Dagur - 14.03.1946, Blaðsíða 4

Dagur - 14.03.1946, Blaðsíða 4
4 D A G U R Fimmtudagur 14. marz 1946 DAGUR Ritatjóri: Haukur Snorrason Aígreiðslu og innheimtu annast: Marínó H. Pótursson Skrifstoía í Hafnarstræti 87 — Sími 166 BlaðiÖ kemur út á hverjum fimmtudegi Árgangurinn kostar kr. 15.00 L Prentverk Odds Björnssonar Yfirstjórn útvarps og skóla á r Islandi er í höndum byltingar- manna gAMSTARF núverandi stjórnarflokka hófst, svo seni alkunnugt er, með því, að Ólafur Thórs vann það til framans og valdanna að af- henda aðalleiðtoga kommúnista hér á landi, Brynjólfi Bjarnasyni, embætti menntamálaráð- herra og Jjar með æðstu yfirráð og úrslitavald yfir öllum fræðslu- og uppeldisstofnunum jtessa lands, skólum og útvarpi. Mun ýmsum flokks- mönnum forsætisráðherrans — hvað þá öðrurn — hafa fundizt það forsending nokkur og allkynleg gráglettni örlaganna, að forráðamenn þessa flokks, sem liæst hefir jafnan raupað af þjóðholl- ustu sinni og fastheldni í fornar dyggðir, skyldu einmitt fyrstir manna verða til þess að af- nu henda byltingamönnum sjálft f jöregg þjóðmenn- ingarinnar, uppeldis -og fræðslumálin, til Jtess að hefja með Jtað Jtann gálauslega cirlagaleik, er þeim bezt þóknaðist. Alls staðar í heiminum leggja kommúnistar á Jiað mikið kapp að ná æskulýð landanna undir áhrifavalda sitt, og reyna Jteir því hvarvetna í því skyni að konia byltingaáróðri sínum á framfæri í skólurn og út- varpi. Og alls staðar í heiminum — nema á ís- landi — reyna hinir borgaralegu flokkar í lengstu lög að koma í veg fyrir það, að þessi höfuðvígi þjóðmenningarinnar falli kommúnistum í hend- ud. Hér eru Jaau aftur á móti gefin þeim skilyrð- islaust á vald, orrustu- og viðnámslaust að kalla, aðeins til þess að þjóna barnajegum metnaði ein- staks flokksforingja og stundarhagsmunum skammsýnnar og síngjarnrar klíku fjárplógs- manna og stríðsgróðalýðs, sem reynir að kaupa sér enn um stund frið og aðstöðu til þess að mata krókinn á kostnað þjóðarheildarinnar, og sér þá ekki í það, þótt slík stundargrið séu keypt. svo dýru verði sem því, að opna hlið útvarpsins og skólanna upp á gátt fyrir byltingaáróðri og sefj- unarvaldi hins nýja samstarfsflokks Jieirra í rík- isstjórn og á Alþingi. |£OMMÚNISTINN í embætti menntamálaráð- herra hóf fyrst „nýsköpun“ sína að þessu leyti á sviði útvarpsmálanna, enda er þar um stór- virkasta og fljótvirkasta áróðurstækið að ræða, og jafnframt miklum mun viðráðanlegra að gera með litlum fyrirvara mikilvægar breytingar á því sviði heldur en á skólakerfi landsins í heild. Sú hneykslissaga hefir þrásinnis verið gerð að um- talsefni hér í blaðinu og verður ekki rakin hér nánar í Jietta sinn. En því fer fjarri, að mennta- málaráðherran hafi heldur gleymt ætlunarverki síntiísem yfirstjórnandi skólanna, þótt borgara- leg lög og lýðræðislegar erfðir, sem hann hefir enn ekki kunnað við eða talið hyggilegt að þver- brjóta þegar í upphafi valdaferils síns, hafi talið nokkuð fyrir „nýsköpun“ ráðherráns á þessu sviði. Hann hefir t. d. orðið að sætta sig við það að doka við um stund, unz skipunartími ýmissa skólanefnda í landinu var á enda liðinn. En þá hefir heldur ekki verið beðið boðanna um Jrað að víkja eldri skólanefndarformönnum frá starfi — hversu árvakrir og duglegir sem þeir hafa reynzt í þeirri stöðu að allra dómi — til Jress að tryggja dyggum og auðsveipum flokksmönnum ráðherrans sæti þeirra næstu árin. Óþarft er að Fuglarnir sem lærifeður. T-,AÐ ER gamalla og góðra fugla háttur á vorin, þegar varptíminn stendur sem hæst, að reyna að leiða athygli gesta, sem óboðnir koma inn á friðlönd þau, sem fuglarnir hafa val- ið sér, frá hreiðrinu og ungmóðurinni. Allir kannast við þegar stelkurinn flýgur upp undan fótum manns með miklu háreysti og írafári rétt eins og eggin Iægju þar á næstu þúfu. Eftir- grennslanir á þeim stað bera þó venjulega engan árangur, og oft tekst fuglunum herbragð þetta furðu- lega vel og eggin og hreiðrið fá að vera óáreitt fyrir áleitni forvitinna gesta. Næsta litlar upplýsingar er að hafa í íslenzkum fræðibókum um fuglalífið í Rússlandi og lítið hafa kommúnistablöðin gert að þvi að fræða almenning um þennan þátt náttúruvísindanna austur.þar, en lík- legt verður að teljast, að eðli fugl- anna, sem búa við hið austræna Iýð- ræði, sé ógn svipað því sem gerizt í hinum harðsvíruðu, kapitalisku ríkj- um hins gamla heims. A. m. k. benda líkur til þess, að rétttrúendum þar sé ekki síður kunnugt um herbragð stelksins en trúbræðrum þeirra í öðr- um löndum, og augljóst er, að þeir eru engra eftirbátar um eftirlikingar. Leitið í norður. ' j SL. VIKU bar það til tíðinda aust- ur í Moskvu, að blaðakostur Stal- ins bónda varð var við óþarfa hnýsni óboðinna gesta úr Vesturlöndum í friðarhreiður það, sem rússneski her- inn er um þessar mundir önnum kaf- inn við að skapa í Iran og víðar i hin- um nálægari Austurlöndum. Eins og að likum lætur var ekki komið að þessum ágætu útvörðum frelsis og friðar sofandi á verðinum, heldur geystust þau upp með gjallandi hljóm, sem bergmálaði víða um lönd. Stefnan var ekki tekin suður og aust- ur, í áttina til friðarhreiðursins, held- ur þveröfugt, í norður og vestur, yfir hauður og höf og ekki látið staðar numið fyrr en úti á íslandi. Þangað var athygli allra þeirra, sem áhyggjur hafa af varðveizlu friðarins og trúa á hið austræna lýðræði, stefnt. Þessi ágætu málgögn lýstu þvi fyrir lesend- um sínum, að Bandarikjamenn mundu ekki ætla sér að standa við samninga þá, er þeir gerðu við ís- lendinga á sínum tíma, um hervernd, heldur mundu þeir hvergi fara og bú- ast um sem ramlegast á flugvöllum og flotahöfnum Islands. Má gera ráð fyr- ir, að hinir frómu lesendur blaðanna hafi mjög tekið að ugga um fjöregg friðarins eftir þessar markverðu upp- lýsingar og vist má telja, að rétttrúað- ir í öllum löndum hafi af þessu vængjablaki ráðið það hvar hreiðurs- ins væri að leita. Rétttrúnaður er dyggð. pN ÞÓTT rétttrúnaður sé mikil dyggð, þá er hann ekki öllum gef- inn, og einhverjar grunsemdir munu ennþá leynast í hugum manna um það hvar það sé, sem ungmóðirin ligg- ur á eggjunum. Nokkrir Bandaríkja- þingmenn hafa t. d. nýlega látið svo nelna hér einstök nöfn eða dæini í þessu sambandi. Okkur Akur- eyringum ætti t. d. ekki að vera það ofætlun, án allra slíkra brýn- inga, að minnast þeirra atburða, sem gerzt hafa í skólamálum bæjarins núna síðustu dagana fyrir tilverknað Jressa kommún- istaráðherra, sem skipar nú upp- eldismálum þjóðarinnar að eigin geðþótta og með hagsmuni og aukin áhrif byltingarmanna fyr- ir augum — fyrir náð og atbeina Sjálfstæðisflokksins og hins blessaða Olafs Thors! ummælt', að eftir atburðina í Iran þurfi Rússar naumast að taka sér fyr- ir hendur að kenna öðrum þjóðum hvernig halda eigi milliríkjasamninga og muni Bandaríkjamenn í hvívetna standa við allar skuldbindingar sínar gagnvart Islandi, hér eftir sem hingað til. Virðist af þessu mega ráða, að ennþá megi eiga von á hnýsnum, óboðnum gestum inn ívarplöndin frið- sælu í Austur-Evrópu, og eigi muni allir þeir, sem ugga um friðinn, leita til Islands, þrátt fyrir ágæta vegvísun kommúnistablaðanna. Attirnar fleiri en tvær. 1?N ÁTTIRNAR eru fleiri en tvær. Siðasti Verkamaður er t. d. mjög uggandi um alheimsfriðinn af völdum stjórnarfarsins á Spáni. Stefnan getur því verið norður, suður og vestur, allt eftir því hvað við á. Aðeins aldrei austur. Það er hinn mikli leyndar- dómur þeirra, sem berjast hinni einu, sönnu og réttu baráttu fyrir verndun friðarins og viðhaldi lýðræðisins. Leiðir gestir og gagnráðstafanir. Garðyrkjuráðunautur bæjarins aug- lýsir í blaðinu í dag herferð gegn blaðlúsunum og kálmaðkinum á kom- andi vori. I því sambandi hefur hann beðið blaðið að vekja athygli á eftir- farandi atriðum í sambandi við þessa leiðu gesti: heitum og þurrum sumrum gerir " blaðlúsin oft miklar skemmdir á trjágróðri, sérstaklega á rifsrunnum, en einnig víði, birki og fleiri trjáteg- undum. Auk þess sem ribs-berin eyði- leggjast oftast að mestu ef um blað- lús er að ræða, verður trjágróðurinn blaðlítill, ritjulegur og ljótur þegar á miðju sumri. Skógarmaðkurinn hefir ennfremur gert talsverðan usla á birki undanfar- ið og má búast við að, ef ekkert verð- ur aðgert þá fari þetta mjög versn- andi, sérstaklega þegar heit og góð sumartíð er og gróður okkar fær beztu þroskaskilyrði að öðru leyti, er því illa farið ef ekki tekst að verja trjágarðana að mestu fyrir þessari meinsemd. Varanlegustu varnir eru, að úða tré og runna á veturna t. d. með Car- bokrimp-upplausn. Gæta verður þess að úðun þarf að vera lokið áður held- ur en brumhnappar byrja að springa út. Ef seint er úðað t. d. eftir miðjan apríl, þarf að nota önnur veikari lyf s. s. Abolin eða Krimpol. Einnig má dreifa Dana-eiturdufti á trjágróður- inn, en reynsla erlendis hefir sýnt, að það er ekki jafn örugt og vetrarúðun með sterkari lyfjum. Þar sem trjágróður liggur í mörg- um tilfellum saman, þó að á tveim lóðum sé, og þar-sem bærinn verður að skoðast sem einn heildar trjágarð- ur, koma gagnráðstafanir vegna skor- dýraskemmda að litlum notum, nema allir bæjarbúar, hver og einn einasti, láti framkvæma úðun hjá sér.“ Kommúnistar á undan- haldi í fagfélögunum Nýlega er lokið stjórnarkosn- ingu í Hinu íslenzka prentara- félagi. Úrslit urðu þau, að kommúnistar, sem hafa verið í meirihluta í félaginu, biðu nú ósigur. Formannsefni þeirra, Stefán Ögmundsson, sem verið hefir formaður félagsins undan- farin þrjú ár, féll með miklum atkvæðamun. Hinn nýkjörni for- inaðmr heitir Magnús Ástmars- son og er Aljrýðuflokksmaður. Berklavörn á Akureyri heldur fund sunnudaginn 17. marz kl. 4.30 e. h. í Verzlunarmannahúsinu (uppi). Mjög mikilvæg mál á dagskrá. Félagar fjöl- mennið. — Stjómin. LEIKFIMI. Nokkrar heimaæfingar Hér kemur enn framhald á heimaæfingunum, sem alls verða tíu. Nú byrjum við á ágætri bak- æf ingu. 6. æfing. — Við sitjum á gólfinu, réttum vel úr hnjánum, hendurnar hvíla á gólfinu. Nti sveifl- um við örmunum fram, beygjum okkur fram og niður og reynum að slá með íingurgómunum á tærnar (1). Síðan réttum við okkur upp og sitjum beinar eins og áður (2). Beygjum okkur fram, án þess að beygja hnén(!) og upp aftur, og þáfinig áfram nokkrum sinnum. Náum við ekki í tærnar í fyrsta sinn, verðnm við að reyna aftur og aftur. Þetta kemur með æfingunni. 7. æfing. — Við liggjum á grúfu á gólfinu, hvíl- um höfuðið á örmtmum. Nú lyftum við vinstra fæti upp frá góllinu og teygjurn vel úr honum(l), og leggjum liann hægt niður aftur (2). Síðan lyft- um við hægrá fæti á sama hátt (3) og leggjum hann niður aftur (4). Mjöðminni má ekki lyfta frá góllinu, er fætinum er lyft, Þetta er sérstak- lega góð mjaðmaæfing, svo að það borgar sig að æfa hana duglega, minnst átta sinnum í. hvert sinn. 8. æfing. — Nú liggjum við á bakinu á gólfinu, handleggirnir niður með hliðunum. Síðan sveifl- unt við báðum fótum beint upp og aftur, svo langt, að við getum snert gólfið með tánum. Síð- an færum við fæturna liægt til baka aftur, og nið- ur á gólf í sömu stellingar og áður. Munið að anda liægt og rólega, meðan á æfingunni stend- ur. Þó að við náum ekki strax með tærnar aftpr yfir og niður á gólf, kemur það smátt og smátt með góðri æfingu — allt magaspik verður að hverfa! (Frh.. EINFALDAR HEILBRIGÐISREGLUR. Enginn veit livað átt hefur, fyrr en misst hef- ur, segir máltækið, og á Jrað vel við um heilsuna, því að engan fjársjóð eigum við betri en góða heilsu, þó að fáir kunni að meta hana, fyrr en Jiá ef til vill um seinan. Heilbrigt líferni er án efa bezta ráðið til þess að halda góðri heilsu, og hér fara á eftir fáeinar óbrotnar lífsreglur til eftirbreytni: Gangið svo snemma til hvíldar á kvöldin, að ]>ér fáið helzt 8—9 tíma svefn á sólarhring — ó- nógur svefn slítur líkamanum meira en vinna. Etið jafnan á ákveðnum matmálstíma, en ekki á milli mála, og tyggið matifin vel. Sj:íið um að hafa hreint loft í híbýlum yðar nótt og dag, og njótið útilofts og sólar eftir Jrví sem hægt er daglega. Forðist aðgerðaleysi og einnig ofreynslu. Maturinn á að vera hæfilega soðinn, vel til- reiddur, óbrotinn, en ekki of tilbreytingarlaus. Loks er eitt, sem stuðlar mjög að góðri heilsu og vellíðan, en það er að temja sér ánægju og nægjusemi. SÍTRÓNUSAFT. Sítrónur má nota á margvíslegan hátt ferskar til matar og drykkjar, en eins er líka hægt að búa til úr þeim saft, sem þægilegt er að grípa til. Safinn er pressaður vandlega úr sítrónun- um og síjaður. Sykur settur í el’tir smekk, og saftin látin sjóða í nokkr- ar mínútur, unz. sykurinn er vel bráðnaður. Froð- an veidd ofan af og saftin sett á flösku með þétt- um tappa. Áður en saftin er notuð til drykkjar, er hún Jjynnt með vatni, eftir því sem henta þyk- ir. Köld er hún ágætur svaladrykkur, en blönduð heitu vatni ágæt við kvefi og sárindum í hálsi. Ef sítrónurnar.eru hitaðar í vatni, áður en þær eru pressaðar, fæst meiri safi úr þeim.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.