Dagur - 14.02.1946, Blaðsíða 5
Fimmtudaginn 14. febrúar 1946
D A G U R
5
Heildsalaálagningin
Tíminn, er út kom 1. þessa
mánaðar, skýrir frá átökum um
lækkun á heildsalaálagningu á
þessa leið:
- „Eins og áður hefix verið skýrt
frá, liafa Alþýðuflokksmenn og
kommúnistar haft meirihluta í
þeirri deild Viðskiptaráðsins,
sem fjallar um verðlagsmálin síð-
an um haustið 1944. Þessi
meirihluti þeirra hafði horft að-
gerðalaust á það talsvert á'ánnað
ár, að heildsalarnir liefðu í lög-
leyfða álagningu um 50 millj.
kr. á ári, ef marka má frásögn
Þjóðviljans. Óánægja almenn-
ings yfir þessu varð þess samt
valdandi, að þessir fulltrúar
settu rögg á sig nú fyrir kosning-
arnar og hugðust að lækka álagn-
ingu eitthvað um miðjan síðastl.
mánuð. Ráðherrar Sjálfstæðis-
flokksins risu að vonum önd-
verðir gegn þessu, því að „allra
stétta flokkurinn" verður jafnan
einnar stéttar flokkur, þegar í
odda skerst milli hagsmuna al-
mennings og gróðamanna. Nið-
urstaðan varð sú, að stjórnin
féllst á að fresta þessu máli fram
yfir 1. febr. Jafnframt munu ráð-
herrar Sjálfstæðisflokksins hafa
látið skína í það, að þeir gætu
heldur fallizt á lækkun smásölu-
álagningarinnar en heildsölu-
álagningarinnar.
Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins
hafa vafalaust gert sér þær vonir,
að gætu þeir fengið þessu máli
frestað fram yfir bæjarstjórnar
kosningar, myndi þeim takast að
fá því frestað til frambúðar, þar
sem þetta hefði verið meira
„kosningabomba" en alvörumál
hjá kommúnistum og Alþýðu-
flokknum. í kosningabaráttunni
rnunu smalar íhaldsins líka hafa
látið skína óspart í þetta.
Reynslan sker nú úr því, hvort
Alþýðuflokkurinn og kommún
istaflokkurinn bregðist enn vel
við þessum óskum íhaldsins og
haldi áfram að vera sömu vernd
arar heildsalanna og þeir hafa
verið á annað ár. En ljóst mætti
þeim vera, að sú vernd getur ekki
haldizt lengur, án þess að henni
verði veitt athygli af alþýðu
landsins."
*
K rókaðger ð i r.
Þetta sama mál ræðir svo Tím-
inn 5. þ. m. undir fyrirsögninni
„Heildsalarnir sigruðu“, og er
frásögn blaðsins þá sem hér seg
ir:
„Það mun ntt ákveðið af Við-
skiptaráði að gera lítilsháttar
lækkun á heildsalaálagningunni
Lækkun þessi nær þó ekki nema
til fárra vara og yfirleitt ekki
þeirra, sem mestu skipta fyrir al
menning, t. d. ekki vefnaðarvara
Lækkunin er líka í flestum til
fellum mjög lítilfjörleg. Mun
þetta skýrast betur fyrir almenn
ingi, þegar ltún verður auglýst
Þessi úrslit í Viðskiptaráði
sýna það vel, að enn hafa heild
salarnir haft betur í átökunum
innan stjórnarflokkanna. Þessi
lítilfjörlega lækkun er aðeins
gerð til að vera ofurlítil skraut
fjöður í hatti jafnaðarmanna og
konitnúnista, en heildsalagróð-
ann skerðir hún ekki svo neinu
nemur.
Vegna þessa undanhalds við
heildsalana, verður enn haldið
áfram á þeirri bt'aut að þvinga
fram grunnkaupshækkanir til að
mæta vaxandi dýrtíð í stað þess
að skerða milligróðann og gera
ódýrara að lifa. Stjórn og trún-
aðarráð Dagsbrúnar <mun hafa
ákveðið að bera fram á næstunni
u'öfu um nær einnar krónu
cauphækkun á klst. og kemur til
verkfalls 22. þ. m., ef henni fæst
ekki fullnægt.
Hversu lengi ætla launþegar
og atvinnurekendur að þola það,
að þannig sé haldið áfram á
b'raut dýrtíðar og verðbólgu,
reim og flestum öðrum til
óhags, á sama tíma og ekkert að
áði er hróflað við milligróðan-
um^ er mestum ófarnaðinum
veldur.“
Vafalaust sættir alþýðan sig
ekki við þær kákaðgerðir, sem að
framan er lýst, en krefst róktækr-
ar heildarniðurfærslu á dýrtíð-
inni.
ASKORUN
ti[ [esenda
Frá bókamarkaðinum
Eins og margsinnis liefir ver-
ið tilkynnt í Utvarpinu undan■
farna daga, hefir Rauði kross
Islands, ásarnt ýmsum fleirum,
ákveðið að gangast fyrir fjár-
söfnun til lýsiskaupa handa
veikluðum börnum víðsvegar á
meginlandi álfunnar, þar sem
hungur og skortur liefir þjáð og
þjáir enn, svo að milljónir barns-
lífa eru í liættu. Tilmœli þessi
hafa þegar fengið ágætar undir-
tektir. Er þegar allmiklu fé safn-
að víða um land, og fyrsta lýsis-
sendingin þegar farin frá Reykja
vík. Hér er um brýna þörf að
ræða, og mikils sem með þarf,
ef að gagni á að koma. Við Norð
lendingar viljum ekki verða eft-
irbátar annarra þegar um slík
mannúðarmál er að ræða. Að
vísu er nú orðið allmikið af sam
skota- og hjálparbeiðnum á und-
anförnum mánuðum, og hefir
þegar verið seilst alldjúpt í vasa
sumra velviljaðra gefenda. En
liér stendur nokkuð sérstaklega
á. Hér eru það börnin, sem í
lilut eiga. Biskupinn yfir Islandi
hefir mœlst til þess við presta
landsins, að þeir hvettu söfnuð-
ina til þátttöku í samskotum þess
um og Rauða kross deildirnar
út um land vinna, hver á sínum
stað, að hjálparstarfsemi þess-
ari. Með áskorun þessari vildi
ég því vekja at/vygli fólks á
þessu. Margt smátt gerir eitt
stórt. Ef almenn þátttaka verður
í samskotum þessum, geta þau
mörgum barnslífum bjargað, þó
ekki sé stór upphæð úr hverjum
stiað. Samskotwm verður veitb
móttaka hjá mér, á skrifstofu
minni, Eyrarlandsveg 16, og hjá
Rauða kross deild Akureyrar,
Páli kaupmanni Sigurgeirssyni,
Brauns-verzlun, bókabúðum bæj
arins, Kaupfélagi Eyfirðinga,
Kaupfélagi Verkamanna og af-
Vilhjálmur S. Vilhjálms-
son: Brimar við Bölklett.
Skáldsaga. Víkingsútgáfan.
Reykjavík 1945.
Ekki er það öldungis víst og
sjálfsagt, að góður og vinsæll
blaðamaður reynist snjall og
hæfur skáldsagnahöfundur, þótt
hann táki að iðka þá erfiðu
íþrótt í hjáverkum og ígripum
með blaðamennskunni og stjórn-
málaerjunum, þegar hann er
kominn undir rniðjan aldur.
Það er meira að segja lang-lík-
legast, að slík tilraun misheppn-
ist gersamlega, eða svo fannst
mér að minnsta kosti, þegar eg
heyrði þess fyrst getið, að. von
væri á skáldsögu eftir Vilhjálm
ritstjóra Vilhjálmsson, eða
Hannes á Hominu, eins og hann
er oftast nefndur meðal íslenzkra
blaðalesenda, sem kannast bezt
við manninn vegna hinna vin-
sælu og snjöllu 'smáletursdálka
hans í Alþýðublaðinu síði^stu ár-
in, en á því sviði blaðamennsk-
unnar hefir Vilhjálmur verið
brautryðjandi hér á landi. Þó var
eg engan veginn öruggari en svo
í barnatrú minni og fordómi að
j)C\ssu leyti, að eg opnaði strax
bók hans, stóra og veglega að ytra
búnaði, er mér barst hún í hend-
ur skömmu eftir áramótin, og
las stuttan kafla, valinn af handa
hófi, með nokkurri forvitni og
eftirvæntingu. Það var kapitul-
inn um fiskiróður drengjanna í
Skerjafirði — á þurru landi — og
samtal þeirra við Sigurð í
Hraunkoti. Eg sá strax, að hér er
sem reynast munu lesendum
bókarinnar minnisstæðar og
standa þeim ljóslifandi fyrir hug-
skotssjónum. Guðni í Skuld,
drengurinn, Sigurður í Hraun-
koti, Björg í Braut, foreldrar
drengsins, afi hans og amma,
Búðarfólkið og aðrar persónur
sögunnar eru ekki fyrst og fremst
rersónugervingar ólíkra skoðana
og lífsviðhorfa, stétta og flokka,
lieldur lifandi menn, sem höf-
undurinn hefir samúð með og
skilur út í æsar, kosti þeirra og
galla. Hann lýsir fátæklegum
kjörumi Jress fólks og frumstæð-
um lifnaðarháttum skilmerki-
lega, en hann hefir ekkert yndi
af að velta því — né heldur sjálf-
um sér — að þarflausu í svaði
sóðalegra fjarstæðna, að dæmi
sumra annarra skálda, sem jrykj-
ast túlka málstað alþýðunnar, en
virðast þó raunar haldin sjúk-
legri fyrirlitningu og bölsýni á
mannlegt eðli. Þótt bygging sög-
unnar sé sums staðar naumast
eins samfelld og bláþráðalaus og
bezt yrði á kosið, og einstöku
snurður á máli og stíl, bregður
hún Jdó upp sannri og ýkjulausri
nyynd, litauðugri og lífrænni, af
mannlífi Jrví og umhverfi, sem
henni er ætlað að lýsa, íslenzku
sjávarþorpi og íbúum þess við
upphaf umróts- og breytinga-
tíma í þjóðlífinu — skömmu eft-
ir aldamótin síðustu. Þetta efni
og umhverfi má nýlunda kallast
í bókmenntum okkar. Ekki er
ólíklegt, að Jiað hafi fundið sitt
skáld og spámann, þar sem Vil-
hjálmur S. Vilhjálmsson er, því
að varla lætur hann staðar num-
ið við svo búið, jafn vel og frum-
smíði hans í jressari bókmennta-
grein hefir tekizt.
J. Fr.
hvorki um viðvaningsverk né
áróðursgrein í skáldsöguformi
að ræða, Jrótt sagan fjalli urn
„fólkið, sem aðrir gleyma“,
„mennina í tötrum“, aljrýðuna,
sem vaknar til meðvitundar um
gildi sitt og rétt í Jrjóðfélaginu —
í stuttu máli — um sama efni og
höfundurinn hefir lengst af
dvalið við í starfi sínu sem blaða-
maður síðstliðin tuttugu.ár. Þessi
lestur olli því hins vegar, að eg
ákvað að geyma mér að lesa bók-
ina í heild, unz kosningahitinn,
sem Jrá færðist óðum í algleym
ing, væri nokkuð tekinn að réna
aftur, og eg gæti notið lestrarins
í góðu tómi og sökkt mér ofan í
hann algáður og ótruflaður af
deilumálum og flokkaþrasi líð-
andi stundar.
Beztu kostir Vilhjálms S. Vil-
lijálmssonar sem blaðamanns
njóta sín einnig vel í skáldsögu-
forminu og varpa lífi og Ijóma á
verk hans. Fjör og áhugi, hug-
kvæmni og rnælska, góðfýsi og
umbótavilji hafa ávallt einkennt
greinar hans, þegar honunr hefir
bezt tekizt upp. Sörrtu kostir hafa
einnig dugað honum vel við
hljóðnemann, svo sem kunnugt
er, og gert hann sérlega vinsælan
útvarpsfyrirlesara. En rneira Jrarf
til, önnur handtök, aðra tækni,
til að skapa stórbrot^ia og full-
smíðaða skáldsögu. Eg fæ ekki
betur séð en að Vilhjálmur hafi
Jregar tileinkað sér Jressa tækni,
lært þessþsérstöku handtök hins
góða sagnaskálds, furðanlega vel,
svo að firni blaðamannsins skygg-
ir ekki um of á list skáldsins.
Honum tekst vissulega að skapa
■ greiðslu Dags. Fr. J. Rafnar. skýrar og afmat'kaðar persónur,
Fyrirliggjandi:
Vanillestengur
Vanilletöflur
NegulL heill
Súpukraftur í glösum
Súputeningar
Súpujurtir
Niðursoðið grænmeti
o. m. fl.
Kaupfélag Eyfirðinga,
Nýlenduvörudeild og útibú
Hlaupahjól
fyrir drengi
Haf narbúðin
VINNUFATNAÐUR
VINNUSLOPPAR
allar stœrðir
Hafnarbúðin
Skipagötu 4, Akureyri
Simi 94