Dagur - 14.03.1946, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 14. marz 1946
DAGUR
5
Hin stórfurðulega list hollenzka málverkafalsarans
Málaði myndir gömlu meistaranna eftir pöntun
Vafði listgagnrýnendum um fingur sér
Eítir David Anderson
Kristur í Emmaus, myndin
sem van Meegeren málaði í
nafni Veermers og seldi Boy-
mans-listasafninu í Rotterdam
fyrir hálfa milljón guildara.
Amsterdam í janúar: Ártalið
var 1937, staðurinn Boymans
listasafnið í Rotterdam. Hópur
kunnustu listagagnrýnenda Hol-
lands stóð undrandi og aðdáun-
arfullur fyrir framan olíumál-
verk, sem safnið hafði nýlega fest
kaup á fyrir milljón guildara. —
Myndin var alveg óvenjulega
yndisleg líking Krists, þar sem
hann var að brjóta brauðið fyrir
lærisveina sína í Emmaus. Höf-
undurinn var talinn vera hinn
heimsfrægi, hollenzki nreistari
Jan Veermer (1632—1675) og
gagnrýnendurnir voru sammála
um, að þarna væri mikið meist-
araverk, senr e. t. v. tæki fram
öllum þeim myndum Veermérs,
sem kunnar voru.
Út í einu lrorni salsins stóð
grannvaxinn, gráhærður, gáfu-
legur nraður og veitti öllu senr
gerðist nánar gætur. Einn af
starfsmönnum safnsins stjakaði
við honum, {regar lrann gerði sig
líklegan til þess að nálgast um of
hina háæruverðugu listagagn-
rýnedur. Maðurinn var Hans
van Meegeren. Átta árunr síðar
var nafn hans tengt við hina
mestu furðufrétt, sem unr getur
í heimi listanna á síðustu öldunr.
Uppvíst varð ,að Hans van Mee-
geren hefði nrálað þetta snilldar-
legasta málverk „ganrla meistar-
ans“, en ekki Veermer.
Hans van Meegeren er unr
þessar nrundir miðdepillinn í
mestu listaverkamálaferlum síð-
an Monu Lísu-myndinni var
stolið í París, og nú er uppvíst
orðið unr fleiri falsanir hans á
verkum gamalla meistara, senr
ekki lrafa vakið minni undrun —
og aðdáun — en myndin af Kristi
í Enrmaus. Listamaðurinn er
gjaldþrota, þrátt fyrir sölu á
„myndunr gamalla meistara" fyr-
ir hvorki nreira né nrinna en 20
milljónir króna á síðustu árum;
liann er ásakaður um samvinnu
við Þjóðverja (hann seldi Göring
eina „Veermer“-mynd fyrir lrálfa
aðra milljón króna og fékk að
auki nafnbótina „lárviðarnrálari"
frá Göring) og að auki verður
hann nú að svara til saka fyrir
falsanir. (Hefir málað og selt sex
„Veermer“-nryndir, tvær „eftir“
De Hooeh og eina „eftir" Ter-
borglr).
í vinnustofu, senr hollenzk yf-
irvöld fengu honum til afnota á
sl. hausti, varð hann að mála sjö-
undu „Veermer“-myndina til
þess að sanna, að lrann væri eng-
inn venjulegur landráðanraður.
Þar málaði lrann mynd af Kristi
í Musterinu í ósviknum „Veer-
mer“-stíl, og sagt var að lrann
væri þá að yrkja sína „lröfuð-
lausn“. Ef lronunr hefði í þetta
sinn mistekist að skapa ennþá
einn ekta „Veermer" nrátti hann
búast við þungum dómi, e. t. v.
lífláti, fyrir samvinnu við Þjóð-
verja.
í þessari sjöundu mynd hans
eru öll hin frægu einkenni Veer-
mers; hinir lreimskunnu bláu og
gulu litir þessa mikla listamanns
eru þar í öllum sínum yndisleik.
Ýmsir gagnrýnendur telja afrek
van Meegerens mikið, en aðrir
segja að þessi prófraun hafi ekki
verið sanngjöm og enginn lista-
maður geti skapað neitt gagnlegt
nreð lögreglun jósnara á hælun-
unr.
„Eg naut þess, að mála þenn-
an sjöundá „Veermer" minn, til
þess að sanna nrál mitt,“ sagði
van Meegeren. „Eg útilokaði
mig frá öllunr áhrifum og bjó
einn með lrugsunum mínum."
Listamaðurinn er órólegur og
æstur, þegar hann talar og sveifl-
ar penslununr í ákafa. „En þrátt
fyrir það hefir líðan nrín ekki
verið á nrarga fiska,“ bætti lrairn
við.
Dómurinn — þegar hann fell-
ur — nrun vissulega verða um-
talsefni. En í rauninni skiptir
það ekki ýkja miklu nráli fyrir
framtíðina, lrvort van Meegeren
sleppur við refsingu eða ekki.
Hitt "er umhugsunarverðara,
lrversu listagagnrýnendunum yf-
irleitt er treystandi, sérstaklega
þeinr, senr líta fyrst á áritun
myndanna en á listina síðar. Ef
fölsun eða stæling myndar er
eins góð og frummyndin í aug-
um viðurkenndra gagnrýnenda,
er þá ekki höfundur stælingar-
innar eins mikill listamaður og
höfundur frummyndarinnar? —
Unr þetta er deilt og þráttað.
Van Meegeren hlaut digra
sjóði frá Þjóðverjum fyrir stæl-
ingar sínar og þessir peningar
eru í höndum hollenzkra manna.
Spurningin, sem þráttað er um,
er þessi: Var van Meegeren sam-
verkamaður Þjóðverja, eða var
hann aðeins að skemnrta sér við
að gabba þá?
Árið 1939 var talið að 37 Veer-
nrer nryndir væru til á söfntun og
í einkaeign, þ. á. m. í Þýzkalandi,
Englandi og Bandaríkjunum.
Voru þetta Veermer-myndir eða
„Veernrer“-stælingar van Mee-
gerens?
Saga van Meegerens er á nrarg-
an hátt lurðulegt sanrbland
ólíkra hneigða. Hann dáðist og
öfundaði ganrla skólann í list-
inni — sem nú var lönguliðinn —
lekk þegar á unga aldri mjög
slæma dóma gagnrýnenda, þráði
viðurkenningu og frægð, en
hlaut að lokum nrikla fjármuni
fyrir stælingar sínar, en varð af
frægðinni vegna þess að hann
þurfti af eðlilegum ástæðunr að
halda sannleikanum leyndum.
Hann byrjaði að mála þegar
hann var 7 ára gamall og þegar
hann óx úr grasi, gerðist hann
nemandi við húsameistaraskól-
ann í Delft. Þar í borginni kynt-
ist lrann list Veermers og lrún
hafði mikil áhrif á hann. Hann
lauk ekki próli í húsameistara-
iðninni, lreldur sneri sér að mál-
aralistinni. Honum tókst að
koma ár sinni allvel fyrir borð,
þótt hann næði ekki neinni
frægð. Ýmsir sátu fyrir hjá hon-
um og alkoma hans var særni-
leg. Sannazt hefur, að myndir
hans seldust nokkuð, þrátt fyrir
lélega kritik, - og þykir þetta
benda til þess að hann segi satt
þegar hann heldur því fram, að
hann hafi ekki snúið sér að stæl-
ingum til þess að auðgast, heldur
til þess að sanna að hann væri
listamaður. Hann skýrir þetta
þannig:
Á árunum 1928—1932 lenti
hann í illvígum deilum við ýmsa
listamenn í Haag. Þeir höfðu
ýmigust á honum og héldu því
fram að hann væri enginn lista-
maður. Þessar deilur leiddu til
þess, að hann hvarf úr landi, til
Frakklands, og þar fékk hann
næði til þess að leggja drög að
áætlun sinni um stælingar, sem
áttu, að því er hann segir, að
sanna það áþreifanlega, að hann
væri listamaður á borð við hvern
þeirra, sem hæst höfðu talað á
móti honum.
Hann var lengi að velta því
fyrir sér livort hann ætti að ger-
ast Leonardo da Vinci, Michel-
angelo, Rembrandt eða Veermer
Val hans varð Veermer, vegna
þess að stíll þessa mikla lista-
manns féll van Meegeren bezt
og þar að auki gat hann auðveld-
lega búið til laglega skröksögu
til þess að dylja sannleikann.
Flestar sagnir um Kristsmyndir
Veermers eru raktar til Parísar.
Þær hafa þó aldrei verið stað-
festar. Van Meegeren datt í hug
að láta Veermer fara til Italíu og
nógu lítið er vitað um æfi Veer-
mers til þess að gera þessa Ítalíu-
för sennilega.
Van Meegeren hafði kynnt sér
æviatriði og list Veernters um
langan aldur og hann vissi að
Veermer hafði verið kenndur
við hinn svonefnda Utrecht-
skóla, sent ítalinn Garavaggione
innleiddi og ennfremur vissi
hann, að til var ítalskt listaverk
frá þessum tírna af Kristi í
Emmaus. Það var þess vegna
sennilegt, senr van Meegeren
hélt fram, að Veermer hefði
einnig málað slíka mynd í Ítalíu-
för sinni. Næsta fátt er kunnugt
um tólf ára tímabil í ævi Veer-
nrers og frá þeinr tínra gátu ver-
ið til ýmsar nryndir, þótt ekki
væri kunnugt unr þær. Van Mee-
geren taldi því öruggt að búa til
sögu unr fund sex Veernrer nrál-
verka á Ítalíu og sneri sér því
næst að því að búa myndirnar
il.
Hann reyndist nreira en með-
al hagleiksmaður í eftirlíking-
ununr. Honunr voru kunnar all-
ar aðferðir, sem notaðar eru til
að prófa aldttr og eigindi olíu-
nrálningar og með tilraununr
sínunr tókst lronunr að gera svo
hárfínar nrótaðgerðir, að svikin
komust raunverulega aldrei upjr,
heldur varð hann loksins sjálfur
að ljóstra öllu upp til þess að
forða sér frá þungum refsidómi
fyrir landráð.
Van Meegeren sjálfur átti
enga nrynd á listasöfnum heinrs-
nrs og hann gat aldrei vænzt
pess að fá þar aðgang, því að
myndir með hans nafni voru
taldar léleg list. En nú liefur
hann unnið sér frægð senr snill-
ingur í stíl-stælingum. Sjálfur
segist hann ekki hafa líkt eftir
gönrlu nreisturunum, þ. e. búið
m Kópíur al verkunr pema,
heldur blátt áfram skapað ny
listaverk í nafni þeirra og anda.
Van Meegeren er áreiðanlega
mesti snillingur í þessu fagi senr
uppi lrefur verið á síðari árum.
Hollenzkir listfræðingar segja
því nú, að margar aldir nruni
hða unz jafnoki lrans í litanreð-
lerð og nákvæmri stílstælingu
konri fram á sjónarsviðið.
Skoðanir eru skiptar um fram-
tíð nrannsins sjálfs. Flestir búast
við að honum verði sleppt, en
unr nryndir hans er það að segja,
að „Veermer“-verkin munu
verða geymd sem sérstakt dýr-
mæti á listasöfnum, sem sýnis-
lrorn af snilli hans og sem lexía
og varnaðarorð til listasérfræð-
inga um heim allan.
(Lausl. þýtt).
Van Meegeren sýnir hvern
hcinn blandaði litina til þess að i
M hinum óviðjafnanlega blæ meiste
ans Veermers. í baksýn ennþá e
af „Veermer“-mýndum van Me
gerens.
IÐGJÖLD
til Sjúkrasamlags Akureyrar
hækka úr kr. 10,00 í kr. 12,00 á mánuði,
frá og með 1. apríl n. k. Allir eru trygg-
v ingarskyldir um leið og þeir verða 16 ára.
Aðflutt fólk er áminnt um, að leita trygg-
ingar strax. — Vangoldin iðgjöld óskast
greidd tafarlaust.
Sjúkrasamlag Akureyrar
ÍB>I><B><H><H><H>)>t><B><H><H><H><H><H><B><B><H><B><B>)><H>)><H>)><B>^^