Dagur - 14.03.1946, Blaðsíða 2

Dagur - 14.03.1946, Blaðsíða 2
DAGUR Fimmtudagur 14. marz 1946 Sleggjudómar Br. S. Bragi Sigurjónsson er orðinn allfyrirferðarmikill rithöfundur í Alþýðumanninum. í síðustu viku skrifar hann nær 5 dálka grein í blaðið um stjórnmála- ílokkana í landinu, og eins og góðum flokksmanni sæmir hefur hann margt og mikið út á jrá að setja, nema Alþýðuflokkinn; hann er ágætur að hans dómi! Að vísu er ekkert frumlegt í þessu skrafi Br. S. uni flokkana, iast um andstæðingana og lof um hans eigin flokk eins og gengur og gerist í blaðaskrifum. Hverjum þykir sinn fugl fagur, segir máltækið, og er Br. S. eng- in undantekning í því el'ni. Bragi finnur það einkum að Framsóknarflokknum, að hann sé „orðinn æ íhaldssamari". Máli sínu til sönnunar nefnir hann það, að flokkurinn styðji verzl- unarstefnu kaupfélaganna. Mega það teljast nokkur býsn, að maður í stjórn kaupfélags eins hér um slóðir skuli telja fylgi flokks við stefnu kaupfélag- anna ljóð á flokknum. Þess ber og að geta, að það er ekkert nýtt fyrirbrigði, að Framsóknarflokk- urinn styðji stefnu og starf kaup- félaganna, því að þetta hefur fiann gert frá upphafi vega sinna A tveimur stöðum í grein sinni minnist Br. S. sérstaklega á starfsemi kaupfélaganna og það allt annað en í vingjarnlegum tón. 1 fyrra skiptið farast honum svo orð, að kaupfélögin, ,,sem í upphafi voru samtök fátækra bænda, en eru itú víðast hvar orðin að verzlunarvaldi, sem al- menningur hefur engin áhrif á, hvað stjórn og rekstur snertir, nema á pappírnum. (Leturbr. Br. S.). Síðan ræðir greinarhöfundur nokkuð um efnaða bændur, sem nú ráði einir lögum og lofum í kaupfélögunum, en fátækir bændur ráði þar engu. 1 þessu sambandi er talað um „stór- bændur“ og „kaupfélagsklíkur", „sem dælt hafa eitri íhaldssemi sinnar yfir bændastéttina“. Mikið er nú tekið upp í sig og spýtt mórauðu! Tilgangurinn er auðsær. Hann er sá, að kljúfa bænda- stéttina í tvær fylkingar: öðrum megin hina efnaðri, hinum meg- in þá fátækari. Hinum fátæku á svo að telja trú um, að þeir séu kúgaðir af þeim ríku og fái engu að ráða. Sniðuglega er nú haldið á spilunum! Hver veit nema með svona löguðum áróðri takist að veiða nokkrar fátækar bænda- sálir til fylgis við flokk Braga Sigurjónssohar? Hvernig sem það kann að tak- ast, þá er það sýnilegt, að mikill veiðihugur er nú í Br. S. En hvað er svo satt í öllu þessu, sem Bragi ber á borð? Gjörókunnugir kaupfélags- málum gætu ekki annað álitið af orðum Br. S. einum, en að í kaupfélögum gilti sú regla, að atkvæði kaupfélagsmanna bygð- ist á verzlunarumsetningu þeirra o?; innstæðueign, þannig að at kvæði hins efnaða gilti meira en jress fátæka. Auðvitað er þetta svo fjarri öllttm sanni, sem nokk- uð getur verið. Fullkomið jafnrétti allra kaup- félagsmanna á aðalfundum, sem hefur æðsta úrskurðarvald í öll- um félagsmálum, er tryggt á eft- irfarandi hátt: Fulltrúaráð, til að fara með jretta æðsta úrskurðarvald, skipa kjörnir menn heima í kjördeild- ttm til eins árs í senn. Auk þessa er öllum félags- mönnum heimilt að koma á full- trúafundi, og hafa þeir þar mál- frelsi og rétt til að bera fram til- lögur. Aðalfundur kýs félagsstjórn- ina. Stjórn og framkvæmd fé- lagsmála niilli funda er í hönd- um stjórnarinnar. Stjórnin ber ábyrgð fyrir aðalfundi á stjórn- arstörfum sínum. Aðalfundur kýs tvo endur- skoðendur til Jress að rannsaka öll reikningsskil fyrir félagsins hönd. Þeir eru trúnaðarmenn allra félagsmanna. Það mun erfitt að koma auga á, hvernig hægt er að tryggja betur en hér er gert lýðræðislegt fyrirkomulag innan kaupfélag- anna eða svo, að það fái notið sín betur. Atkvæði hins fátæk- asta er jafngilt atkvæði hins rík- asta. Þrátt f'yrir þetta staðhæfir Br. S., að almenningur hafi ekki lengur neitt að segja í kaupfé- lögunum. Það séu bara efnuðu bændurnir, sem ráði þar öllu. Samkv. þessari staðhæfingu er ekki snefill af lýðræði til í kaup- félögunum. F.f Bragi sér einhver ráð til að bæta úr þessu, því bendir hann j);í ekki á þau ráð? Það gerir hann ekki. Hvað veldur? Það mun Jró ekki stafa af jrví, að hér sé aðeins um blekkingartilraun að ræða frá hans hendi? Br. S. virðist vera talsvert í nöp við efnuðu bændurna í kaupfélögunum, jrað sé munur eða á þeim gömlu og góðu dög- um, Jregar félögin voru „samtök fátækra bænda“. Það voru nú ekki allt sárfátækir bændur, sem stóðu að kaupfélögunum í upp- hafi, en hitt er víst, að kjör bænda hafa jafnazt mikið síðan og ekki hvað sízt fyrir starf kaup- félaganna. Efnaðir bændur hafa alltaf verið mikils virði í kaupfé- lögunum, ekki sízt á meðan sam- ábyrgðin var þeim mikil nauð- syn. Hallgrímur Kristinsson seg- ir í Tímariti kaupfélaganna í apríl 1907, að samábyrgð félags- manna sé góð trygging fyrir lán- um, en hversu mikil trygging hefði sú samábyrgð verið, ef allir félagsmenn hefðu verið bláfá- tækir aumingjar? Það vantaði heldur ekki, að andstæðingar kaupfélaganna, er vildu sundra þeim, brýndu það fyrir efna- bændum, hve samábyrgðin væri þeim hættuleg, því að fyrst yrðu þeir rúnir inn að skyrtunni, þegar til hennar Jjyrfti að taka. Bændur létu ekki Jtessar ögranir og sundrungarviðleitni fjand- manna kaupfélaganna á sig bíta. • Síðara atriðið í grein Br. S„ sem hér verður minnzt á, er á jressa leið: „Fátæk al|iýða til sveita (let- urbr, Br. S.) er farin að sjá gegnum blekkingavef „kaupfé- lagsins okkar“, sem hefur gleymt með öllu sínu upprunalega hlutverki, að afla almenningi ó- dýrrar vöru“. Það er mikill misskilningur, ef ekki annað verra, að K. E. A., sem greinarhöf. sýnilega sendir þessa ör, hafi gleymt þessu upp- runalega hlutverki. Það er vel minnugt þess, að fyrstu 20 árin af starfsæli sinni starfaði jrað sem pöntunarfélag, og allan þann tíma lagði það megin- áherzlu á að hafa útsöluverð vara sem allra lægst. En félagar í K. E. A. eru ekki síður minnugir á hitt, hvað reynslan leiddi í ljós um þessa starfsemi. Þrátt fyrir mikið gagn, sem félagið gerði á jæssu tímabili, var skipulag þess svo gallað, að jrað bar í sér sitt eigið dauðamein. Síðustu ár þessa tímibils fór viðskiptavelta jress stöðugt minnkandi, og ef svo hefði haldið áfram, hlaut fljótt að því að koma, að félagið hyrfi úr sögunni. Þáð var hamingja félagsins, að um þessar mundir hafði það eignast nýjan foringja, er hafði til að bera eldmóð áhugans sam- fara frábærri hugkvæmni. Þetta var Hallgrímur Kristinsson. Að frumkvæði hans breytti félagið skipulagsháttum sínum árið 1906. Var jiá tekið upp fyrir- komulag það, sem kcnnt er við Rochdale, og sem í aðalatriðum er á jrá leið, að hafa opna sölu- búð og miða útsöluverð varanna við venjulegá dagprísa, en skipta svo ágóðanum af verzluninni við hver reikningslok á milli fé- lagsmanna að réttri tiltölu við vörukaup þeirra. Ennfremur að safna nokkrum hluta verzlunar- ágóðans í sjóð til tryggingar starfseminni. Þetta skipulag hef- ur hvarvetna gefizt vel, hefur orðið lyftistöng kaupfélaga og aðalgrundvöllur um heim allan. Hallgrímur Kristinssön ræðir um þessa skipulagsbreytingu í Tímariti kaupfélaganna 1907 og segir jxar m. a. eftir að hafa lýst því, að Kaupfélag F.yfirð- inga hafi verið að ganga afturá- bak á undanförnum árum: „Eyfirðingar stigu sporið á- fram. Þeir hafa nú sniðið skipu- lag félags síns og rekstur eftir því, sem reynsla helztu siðmenn- ingarþjóða heimsins hefur sýnt að bezt fari, og }>ei i eru sann- færðir um, að þetta skipulag muni reynast affarasælt í þessu landi eins og annars staðar úti um menntaðan heim“. Bragi Sigurjónsson virðist helzt hallast að jrví, að Katipfél. Eyf. taki aftur upp gamla pönt- unarfyrirkomulagið og streitist við að hafa útsöluverð sem allra lægst, því að „fátæk alþýða til sveita er farin að sjá gegnum blekkingavef kaupfélagsins okk- ar“. Hvers konar blekkingavef getur hann ekki um. F.ins og sýnt er fram á hér að framan, fór Hallgr. Kr. alit aðra leið. Það skal hér fullyrt með óyggjandi vissu, að fátæk alþýða til sveita kýs heldur að fylgja ráðum Hallgríms en Braga. Það, sem hér hefir verið til- fært úr grein Br. S. um kaupfé- lögin er illa eða öllu heldur alls ekkert rökstutt. Staðhæfingar án rökstuðnings hafa verið nefndar ERLEND TIÐINDI. r Herstöðvar Bandaríkjamanna á Islandi og Rússa á Borgundarhólmi New York blaðið Daily News er um þessar mundir að birta greinaflokk um herstöðvar Bandaríkjamanna á íslandi. Blaðamaðurinn Robert Conway hefir dvalið í Reykjavík að und- anförnu rætt við íslenzka stjórn- málamenn. Dagana 25. og 26. fe- brúar sl. birti blaðið langar rit- smíðar eftir' Conway. Eru þar ummæli höfð eftir Ólafi Thor.'i, forsætisráðherra, F.rling Elling- sen, flugmálastjóra og loks eru birtir kjarnar úr hinni frægu grein Þjóðviljans 2. febr. sl„ þar sem blaðið nefndi samstarfsflokk sinn í ríkisstjórninni, Sjálfstæðis- flokkinn, „landráðahyski", hý- enur“, „peningaskríl" o. s. frv. (Útdráttur úr Jressari grein Þjóð- viljans birtist hér í blaðinu 9. lebr. sl.). Þótt eigi sé ástæða til að gera mikið veður út af skrifum þessa ameríska blaðs, eða frásögnum Conways jressa, Jrykir Degi rétt að gefa lesendum sínum tækifæt i til jress að kynnast því, hvernig ritað er um Jæssi mál í ýms amerísk blöð um þessar mundir og hvað íslenzkir stjórnmála- menn og áhrifamenn hafa sagt við þennan ameríska blaða- mann, að því er hann sjálfur seg- ir, þótt a. m. k. einn þeirra, Ell- ingsen flugmálastjóri, hafi síðan neitað því að ummælin séu rétt eftir höfð. í greininni frá 26. febrúar segir Conway: And-amerísk áróðursherferð. Löngu áður en uppvíst varð um tilraunir Rússa til þess að stela atómsprengjuleyndarmál- inu (Kanadanjósnirnar) hófst and-amerísk áróðursherferð ís- lenzka kommúnistaflokksins, Jrar sem Bandaríkjastjórn var sýnd í sama ljósi og nazistastjórnin j)ý/ka fyrir stríðið og allir ís- lendingar, sem æskja áframhald- andi herverndar Bandaríkja- manna, voru kallaðir föðurlands- svikarar. Kommúnistarnir vitna sínkt og heilagt í loforð Roosevelts forseta, að allur amerískur her- afli skuli hverfa á brott strax elt- ir stríðslokin, en þetta loforð var gefið áður en vitað var að Rúss- ar mundu ekki afskrá her sinn eins og Bretar og Bandaríkja- menn eru að gera. Loforð Roose- velts er því talið vera alvarleg mistök. 1 október sl. leitaði ut- anríkisráðuneytið ameríska eftir því við íslenzku stjórnina hvort hægt mundi að semja um 99 ára leigu á Keflavíkurflugvöllunum og olíustöðinni í Hvalfirði. Kommúnistarnir, sem hafa í sín- um höndum þýðingarmikil mál I ríkisstjórninni, svo sem sleggjudómar og jieir, sem slík- um beita, hafa hlotið nafnið sleggjudómarar. Er ekki ' Bragi Sigurjónsson allt og gáfaður og ærkukær drengur til Jress að ávinna sér þá nafnbót? *sJ: mennta-., verklýðs- og flugmál, fengu vitnekju um þetta og komu fregninni á kreik. Ofsa- fengin árás var þegar hafin gegn öllum þeim, sem sýndu Banda- ríkjunum vinsemd, og voru jreir nefndir „svikarar", ,,hyski“ og „'Sovét-l jandmenn". Einn komrn- únistaráðherranna er Áki Jak- obsson. Hann skipaði F.rling Ell- ingsen í embætti flugmálastjóra. F.llingsen vill yfirtaka öll mann- virki Bandaríkjamanna, en hefir ótrúlega litla þekkingu á því, hvað kosti að reka þau eða hvers konar sérfræðinga þurfi við. Hann talar í sömu andránni um gróðavænlegan rekstur og ríkis- styrki. Bandarískir sérfræðingar sögðu mér, að íslenzka þjóðin öll mundi þurfa að greiða þunga skatta til jress að geta rekið Keflavíkurflugvöllinn einn, án nauðsynlegra veðurathugunar- stöðva og annarra nauðsynlegra tækja. Þegar Jretta bar á góma við F.llingsen, talaði hann um möguleika á því, að UNO, bandalag hinna sameinuðu þjóða, mundi greiða kostnaðinn til þéss að geta haft á íslandi al- þjóðlegt lögreglu-fluglið — ef Rússland samþykkti sfíkt. Hann hélt að Rússar mundu varpa atómsprengjum á ísland ef Bandaríkjamenn hefðu herstöðv- 1 ar hér.“ I Ellingsen andmælir. ! Því næst segir blaðamaðurinn að Ellingsen hafi spáð rússnesk- amerísku stríði eftir 10—15 ár. Blaðið Vísir birti Jressa fregn fyr- ir skemmstu og nú hefir flug- málastjórinn neitað Jrví opinber- lega að Jressi ummæli séu rétt eftir sér höfð. Kveðst hann ekk- ert hafa sagt um þessa hluti. Blaðamaðurinn heldur áfram að rekja þetta fróðlega samtal við Ellingsen. Segir í greininni: „Hann sagði, að ísland vildi sér- staklega fá styrki til Jress að reka veðurathugunarstöð, því að veð- urfrégnir væru taldar sérstaklega mikils virði af hernaðaryfirvöld- j um Bandaríkjanria og undirstaða Jiess, að hægt væri með árangri :að nota eldflaugar og langferða- J sprengj uflugvélar á þessari aðal innrásarleið til Norður-Amer- íku.“ ísland og Bornholm. Blaðamaðurinn rekur því næst, að andstaða gegn hervernd- arsáttmála liafi líka komið úr herbúðum Sjálfstæðisflokksins og hefir þau ummæli eftir Gunnari Thoroddsen og Sigurði Bjarnasyni, að ef „leyft væri að hafa erlent selulið á Islandi, mundi Jrað gefa Rússum byr undir vængi til Jæss að hernema mikilsverðar stöðvar í Skandí- navíu, svo sem Borgundarhólm, sem þeir hafa enn á valdi sínu, brátt fyrir ítrekuð loforð um brotthvarf." (Framhald á 3. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.