Dagur - 28.03.1946, Blaðsíða 4

Dagur - 28.03.1946, Blaðsíða 4
4 * DAG U R Fimmtudaginn 28. marz 1946 Aðstaðan til þess að. lifa í landinu Eins og greint er i'rá annars staðar í blaðinu í riag, er nú senn liðinn mánuður síðan vöruflutn- | ingaskip hefir komið á Akureyrarhöfn. Það sem • af er þessu ári hefir Eimskipafélag íslands sent | fimm af skipum sínum í leiðangur norður hing- ið, en aðeins fjögur þeirra hafa flutt nokkurt verulegt magn af vörum. Við þessa flutninga yfir- slandandi ársfjórðungs bætast síðan strjálar kom- ur Súðarinnar og er þá allt, sem máli skiptir, upp talið. Má af þessu ráða, að siglingarnar á þessu fyrsta ári kjarnorkualdarinnar norður hingað, frá höfuðstaðnum og grannlöndunum, eru þær strjálustu og óbjörgulegustu sem uni getur — ekki aðeins í fjöldamörg ár heldur áratugi. Af- leiðingarnar fyrir allt athafnalíf eru miklar og tjón héraðsins alls er gífurlegt. j 1 Snaðarfyrirtækjum heldur við stöðvun af því að þau fá ekki sinn skerf af hráefnunum, sem til landsins flytjast. Þau bíða á hafnargarðinum í Reykjavík. Verzlunin hér dregst saman vegna vöruþurrðar þótt kappnóg sé af varningi í hverri einusttt búðarholu í Reykjavík. Ýmsar lífsnauð- synjar, sem nú er farið að flytja til landsins, svo sem græntneti frá Danmörku, eru jafn1 ófáanleg vara fyrir allan landslýð utan Reykjavíkur og var á stríðsárunum. Neyzla þeirra er munaður, sem engir geta veitt sér, nema þeir eigi heima í Reykjavík. Málunum er yfirleitt svo komið, að höfuðstaðarbúar geta sent vörur tvisvar til þris- var sinnjtm ntilli Reykjavíkur, Bretlands og Norðurlanda, eða fengið vörur frá viðskiptasam- böndum sínum í þessum löndum, á tneðan aðrir landsmenn verða að láta sér nægja eina ferð til hins sjálfdubbaða allsherjar birgðabúrs þjóðar- innar, sem höfuðstaðurinn er nú orðinn með að- stoð ríkisvaldsins og Eimskipafélagsins. Þannig horfa málin við frá bæjardyrum iðnað- armanna og neytenda. En það hefir ennþá alvar- legri hlið. Með þessum ráðstöfunum er beinlínis verið að mergsjúga alla aðstöðu til þess að lifa í landinu og gera að engu möguleika til þess að arðbær atvinnurekstur eigi sér framtíð utan lög- sagnarumdæmis Reykjavíkur. Hver vill hætta f jármagni til þess að stofnsetja iðnaðarfyrirtæki á stað, sem hvorki hefir möguleika til þess að fá hráefni eða senda framleiðsluna á markað? Er eðlilegt að mikil bjartsýni og framsóknarhugur sé ríkjandi hjá fyrirtækjum og atvinnustofnun- um sem búa við slíka aðstöðu? Vissulega er þarna á ferðinni ein hin hættulegasta ráðstöfun, sem nokkrtt sinni hefir verið gerð til þess að koma af- komu þessa bæjarfélags og annara verzlunarstaða úti á landi á kné, flæma athafnamennina burtu og gera bæjar og hreppsfélögin líkust þurfaling- um, sem allt þurfa að sækja í hendur ríkis- og Reykjavíkurvalds, en hafa enga aðstöðu til sjálf- bjargar. F.imskipafélagið hefir nýlega látið boð út ganga að það mttni Íáta tvö skip sigla beint á hafnir norðan- og austanlands frá útlöndum, enhvern tíman í framtíðinni. Loforð eru að vísu góð, en framkvæmdir betri. Það er augljóst mál, að Eim- skipafélagið hefir nægan skipakost til þess að gera verulegar úrbætur á ríkjandi ástandi nú þegar. Loforð um gull og græna skóga einhvern tíman í óljósri framtíð eru engin bót í dag. Afstaða F.im- skipafélagsins nú, er það setn máli skiptir í bráð- ina. Reynsla síðustu mánaða sýnir, svo að ekki verður um villzt, hver hún er. Það verður þyngra á metunum en fögur fyrirheit. Því hefir áður verið haldið fram hér í blaðinu, að þessi mál þöt fnuðust óskiptrar athygli og sam- taka Norðlendinga og Austfirðinga, um að levsa þau sjálfir á viðunandi hátt. Blaðið vill ennþá endurtaka þetta. Kunnugt er að Samband ísl. ' „Hvað dvelur Orminn langa?“ nefnir Hannes frá Hleiðargarði pistil, sem hann sendi blaðinu um starfsemi Eyfirðingafélagsins. Hannes segir: t*YRIR nokkrum árum var stofnað í Eyjafirði og hér á Akureyri fé- lag, er nefndi sig Eyfirðingafélag. Var tilgangur þess að safna ýmsum fróð- leik og fræðum, um héraðið og ibúa þess, fyrr og síðar, rita síðan bækur um það, og gefa út, eins og nú hefir verið gjört í ýmsum héruðum lands- ins. Fimm menn voru kosnir í stjórn, og völdust í hana húiir mætustu menn. — Deild var stofnuð í Reykja- vík meðal Eyfirðinga þar, og áttu fé- lögin að vinna saman. — Allt þetta sýndist í bezta lagi, og margir fróð- leiksfúsir menn í héraðinu fögnuðu þessu, og hugðu gott til, — JPN það hefir verið eitthvað undar- lega hljótt um þetta félag síðan, og á framkvæmdum hefir ekki bólað. Sú fregn komst jafnvel á kreik, að það væri dautt og dottið i sundur. — Sem betur fór, sást þó dálítið lífs- mark á því, seint á síðastliðnum vetri, þá skýtur formaður þess, Bemharð Stefánsson alþingismaður á örstuttum fundi, í matarhléi, á aðalfundi KEA. >ar baðst hann undan að vera í stjórn þess áfram, vegna annríkis við önnur störf. Annar maður var svo kosinn í hans stað. Bemharð upplýsti á fund- inum, að handritið að fyfstu bókinni væri komið í prentsmiðjuna, en það er fyrri hluti af héraðslýsingunni, og taldi víst að hún kæmi fljótt út. Hann upplýsti líka, að saga héraðsins fram yfir þjóðveldistímann væri í smíðum, og mundi brátt koma. Þetta þóttu góð tíðindi, — en nú eru liðnir margir mánuðir síðan — fram undir ár, — samvinnufélaga starfar að skipa- útvegunum. Erfitt mun vera um slíkt nú, en þess er þó að vænta að allt verði gert, sem unnt er, til þess að samvinnu- menn geti sjálfir eignast mynd- arlegan skipakost. Slíkur skipa- kostur mundi fljótlega byggja upp aftur þaðsem nú er verið að rífa niður og að því loknu opna tnöguleik^ til mikilla athafna og bjartrar framtíðar hér við hið nyrzta haf. Við verðum að vera minnug þess, að landkostir norð- anlands og austan og ýms aðstaða eru sízt lakari frá náttúrunnar hendi en við Faxaflóann. Það eru ekki náttúruauðæfi Reykja- víkur eða landfræðileg afstaða, .sem hafa gert hana að hinni alls- ráðandi Karþagó í íslenz.ku þjóð- lífi, heldur ranglátt stjórnarfar. Reykjavík hefir hlotið undirtök- in í stjórnmálunum af því að fjölmenni utan hennar hefir kos- ið fulltrúa bæjarins á þing. í þessu efni þarf einnig að verða breyting. Byggðirnar sjálfar þurfa að ráða sínum fulltrúum. Meirihluti þjóðarinnar bindur ennþá tryggð við þær. Sá meiri- hluti þarf að láta meira til sín taka á vettvangi þjóðmálanna hér eítir en hingað til. Þá væri stórt spor stigið í áttina til þess að hrinda einokunaraðstöðu Reykjayíkur í siglinga- og verzl- unarmálunum og forða því að allar framkvæmdir ríkisheildar- innar séu miðaðar við hag höf- ttðborgarinnar einnar. Tækifæri hinna dreifðu byggða til þess að snúa vörn í sókn er skammt und- an. Þá veltur á því að landsmenn þekkj sinn vitjunartíma. og enn hyllir ekki undir hvoruga bók- Ina. — ESSI seinagangur er slæmur og mjög svo óheppilegur fyrir útgáf- una. Á hverju ári sem líður fellur í valinn fleira og færra ,af öldruðu fólki í byggðum héraðsins, og á Akur- eyri, og með því fer ýmiskonar fróð- leikur um atburði, menn og málefni, sem að gagni yrðu í þessu efni, — og sem ekki verður bætt. Mér er ekki kunnugt um, að stjórn félagsins hafi gjört neitt til að bjarga þessum fróð- leik, sem ég efa ekki að enn er til meðal héraðsbúa, ef vel væri leitað. Er nú til mikils mælst, við hina mætu menn, er skipa stjórn félags- ins, að þeir í framtíðinni sýni meiri skörungsskap í störfum sínum, en ver- ið hefir að þessu?“ ETTA var bréf Hannesar. Væntan- lega vill einhver af forráðamönn- um félagsins svara fyrirspurnum hans. Rúm er heimilt hér í þessum dálkum. Hvcr rnaður sinn skammt! „Stjórnarsinni“ skriíar blaðinu. pYRSTU ÚTHLUTUN „kjötstyrks- ins fræga er nú nýlega lokið. Þeir neytendanna, sem eru svo sælir og saklausir að stunda ekki sjálfstæðan atvinnurekstur og veita ekki fleiri en þremur meðbræðra sinna vinnu, hafa lokið fyrstu umferð allra þeirra mörgu pílagrímsferða, sem þeir verða að leggja á sig í þessu tilefni og geta nú hrósað frægum sigri og lagt niður pennann í bili. Mér telst svo til, að eg hafi orðið að leggja á mig 6 kílómetra göngulag í fjórum atrennum og alltaf um hádaginn — í miðjum vinnu- tíma mínum — til þess að hreppa þetta mikla hnoss, og auk þess all- miklar skriftir, útreikninga og heila- brot. Þó sparaði eg mér sérstaka ferð á skattstofuna til þess að líta eftir því, að eg og allt heimafólk mitt hefði ver- ið tekið upp á úthlutunarskrána. Það kom líka í ljós, að hinir réttlátu ráðs- menn, sem önnuðust þá skýrslugerð, hafa refsað mér maklega fyrir þessa sérhlífni mína með því að fella niður af skránni eitt barnanna, sem rétt átti þó á kjötstyrknum. Fékk eg þá skýr- ingu á þessu, að skráin hefði verið samin og kærufrestur útrunninn, áður en eyðublöðunum undir kjötkaupa- skýrslumar og drengskaparvottorðin hafði verið úthlutað, hvað þá heldur útfyllt og skilað í hendur úthlutunar- mannanna, enda hefðu þeir lagt manntalið frá 1944 til grundvallar við skýrslugerðina. En aumingja krakkinn var enn aðeins ófæddur, þegar það manntal fór fram. ^LLAR skriftirnar, útreikningarnir og jafnvel drengskaparvottorðið sjálft var þannig algerlega unnið fyrir gíg, enda virðist aldrei hafa verið meining stjórnarvaldanna að taka nokkurt mark á slíkum skrifum, held- ur hafi hér aðeins verið um nauðsyn- lega og lögskipaða réttritunar-, skrift- ar -og reikningsæfingu allra heimilis- feðra og lausamanna í landinu að ræða — eins konar landspróf á al- mennri menntun og hæfilegri sam- vizkulipurð allra þegnanna. — En sig- urlaunin eru líka dýrleg fyrir þá, sem staðizt hafa prófið, en ekki fallið strax á fyrstu göngunni, eins og aum- inginn eg: Prófvottorðið er hvítur seð- ill upp á hvorki meira né minna en 43 krónur og 50 aura á nef með prent- uðum, stimpluðum og árituðum nöfn- um fínna manna — eins konar virðu- legt boðskort að veizlusal Svafars í Útvegsbankanum — innleysist fyrir 1. apríl 1946, stendur þar á prenti. Og ekki má gleyma þeirri fagnaðarsælu von, að allt prógrammið með tilheyr- andi skemmtigöngum og íþróttaæf- ingum líkama og sálar verður endur- tekið á þriggja mánaða fresti allt árið um kring! TIL HVERS er svo allur þessi sjónleikur settur á svið? Líklega (Framh. á 6. síðu). Leikfimi í heimahíisum Þessar myndir, sem hér birtast, sýna þrjár æf- ingar úr æfingakerfi því, sem undanfarið hefir verið lýst í kvennadálki Dags. Efst er mjaðmaæfing- in, nr. 7, legið á grúfu á gólf- inu, og fótun- um sveiflað upp til skiptis. (Sjá mynd). í m iðið er bolvinduæfing- in, nr. 9, setið á gólfinu og bolvinda gerð, eins og mynd- in sýnir, til vitjstri og hægri til skiptis. Loks er neðst síðasta æfing- in, nr. 10, það er jafnvægisæf- ing. Hana þarf að gera hægt og rólega; öðr- um fæti lyft upp, og höfuð- ið hneigt niður að beygðu hnénu, eins og sjá má á mynd- inni. Síðan er hinum fætinum lyft upp á sama hátt, og þannig til skiptis nokkrum sinnum. * Börnin: Þegar barnið fær óþægðarkast. Hvað á að gera, þegar barnið fær óþægðarkast? — Þannig spyrja margar mæður, er barnið fleygir sér í gólfið í bræði, sparkar og hrín og lætur öll- um illum látum. Þessari spurningu svarar barnalæknir einn amerískur á eftirfarandi hátt: Hin eiginlega orsök þess, að barnið fær svo- kallað óþægðarkast er venjulega sú, að því fellur illa að láta undan vilja móðurinnar, gera eitt- hvað, sem því er á rnóti skapi, eða láta eitthvað ógert, sem það langar til. Það fær ekki vilja sín- uni framgengt og fyllist réttlátri reiði, fleygir sér í gólfið og grætur, sparkar jafnvel og bítur. Þetta er sannkallað reiðikast og er barninu fullkom- lega eðlilegt. Það er jafnvel einn liður í þroska þess, og það er jafn fráleitt að refsa barni undir slíkum kringumstæðum og það er rangt að berja lítið barn, sem dettur, er það staulast fyrstu sporin. * Stundum er hægt að koma í veg fyrir að barnið fái kast, með því að beina athygli þess að ein- hverju öðrtt. En oft sleppir barnið sér í kasti af Itinni lítilfjörlegustu ástæðu, t. d. ef því er sagt að fara í föt, áður en það fer út. Þá er um gera fyrir móðurina að láta sem hún taki ekki eftir, hvernig barnið lætur, sparkar eða hrín, en klæða það í fötin, án þess að segja orð, róleg og ákveðin, hvað sem barnið segir. — Á rennan hátt fær móðirin orðalaust vilja sínum (Framhald á 6. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.