Dagur - 21.02.1946, Side 4

Dagur - 21.02.1946, Side 4
4 D A G U R Fimmtudaginn 21. febrúar 1946 DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason Aígreiðslu og innheimtu annast: Marínó H. Pétursson Skriístoía í Haínarstraeti 87 — Sími 166 Blaðið kemur út á hverjum fimmtudegi Árgangurinn kostar kr. 15.00 Prentverk Odds Björnssonar Lögskipuð stórfölsun vísi- tölunnar J^íKISSTJÓRNINNI er það vissulega mikil vorkunn, að hún reynir í lengstu lög að leyna hinni stórvaxandi og ægilegu dýrtíð, sem þróast hefir undir verndarvæng hennar frá upphafi. Það er viðurkennt — ekki aðeins af blöðum stjórnar- andstöðunnar, heldur einnig af málgögnum stjórnarliðsins sjálfs — að atvinnuvegir lands- manna þola engan veginn aukna dýrtíð frá því, sern þegar er orðið, og er þó raunar sá bogi þegar spenntur svo liátt, að fyrirsjáanlegt er, að hann muni brezta, livenær sem nokkur minnsta breyt- ing verður á sölumöguleikum íslenzkra afurða á erlenduin mörkuðum. Aðalbjargðráð — og raun- ar eina viðleitni ríkisstjórnarinnar í þessu efni allt fram á þennan dag — virðist vera í því fólgið að halda heildarverðlagsvísitölunni í skefjum, hvað sem það kostar. Er nú svo komið, að vísital- an virðist orðin nokkurn veginn óbreytanleg stærð, hvað sem raunverulegu verði á neyzluvör- um og nauðþurftum almennings líður. Vissulega væru það mikil gleðitíðindi, ef stöðvun vísitöl- unnar marga undanfarna mánuði þýddi raun- verulega stöðvun verðbólgunnar í landinu. En því miður fer því víðs fjarri, að svo sé. Vísitalan hefir að undanförnu verið stórlega föLsuð 'að yfir- irlögðu ráði og beinlínis að fyrirskipun ríkisvalds- ins, og hagur allra launjrega þar með skertur að sama skapi, án þess að um nokki'a raunverulega lækning á verðbólgunni sé þar að ræða. QKUNNUGIR kynnu að halda, að hér sé að- eins um vondan róg stjórnarandstæðinga að ræða, en ekki staðreyndir. En nú vill svo vel til, að einn þeirra þriggja manna, sem falið er að reikna verðlagsvísitöluná með aðstoð Hagstof- unnar, Jóá Blöndal hagfræðingur — Alþýðu- flokksmaður og stuðningsmaður ríkisstjórnarinn- ar — hefir ekki alls fyrir löngu birt grein í blað- inu „Útsýn“ í Rvík, þar sem hann ræðir allítar- lega um útreikning vísitölunnar og alla meðferð Jæirra mála. Upplýsir verðlagsnefndarmaður þessi, „að vísitalan 1. okt.’sl. hafi verið a. m. k. 37 stigum of lág. Samkvæmt því hefði hún átt að vera a. m. k. 322 stig í stað 285 .... Fyi ir laun- þega með 500 kr. grunnlaun myndi þessi skekkja vísitölunnar nema a. mf, k. 2220 kr. ylir allt árið. Á móti kemur svo kjötstyrkurinn (fyrir þá, sem hann fá), 174 kr. á einstakling á ári“. Hagfræð- ingurinn ræðir auðvitað nánar, hvernig á þessari hroðalegu fölsun stendur. Kemst hann að þeirri niðurstöðu, að aðalskekkjan stafi af því, að stjórnin hafi með fyrirmælum sínum til verðlags- nefndar um útreikning vísitölunnar-og bráða- birgðalögum „beinlínis ákveðið, að vísitalan skuli vera iröng. Síðar í grein sinni áréttar svo^ Jæssi trúnaðarmaður ríkisvaldsins við útreikning vísi- tölunnar fyrri ummæli sín með eftirfarandi álykt- unarorðum: „Samkvæmt framansögðu er augljóst, að meginjaorri launþeganna tapar mjög veru- lega á þeim reglum, sem stjórnin hefir sett um útreikning vísitölunnar. Ráðstafanir stjórnarinnár koma raunverulega fram sem allhár neyzluskattur á launþegunum, en þessi skattur er ólíkur öðmm sköttum að því leyti, að hann er dulbúinn.“ gVO MÖRG eru þau orð verðlagsnefndar- mannsins. Og sízt eru líkur til, að þessi stór- „liíógestur“ skrifar blaðinu um merkilega kvikmynd — og óinenningarbrag í samkomuhúsi. gKEMMTILEG og stórfurðuleg " er hún kvikmyndin um hundinn, sem Nýja-Bíó hefir verið að sýna hér um þessar mundir — „Heimþrá“ mun hún vera kölluð á íslenzku í auglýs- ingum kvikmyndahússins. Fáir myndu trúa því, ef þeir sæju það ekki þarna með eigin?augun, að hægt sé að temja og þjálfa hund — þótt vitur sé — svo meistaralega, að hann geti leikið hríf- andi og „há-dramatiskt* hlutverk í heilli stórmynd með þeim snilldar- brag og tilþrifum, sem raun ber hér vitni. Og mikill reginmunur er á þess- ari mynd og menningargildi hennar annars vegar, og hins vegar venjulegu gargansgauli og ruddafengnum þvætt- ingi ýmissa þeirra kvikmynda, sem oftast eru hér á döfinni." jP*N ÞAÐ ER staðreynd — og " raunar mjög skiljanleg og sjálf- sögð — að því betri og listrænni sem myndin er, sem á er horft, því átak- anlegri finnst mönnum ómenningar- bragur sá, sem virðist vera að færast yfir kvikmyndahúið hér — eða rétt- ara sagt yfir háttalag bíógestanna. Hér skal ekki að sinni dvalið við alla þá truflun og óþægindi, sem stundvísir menn verða þarna fyrir, eftir að þeir koma i sæti sin og sýningin er byrjuð, af völdum þeirra, sem koma alltof seint og gera árás á hina utan úr myrkrinu og oftast með lítilli kurteisi eða nærgætni. Á þetta hafið þið oft minnzt áður í blaði ykkar og bent á leiðir til bóta. En anddyri kvikmynda- hússins er óðum að breytast í eins konar óvistlegan samkomusal, þar kostlega lölsun vísitölunnar, 37 stig a: m. k., liafi minnkað síðan grein sú, sem hér hefir verið vitn- að til, var skriluð, jheldur mun hún vissulega hafa stórum atikizt á því tímabili. — Á stjórnarskeiði u ta n þ i ngss t j órnar innar k I i f u ðu blöð verkalýðsflokkanna — og jainvel Sjálfstæðisblöðin — þrot- laust ýmist á dylgjum eða bein- um aðdróttunum um fölsun vísi- tölunnar, og söng æði hátt í tálknum þeirra þá ylir slíku framferði í garð launþega — sem von var, eí nokkur rökstuðning- ur eða jafnvel nokkur líkindi hefðu fylgt þeim sakargiftum. Nú bregður svo undarlega við, að þegar sannað er á ótvíræðan hátt, að að núverandi ríkisstjórn — „stjórn launþega og verka- manna“ — hefir gripið til þess óyndisúrræðis að falsa vísitöluna stórkostléga í Jdví skyni að dylja um stund ráðleysi sitt og fjár- hagsöngþveiti J^að, sem hún hefir leitt þjóðina út í, þá þegja þessi „málgögn launþeganna og aljrýð- unnar“ algerlega og láta sem þau hafi ekki minnsta grun unt Jiann stórfellda, „dulbúna neyzlu- skatt“, sem lagður hefir verið með þessu móti á allan almenn- ing í landinu. Menn geta svo skemmt sér við ]:>að um stund að ráða þá krossgátu, hvað valda nnini þessum stórbreytingum hugarfarsins hjá málpípum og forráðamönAum stjórnarflokk- anna. Varla mun þar allt fara að heilindufn og fullri einlægni um þessa þjónustú „alþýðuvinanna“ við hagsmuni alls almennings og varðstöðu þeirra gegn loddara- brögðum og fölsunum núver- andi valdhafa í landinu. sem alls konar lýður fær óáreittur að híma og hanga tímum saman, án þess að eiga þar nokkurt annað erindi, að því er virðist, en að tefja og torvelda umferð alla og afgreiðslu þarna, glápa hver á annan og ólátast. Frið- samt fólk, sem kemur þarna til að ná í aðgöngumiða eða á leið til kvik- myndasýninga, verður að olboga sig áfram gegnum þessa kyrrstæðu og ómenningarlegu þröng, ef það á að komast leiðar sinnar — inn og út. Og inn í salnum hefja eftirlitslaus börn og vansiðaðir unglingar sannkallaðan darradans, öskra og ólátast, velta lausum bekkjum með háum skellum, fleygja milli sín höfuðfötum og rusli, sparka og klípa — og jafnvel eftir það, að sýning er hafin. Þessi staður er að verða tilvalin og fljótvirk af- menningarstöð fyrir æskulýð bæjar- ins. Mér finnst bragurinn þarna stöð- ugt fara versnandi, og verð heldur aldrei var við, að neitt sé gert til þess að bæta hann eða halda uppi kyrrð, röð og reglu né sæmilegu hátterni í þessum fjölsóttasta samkomustað bæjarins. Bíógestur“. Ferðamenn erlendis fá ekki fé frá sendiráðum r Islands IJndanfarið hafa töluverð brögð orðið að Jrví að íslendíng- ar færu utan í mjög vafasömum erindum og að því er virðist án nokkurs farareyris. Hafa margir þeirra síðan snúið sér til sendi- ráða íslands erlendis og farið fram á fjárstyrk eða lán. Utanrík- isráðun.eytið vill hér með brýna það fvrir þeim, sem svipað kann að vera ástatt um, að sendiráðin hafa ekki heimild til að ráðstafa fé ríkisins á slíkan hátt. Þeir, sem utan fara án þess að hafa til þess nægilegt fé, taka því á sig allmikla áhættu og geta orðið fyrir margvíslegum óþægindum. (7’ilk. frá utanríkisráðun.). 25 þúsund kr. verðlaun fyrir skáldsögu um sjómannalíf „Sjómannaútgáfan" nefnist nýtt fyrirtæki í Reykjavík. Ut- gáfa þessi mun, eins og nafnið bendir til, einkum annast útgáf- ur á skáldsögum og öðru elni um sjómannalíf, líeima og erlendis. I bpðsbréfi, er útgáfan sendir frá sér, heitir hún 25 þúsund kr. verðlaunum fyrir beztu frum- sömdu skáldsöguna úr íslenzku sjómannalífi, er útgáfunni berst fyrir 1. júlí 1917. — Sagan má ekki vera minni en 12 arkir í Skírnisbroti. Dómnefnd þriggja bók- menntamanna dæmir sögurnar. Handritin sendist til Gils Guð- mundssonar, rithöfundar, Ei- ríksgötu 1.3, Reykjavík. í P> Ú Ð, 2 herbergi og eldhús óskast nú þegar eða 14. maí. Tvent í heirn- ili. Skilvís greiðsla. Afgr. vísar á. Puella skrifar frá London: Tískuf réttir og fleiru Fyrir þann, sem kemur í fyrsta sinn til London, er margt nýstárlegt, sem fyrir augun ber, full- margt stundunj, því að mér finnst hugurinn ætli að ofhlaðast af áhrifun\um. Það eru ekki eingöngu byggingarnar, trén og járnbrautirnar, sem vekja athygli ferðamannsins, heldur miklu fremur hinar mörgu tegundir nýanna og kvenna, sem verða á vegi lians og hinn margvíslegi klæðnaður þeirra. — I þessu sam- bandi má ekki gleyma því, að þjóðin hefir átt við mjög þröngan kost að búa undanfarin sex ár og lítil t<)k halt á þyí að endurnýja latnað sinn. „Neyðin kennir naktri konu að spinna," segir máltækið, og sannast það vel á Lundúna-stúlk- unum. Það er ótrúlegt, hve hugvitsamar Jxær hafa verið við að nota föt sín til fullnustu, sauma þau upp og snúa þeim, sníða eina flík góða úr tveim lélegum o. s. frv. F.n jjað fer ekki hjá Jrví, að oftast hefir þetta orðið á kostnað fegurðarinnar, svo að oft sjást hinar ótrúlegustu samsetningar í bæði litum og sniðum. Það er ekki beint hægt að segja, að Jretta sé tízka — því að enginn einn klæðnaður er meira áberandi notaður en annar, af þessu taginu — en snúum okkur þá að tízkunni. — * Loðfeldir (pelsar) eru áberandi mikið notaðir, og af Jreinr ýmsar gerðir, síddir og snið. Einnig loðhúfur eða öllu heldur hattar úr loðskinni. Þá eru Jrað loðhanzkarnir, sem önnur hvor mann- eskja er með. Eru Jrað bæði fingra- og belgveitl- ingar, ýmist lráir eða lágir og er handarbakið og sú hlið öll þakin skinni. Ýmsar tegundir skinna eru notaðar, og eru sumir Jressara hanzka mjög fallegir og framúrskarandi hlýir og hentugir í vetrarkuldunum, eins og gefur að skilja. Síðast en ekki sízt er að nefna múffurnar eða múffutöskurnar, sem! eru mjög í tizku. Eru Jaar einnig notaðar hinar ýmsu tegundir skinna og sniða, en olt er skinnið liaft á annarri hliðinni aðeins, og þá þeirri, sem fram snýr, en í hinni hliðinni er taska, lokuð nteð rennilás. * Auk hins áberandi klæðnaðar, sem eg gat um fyrr, og auk loðskinns-notendanna, er fjöldinn allm af' stúlkum, sem er lítt áberandi í klæða- burði, með skýlu-klúta, en Jiað fer ekki hjá því, að hinir tveir hóparnir, sem ferðamaðurinn tekur eftir fyrst og fremst og gleymir ekki, a. m. k. ekki miörgum hverjum. * Öll börn, sem eg hefi séð, eru smekklega búin og Jjokkaleg, og fæ eg stundum þá tilfinningu, að inóðirin hafi sett þarfir þeirra efst á innkaups- listann og jafnvel notað eitthvað af sínum eigin, fáu fatamiðum handa snáðanum sínum eða Iitlu tátunni. * Annað er J)að, sem ferðamaðurinn hlýtur að taka eftir, en Jrað er hve flestir ganga í vel fáguð- um skóm. Þótt klæðnaðinum sé ábótavant og e. t. v. ýmsu öðru, þá glansa skórnir og gljá eins og bezt verður á kosið. * VINSÆLASTA DANSLAGIÐ. Einhverjir af yngri lesendum hafa e. t. v. gam- an af því að heyra, að vinsælasta danslagið í Lon- don um Jæssar mundir heitir: „Symphony", og er hingað komið frá Frakklandi, — og mest um- ræddu bíómyndirnar nú eru: („Cæsar og Cleo- patra“, þar,sem Claude Rains og Vivien Leigh leika aðalhlutverkin, og „Saratoga Trunk“, með Cary Cooper og Ingrid Bergman í aðalhlutverk- unum. *

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.