Dagur - 28.03.1946, Blaðsíða 8

Dagur - 28.03.1946, Blaðsíða 8
□ Rún.: 5946437 - 1. Athv. I. O. O. F. — 1273298 V2 — KIRKJAN. Messað á Akureyri n.k. sunudag kl. 2 e. h. Messur í Möðruvallakl.préstakalli: Á Möðruvöllum sunnudaginn 31. marz og að Bægisá sunnudaginn 7. apríl kl. 1 e. h. Aheit á MöSruvallakl.kirkju. Kr. 50.00 frá K. Með þökkum móttekið. Sóknarprestur. Zíon. Sunnudaginn 31. þ. m. Sunnu- dagaskólinn kl. 10.30 f. h. — Almenn samkoma kl. 8.30 e. h. — Allir vel- komnir. Um kraftaverk talar Sæmundur G. Jóhannesson á Sjónarhæð næstk. laugardagskvöld kl. 8.30. Ungu fólki sérstaklega boðið, en öllum heimill aðgangur. Nýlega voru gefin saman af sóknar- prestinum á Sauðárkróki, séra Helga Konráðssyni, Guðrún Svanbergsdótt- ir, Sigurgeirssonar vatnsveitustjóra hér í bæ, og Ólafur Gíslason, bílstj., Sauðárkróki. Áheit til sjúkrahússins. Frá Ingu Skarphéðinsdóttur kr. 50.00. Þakkir. Guðm. Karl. Pétursson. Leiðrétting. Gjöf „Léttis“ til sjúkra- hússins var kr. 4092.00, en ekki kr. 4000.92, eins og stóð í síðasta blaði. Vestur-íslenzku blöðin, Lögberg og Heimskringla, Tímarit Þjóðræknisfé- lagsins og tímaritið Brautin, eru ágæt og viðurkennd blöð og rit. Þeir, sem hafa áhuga á að viðhalda og efla tengslin milli heimaþjóðarinnar og Vestur-íslendinga, ættu að kaupa blöðin og tímaritin. Þau eru ódýr. — Tekið á móti áskriftum í bókaverzl., Eddu, Akureyri. Stúkan Isafold-Fjallkonan nr. 1 heldur -fund í Skjaldborg næstk. þriðjudagskvöld, 2. apríl, kl. 8.30. — Fundarefni: Venjuleg fundarstörf. — Lagðir fram reikningar Skjaldborgar. Kosnir 6 menn í húsráð. — Böggla- uppboð. — Dans. — Félagar stúkunn- ar Brynju velkomnir á fundinn. Barnastúkan „Sakleysið“ nr. 3 held- ur fund í Skjaldborg næstk. sunnudag kl. 10 f. h. Fundarefni: Nýir félagar teknir í stúkuna. Valið í afmælissöng- flokk. Nýtt ijiál. Upplestur. Leikþátt- ur. Komið öll á fund! Verið stundvís! Nýir félagar alltaf velkomnir. Leiðrétting. í áheitum á Strandar- kirkju í síðasta blaði stóð: Frá ónefndri konu kr. 20.00, en á að vera kr. 150.0p, og frá Elísabetu og Jó- hanni kr. 150.00, á að vera kr. 50.00. Þetta leiðréttist hér með. Velkomin á samkomu í Verzlunar- mannahúsinu, niðri, t. hægri, fimmtu- dagskvöld og sunnudagskvöld kl. 8.30 e. h. — Nils Ramselius. Hjúskapur. Ungfrú Málfríður Sig- urðardóttir frá Akranesi og Guðm. Guðmundsson, sjómaður, Akureyri. Skemmtisamkomu heldur Kvenfé- lagið „Voröld" í þinghúsinu við Þverá laugardaginn 30. marz næstk. Sam- koman hefst kl. 9.30 e. h. Góð músik. Veitingar á staðnum. Berklavörn á Akureyri heldur kvöldskemmtun (innanfélags) að Hótel KEA fimmtudaginn 4. apríl kl. 8.30 e. h. Fjölbreytt skemmtiskrá. — Áskriftarlisti liggur frammi í Verzlun London. Danssamkomu heldur kvenfélagið „Hjálpin", í þinghúsi Saurbæjar- hrepps, laugardaginn 30. þ. m. og hefst kl. 10 e. h. Veitingar seldar á staðnum. Olvun leyfð. ' I AGUR Ingi T. Lárusson, tónskáld, lézt í Vopnafirði að- faranótt sl. sunnudags. — Þessa rnerka manns verður nánar minnzt í hæsta blaði. Siglingarnar til Norður- og Austurlandsins. (Framhald af 1. síðu). að sinna þörlunt smáhafn- anna, sem eru þó verr settar en Akureyri. « „Fjallfoss": 11/2. „Reykjafoss": 27/2. „Fjallfoss“: 4/3. Síðan ekki söguna meir. F.kki þarf að taka það fram, að ekkert þessara skipa flutti hing- að vörur beint frá útlöridum, heldur timhleðsluvörur. A stríðs- árunum kom það einstaka sinn- um fyrir, að vörur fengust flutt- ar beint hingað, en eftir að stríð- inu lauk, hefir umhleðslufargan- ið náð hámarki og eru nú allar vörur landsmanna háðar þeim skattgreiðslum til höfuðstaðar- ins, sem umhleðslufyrirkomulag- ið hefir í för með sér. Afleiðingar siglingaskortsins. Afleiðingar þessa óbjörgtdega samgöngukerfis eru þegar Jtær, að iðnaður, verzlun og annað at- hafnalíf hefir dregist saman að verulegum mun hér um slóðir. Skortur er á ýmsum varningi hér, sem fyllir hverja búðarholu í Reykjavík. Ýmsar vörur, sem nú fást fluttar til landsins frá Skandinavíu, sjást. hér ekki, vegna þess að þótt hægt sé að kaupa Jxer til landsins og fá þær fluttar til Reykjavíkur, má ógjör- legt heita að koma þeim lengra. Svo er t. d. um grænmeti o. fl. Allt Jietta ástand lamar athafna- lífið, flæmir athafnamennina burtu og stuðlar að ])ví, að kyrr- staða skapizt um flestar fram- kvæmdir. Þáttur ríkisvaldsins. Ríkisstjórnin lofaði að sjá um að allir Jjegnar hefðu atvinnu við arðbæran atvinnurekstur. — Vera kann að slíkt ásfand sé ríkj- andi í liöfuðstaðnum, en í ver/.l- unar- og verstöðvum hringinn í kringum land sígur alltaf á ógæfuhliðina. Samgönguskortur- inn á gildan Jiátt í að skapa ]>að ástand, þótt margt annað komi til greina. Engin tilraun hefir verið gerð af ríkisins hálfu til ]>ess að breyta siglingafyrirkomu- laginu og er ekki annað sjáan- legt en ríkisstjórnin uni vel nú- verandi skipulagi. Ríkisskip bef- ir meira að segja enga tilraun gert til ]>ess að halda uppi sigl- ingum kringum landið í stað þeirra ferða, sem féllu niður er ,,Esja“ var send utan. Sú við- leitni, sem vart var viíj á stríðs- áruntim, að láta umhleðsluvör- ttrnar ekki liggja í Reykjavík nema takmarkaðan tíma, virðist alveg úr sögunni að þessu sinni. Nú er algengt að margfalt erfið- ara sé að fá vörur fluttar hafna í milli hér á landi, en yfir þvert og endilangt Altantzhafið, ef ákvörðunarstaður er Reykjavík. Nánar er rætt um þessi mál á 4. síðu blaðsins í dag. Þökkuin hjartanlega kirkjukór Svalbarðsstrandar fytir að- stoð hans við minningarathöfn JÓNS SIGMUNDSSONAR frá Helgafelíi á Svalbarðsströnd, er drukknaði 9. febr. sl. — Einnig ]>ökkum við sóknarpresti»um fyrir hans hlýlegu orð, og sveitungiim öllum fyrir samúð og hluttekningu í okkar J>ungbæru sorg. — Guð blessi ykkur öll. Ölveig Ágústsdóttir. Sigmundur Jóhannesson. Helgafelli. AhiðarJ>akkir vott'a eg öllum, nær og fjær, er auðsýndu mér samúð og hjálþ í veikindum og við jarðarför konu minnar, VALGERÐAR HELGADÓTTUR. * Einnig blóma og minningargjafir. — Guð blessi ykkur öll. Guðmundur Guðmundsson. Fimmtud. 28. marz 1946 Aðctlfundur Rauða krossins (Framhald af 1. síðu). ari, varaform. (1 stað Jóhanns Þorkelssonar, héraðslæknis, sem er á förum til útlanda). Snorri Sigfússon, skólasLj., æitari, Páll Sigurgeirsson, kaupm., gjaldk. Og meðstjórnendur: Jakob Frí- mannsson, framkvæmdastj., og Balduin Ryel, kaupm. Tekjur deildarinnar á árinu voru röskar 22 þús. kr„ en gjöld- in röskl. 10*/2 J>ús. kr. Hagnaður á árinu nam því um 11.600 kr. Skuldlaus eign deildarinnar var j 51,798,59 í árslok. Sjúkrabifreið deildarinnar var starfrækt allt árið og fór hún alls 146 ferðir jmeð sjúklinga. Félagsmannatala 'er 519. 4 EG ÞAKKA INNILEGA skeyti, heimsóknir, árnaðaróskir, blóm og ] J aðrar sæmdir og gjafir vina minna á sjötugs afmæli mínu, hinn 1. þ. m. J J Allt þetta er mér og verður alla stund ómetanlegur ylgjafi. LÁRUS BJARNASON. ?»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»,fr»*<frS>»»»<S**H|frfr»*^»« Sendi öllum, er glöddu mig með gjöfum, heimsóknum og kveðjum á áttatíu og fimm ára afmælisdegi mínum, 19. þ. m., mínar innilegustu kveðjur og þakklæti. Alveg sérstaklega þakka eg starfsliði Gefjunar fyrir þá rausnarlegu gjöf, er það sendi mér. Guð blessi ykkur öll. JÓN STEFÁNSSON, Gefjunarhúsi. 5rWHS<HKHWHKH><H><HWH><Hl<HWH3<HKH><H><HKH><H><H><H><HKH><HS<HÍ<HÍ<H>< WHKHS<H><HS<H><H><H><HS<HS<HS<HS<H><HS<H><HS<H><HS<H><H><H><H><H><H><H><HS<1< Skipaeik til sölu. LANDSMIÐJAN, Reykjavík Ö<hS<hS<hS<hS<hS<h!hS<h!hS<h!hs<h5<hs<h><hS<hs<hS<hS<hs<h!HS<h!H!hs<hS<hS<hS<hS<h S<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<WHS< Félag ungra Framsóknannanna: F ramhaldsstof ní undur í Gildaskála KFA n. k. mánudagskvöld kl. 8,30. e. h. FUNDAREFNl: Samþykktir félagsins. Stjórnarkosning. Önnur tnál. Kvikmyndasýning (E. Sigurg.) Félagsmenn áminntir um að mæta stundvíslega. Nýir félagar velkomnir! Undirbúningsnefndin. TCHS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HKHS<HSIS<HS< Ljaus stafla við innheimtustörf hjá Rafveitu Akureyrar. Laun samkvæmt launasamþykkt Akureyr- arkaupstaðar. Umsóknarfrestur til 3. apríl n. k. og sé um- sóknum skilað til skrifstofu rafveitunnar. Akureyri, 23. marz 1946. RAFVEITA AKUREYRAR. Mandlige og kvindelige Plejeelever samt Piger til Kökken, Vaskeri og Afdelingstje- neste kan antages. Nær- mere Oplysriingar ved Henvendelse til Hospital- forvaheren. Sindssygehospitalet i Nyköbing, Siælland, Danmark. íbúð, 3—4 herbergi og eldhús ósk- ast 14. maí næstk. — F. h. Skjaldar Hlíðar. BRYNJA HLÍÐAR, Stjörnu-Apóteki. Úrvals gulrófur Saltað og reykt tryppakjöt. REYKHÚSIÐ NORÐURG. 2. Sími 297. Húsnæði. IJng, barnlaus hjón, vantar 1—2 herbergi og eldhús frá 14. maí n. k. Fyrirframgreiðsla getur kom- ið til greina. Góð umgengni. Upplýsingar í síma 85. Tvö býli i, annað í Glerárþorpi hitt hér í bæjarlandinu til sölu og laus með vorinu. Björn Halldórsson Sími 312 kl. 10-12 og 1-6 Harðfiskur (freðfiskur) Ifæst hjá Verzl. Eyj’afj’örður h.£. ENSKUR BARNAVAGN, BARNAKERRA og BARNARÚM til sölu nú þegar. Jóh. Þorkel&son, héraðslæknir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.