Dagur - 28.03.1946, Blaðsíða 1

Dagur - 28.03.1946, Blaðsíða 1
Eini þingfulltrúi kommúnista í Kanada sekur um njósnir fyrir Rússa Um líkt leyti og Kommún- istaflokkur Islands ákvað að skipta um nafn, afneita kommúnistaheitinu og kalla sig Sameiningarflokk alþýðu — Sósíalistaflokkinn — skeði nákvæmlega sama fyrirbrigð- ið í Kanada og fleiri löndum liins vestræna heims. Komm- únista flokkur Kanada ltafði fengið litla áheyrn hjá þjóð- inni og átti engan þingfull- trúa. Hann ákvað að reyna gæfu sína undir nýju heiti og ; nmskapaðist á einni nóttu í „Progressive Labour Party“, eða framsækinn Verkamanna- l'lokk. Undir þessu nýja heiti lagði flokkurinn í „þjóðlega“ kosningabaráttu fyrir tveimur árum síðan og hlaut eitt þing- sæti. Sá hét Fred Rose er kosn- inguna hlauu Áður er skýrt frá njósna- málunum í Kanada hér í blað- inu. Kommúnistarnir njósn- uðu fyrir Rússa endurgjalds- lítið, aðeins til þess að sýna að þeir væru góðiir flokksmenn. Þeir unnu Sovét-sendiráðinu trúnaðareið, sem var helgari en trúnaður þeirra við föður- land sitt. Enn liggja fyrir nýj- ar upplýsingar um starfsemi þessa „þjóðlega“ flokks. Þing-; maður hans, Ered Rose, var; handtekinn, sakaður um lilut- '• deild í njósnum Rússa. Uppvíst er orðið, að þing-! maðurinn veitti alla að-! stoð, sem hann mátti, til þess að Rússar fengju um- beðnar upplýsingar um hervarnir Kanada, Banda- ríkjanna og atómleyndar- málið, og ennfremur, að flokkurinn í heild vann að njósnunum eftir fremstu getu og liðsinnti rússnesku sendisveitinni í hvívetna. Þingmaðurinn var bund- inn hinum makalausa kommiinista-eið gagnvart Sovét-sendiráðinu. Eftir þessar upplýsingar um starfsemi kommúnistaflokks- ins í Kanada, vaknar þessi spurning: Ur því að eini þing- fulltrúi kommúnista í Kanada stóð þannig í ístaðinu fyrir föðurland sitt á örlagatímum, má þá gera ráð fyrir, að land- ráðamenn á borð við hann, séu yfirleitt jafnmargir í hverju þjóðfélagi og þingfull- trúar kommúnista eru fjöl- mennir? 0 Aðalfimdur Rauða kross deildar Akureyrar Rauðakrossdeild Akureyrar liélt aðalfund sinn sl. mánudags- kvöld að Hótel KEA. Fyrir fund- inum lágu eingöngu venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin var endurkosin. Hana skipa: Guðm. Karl Pétursson, yfirlæknir, for maður, Jón Sigurgeirsson, kenn- (Framhald á 8. síðu). AGUR XXIX. árg. Akureyri, fimmtudaginn 28. mar; 1946 15. tbl. Nær mánuður liðinn síðan flufningaskip kom hér á höfnina Andbrezkur áróður kommúnista um allan heim skipulagður í Moskvu Hlutdeild íslenzka „íitibúsins“ Fyrir nokkru gat Bevin, utanríkisráðherra Breta, þess í ræðu, að andbrezkur áróður kommúnista, sem skipulagður væri í Moskvu, væri nú fluttur í kommúnistablöðum flestra landa og mjög í sama anda. Brezka blaðið „Observer“ ræðir þessi mál 17. þ.m. og segir meðal annars: — Áróður gegn Bretlandi frá Rússum og rússnesk-ættaðri fréttastarfsemi hefir verið mjög áberandi nú um nokkurra mánaða skeið. Moskvu-útvarpið er sínkt og heilagt að saka Breta um vernd „fasista" og fylgi við „afturhalds- stjórnir“ í ýmsum löndum. Hinn 7. þ. m. var útvarpað frá Moskvu löngum fyrirlestri um brezku blöð- in. Þar var rangt skýrt frá ýmsu og því m. a. haldið fram, að „prent- frelsi væri raunverulega ekki ríkj- andi í Englandi." Þá hefir þeirri furðulegu fullyrðingu Stalins, að lýðræði sé ekki ríkjandi í Bret- landi af því að einn flokkur fari þar með völd sem stendur, verið mjög á lofti haldið i rússneskum áróðri upp á síðkastið. Eftir fyrsta fund UNO var tekinn upp áróður um að Bretar beittu fáheyrðu of- beldi í ýmsum löndum, sem eru undir brezkri stjórn eða í vinsam- legu sambandi við Bretland. Var einkum rætt um Egyptaland í því sambandi og sagt að áhrif Breta í landinu hefðu skapað fjárhagslega og pólitíska niðurlægingu þjóðar- innar. Það er fróðlegt að athuga þessi ummæli hins brezka hlaðs í sam- bandi við tóninn í komnninista- hlöðnnnm íslenzkn. í Þjóðviljanum þann 8. þ. mán. er nijög áberandi grein, er nefnist: Hið brezka „Herren- volk“. Grein þessi er samtvinn- aður róguf og illmælgi í garð Breta. Skal hér sýnt lítið sýnis- horn af rithættinum: „En til er hrokafull yfirstétt, sem litið hefir á sig sem sjálfkjör- ið „Herrenvolk" (yfirþjóð). Það eru brezku auðdrottnarnir, er svælt hafa undir sig fjórðung mannkynsins og finnst þeir sjálf- sagðir til að arðræna aðrar þjóðir, sem þeir neita um frelsi, meðan þeir í heimskunnri hræsni sinni sjálfir flíka orðunum „frelsi“ og „lýðræði“ í tíma og ótíma.“..... þá lætur brezka keisarastjórnin skjóta sveltandi fólkið og drepa vini frelsisins. Byssukúlumar eiga að seðja hungrið, fallbyssumar að fullnægja frelsisþránni." „Hvar, sem litið er í heimsríkinu, þar sem sólin gengur ei undir, stynja kúg- aðar og sveltandi þjóðir undir oki brezkra arðræningja, — og fá að svari dauðann úr brezkum byssu- kúlum eða eyðingu þorpa sinna af brezkum flugvélasprengjum, ef þær heimta frelsi.“ „Og í ýmsum löndum, þar sem brezkt auðvald liefir ekki kverkatakið sem stend* ur, býr það sig til stuðnings við versta afturhaldið og fasismann." Þessi sýnishorn nægja til að sanna, að kommúnistarnir ís- lenzku hafa ekki villzt út af „lín- unni“ í þessu efni, frekar en á öðrum sviðum. Bridgekeppnin: Tvær jafnar sveitir keppa til úrslita Fimmta og síðasta umferð meistarakeppni Bridgef’él. Akur- eyrar var spiluð sl. sunnudag. Að henni lokinni stóðu leikar þann- ar: Sveit Þorsteins *8tefánssonar 4 v., Þórðar Sveinssonar 4 v., Jó- hanns Snorrasonar 3 v., Tómasar Steingrímssonar 2 v„ Jóns Stein- grímssonar 1 v. og Sigv. Þor- stéinssonar 1 v. Fjórar fyrst töldu sveitirnar skipa því meistara- flokk, en þar sem tvær þær efstu ln”ul eru jafnar að vinningatölu keppa þær til úrslita um efsta sæti og má búast við skemmti- le’gri. viðureign. Morgunblaðið hel'ir, fyrir atbeina Hallgr. Valdemarssonar, fréttaritara, gefið B. A. veglegan verðlauna- grij) til þess að keppa um í meist- araflokki og verður hann veittur nú í fyrsta sinn. Gegnir erfiðu embætti. Þetta er Trygve Lie, fyrrv. utanríkis- ráðherra Noregs, núv. aðalritari Sam- einuðu þjóðanna. Myndir er tekin á fyrsta þingi UNO í London. Oryggis- ráð Sameinuðu þjóðanna ræðir Irans- málin um þessar mundir á fundum sinum í New York. Tilraunaferð til útlanda Eimskipafélagið hefir aug- lýst, að „Reykjafoss" sé á för- um til Antwerpen og ætlunin sé að skipið hefji reglulegar ferðir þangað, e£ nægur flutn- ingur fæst. Á sarna tíma og fé- lagið lætur þetta ski]) hefja þessar tilraunaferðir, er nær því algjört samgönguleysi milli hafna úti um land. Um- hleðsluvörur úr mörgum skipum bíða flutnings í Rvík, sem er orðin eina innflutn- ingshöfn landsins. Þannig hugsar „óskabarn þjóðarinn- ar“ um hág Norður- og Aust- urlands. 1 Ungur Akureyringur sigrar á hljómleikasam- keppni í Stokkhólmi Hinn 16. þ. m. var efnt til hl jómleikasamkeppni harmon- ikuleikara frá Norðurlöndunum öllum í Stokkhólmi. Þátttakend- ur voru fjórir Svíar og einn frá hverju hinna Norðurlandanna. íslenzki þátttakandinn var Lýð- ur Sigtryggsson, ungur Akureyr- sem dvalist hefir í Noregi v-’ \0 undanfarin ár. Leik hinna ungu listamanna var útvarpað frá Stokkhólmi og heyrðist útvarpið vel hér. Lýð Sigtryggssyni voru dæmd fyrstu verðlaun í þessári keppni. Lýður er sonur hjónanna Sig- tryggs Sigurðssonar, trésmiðs og Önnu Sigfúsdóttur, Norðurgötu 28 hér í bænum. Hann hef'ir dvalið í Noregi nær því fjög'ui ár, numið harmoniku- og annan hljóðfæraleik. Norska hlaðið „RYTME’ birti nýlega viðtal við Lýð og segir hann þar frá uppvexti sínum hér á Akureyri, dvöl sinni í Noregi, námi sínu hjá Hartvig Kristoffersenj" einttm kunnasta harmonikuleikara Noregs, og konsertum sem hann og Kristoffersen hafa haldið víðs vegar í Noregi. Nokkrar myndir fylgja greininni. Lýður og Kristoffersen hafa í hyggju að korna til íslands í maí næstk. og halda hér hljómleika. Þjófnaðarmál upplýst Lögreglan hefur haft upp á manni Jreim, er nýlega fravndi innbrot í KEA og Gufupressun Akureyrar. Er þetta ungur mað- ur, á tvítugsaldri. Mál hans bíð- ur dóms. Siglingar síðan um ára- mót þær verstu í áratugi Hinn 4. þ. m. kom e.s. FJALLFOSS hingað til Akureyrar með vörur frá umhleðslu-birgðabúrum Eimskipafélagsins í Rvík. Síðan hefir ekkert skip flutt vörur hingað eða héð- an og eru horfur á að a. m. k. mánuður verði í milli ferða að þessu sinni. Óhætt er að fullyrða, að þessar siglingar séu ekki aðeins þær aumustu, sem þetta hérað hefir þekkt í fjölda- mörg ár, heldur áratugi. Tjón alls athafnalífs hér um slóðir af völdum þessa ófremdarástands mun þeg- ar orðið gífurlegt. Á sama tíma og þannig er bú- ið að Norðnrlandi, og þó ennþá verr að Austurlandi, auglýsir Eimskipafélagið það fyrir öllum landslýð í útvarpi á hverju ein- asta kvöldi, að það hafi til um- ráða meiri skipakost en það hef- ii- nokkru sinni fyrr haft, en það l'ylg'ir jafnan með í þessum út- varpstilkynningum, að skipin séu, nær undantekningarlaust, annað tveggja á leið til Reykja- víkur, lrá útlöndum, eða frá Reykjavík, til útlanda. Af þess- ari tilkynningu í útvarpinu, er það fyrir löngu ljóst öllum lands- lýð, að lélagið hefir skipakost til þess að halda uppi viðunandi siglingum til hafna úti um land, el það vildi láta sig hag byggð- anna nokkru skipta. Þótt siglingaleysið í marz hafi til þessa verið einna bagalegast, fer því þó fjarri, að viðunandi ástand hafi ríkt í þessum efnum á undanförnum mánuðum. Eft- irfarandi tafla um skipakomur til Akureyrar síðan um áramót gefur nokkra hugmynd um ástandð: „Fjallfoss": 18/1. Átti að koma .með jólavöfurnar, en varð þetta síðbúinn. „Hrímfaxi“ 29/1 (Ríkisskip); Kom austan fyrir land, flutti lítið af vörum hingað. „Lagarfoss“: 31/1. Kom með sáralítið af vörum, því að skip- ið kom norður til þess að lesta síldarmjöl o. fl. „Súðin“: 10/2. Venjulegur flutningur hingað fæst sjald- an með „Súðinni", því að skipið á af eðlilegum ástæðum (Framhald á 8. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.