Dagur - 14.02.1946, Blaðsíða 2

Dagur - 14.02.1946, Blaðsíða 2
2 D A G U R Fimmtudaginn 14. febrúar 1946 „Nýsköpun" Sér eignar smali fé, j>ó að enga kindina eigi. Nokkuð á annað ár hefir [>i iggja i'lokka-stjórnin gumað af nýsköpunarafrekum sínum eða látið blöð sín gera J:>að. M. a. hafa stjórn'arblöðin gengið svo langt í lofi sínu um stjórnina, að j>au liafa eignað henni fram- kvtemdir, sem hún á engan hátt hefir átt frumkvæði að. Má Jrar fyrst nefna búvélakaup bænda, sem j>eir sjálfir hafa brotizt í og hrundið í fram- kvænicl af eigin ramleik. Bera j>essi stórfelldu búvélakaup vott um mikinn framfaraáhuga bændastéttarinnar og hrinda eft- irminnilega níðskrifum komm- únistans Halldórs Kiljan Lax- ness og uppgjafanazistans Páls Kolka um bændur og atvinnuveg j>eirra. IJrn síðustu áramót minntist Hermann Jónasson á búvélakaup ]>essi, fór um j>au lofsamlegum orðurn og taldi j>au lieilbrigða nýsköpun, sem framkvæmd væri af' bændunum sjálfum og félags- samtökum þeirra. Við j>essi um- mæli H. J. rak Morgunblaðið upp skjáinn og mælti á þessa lund: Hermann Jónasson er far- inn að bera lof á nýsköpun stjórnarinnar! Þannig telja stjórnarblöðin allt framtak ein- staklingsins og félaga hluyi af nýsköpun stjórnarinnar, þó að hún hafi engan hlut átt }>ar að máli. Má um þetta ségja: Sér eignar smali fé, þó að enga kind- ina eigi. Líklega endar j>essi ásókn stjórnarblaðanna, að eigna stjórninni annara verk, á því, að ekki verður svo byggt vanhús í sveit, að stjórnarliðar bendi ekki á það og segi: Sjáið nýsköpun stjórnarinnar! Þá eru bátakaupin í Svíþjóð, sem stjórnarblöðin telja einn þátt í nýsköpunarframkvæmd- um núverandi ríkisstjórnar. En sá hængur er þó þar á, að það var fyrrverandi stjórn, sem undirbjó það mál, og er J>á núverandi stjórn ekki annað að J>akka en að hún eyðilagði ekki þann und- irbúning. Otrú á „nýsköpun“ stjórnarinnar. Stjórnin ætlaði upphaflega að hefja nýsköpun sína á sjávarút- veginum. Framkvæmdirnar eru þær, að hún hefir fest kaup á 30 rándýrunt togurum í Bretlandi og stendur fyrir innanlandssmíði á allmörgum vélbátum, sem verða miklum mun dýrari en hægt var þá að-fá frá Danmörku, og er það eðlilegt vegna dýrtíðar- innar, er hér ríkir og stjórnin hlynnir að. Það ervað vísu mikils- vert að afla sér nægrá og góðra framleiðslutækja, en þó því að- eins að hægt sé að reka þau halla- laust, og að við getum reynzt samkeppnisfærir mieð sölu fram- leiðslunnar. Einstaklingar eru ekki ginnkeyptir fyrir að leggja út í þá framleiðslu, sem þeir hafa litla eða enga von um að hagnast á, og er þeim það ekki láandi, ekki sízt ef þeir búast við hallæ- rekstri. En hvernig eru nú horfurnar um þessa „nýsköpun“ stjórnar- innar? Það er komið í ljós, að stjórnarinnar einstakjingarnir og félög ein- staklinga hafa ótrú á henni. Af 20 togurum, sem Reykjavíkur- bær hefir ákveðið að kaupa, hef- ir honum tekist að selja í orði að- eins 6—7. Reykjavíkurbær er því neyddur til að gera sjálfur út 13 — 14 |>eirra. Sýnir J>etta átakan- lega vel ótrúna á „nýsköpun- inni“. Jalnvel útgerðarfélag for- sætisráðherra „nýsköpunar“- stjórnarinnaj, Kveldúlfur, þorir ekki að kaupa nema einn togara, þó að lélagið eigi andvirði 3—4 togara, sem J>að hefir selt, og muni að auki eiga digran ný- byggingarsjóð, sem J>að hefir safnað .að undanförnu vegna skattaívilnana. Sama er að segja um annað stórútgerðarfélag, Alliance. Það þorir ekki að kaupa nema einn togara. Óttinn við hallarekstur er svona vak- andi í þessum útgerðarfélögum. Er það í meira lagi grátbroslegt, að Ólafur Thors og aðrir máttar- stólpar Sjálfstæðisflokksins skuli hafá svo mikla ótrú á sinni eigin „nýsköpun", þegar hún ber að þeirra eigin dyrum, og þrátt fyr- ir ]>að að Mbl. segir, að hún sé grundvöllur að góðri fjárhags- legri afkomu manna. Sjávarútvegurinn átti að vera hin græna* grein í nýsköpun stjórnarinnar. í þess stað er nú svo konrið að útvegurinn dregst saman. Vélbátaútvegurinn á í vök áð verjast, og það eru orðin mestu vandræð,i að fá menn á bátana. Einstaklingar fást ekki til að gera út hina nýju togara af ótta við taþrekstur. Kaupstaðirn- ir neyðast til bæjarreksturs að einhverju leyti, til þess að verjast atvinnuleysi, þó að búizt sé við hallarekstri, og er J>að afsakan- legt örþrifaráð, en alls staðar gægist út óttinn við J>essa ,,ný- sköpun" atvinnuvegarins, jafn- vel hjá þeim, sem bæjarútgerð eru fylgjandi. Forkólfar Sjálf- stæðisflokksins, sem jafnan hafa bannsungið allan opinberan at- vinnurekstur, hallast nú að hon- um og liafa auðsjáanlega misst tfúna á einkaframtakinu, sem J>eir áður hafa lofsungið sem hinn eina haldkvæma grundvöll atvinnuveganna. Öll „nýsköpun" strandar á skeri dýrtíðarinnar. Ottinn við nýsköpun stjórnar- innar, sem kemur fram; í því, að útgerðarmenn og sjómenn eru að verða fráhverfir því að stunda atvinnuveg sinn, af því þeir hafa misst trúna á honum sem arðbær- um rekstri, á sér dýpri rætur en í fljótu bragði virðist. Þær rætur er að rekja þl sjálfrar fjármála- stefnu stjórnarinnar og ]>eirra flokka, sem styðja hana, dýrtíð- ar- og verðbólgustefnunnar. — Meðan ekki er unnið að því að lækka dýrtíðina, verða allar um- bætur svo dýrar, að þær standa ekki undir sjálfum sér, verða óarðbærar. Þetta finna menn, ýmist sjálfrátt eða ósjálfrátt. Eram,sóknarmenn sáu þetta fyrir og hafa aldrei þreytzt á að skýra það fyrir öðrum, að umbætur atvinnúveganna, blómstrandi at- vinnu- og framleiðslulíf, gæti ekki orðið samferða dýrtíðar- stefnu stjórnarinnar; nýsköpun atvinnuveganna hlyti að stranda# á dýrtíðarskerinu. Stjórnin og lið hennar hefir kallað þessa kenn- ingu Framsóknarmanna „svart- sýni“, „barlóm“, „steinrunnið afturhald", f jandskap gegn f'ram- förunum" og öðrum álíka virðu- legum nöfnum. En nú er sjálfur raunveruleikinn að koma til sög- unnar og tekinn að opna augu þeirra, sem trúað hafa á gaspur stjórnarklíkunnar um! blessun dýrtíðarinnar. Jafnvel harðsvír-- aðir fylgifiskar stjórnarstefnunn- ar eru farnir að viðurkenna, að Framsóknarmenn hafi liaft rétt fyrir sér. Skulu hér tilfærð nokk- ur dæmi ]>essu til sönnunar: Eins og skýrt var frá í síðasta tbl. nefnir Jón Blönda.l, hag- fræðingur og bæjarfulltrúi Al- þýðuflokksins í Reykjavík, fjár- mála- og dýrtíðarstefnu ríkis- stjórnarinnar fjárgladfrastefnu, er leiði hröðum skrefum í áttina til hruns, atvinnuleysis og fátæktar. Fyrir J>essu færir hagfræðingur- inn skýr rök. Ritið Utsýn, sem AlJ>ýðuflokksmenn standa að, flytur grein, sem hnígur í sömu átt. Það er því sýnilegt, að hinir gætnari og greindari menn Al- þýðufl. skilja og viðurkenna, livert stjórnarstefnan leiðir, og munu æ fleiri í þeim flokki fá augun opin í þessum efnuml, eft- ir því sem staðreyndirnar tala skýrar. Þá liefir trúnaðarráð verka- mannafélagsins Dagsbrún í Rvík fyrir nokkru kveðið upp úr með J>að, að þrátt fyrir allar grunn- kaupshækkanir veitist verka- mönnum æ erfiðara að framfæra l'jölskyldur sínar, og viðurkennir ráðið þar með, að dýrtíðin gleypi allar kauphækkanir og meira til, enda bendir trúnaðarráðið á, að æskilegustu ráðstafanirnar væru í því fólgnar, að kaupmáttur launa yrði aukinn, svo að liver krónan nýttist betur, en J>að er hi ðsarífa og að kekka dýrtíðina. Það er athyglisvert, að að J>essu ráði standa kommúnistar í trún- aðarráðinu. Þeir hafa ]>ví fallizt :i skoðanir Framsóknarm&nna um bölvun dýrtíðarinnar fyrir verkamenn, en fram undir þetta liala talsmenn- stjórnarflokk- anna stimplað Framsóknarmenn „fjandmenn alj>ýðunnar" lyrir Jiessar skoðanir. Hér um má segja, að jafnvel blindir fá sýn. Þá er ekki úr vegi að minna á, hvernig aðalstuðningsblað stjórn- arinnar lýsti ástandi atvinnuveg- anna eftir síðustu áramót. Mbl. farast svo orð um kröfur Dags- brúnarmanna um bætt launa- kjör: ,,.... samtímis sem ]>essar kröfur eru gerðar, er viðhorfið þannig hjá bátaútvegi lands- manna, að vafasamt er, hvort nokkur Jleyta fer á sjó á vertíð þeirri, sem nú fer í liönd. Von- andi tekst þó ríkisstjórninni að greiða þannig úr þessum málum til bráðabirgða, að eigi komi til stöðvunar. Þó er allt í óvissu um, hvort menn fáist á bátana. Og l'ullvíst er, að verði enn hert á kröfum landmanna, rekur að því, að enginn niaður fáist á fiskibátana.“ Þetta er nú vitnisburður Mbl. um árangurinn af „nýsköpun" st jórnarinnar til handa sjávarút- veginum. Aðeins veik von um að S y n d Hin síðustu ár heyrist oft tal- að um bókajlóð, óg jafnvel syndalfóð, í sambandi við ]>au feikn og undur, sem út er gefið al bókum. Einn þeirra rithöfunda, sem flestum og stærstum elfum veitir út í þennan syndanna Stórasjó, er Guðmundur Hagalín. Með mjög stuttu millibili hafa komið út ef'tir hann þrjár bæk- tir: Förunautar, sem er safn af sogum, Móðir ísland og Kon- ungurinn í Kálfskinni. Eftir útkomu síðastnefndu bókarinnar gat einn blaðamaður ]>ess, að bækur Hagalíns væru orðnar 23 (ef eg man rétt) og dáðist mjög að afrekinti. Um tvær fyrrnefndu bækurn- ar er ]>að skemmst að segja, að þar er ekkert að hafa annað en útþynningu á því, sem skáldið hefir áður sagt eða skrifað, þar af leiðandi eru sögurnar |>ví leið- inlegri, því lengri, sem þær eru. Konungurinn á Kálfskinni er löng saga, þanin yfir 519 stórar síður og letrið smátt. Hún gerist að mestu í gamalmennahæli, og persónurnar því flestar gamalt fólk, milli 10 og 20 að tölu. Þó þetta fólk sé umíkomulaust, aldurhnigið og hrörnað, ]>á læt- ur ekkert nærri, að það geti ver- ið sönn og rétt heildarmynd, sem þarna er dregin upp. Það er ýmist ræflar og aumingjar frá fyrstu gerð, eða þá ruglað og af sér gengið. Það er öfundsjúkt, brennur af forvitni hvað um ann- ars liagi. Afbrýði, losti og laus- læti ólgar í blóði þess, og þó einkum kvenfólksins. Það stend- ríkisstjórninni takist að greiða svo úr vandanum TIL BRÁÐA- BIRGÐA. að eitthvað af fleytun- um komizt á llot. En hvað tekur svo við, Jregar bráðabirgðastund- in er liðin hjá? Ef þá verður enn hert á kröfum landmanna — og enginn vafi er á að svo verður, ef stjórnarstefnunni er haldið áfram óbreyttri — ]>á fæst enginn á l iskibátaná, og þá kemst auðvit- að engin fleyta á flot, segir Mbh Ömurlegri lýsing á endalykt- um „nýsköpunarinnar” verður ekki gefin. í bæjarstjórnarkosningum ]>eim, sem nýlega eru um garð gengnar, tapaði Sjálfstæðisflokk- urinn meirihlutanum í þremur helztu útvegsbæjum sunnan- lands, Vestmannaeyjum, Kefla- vík og Akranesi.og missti einnig fylgi í Neskaupstað, Seyðisfirði, Ólafsfirði og víðar. Hver er or- sökin? Mun hennar ekki að leita í „fjárglæfrastefnu" ríkisstjórn- arinnar, sem Jón Blöndal nefnir svo? En stjórnin situr við sinn keip og kvikar ekki frá dýrtíðar- og verðbólgustefnu sinni. Hún mun ætla að láta reka á reiðan- um fram yfir næstu kosningar til Al}>ingis. Jón Blöndal segir, að grundvallarregla fjármálastefnu stjórnarinnar virðist vera: Flýt- ur á meðan ekki sekkur; en ]>á er hitt jafnöruggt: Sekkur þ'að, sem ekki getur flotið. Og stjórnarskútan getur ekki flotið lengi úr þessu. Hún er J>egar farin að taka miklar dýfur. a f 1 ó ð % ur löngum á hleri og snuðrar um nætúrheimsóknir. Meginefni sögunnar xer svo samtöl, sem oft eru svo lönt>, að >au eru teygð yfir margar sam- íeldar síður. Kennir J>ar alls J>ess, er mest öprýðir talað mál og ritað: Blót og ragn, klárn eða dy.lgjur í þá átt, leiðinlegir orðakækir, }>ar sem þrástagast er á alls konar vitleysu, útlendar slettur, or.ð- skrípi og hvers konar hrognamál. Allt sögufólkið er meira og minna óvirðulegt og lítilsiglt. Efni bókarinnar er lélegt, hitt er J>ó verra, hvernig með það er f'arið. Hvorki þessi bók, né hinar tvær, sem eg nefndi, fullnægja þeim lægstu kröfum, sem gera verður til skáldsagna, að þær veiti lesandanum stuniargaman. Tilgerðarlegur / stíll, hóflaus mærð og bragðlaus orðaflaumur reynir svo á þolinmæðina, að eg er sannfærður um, að margur kastar bókinni áður en hún er lesin til enda. Þetta er ekki tóm ágizkun, J>ví að mér er kunnugt, að svo hafa ýmsir gert. Afkáralegur stíll Hagalíns virðist einkum sprottinn af löng- un til að færa frásögnina í kát- legan búning, en fyndnin kafnar í orðafjöldanum og allt fer í liandaskolum, J>ví að skop, sem engan kætir, missir marks og verkar öfugt við það, sem ætlast er til. Guðm. Hagalín fékk allmikið hrós fyrir Sturju í Vogum, enda verðskuldaði hann það, jafnvel þó eitt og annað mætti með rök- uni finna að sögunni. En þar voru vel gerðar persónur og hvetjandi manndómsblær yfir bókinni. En skáldsögur, sem síð- an hafa komið frá þessum höf- undi, vitna allar um hnignun. Nú kann einhver að segja, að máli mínu til stuðnings hefði eg átt að vitna til einstakra orða eða m,álsgreina. En það er þá hægt þótt síðar verði. En þeir, sem lesið hafa fjögur síðustu skáldrit G. H. munu ekki æskja þess. Fróðlegt væri að vita hvað ]>eir menn, sem úthluta.fé til rithöf- unda leggja einkunt til grund- vallar við skiptingu fjárins. Skyldu þeir meta mest lengd og fyrirferð bókanna? Ef þetta er svo, þá er hægra að skilja Haga- lín og aðra þá er svipaða elju sýna við að teygja lopann. Eg hefi skrifað þessar línur vegna J>ess, að eg lít svo á, að fram þurfr að koma mjög al- mennar raddir, þar sem lýst sé andúð á lélegasta bókaruslinu, sem nú er hampað og hossað og skorað á fólkið að kaupa og lesa. Og þeir eru margir meðal rit- höfunda og J>ýðenda, sem þyrfti að taka í lurginn á. Það er meiri storkun én svo, að hægt sé að þegja við, að sjá og heyra skjallið og skrumið, sem nú er birt í blöðum) og útvarpi, iim sunit ]>etta bókadót. 22. janúar 1946. Þorl. Marteinsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.