Dagur - 14.03.1946, Blaðsíða 1
Bretar vilja skipta á !
varðbátunum nýju og
hæggengari skipum af
annarri gerð
Neínd sú, er ríkisstjórnin:
skipaði til þess að athuga
hæfni varðbátanna nýju til
strandgæzlu- og björgunar-
starfa, hefir nú skilað áliti. —
Niðurstaða nefndarinnarer,að
bátarnir séu óhæfir til þessara
starfa hér við land. í nelnd-
inni eiga sæti: Hafsteinn Berg-
þórsson, Ólafur Sigurðsson og
Henry Hálfdánarson. Dóms-
málaráðuneytið sendi skýrslu
nefndarinnar til Pálma Lofts-
sonar, forstj, Skipaútgerðar
ríkisins og leitaði umsagnar
hans. Hefir hann einnig skil-
að áliti og greinir á við nefnd-
ina um niðurstöðuna. Telur
hann staðreyndir sýna, að bát-
arnir séu hæfir til Jtess starfs
er J>eim var ætlað, en hins veg-
ar sé komið lí ljós, að íslenzkir
sjómenn felli sig ekki við
þessa tegund skipa. — Pálmi
upplýsiir að hrezki sjóherinn
sé fús til }>es sað skipta á bát-
unum og hæggengari skipum
af annarri gerð.
NÝJA 1510
Fimmiudagskvöld kl. 9:
Claudia
Föstudagskvöld kl. 9:
Heimþrá
(Síðasta kvöldsýning)
Laugardagskvöld kl. 6:
Strengleikar
(Síðasta sinn)
Laugardagskvöld kl. 9:
Frú Curie
(Síðasta sinn)
Sunnudag kl. 3:
Heimþrá
(Síðasta sinn)
Sunnudag kl. 5:
Claudia
Sunnudagskvöld kl. 9:
Hitlersæskan
(Síðasta sinn)
Rejmslá
með hettu
Nýjasta tízka!
B. Laxdal
Tilkynning frá
Máli og Menningu
Þórður Valdemarsson, um-
boðsmaður okkar á Akur-
eyri, hefir látið af þvf starfi
og við tekið Pálmi H. Jóns-
son, bókaútgefandi. Bæk-
urnar verða eftirleiðis af-
greiddar í bókabúð
PÁLMA H. JÓNSSONAR,
Hafnaxstræti 105.
Melgerðismelar eru ekki fram
yrir Akureyri
Helieopter: íramtíðarflugvélin
Miklar iramfarir hafa orðið í smíði hinna svokölluðu vindmyllna, eða heli-
copterffugvéla, á stríðsárunum. Vélar þessar geta lent og hafið sig til flués á
ótrúlega litlu svæði, staðið kyrrar í loftinu o. s. frv. — Myndin sýnir Sikor-
sky—R—5 helicopter með 18 menn innan- og utanborðs. Líkle^t er talið að
þessi teg. véla verði mikið notuð til einkaflugs í framtíðinni.
Eyfirzkir og þingeyskir bændur sam-
þykkja fjárskipti á næsta hausti
Fulltrúaíundur á Akureyri síðastl. þriðjudag
j FYRRADAG var haldinn hér í bænum sameiginlegur fundur
fulltrúa úr öllum hreppum Suður-Þingeyj’arsýslu, vestan Skjálf-
andafljóts, og úr J>eim hluta Eyjaí jarðarsýslu, sem er austan varn-
argirðingar gegn mæðiveiki. Á fundinum var lagt fram frumvarp
um fjárskipti þegar á næsta
hausti og niðurskurð sauðfjár í
6 hreppum Þingeyjarsýslu og 3
hreppum Eyjafjarðarsýslu, auk
Akureyrar. Á þessu svæði mun
vera 17—18 þúsund fjár. Frum-
varpið var samþykkt með sam-
hljóða atkvæðum fundarmanna.
Samkvæmt Jdví skal hefja fjár-
skipti á öllu svæðinu frá Skjálf-
andafljóti til varnargirðingar-
innar í Glæsibæjarhreppi, að
Saurbæjarhreppi undanskildum.
Framkvæmdanefnd fjárskipta-
svæðisins var falið að leita til Al-
þingis um fjárstyrk til fjárskipt-
anna.
í greinargerð, sem nelndin
hefur sent Alþingi, er rakin saga
mæðiveikinnar í Þingeyjar- og
Eyjafjarðarsýslum. Er þar greint
frá J>ví, að haustið 1945 þafi
veikin verið komin fram í sauð-
fé í öllum sveitum Þingeyjar-
sýslu, vestan Skjálfandafljóts og
áuk þess á allstóru svæði í Eyja-
fjarðarsýslu. Nokkrir bændur á
þessu svæði eru þegar orðnir nær
sauðlausir.
Nefndin telur, að bændur á
svæðinu standi einhuga að fjár-
skiptamálinu og munu fylgja J>ví
fast eftir.
Skíðamótið
M. A. vann stökkbikarinn
Magnns Brynjólfsson varð
svigmeistari
A skíðamóti Akureyrar var
sl. sunnudag keppt í svigi og
stökki. Fór keppnin fram í Reit-
hólum í nánd við skíðaskála
Gagnfræða- og Iðnskóla Akur-
eyrar. Veður var mjög ákjósan-
legt fyrst í stað, sólskin og bjart-
viðri, en er leið á daginn
dimmdi og gerði nokkra snjó-
komu, sem háði stökkmönnun-
um. Færið var mjög mjúkt,
enda nýfallinn snjór þar efra.
Urslit urðu sem hér segir:
I svigi karla, A-fl., voru keppendur
5. — 1. Magnús Brynjólfsson K. A.
98,8 sek. 2. Guðm. Guðmundsson K.
A. 100,4 sek. 3. Björgvin Júníusson
K. A. 112,7 sek. — Er Magnús Bryn-
(Framhald á 8. síðu).
Verðrn* aíheetor ísL yfirvöldum í vor
Þveráreyrar eða hólmuriim véstan Eyja-
fjarðarárósa ííklegasta fhigvallarstæðið
Upplýsingar írá
Fyrir nokkru sneri Dagur. sér
til llugmálastjórans, Erlings Ell
ingsen, og spurðist fyrir um það
hvort Bandaríkjaherinn hefði áf-
hent íslenzkum yfirvöldum Mel-
gerðisflugvöllinn í Eyjafirði og
livaða ráðstafanir hefðu verið
gerðar til }>ess að halda mann-
virkinu við, en eins og áðUr hef-
ir verið drepið á hér í blaðinu,
þarfnast völlurinn bráðara við-
gerðar. Blaðinu hafa nú borizt
sviir frá skrifstofu flugmálastjór-
ans við j>essum fyrirspurnum.
Segir fltfgmálastjórinn, að flug-
völlurinn sé ennj>á í höndum
setuliðs Bandaríkjanna, en
kunnugt sé að setuliðið hafi sagt
upp leigumálum á flugvellinum
frá 20. þ. m.
— Hvað líður viðhaldi og við-
gerðum á vellinum?
,,Þar sem flugvöllurinn hefir
hingað til verið í höndum setu-
liðsins, hefir engu fé verið varið
lil viðhalds hans af hálfu ís-
lenzkra yfirvalda. Stafar J>að af
J>ví, að slíkt er ekki frámkvæm-
anlegt, J>ar til yfirtaka vallarins
hefir farið Iram, J>ar sem flug-
völlurinn verður yfirtekinn eftir
mati, og yrði því íslenzka ríkis-
stjórnin að kaupa af landeig-
andanum sínar eigin viðgerðir.
Hins vegar þarfnast flugvöllur-
inn bráðrar viðgerðar, og verður
hún væntanlega framkvæmd
eins fljótt og hægt er.“
— Telur flugmálastjórnin, að
Melgerðisflugvöllurinn geti orð-
ið framtíðarflugvöllur fyrir Ak-
ureyri og nágrenni?
,,Það er álit okkar, að Mel-
gerðisljugvöllurinn sé ekki
hæfur sem framtíðarfhigvöllur
lyrir Akureyri, meðal annars
vegna þess, að lega lians er
óheppileg, hann liggur of langt
frá bænurn, stækkunarmöguleik-
ar hans eru takmarkaðir o. s. frv.
Æskilegt er |>ess vegna að fá
flugvöll í nágrenni bæjarins.
Nqkkrar athuganir í J>essa átt
hara verið gerðar af flugmála-
stjórninni, m. a. af flugmála-
stjóra og Sigurði Jónssyni flug-
manni, á sl. vori og af Gunnari
Sigurðssyni ílugvallarsérfræðingi
í haust.“
— Hvaða staðir komá helzt til
greina?
„Okkur sýnist, að eftirtaldir
staðir séu líklegastir sem flug-
vallarstæði: í fyrsta lagi Þverár-
ílugmálastjóra
eyrar á Staðarbyggð^ í öðru lagi
hólmurinn vestan Eyjafjarðarár,
suður og fram af gróðrar-
stöðinni og í J>riðja lagi hjá
Kollugerði og Mýrarlóni. Allir
hafa ]>essir staðir fleiri eða færri
ókosti, og yrði sá staðurinn að
sjálfsögðu fyrir valinu, sem flesta
hefir kostina, þegar endanleg
ákvörðun verður tekin um J>etta
mál."
— Koslur og löstur staðanna?
„Þveráreyrar eru að mörgu
leyti vel fallnar til flugvallar-
gerðar, jarðvegur góður og
stækkunarmöguleikar sæmilegir,
hindranir litlar. Af þessum
ástæðum hafði Flugfélag Islands
á tímabili áhuga fyrir að gera
J>ar flugvöll. En aðalgallinn á
þessum stað er fjarlægð hans frá
Akureyri og munar aðeins stutt-
um tímá á akstri þangað og fram
á Melgerðismela. Þveráreyrarn-
ar hafa ]>ví enga teljandi kosti
fram yfir Melgerðismela sem
flugvöllur.
Hólmurinn vestan Eyjafjarð-
arár liefir bezta legu hvað ná-
lægð bæjarins snertir. Aftur á
móti er mjög kostnaðarsamt að
gera flugvöll þarna vegna J>ess
hve jarðvegur er slæmur, og hve
ntiklar uppfyllingar þarf að gera.
Einnig stafar hætta af áflæði
Eyjafjarðarár, sent yrði að fyrir-
byggja að gæti valdið skemmd-
um á flugvellinum.
Kollugerðis- og Mýrarlons.
land hefir ýmsa góða kosti. Það
liggur vel til framræslu, hindr-
anir eru engar, landið liggur í
aðeins }>riggja km. fjarlægð frá
Akureyri. En það hefir einn stór-
an ókost: Það er aðeins hægt að
gera flugbraut í eina átt, þ. e.
norður og suður. Þar er ]>ó nauð-
synlegt að hafa flugbraut frá
norðaustri til suðvesturs vegna
þess hve vindur er þar oft af suð-
vestri, stendur úr Glerárdaln-
um.“
— Hvenær má búast við að
fullnaðarákvörðun verði tekin?
„Flugmálastjórnin hefir mik-
inn áhuga fyrir ]>ví að leysa
fhigvallarmál Akureyrar sem
allra fyrst, J>ar sem flugleiðin
Akureyri—Reykjavík er sú fjöl-
farnasta, og með góðum flugvelli
á Akureyri væri hægt að fljúga
]>essa leið oftar en nú er gert.
Staðarvalið fyrir væntanlegan
flugvöll er þó engan veginn eins
(Framhald á 8. síðu).