Dagur - 28.03.1946, Blaðsíða 3

Dagur - 28.03.1946, Blaðsíða 3
Fimmtudaginn 28. marz 1946 DAGUR 3 Iran: landið sem deilt er um Landsmót skíðamanna 1946 Fyrirsagnir blaðanna segja frá alvarlegum atburðum austur í íran; landið sjálft og þjóðin, sem byggir það, hverfa í skuggann. Hvaða þýðingu hefir þetta forna þjóðríki fyrir alheimsstjórnmál- in? Hver eru náttúruauðæfi þess? Hverjir stjórna þar og hvernig er innanlands stjórnmálunum háttað? Hver er afstaða þjóðarinn- ar til Rússa og Vesturveldanna? Nauðsynlegt er að menn viti svör við þessum spurningum til þess að þeir geti áttað sig á fréttunum sem daglega berast þaðan að austan. íran er á mikilvægum landamerkjum Tyrklands, Rússlands og Austurlanda. Að því liggja hinar fornu siglingaleiðir til Indlands og um þáð hin nýja flugleið til Asíu. Landafræði og olía hafa dregið landið iri'n á áhrifasvæði stórveldanna og gert það að peði í taflinu um völd og aðstöðu. betta hefir haft örlagarík og hættu- leg áhrif á innanlands stjórnmálin og sjálfstæði landsins. Löngu fyrir fyrri heimsstyrjöldina voru stjórnmálamennirnir írönsku orðnir leiknir í þeirri list, að tefla einu stórveldi gegn öðru, láta aðstöðu þeirra og áhrif vega salt í persneskum stjórnmálum og láta sjálfstæði landsins undir því kornið, að ekki hallaðist á í þeint viðskiptum. Alla tíð síðan hafa verið flokkadrættir milli þeiira sem líta til Rússa og þeirra, sem vilja aðstoð Vestur-Evrópuveld- anna. Þegar olíunni sleppir, er íran fátækt land, hálent, hrjóstugt og strjálbýlt. íbúatalan er 12 milljónir, en stærð landsins 328,000- fermílur. Meirihluti þjóðarinnar er bændur, sem venjulega eru of önnum kafnir við að halda lífiriu í sér og sínum til þess að fylgjast með því sem gerist á hinu llókna taflborði stjórnmálanna. F.ngu að síður eru þeir öruggir fylgismenn sjálfstæðs þjóðríkis í íran og lýðræðishugsjónin er þeim harla kær, þótt hún kunni að vera nokkuð óljós, því að þetta bændafólk er lrá fornu fari sjálfstætt í hugsun og býr enn að fornri menningu. Stjórn landsins hefir verið þingræðisleg, síðan einveldi Riza Sliah lauk, árið 1941. Þjóðþingið nefnist Majlis og er kosið til tveggja ára í senn. Kosningarétt hafa allir fulltíða karlmenn, en konur ekki. Þingið kýs forsætisráðherra og hefir með höndum æðstu stjórn fjálmálanna, en hvorki forsætisráðherrann né aðrir ráðherrar eru þinginenn, en þeir eru þó ábyrgir gagnvart þinginu og verða að hafa traust þess. Hinn 10. þ. m. var þinginu slitið, enda var kjörtími þess þá úti; einhver bið kann hins vegar að verða á því að nýtt þing verði kosið, því að lögum samkvæmt má ekki kjósa til þings meðan erlendur her dvelst í landinu. Þetta veikir stjórnina, því að þött þingið hafi stundum verið gallagrip- ur, J^á hel'ir jrað jafnan staðið einhuga unt sjálfstæðismál landsins. Á stjórnarárum Riza Shah voru pólitískir flokkar bannaðir, en síðan hann hrökklaðst frá völdum, 1941, hafa ýmsir flokkar myndast. Ekki er þó auðvelt að greina þá í vinstri og hægri'flokka því að þeir eru eigi síður myndaðir um menn og hópa en stefnur. Stefnuskrár þeirra allra eru í orði kveðnu fjálslyndar og þjóðfé- lagslegar umbætur eru ofarlega á baugi. Mest kveður að tveimur Jreirra: „Þjóðviljanum" eða þjóðfrelsisflokknum og Tudeh- flokknum. Stofnendur Tudeh-flokksins voru nokkrir menn, sem Riza Shali hafði í haldi fyrir kommúnistískan áróður. Þeir voru ókunnir þjóðinni og þegar Riza Sliah hrökklaðist frá völdunnum og þeir urðu frjálsir á ný, reyndu þeir að stolna flokk, sem gæti lyft þeim í valdastólana. Bretar, sem höfðu samninga um að virða fullveldi ríkisins, gátu ekki stutt neinn flokk til Jress að koma rík- issstjórninni á kné; en Rússar settu ekki svoleiðis stnámuni fyrir sig, og Tudeh-flokkurinn komst fljótlega undir verndarvæng Jreirra. Ein afleiðing Jress varð sú, að í flokkinn safnaðist alls kon- ar ævintýra- og brasklýður, sumir útlendir að uppruna, í von um að njóta góðs af stuðningi Rússa. En rneðal þjóðarinnar sjálfrar átti flokkurinn litlu fylgi að fagna. Rússa-sambandið var ilia séð. í þinginu átti flokkurinn ekki nema 7 lulltrúa af 130. Þarna er gripið á einu meginvandamáli persneskra stjórnmála. Kjósendur líta svo á, að enginn geti verið við völd nema hann hafi annað tveggja stuðning Rússa eða Breta. Eramgjarnir stjórnmála- menn leita því eftir slíkum stuðningi, en með því háttalagi fjar- lægjast þeir þjóðarviljann. Hinn flokkunrinn, sem að ofan getur, þjóðfrelsisflokkurinn, hefir verið aðalvarnargarðurinn gegn ágengni Rússa. Þótt hann sé kallaður „afturhaldssamur“ af andstæðingum sínum. þá hefir stefnuskrá hans að geyma ýmsar fi jálslegar umbætur. Almennt er talið að Bretar styðji þennan flokk og þess vegna hefir hann held- ur ekki óskorað traust. Breta-sambandið vinnur gegn honum eins og Rússa-dekur Tudeh-flokksins dregur mátt úr honum inn á við. Trúnaðarsamband stjórnmálaforingja og almennings er varla mögulegt eins og í pottinn er búið. Heppnir stjórnmálamenn eru venjulega tafdir umboðsmenn einhvers stórveldis. Hvernig gætu þeir annars hafa kontið ár sinni svo vel fyrir borð? Forsætisráðherrann, Ahmad Qawam Sultaneh, er ekki flokks- maður. Hann er auðugur landeigandi og hefir hlotið fylgi fyrir gott orð yfirleitt frekar en pólitíska stefnufestu. Ferill hans er eng- an veginn snurðulaus, en hann hefir talsverða foryztuhæfileika. Hvort hann er frekar föðurlandsvinur eða pokerspilari í stjórn- málum er enn óséð. Framgirni hans mun hafa valdið því að hann sló í slag við Rússana, en nú hefir reynslan kennt honum að þeir sitja með hákortin en vilja þó teygja hann áleiðis lengra út í spil- ið. í öllum þessu leynimakki er keisarinn, eða Shahinn, ungur, Skíðakóngur 1946 varð Guðmundur Guðmundsson úr íþróttabandalagi Akureyrar. Hafði samanlagt í göngu og stökki 450,4 stig. Svigmeistari íslands 1946 Magnús Brynjólfsson. Svigmeistari kvenna 1946 Helga R. Júníusdóttir. Það var norðankaldi, hríðarslitring- ur og hráslagi úr krapi á Ráðhústorgi, ^egar glitbúin sveit skíðafólks lagði jaðan í skrúðgöngu upp að Mennta- skóla kl. 3 sl. föstudag. Það var upp- haf landsmótsins að þessu sinni. Nokkuð af börnum bæjarins slóst í förina og slæðingur var af fólki á götuhornum. Einhvers staðar sást Eð- varð á tröppum eða palli með mynda- vélina, fáni vor blakti við hún fyrir liðinu og svo hljómaði söngurinn glaðlega við örugg taktstig djarfhuga íþróttamanna: „Fram, fram, bæði menn og fljóð“. Kl. rúmlega 4 sleppti ræsirinn hendi af öxl fyrsta manns í 18 km. skíðagönguna. Jón Jónsson — eins og við heitum flestir — greip til fótanna og þó alls óhræddur, og hvarf von bráðar fyrir horn og leyti, — og kom svo og fór hver af öðrum. Fólkið kom svo nærri sem það komst án áfloga við mislita lögreglu, klappaði og hróp- aði — svona dálítið misjafnlega átak- anlega, eftir því hvort fara skyldi Jón, Guðmundur eða bara Gísli. — Og svo varð bið — all-löng — unz aftur fóru að nálgast garparnir eftir nál. 7 km. hring um hæðir og mýradrög, Jón fyrstur í röðinni sem í upphafi, þrátt fyrir slæma slóð og svikul tá- bönd. Síðan hver af öðrum, rjóðir á vangann og votir af svita þrátt fyrir svalviðrið. Hafði röðin allmikið breytzt. Færið var sýnilega mjög slæmt og smumingin hafði víst ekki heppnazt vel hjá öllum. Eftir rösklega 8 km. göngu, var keppendum tilkynnt að brautin yrði stytt vegna ills fær- is, samkvæmt ákvörðun brautarstjóra og leikstjóra. Komust því flestir í mark og það allmikið fyrr en ætlað var! Gaman væri að ræða eitthvað um kappana, sem þarna — og síðan í yngri flokki — þreyttu gönguna, stíl þeirra og aðferðir, en rúmið leyfir það ekki. Svíinn, sem var þarna, þjálfari Siglfirðinganna, taldi aðferð- ir flestra slæmar og langt á eftir tím- anum. En hann lagar nú Siglfirðing- ana fljótlega, og svo koma hinir á eftir! — Áhorfendur voru þarna margir, misjafnlega glaðlegir á svip — eins og gengur. Á laugardag var ljómandi sólskin um dúnsnjó kring um Ásgarð, skíða- skála Gagnfræðaskóla Akureyrar. Fjöldi manns fékk þar að njóta feg- urðar og sólar í fjallasal. Skíðafarir vöktu þó meiri athygli, enda voru sveiflur góðar og byltur djarflega teknar. Það er ekki tekið út með ein- tómri sældinni að verða meistari! Nú — og sumum fannst það jafnvel sældarlítiö að sjá menn verða meist- ara, þegar „veitingahúsið" var rutt af öllu ætilegu snemma á degi og hungr- ið sagði til sín, og nauðalitill áhugi fyrir að sjá vegarlagningu Hermanns í fönninni! — En niðri í bæ var það — eins og karlinn sagði — „doktor- erað“ af mótsstjórn og auglýst á göt- um og í útvarpi, að skíðastökkið skyldi fara fram í Miðhúsaklöppum. Varð það banabiti sumra en þó mörg- um til ánægju. Sennilega hafa þar verið a .m. k. 3 þúsund áhorfenda kl. 6—-7 og þeir notið mikillar skemmt- unar, því að þarna gekk allt vel og veðrið var yndislegt. Það verður ekki metið til fjár að fá lúku af frísku lofti í lungun og sól i nefið — í þús- undatali. A sunnudaginn var enn sól og dýrð yfir fönnum og fjöllum. Við Ásgarð var krökkt af fólki, ungu og gömlu, stóru og smáu, — en hvorki hrafnar né hundar — eins og í útvarpinu hjá Hjörvar. Einhver var reyndar að segja, að það væri hundur í einhverj- um út af einhverju, — en það var bara ómögulegt að sjá! Auðvitað urðu menn hundleiðir að bíða, bíða eftir því sem eiginlega aldrei kom. Vissu- lega var dirfskan, mýktin, öryggið og hraðinn allt meistaralegt, — en það vantaði fleiri vegamálastjóra, fleiri starfsmenn. Og sumir eru nú svo gerð- ir, að heldur frjósa þeir og svelta í hel, en að styðja að framkvæmdum, sem þeir telja að þeim ekki komi við! Með bið, troðningi og „túkalli" gat maður fengið 1 bolla af mjólk í svang- inn — annars bara „vind og snjó að éta“. — Brunið var ekki búið fyrr en í rökkri, svo að lítið varð um stökkin, í nýju brautinni, sem flestir höfðu þó beðið eftir. „Breiðfylkingin", sem tróð fönnina, var þó kvikmynduð! Lokaþættinum, að Hótel Norður- land, varð að fresta um tíma, svo að kempur fjallanna næðu að skafa af skeggið og fara í þurra sokka. Þarna voru svo ræður fluttar, afhent verð- laun eftir því sem hægt var að koma út, skoðaðar fallegar myndir Edvards á hvíta léreftinu, drukkið — það sem við átti — og dansað að lokum. En dásemda liðinna daga var ekki minnst með því að syngja, svo lítið sem „Frjálst er í fjallasal". Hér skal ekki dómur á það lagður, hvort rétt hafi verið að farið með ityttingu göngubrautar, stökki í Mið núsaklöppum o. fl. sem óánægju hefir valdið, en víst er að Landsmót þetta hefir ekki vel tekizt, nema að nokkru • eyti. Mótstjórn á þakkir skildar fyrir ósérplægni og dugnað, en fleiri hæfa menn þurfti til starfa, svo að hraðar gæti gengið sjálf keppnin. Þetta er vissulega léttara um að tala en í að komast, en landsmót, sem þetta verð- ar að auka mönnum trú á gildi íþrótt- ' anna til mannbóta, auka almenningi trú á íþróttamennina til hjálpar að byggja upp sterkt, fagurt þjóðlíf, byggt á heilbrigði, lífsgleði og góð- vilja. Fari mót þessi i handaskolum og ljúki með ádeilum og óánægju má heita „verr farið en heima setið“. Vissulega er réttmætt að klaga yfir brotum á settum, viðurkenndum regl- um og leita úrskurðar réttra aðila þar um. En alltaf á kepjíni og móti að ljúka með fögnuði, gleði yfir því að fá að vera með og hafa gert sitt bezta, með drengskap. Meira verður ekki krafizt. Og ósigur nú á aðeins að hvetja til méiri þjálfunar, og ef kost- ur er, til heilbrigðara lífernis. Og þá má ljúka hverju móti með því að byrja að hlakka til þess næsta. Hér fer á eftir greinargerð mót- stjórnar um framkvæmd mótsins og úrslit. (Aðeins nafna hæstu keppenda í hverjum flokki er getið hér). Skíðaganga karla 20—32 ára. A-flokkur: 1. Guðm. Guðmundsson ÍBA 1.19.59 mín. 2. Jón Þorsteinss. ÍBS 1.24.39 mín. 3. Jón Jónsson HSÞ 1.27.18 mín. B-flokkur: 1. Valtýr Jónass. ÍBS 1.22.06 mín. 2. Sigurður Björgvinss. HSÞ 1.26.33 mín. 3. Helgi V. Helgas. HSÞ 1.28.38 mín. I sveitarkeppni þriggja manna sveita sigraði sveit Iþróttabandalags Siglufjarðar: Jón Þorsteinsson 1.24.39 mín., Valtýr Jónasson 1.22.06 mín., Steinn Símonarson 1.28.36 mín. Alls 4.15.21 mín. 2. sveit: Héraðssambands Suður- Þingeyinga 4.22.29 mín. Göngubrautin tveir hringir, sá stærri 5.7 km., genginn fyrst, en síðar sá minni 2.6 km. Áformað var að ganga hvern hring tvisvar, en sökum þess hve færi reyndist þungt og erfitt, breytti brautarstjórinn göngunni er gengnir höfðu verið tveir fyrstu hring- irnir 8.3 km. og felldi niður minni hringinn í síðari umferð. Var kepp- endum öllum tilkynnt sú ákvörðun er þeir voru staddir á sama stað braut- arinnar. Var því lengd göngubrautar- innar um 14.0 km. / aldursflokki 17—19 ára: 1. Þórarinn Guðmundss. MA 1.08.04 mín. 2. Matthías Einarssan ÍB*A 1.09.42 mín. 3. Kristinn. Jónss. HSÞ 1.09.44 mín. I sveitarkeppni þriggja manna sveita sigraði sveit Héraðssambands Suður-Þingeyinga: Kristinn Jónsson 1.09.44 mín., Ingvi B. Baldvinsson 1.10.2 mín. og Benóný Arnórsson 1.14.06 mín. Alls 3.34.13 mín. Svig karla 16—35 ára. C-flokkur: Sek. 1. Sverrir Pálsson ÍBS 59.0 2. Stefán Ólafsson Sameining 60.8 3. Ármann Þórðarson Samein. 61.9 Svig karla. B-flokkur: Sek. 1. Stefán Kristjánsson ÍBR 93.6 2. Sigurður Þórðarson ÍBA 98.1 3. Mikael Jóhannesson MA 98.5 Sveitarkeppni þriggja manna sveita: 1. sveit: íþróttabandalag Reykja- víkur: Stefán Kristjánsson 93.6 sek., Helgi Óskarsson 100.1 sek. og Grétar Árnason 111.3 sek. Alls 305.0 sek. Svigkepprti um Slalombikar Litla Skíðafélagsins: 1. sveit: íþróttabandalag Akureyr- ar: Guðmundur Guðmundsson 85.4 sek., Björgvin Júníusson 85.5 sek., Magnús Brynjólfsson 86.0 sek. og Hreinn Ólafsson 95.9 sek. Alls 352.8 sek. 2. sveit: íþróttabandalag Reykja- víkur 376.5 sek. 3. sveit: Sameining Ólafsf. 397.8 sek. Skíðastökk karla 20—32 ára. A- og B-flokkur: 1. Guðmundur Guðmundsson ÍBA: 22.0 metrar, 23.5 metrar. 210.4 stig. 2. Jón Jónsson HSÞ: 20.0 metrar, 23.5 metrar. 194.1 stig. Guðmundur Guðmundsson ÍBA er þar með stökkmeistari íslands 1946. í tvíkeppni í göngu og stökki sigr- (Framhald á 8. síðu). talhlýðinn maður, ekki sú persóna sem þjóðin getur safnast um á örlagastund. Prestastéttin — en þjóðin er Múhamedstrúar — var um skeið áhrifamikil í stjórnmálum, en veldi hennar er liðið und- ir lok. Herinn hefir reynt að fara eigin götur í stjórnmálum, en hefir lítiðgildi sem baráttutæki á nútíma mælikvarða. Þannig er íran. Ógæfa landsins er, að það laðar að sér erlend áhrif. Erlerid áðstoð er nauðsynleg til þess að íransmenn geti orð- ið framsækin, sjálfstæð menningarþjóð, en |iað þarf að vera hlut- laus, erlend hjálp. Slíka hjálp iiefir landið aldrei fengið. F.f Al- þjóðasambancíið, UNO, gæti gripið inn í rás viðburðanna í Jreim tilgangi, mundu Bretar áreiðanlega veita stuðning sinn í þeim anda. En afstaða Rússa er vafasöm. Jafnvel á stríðsárunum ráku Jteir sína eigin pólitík í landinu og samvinna þeirra og hinna her- námsveldanna var af skornum skammti. Tilgangurinn með stefnu Jieirra í Persíumálunum er vitanlega sá, að skapa leppríki, sjálf- stætt að naftíinu, en háð þeim í öllum greinum. í þessari viku verða örlög landsins um næstu framtíð e. t. v. ráðan.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.