Dagur - 31.01.1946, Blaðsíða 5

Dagur - 31.01.1946, Blaðsíða 5
Fimtudaginn 31. janúar 1946 D A G U R 5 Þing Sameinuðu Fyrsti fundurinn Eftir „Puella" þjóððnna I London Hnippingar stórveldanna / Ur breska blaðinu Observer London, 10. janúar. — í gærkvöldi, er leið að miðnætti, kom 18 ára piltur að Central Hall, Westminster. Hann hafði með sér brauðsneiðar og ætlaði að bíða þangað til húsið yrði opnað, þ. e. kl. 4 e. h. í dag. Þá hófst fyrsti fundur Sameinuðu þjóðanna. Þessi piltur varð fyrsti, óbreytti áhorfandinn, semí fékk að koma inn í áhorfendasalinn, og þangað komust færri en vildu, þar sem hann rúmar aðeins 230 manns. Snemma í morgun var fólk byrjað að fylkja sér í raðir við innganginn. 1 hópnum voru gamlar konur, sem höfðu með sér stóla til þess að hvílast á í biðröðinni. Þessi dærni sýna þann áhuga, sem brezkur almenningur hefir fyrir starfi Sameinuðu þjóðanna og hinu fyrsta þingi þeirra. * Blaðarrlennirnir og fréttaritararnir áttu greiðari aðgang að húsa- kynnunum. Við Sigurður Benediktsson, frá Morgunblaðinu, urð- um samferða, og urðum ekki fyrir neinum töfum. Við fórum um ótal stiga upp á svalir, þar sem blaðamönnum var ætlað að vera. Þar var allt á ferð og flugi. Hundruð fréttamanna útvarps og blaða voru að koma sér fyrir. Niðri í salnum sjálfum var líka ys og þys. Hinir erlendu sendimenn voru einnig að koma sér fyrir. Laust fyrir klukkan fjögur voru þeir allir komnir á sinn stað, fulltrúar fyrir 51 þjóð. Hver þjóð hafði sérstakt borð, og var það rækilega merkt. Salurinn sjálfur er stór og mjög fagur, sérstaklega skreyttur fyrir þetta tækifæri. * Eg hafði sæti fyrir rniðjum svölunum, svo að útsýnið var gott. Gegnt mér blasti við merki Sameinuðu þjóðanna, allt logagyllt. Á efsta pallinum niðri sat bráðabirgðaforseti samkomunnar, dr. Zuleta frá Columbia, í nokkurs konar hásæti, með ljósrauðu áklæði. Að baki hans var tjaldað með bláu klæði. Var þetta allt einkar skrautlegt. Á aðra hönd forsetans situr A. Cordier, fulltrúi Bandaríkjanna, en á hina, G. Jebb, sem er Breti. Framan við þessa þrenningu er svo hinn almenni ræðupallur, en sinn hvorum megin við hann eru enskir og franskir túlkar. Næst þessum palli koma svo borð hinna Sameinuðu þjóða. Rússar og Ameríkumenn sitja þar hlið við. hlið. Amerísku fulltrúarnir eru auðþekktir af mynd- um blaðanna. Þar eru þeir Stettinius og Byrnes, en í rnilli þeirra situr frú Roosevelt. í hópi Rússanna er enginn hinna „stóru“, sem allir þekkja af myndum, en Gromyko sendiherra er fyrir þeim, því að Vyshinsky, aðstoðarutanríkisráðhena er ekki kominn. Einna puntulegust er sendinefnd Saudi-Arabíu og er sonur Ibn-Sauds konungs fyrir þeim. Þeir eru í þjóðbúningum sínum — síðum kufl- um — með hvítan höfuðbúnað. Myndasmiðírnir þyrpast inn í sal- inn. Þeim var sérstaklega umhugað að ná í myndir af frú Roosevelt og um stund voru svo miklir blossar af myndatökum, að maður fékk ofbirtu í augun. Allt í kring er masað og talað á hinum ólík- ustu þjóðtungum, franskir fréttamenn á hægri hönd en egypskir á vinstri. Austrið og vestrið mætast á þessum stað í dag. * Klukkan á mínútunni f jögur ber forsetinn í borðið með stórum, skrautlegum hamri og allt dettur í dúnalogn. Hann rís á fætur og setur þingið með stuttri ræðu. Hann talar á frönsku, en um leið og hann hefir lokið máli sínu hefur enski túlkurinn að flytja ræðu hans á ensku. Að þessu loknu hófst ræða Clem(ent Attlee, forsætis- ráðherra Breta. Maðurinn er mjög yfirlætislaus, talar rólega og án mikilla tilburða, sem sumum þykir hlýða sýna í ræðustól. Ræða hans vakti mikla athygli, þótt ekki verði sagt að hann næði neinu töfravaldi yfir áheyrendum sínum, eins og fyrirrennari hans er sagður gera. Eigi að síður rriun ræða hans þykja hin merkilegasta. Hann sagði m'eðal annars, að UNO ætti að verða leiðarsteinn í ut- anríkisstefnu allra þjóða og varaði fulltrúana við endurvakningu þeirrar hyggju, sem skoðaði Þjóðabandalagið gamla sem okkurs konar utangáttaaðila, sem ekki varðaði um stefnu einstakra ríkja í utanríkismálunum. Hann lauk máli síntpmeð þessum orðum: „Eg hefi ríka og einlæga trú á því/að okkur muni takast að gera UNO að gifturíkri stofnun. Þetta hlýtur að vera stefna okkar allra og okkur skal takast það.“ Þegar ráðherrann hafði lokið sinni ræðu, var hún lesin á frönsku, en síðan hófst kjör forseta þingsins. Starfsaðferðir rússnesku sendi- nefndarinnar á fyrsta fundi þings Sameinuðu þjóðanna hafa orðið mönnurn þrálátt umræðu- efni þessa síðustu daga. Hinn mikli — og nokkuð skjóti —• áhugi Rússa fyrir velferð Norð- manna vakti sérstaka athygli. Er ekki talið ólíklegt, að Rússar reyni að beita sér fyrir því, að ut- anríkisráðherra Noregs verði kosinn aðalritari Sameinuðu þjóðanna. Einnig hefir orðið vart við, að sótzt væri eftir að koma Noregi í Öryggisráðið. Þessi sókn er talin hafa tvenns konar markmið: Að þoka Nor- egi úr hópi Vestur-Evrópuþjóð- anna. Að skipta atkvæðamagni þeirra, því að sum löndin, eins og t. d. Danmörk, eru líkleg til þess að láta samúð sína með Nor- egi ráða meiru í atkvæðagreiðslu en nauðsynina á samheldni þess- ara Vestur-Evrópisku þjóða. Svartsýni. Sumir líta ennþá svartari aug- um á framtíðina en þessir at- burðir gefa beinlínis tilefni til. Bretar búast hins vegar við gagnrýni frá Rússum í sámbandi við umboðsstjórn nýlendna og eru þess albúnir að mæta henni með nýjum tillögum, þar sem gert er ráð fyrir, að Bretland af- hendi nefnd þeirri, sem þingið setur á laggirnar, allan veg og vanda af nýlendum þeim, sem gamla Þjóðabandalagið fól.Bret- um stjórn í. Skyggnst lengía inn í framtíðina. Um stefnumál UNO kann að rísa nokkur ágreiningur milli hugmynda Vestur-Evrópisku þjóðanna og þeirra, sem fylgja Rússum að málum. Rússar munu halda fram rétti stórþjóð- anna — hins sterka — en Bretar hafa lýst þeirri stefnu sinni, að Sameinuðu þjóðairnar eigi, þeg- ar til lengdar lætur, að verða rétthærri en nokkur einstök þjóð og verða hið raunverulega T»ðctn vald í málefnum allra þjóða. Ólíklegt er þó að um þessi mál kastist í kekki á þessu þingi, því að ekki er sennilegt að nein þjóð beri fram tillögu Þeir benda á, að Vyshinsky, aðal- ;um breytingar á San Fransisco fulltrúi Rússa, hafi ekki mætt á réttum tírna, svo sem aðalfulltrú- ar annarra þjóða, og þeir minna á ummæli útvarpsins í Moskvu daginn sem þingið hófst. Allt þetta bendir til þess, í þeirra augum, að hætta sé á háskaleg- um deilum og hnippingum stór- veldanna í sambandi við kjarn- orkumálin, umboðsstjórn ný- lendna og loks um stjórnarskrá Sameinuðu þjóðanna sjálfra. Þessi svartsýni er þó ekki ríkj- andi meðal ábyrgra, brezkra stjórnmálamanna (síðan jretta er ritað hafa Rússar kært til Örygg- isráðsins yfir dvöl brezka hersins í Grikklandi og brezkra her- sveita á Jövu, en íran hefir skot- ið deilunni um Azerbeijan til ráðsins). Þeir minna á, að á ráð- stefnunni í San Fransisco hafi Rússar byrjað Jringsetu sína með harðneskjulegum, ósamvinnu- þýðum tón og hafi þá jafnvel gefið í skyn að þeir mundu hætta Jrátttöku í ráðstefnunni. Síðar greiddist úr þessu öllu. Engan grunar, að Rússar ætli sér beinlínis að koma starfi ráðstefn- unnar á kaldan klaka og um annað ætti tæpast að þurfa að vera djúptækur ágreiningur. sáttmálanum að svo stöddu. * Bevin, utanríkisráðherra Bret- lands, lýsti stefnu brezku stjórn- arinnar í ræðu þeirra, er hann flutti á þinginu. Aðalefni henn- ar má draga saman í sex atriði: 1. Að láta þinginu takast full- komlega að leysa þau tak- mörkuðu verkefni sem því ei'u ætluð á starfsskrá þess að þessu sinni. 2. Gefa stofnuninni eitthvert raunhæft verkefni til þess að leysa á næstunni, svo sem með því að fela UNO að hafa framkvæmd á hendi í hjálp armálum bágstaddra þjóða álfunni, efla UNRA, leysa flóttamannavandræðin o. s. frv. 3. Setja á stofn alþjóða herráð eins fljótt og við verður kom ið. 4. Binda endi á hið hættulega ,,taugastríð“, sem nú er háð á ýmsum svæÁum heims. 5. Koma umboðsstjórnarmálun um á raunhæfan og öruggan grundvöll og leysa upp gamla Þjóðabandalags-kerfið um málefni umboðsstjórnar nýlendna. gengið til hinna leynilegu kosninga. Þar sigraði Spaak, sem kunn ugt er; fékk 28 atkvæði, en Tryggvi Lie hlaut 23. 6. Haga starfi þingsins í sam- ræmi við þau verkefni, sem á dagskrá eru, en íþyngja því ekki á J^essu stigi með ýmsum torleystum viðfangsefnum al- þjóða stjórnmála. Hefja við- ræður um þau mál í milli einstakra stjórnmálamanna, en hleypa þeim ekki inn á þingið að svo stöddu. (Þetta hefir þó ekki tekist, sbr. Grikklands-, íran- og Jövu- málin). (Lausl. þýtt). Leiðrétting í þriðja tölubl. „Einherja", er út kom 18. jan. sl., er grein.er nef nist „ Bæj arstj órnarkosning- arnar“. Þar stendur Jretta meðal annars: „Bæjarfulltrúar Framsóknar- flokksins tóku þá einnig að vinna og greiða atkvæði í bæjarstjórn á móti samþykktum flokksins, sbr. Rauðkumálið, sem leiddi til ress að þeir fara úr flokknum. Framsóknarflokkurinn á Siglu- firði hefir Jrví litlu ráðið um gang bæjarmála síðari hluta tjörtímabilsins og engan full- trúa átt í bæjarstjórn nú um eitt ár.“ Við undirritaðir lýsum þessi ummæli blaðsins ósönn. Við höf- um aldrei úr Framsóknarflokkn- um farið og fylgjum honum að málum, þó við neituðum að end- urkjósa Guðmund Hannesson bæjarfógeta í Rauðkustjórn eftir að hafa fylgst með störfum hans og baráttuaðferðum þar, en kus- urn í staðinn Framsóknarmann, er gengt hefir fleiri trúnaðar- störfum fyrir flokkinn en Guðm. Hannesson. Út af þessu reiddist Guðm. Hannesson bæjarfógeti svo, að hann fékk nokkra menn (10—16) til þess að reka okkur úr Framsóknarfélagi Sigluf jarðar. Daginn eftir skoruðu milli 20— 30 félagsbundnir Framsóknar- menn á okkur, að vera kyrra í bæjarstjórn og starfa áfram fyrir flokkinn, sem við og gerðum. Við neitum því að bæjarrekst- ur sé á stefnuskrá Framsóknar- flokksins eða að Jrað tilheyri málefnum hans að kjósa óhæfa menn til starfa, jafnvel Jró þeir séu í Framsóknarfélagi. Við mót- mælum því, að Framsóknarflokk- urinn hafi engan fulltrúa átt í bæjarstjórn sl. ár, en hitt er rétt, að Guðmundur Hannesson hefir engan fulltrúa átt þar. Siglufirði, 21. janúar 1946. Þormóður Eyjólfsson, forseti bæjarstjórnar. Jóh. ÞorValdsson, bæjarfulltrúi. Ragnar Guðjónsson, varabæjarfulltrúi. Þetta forsetakjör var hið sögulegasta. Öllum á óvart kvaddi Gromyko, sendifulltrúi Rússa, sér hljóðs og mælti eindregið með því að Tryggve Lie, utanríkisráðherra Noregs, yrði kjörinn forseti. Fór hann miklum viðurkenningaiorðum um baráttu Norðmanna og mannkosti Lies. Áður hafði kvisast að Paul-Henri Spaak, utan- ríkisráðherra Belgíu, mundi líklegasta forsetaefnið. Að lokinnii ræðu Gromykos kvöddu sér hljóðs fulltrúar Ukrainu, Danmerkur og Póllands og mæltu allir með uppástungu Rússanna. Vildu þeir að kosningin færi fram eftir uppástungum og með handaupprétt- ingum. Var þá fyrst kosið um það og vildu 15 hafa kosninguna leynilega, en 9 studdu tillögu Rússa. Fjöldamargar þjóðir greiddu ekki atkvæði, þar á meðal Bandaríkin og Bretland. Síðan var * Þetta voru spennandi augnablik og mikil eftirvænting ríkjandi í salnum. Hver þjóð sendi fulltrúa upp að ræðupallinum og lagði hann atkvæðaseðil í kjörkassa, sem Jrar var komið fyrir. Þegar kosn- ingunni hafði verið lýst úr forsetastól, skálmaði Spaak, hnellinn og harðlegur náungi, upp að forsetastólnum og tók við fundarstjórn- inni. Hann ávarpaði þingheim nokkrum orðum og mælti á frönsku. Að ræðu hans lokinni var fundi frestað til morguns. * Úti fyrir dyrunum beið mikill mannfjöldi til þess að sjá fulltrú- ana er þeir kæmu af fundinum. Var þeim óspart klappað lof í lófa. Brezkur almenningur fylgist með starfi Sameinuðu þjóðanna af miklum áhuga og óskar samtökunum áreiðanlega gæfu og gengis. ‘ HEF' nokkrar dagsláttur af túni til sölu. Þórður Arnaldsson, Þrúðvangi. Auglýsið í DEGI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.