkilegustu
leiðtoga. Þeir leiðtogar eru lé-
legir, sem hlífa sjálfum sér, en
2,era miklar kröfur til annarra.
Oft hafa andstæðingar Vil-
hjálms í stjórnmálum og sam-
vinnumálum lagt til hans á op-
inberum vettvangi og mun sVo
verða, en hann hirðir lítt
um slíkt aðkast og svarar fáu eða
engu, en heldur sína starfsbraut
eins og ekki hafi í skorizt. Hann
mun Jaykjast hafa annað þarfara
með tíma sinn að gera, en að
eyða honum í að munnhöggvast
við litla karla, sem lítið eða ekk-
ert láta eftir sig af nýtilegu starfi.
Nú ríður á því, að samvinnu-
menn landsins til sjávar og
sveita skipi sér í þétta fylkingu
og fylgi fast hinum nýja foringja
sínurn til sóknar á sviði sam-
vinnumálanna. Það mun sannast
að ekki mun af veita .Kverkatök
andstæðinganna munu harðna,
eftir Jrví sem samvinnan færist í
aukana.
Ingimar Eydal.
Jón Kristjánsson
sjötugur
Þann 16. þ. m;. varð Jón skeið og lestri góðra bóka, er um
Kristjánsson kennari og bóndi á Jressar greinir fjölluðu. Þó þótti
Espigrund í Hrafnagilshreppi honum það en ná vanta að hafa
sjötugur. kennarapróf, til að geta staðið
í tilefni af því heimsóttu hann jafnfætis þeim, er sakir kennara-
þann dag fjöldi sveitunga hans, prófsins sátu fyrir öðrum’, er
ættingja og velunnara. Veitingar ekki höfðu það, um kennara-
voru hinar rausnarlegustu, og störf. En heimilisástæðurnar
skemmtu nrenn sér við ræðuhöld voru Jrannig, að litlar líkur voru
og söng fram eftir nóttu. Þá bár- til að draumur um slíkt próf
ust honum og fjöldi heillaskeyta rættist. — Þó kom loks Jrar, að
og ýmsar gjafir. Meðal gesta hánn brauzt í suðurferð í því
Jreirra, er heimsóttu afmælis- skyni. Vinir hans í Akrahreppi
barnið, var Smárakvartettinn á hvöttu hann til fararinnar, og
Akureyri, er söng mörg lög af- studdu hann nokkuð fjárhags-
mælisbarninu til heiðurs og við- lega.
urkenningar, og gestum til Æskudraumur hans og þrá um
gleði. skólaveru, rættist þá loks, er
Jón Kristjánsson er fæddur að hann var orðinn 44 ára gamall,
Miðsitju í Skagafirði. Sakir og þá fátækur fjölskyldumaður.
þröngra kjara í æsku, gat hann Haustið 1920 settist hann í
ekki notið skólamenntunar, sem Kennaraskólann í Reykjavík,
hugur hans stóð þó til. En sem óregluleguur nemandi. Las
nokkra vetur eftir fermingu, þó hann Jrann vetur námsfög 2. og
aðeins stuttan tíma í senn, naut 3. bekkjar, og lauk kennaraprófi
hann tilsagnar í bóklegum fræð- fiá skólanum vorið 1921, með
um hjá sr. Birni Jónssyni á góðri einkunn.
Miklabæ. Teltir Jón að sú tilsögn Þegar á allar aðstæður er litið,
hafi reynst sér mjög góð undir- má þetta teljast allmjikið þrek-
staða undir frekara sjálfsnám. virki og á fárra færi, enda senni-
Þegar á unga aldri hneigðist. lega einsdæmi í sögu Kennara-
hugur hans mjög til að miðla skólans.
öðrum af því, sem hann nam. Árið 1924 fluttist Jón Krist-
Kennaraeðlið virðist hafa verið jánsson til Akureyrar, og réðst
honum í blóð borið. Byrjaði kennari í Saurbæjarhreppi. En
hann því allungur að kenna 1928 var hann ráðinn kennari í
börnum og unglingum ,tíma og Hrafnagilshreppi, og kenndi Jrar
tíma. En eftir setningu fræðslu- í 10 ár, eða til 1938. Lét hann þá
laganna, 1908, var hann ráðinn af föstu kennarastarfi, er hann
kennari í Akrahreppi í Skaga- hafði á hendi haft í 30 ár. Síðan
firði. Hafði hann þá kennslu á hefir hann kennt söng við barna-
liendi samfleytt í 16 ár. Á þeim skólanrt. í Hrafnagilshreppi,
árum jók hann, eftir föngum, auk nokkurrar smábarnakennslu
við kennaramenntun sína, bæði utan skólans.
með því að sækja kenanranáms- Kennaraferill Jóns Kristjáns-
sonar er því alls orðinn alllang-
ur. Þó ber hitt enn meira af, hve
farsæll kenanri hann hefir verið
og rækt starfið með mikilli alúð
og ágætum árangri.
Auk barnakennslunnar, sem
verið hefir aðalæfistarf Jóns, hef-
ir hann lagt mikla stund á söng-
mennt, einkum kirkjusöng. Með-
an hann var í Skagafirði, spilaði
hann og stjórnaði söng í joremur
sóknarkirkjum sr. Björns á
Miklabæ, um langt skeið. Og
síðan hann fluttist í Eyjafjörð
hefir hann lengst af haft á hendi
orgelspil og söngstjórn í tveimur
kirkjum, Möðruvöllum og
Grund, og hefir Jrað enn.
Síðan Jón lét af fastri barna-
kennslu hefir liann stundað land-
búnað, og býr nú að Espigrund
í Hrafnagilshreppi.
Jón Kristjánsson er tvíkvænt-
ur. Fyrri kona hans var Rann-
veig Sveinsdóttir frá Þverá í
Öxnadal. Af börnum þeirra
hjóna konmst tíu til fullorðins-
ára. Rannveigu missti hann árið
1929. Síðari kona Jóns er Sigrún
Jóhannesdóttir frá Miðhúsum í
Hrafnagilshreppi.
Jón Kristjánsson hefir allt frá
bernsku til nokkurra síðustu ára,
átt við kröpp kjör að búa. En
hann hefir aldrei látið hugfallast,
heldur sífellt vaxið að andlegum
þroska og bjartsýni.
Jón telur sjálfur að hann hafi
veiið gæfumaður um dagana, og
mun það rétt vera. Honum hefir
hlotnast sú gæfa að vinna það
æfistarf, sem honum var hugstæð-
ast, barnakennslan, og fundið
sjálfan sig í starfinu. Hin söng-
elska sál hans hefir fengið tæki-
færi til að lauga sig í hafi lags og
hljóma. En samkvæmt venjulegu
mati virðist þó ekki líklegt að
hinar ytri aðstæður einar, og
fyrirbæri, hafi verið sá efniviður,
er úr mætti smíða gæfumann.
En hann átti hið innra dýran
gróður, er hann hlúði að og rækt-
aði. Og það gerði gæfumuninn.
Þegar erfiðleikarnar földuðu
svo liátt, að ekki varð yfir þá
stigið, kunni hann þá list að
beygja sig undir þá fjaslaus með
fyllstu geðró. Þess vegna komist
hann eigi aðeins óbrotinn undan
hverri báru, heldur sterkari og
hlýrri en áður. Dreggjar beiskra
nrinninga náðu aldrei að botn-
falla í sál hans. Því er hugur
hans heiður og hlýr. En þegar
lílið leiddi hann í sólskinsblett-
ina og gæddi hann rauðum rós-
um, tók hann á móti þeim með
glöðu Jjakklæti og vafði þær að
hjarta sér með heitri, barnslegri
blíðu. Og nú, þegar geislar æfi-
sólar hans eru farnir að skásetj-
ast nokkuð, horfir hann með
brosi í auga yfir sínar gengnu
götur, — sáttur við guð og menn.
Vinir hans og samferðamenn
óska, að honurrt megi enn um
langa stund auðnast að miðla
þeim, er návistar hans njóta,
birtu og yl.
H. Þ.
Tapazt
hefir frá Möðruvöllum í Hörgár-
dal, rauð hryssa, tveggja vetra,
(einkenni: örfá hvít hár í enni).
Mark biti framan vinstra. Þeir,
sem kynnu að hafa orðið hennar
varir geri undirrituðum aðvart.
.Eggert Daviðsson,