Dagur - 14.02.1946, Blaðsíða 6

Dagur - 14.02.1946, Blaðsíða 6
6 D AG U R Fimmtudaginn 14. febrúar 1946 )★ Ofar stjörnum ★ I Saga eftir ÚRSÚLU PARROTT | KhkhkhkhKhkhKHKhKBKHW íHKHKHWHKHKHKHKHKHKHSi 6. dagur (Framhald). verða þeim góð al því að þau voru svo ung og elskuðu livort annað svo heitt; að þau mundu ekki eldast eins og annað fólk, lieldur mundu lifa allan hinn mikla harmleik og alla hina hamingjuríku tíma friðarins, sem biðu einlivers staðar á ókomnum árum'. Gína hafði aldrei mætt neinni andspyrnu í lífinu. Hún bægði frá sér tilhugsuninni úm, að faðir hennar og amma mundu verða mót- fallin þessum ráðahag. Hún mundi — hvað sem hver segði — giftast Derek, helzt sem fyrst og lifa hamingjusöm nteð honum hvernig sem allt annars færi í þessum heimi. Hún vissi að þetta var órökvís hugsun, því að nú var enginn öruggur, og allra sízt Derek, en hún gat ekki að því gert, að hún trúði þessu einlæglega. En hvað hugsaði Derek? Allar þessar vikur hljómaði rödd henn- ar í eyrum lians; gráu augun, hrafnsvarta hárið, og brosið, sem var svo hlýtt og innilegt, veittu honum sálarró og hamingju þegar mest á reið, á þessum erfiðu og undarlegu dögum, þegar takmörk- in milli dags og nætur týndust og gleymdust, en allir urðu sífellt að vera á verði og berjast upp á líf og dawða við hættulegan óvin. Hann elskaði hana frá því augnabliki, sem hann þrýsti kossinum á varir hennar, og kannske lengur. Hverri frístund vildi hann eyða í návist hennar og hvergi nema þar. Hann gat setið hljóður og virt fyrir sér liinn grannvaxna, spengilega líkama hennar og hlustað á áhyggjulaust masið í henni, og þá leið honum vel og hann óskaði sér einskis frekar. En hann vildi ekki giftast henni nú. Hann gerði sér grein fyrir áhrifum stríðsins á líf þeirra, og hættunni, sem hann lifði sífellt-í. Hann vildi heldur ekki biðja hana að bíða sín þangað til stríðið væri búið. Hann vildi helzt ekki saéra hana og þess vegna ekki gera samband þeirra of innilegt, en hann gat ekki neitað sér um að verma hjarta sitt í návist hennar. Þá gæti hann munað hana allt sitt líf, og hann vissi vel, að það gat orðið skammvinnt. Þegar hann var í Oxford háskóla hafði hugur hans staðið til rit- höfundarferils. Hann reyndi þá að skrifa leikrit. Því varð raunar aldrei Iokið, en hann mundi ennþá hvað það hét. Himnaríki h.f. hafði liann kallað það. Þá voru áhyggjulitlir dagar, sumarið 1939, en síðan hafði liann ekki bætt einni línu við handritið. Leikurinn átti að gerast á þeirri stundu, sem mannkynið hætti að nota gáfur sínar ög uppfinningasemi til eyðileggingar og þá átti að skapast himnaríki á jörðu. Honum fanst nú að leikurinn mundi hafa orð- ið stirður og viðvaningslegur, og utangátta við lífið og tilveruna. Nafnið hafði þó ekki verið sem verst. Nú þótti honum sem hann hefði uppgötvað sitt himnaríki á jörðu og við það vildi hann una eins lengi og honurn var ætlað að dvelja hérna megin grafar. Gína átti afm'æli í ágúst. Hún mundi verða 18 ára gömul þann þrítugasta. Þau höfðu talað um þetta og hann hafði sagt; „Kannske ég verði heppinn og fái orlof í tæka tíð fyrir afmælið." ? Þann tuttugasta var flugsveit hans flutt frá London, langt út á land. Hann hafði raunar hlakkað til að komast frá London, en það var áður en hann kynntist Gínu. Hin nýja flugstöð var aðeins tuttugu mílur frá heimili hans, en engu að síður fannst honum breytingin vera ógurleg ógæfa, eins og málunum var nú kornið. En Gína lét ekki hugfallast. Hún sagði: „Ef þú getur fengið nokkurra klukkustunda frí á afmælisdaginn minn, þá kem ég með járnbrautarlestinni til þess að geta þó eytt einhverju af afmælis- deginum með þér.“ Derek og félagar hans höfðu nóg að gera þessa daga. Þeir flugu, börðust, og hvíldust á víxl, dag og nótt, sólarhring eftir sólarhring. Loftárásirnar færðust sífellt í aukana. Derek var orðiriú vonlaus um oriofið, en lánið iék við hann. Hann vann giæsilegan sigur í loftorustu og yfirforinginn gaf honum þriggja sólarhringa orlof í viðurkenningarskyni. Hann sendi Gínu símskeyti. Þetta var á nfiðvikudag. Á fimmtudagsmorguninn leitaði hann í hverri búð að gjöf handa henni, en fann enga, sem honum fannst nógu góð. Hann beið þess vegna tómhentur eftir henni á járn- brautarstöðinni, og var í milli vonar og ótta. Líklega liel’ði hún misst af lestinni, eða kannske Þjóðverjar hefðu nú gert árás á lest- ina á leiðinni? En lestin kom á tilsettum tíma og grannvaxin, falleg, ung stúlka, klædd smekklegum, amerískum sporthúningi, stökk út á brautarpallinn. Derek var frá sér numinn: „Gastu kom- ið?“ spurði hann, eins og hann tryði ekki sínum eigin augum. Hún hjúfraði sig upp að honum. „Derek, Derek,“ sagði lnin, fagnandi, eins og allir draumar hennar hefðu þegar rætst. „Saknaðirðu mín?“ spurði hann glettnislega. Hún svaraði ekki spurningunni, en sagði: „Eg er hamingjusamasta konan á F.nglandi í dag. Hvernig eigum við að halda upp á afmælið, Derek? Þú skalt ráða því, mér er nóg að fá að vera hjá þér.“ „Við förum heim til mín og borðum. Egek þér á stöðina þegar (Framhald). Það tilkynnist vinum og vandamönnum, að jarðaríör íöður og tengdaíöður okkar, Sigurjóns Þorkelssonar frá Holti, fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 15. þ. kl. 1 e. h. Aðstandendur. Jarðarför JÓNS ÞORLEIFSSONAR, bónda að Grýtu, fer tram miðvikudaginn 20. þ. m. frá Munkajiverárkirkju og hefst kl. 1 e. h. Vandamenn. Öllum þeim, sem sýndu hluttekningu, hjálp og heiðruðu minningti ÞÓRLAUGAR ÞORFINNSDÓTTUR á einn eða annan hátt, frá fyrsta til hins síðasta, færum við okkar hjartans þakklæti. Snorri Þórðarson, Guðlaug Snorradóttir, Finnlaugur Snorra- son, Hulda Suonadóttir, Steinn Snonason, Halldóra Snorra- dóttir, Hermína Sigurðardóttir. V f-n—n—n....nwTHTHT—mrniTii i Hjartans þakkir vottum við öllum, fjær og nær, sem auð- sýndu samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför bróður okk- ar, ARA JÓNSSONAR á Þverá. — Sérstakar þakkir færum við söngfélögum hans og öðrum ,sem gáfu blóm og veglegar minningargjafiir. Systur hins látna. ?*<HKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHK Öllum þeim mörgu, sem glatt hafa litla drenginrt okkar, BALDVIN BJARMAR, er veikur hefir legið á Sjúkrahúsi Akureyrar, þökkum við hjartanlega alla þeirra miklu ástúð í hans og okkar garð. Ekki sízt þökkum við skólasystkinum hans alla þeirra vinsemd. Guð blessi alla þá, sem okkur hafa gíatt. Dagbjört Oskarsdóttir, Baldvin Sigurðsson, Dalvík. Ú<HKHKKHKBKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKKHK) Si<5<hKKKKKKKKH HJARTANS ÞAKKIR til allra, er heiðruðu mig á fimmtugsafmæli mínu, með heimsóknum, blómum, gjöfum og heiUaskeytum og gerðu mér daginn þannig ógleymanlegan. — Lifið heil. HELGA JÓNSDÓTTIR. < » -L unið: np • • 1 vinm Silkitvinni Málbönd Fatakrít Tölur, alls konar Hárgreiður Prjónar Nálar, alls konar Vaskaskinn Þetta höfum við ávallt fyrirliggjandi. Kaupfélag Eyfirðinga Vef naðarvörudeild. Notið Flóru og Gula bandið! KÓNGSBRAGÐ. Hvxtt: Guðm. Arnlaugsson. Svart: Júlíus Bogason. 1. e4—e5. 2. f4—exf4. 3. Rf3—g5. 4. Bc4—Bg7. 5. 0—0—h6. 6. d4— d6. 7. c3—Rc6. 8. Rbd2—Rf6. 9. g3 — (Miðtaflið er að hefjast. Hvítur vill brjóta peðakeðju svarts og opnar línu til sóknar). 9.----Bh3. 10. He-1—fxg3. 11. e5—dxe5. 12. Rxe5— 0—0. 13 Rdf3—RxRe5. 14. RxRe5 —gxh2f. 15. Kxh2—Bf5. (Vafasamt; sennilega er Be6 eða jafnvel g4 betra). 16. df3—Be4. 17. HxBe4— RxHe4. 18. DxRe4—Dd6. Staðan eftir 18. Ieik svarts. •i! J U «, , „ , il v « •: > ínii K tmm 19. Bf4!—gxf4. 20. Hgl—f3? (Tap- leikurinn. T. d. ef 20.--------Kh8. 21. Rxf7f—HxR. 22. BxH—f3f og svart sýnist hafa a. m. k. jafnt). 21. Hg6—De7. 22. Dg4— Gefið. Teflt á Skákþingi Norðurlands, Ak. 8. februar 1946. — Fokdreifar (Framhald af 4. síðu). sérstaklega vélbátafloti sá, sem verið væri að smíða fyrir íslendinga kem- ur til landsins, þá væri hvergi til nægilegt eða öruggt hafnarpláss fyrir þessa flotaaukningu. Jafnframt lýsti Pétur því yfir að búið væri að eyða fyrirfram 3 milljónum af næsta árs hafnarbótafé, og sæi hann ekki annað úrræði, en að taka stórt ríkislán til að byggja höfn eða hafnir til að geyma flotann í. Sveinn Benediktsson taldi sjálfsagt að krefjast stöðvunar á inn- anlandsbáta-byggingum ríkisstjómar- innar, en Magnús Gamalíelsson benti á, að ráðizt yrði í hinar stór- fenglegu og hröðu hafnarbyggingar, sem Pétur vildi lóta gera, þá yrði að taka þá fóu og sífækkandi íslendinga, sem fiskveiðar stunda, til hafnarbygg- inga og færu þeir þá aldrei til fisk- veiða framar. Ekki er öll vitleysan eins né skortur á fyrirhyggju. Eversharp lindarpenni fundinn nálægt Menntaskólanum. Geymdur á Eyrarlandsvegi 8, uppi. Vélsturtur og pallur af Studebaker, til sölu. Upp- lýsingar gefur Pétur Jóns- son, Bifreiðastöð Oddeyrar. MUNIÐ: MIKIÐ ÚRVAL AF ALLS K0NAR SNYRTIVÖRUM Stjörnu Apótek

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.