Dagur - 11.04.1946, Page 7

Dagur - 11.04.1946, Page 7
Fimmtudagur 11. apríl 1946 DAGUR 7 Frá fyrsta degi í janúar í vetur lét Jón góð- kunningi minn í Yztafelli það á þrykk út ganga í Degi, að hann vissi ekki betur en ungmennafé- lagið, „Gaman og alvara“ í Köldukinn, væri elzta ung- mennafélag landsins. Sagði hann frá vitneskju sinni í því skyni, að aðrir tileinkuðu sér hana, sem fullgilda fræðslu. Þar sem mér var kunnugt um það, að í Bárðardal er til og starf- andi ungmennafélag allmikið eldra en „Gaman og alvara“, þótti mér rétt að aðrir fengju um það að vita, í stað þess að skapa sér rangar hugmyndir út frá ummælum Jóns. Eg bað því Dag fyrir stutta leiðréttingu um {Detta efni, til þess að koma í veg fyrir líklegan misskilning hjá lesendum. í Degi 28. febrúar sl. birtir Jón athugasemd við leiðréttingu mína. Kemur þar fram dálítið þrjóskulegt vanþakklæti fyrir leiðréttinguna mildað góðlát- legu brosi. Það kom mér reyndar ekkert á óvart, þótt Jóni þætti leiðréttingin óþörf. Honum þótti fara vel á því sem hann vissi, og þó nærri enn betur, ef aðrir vissu ekki meir. — Fræðsl- an og þekkingin er mönnum ekki ætíð til ánægju. Nú fer því fjarri að eg hafi nokkra löngun til þess að leggja það á mig að troða óvelkominni fræðslu upp á Jón í Yztafelli. Eg vildi einnig ráðleggja honum að lilífa sjálfum við því ómaki að ganga sögufræðilegar pílagríms- göngur um aldir aftur, allt til Englands suður, til þess að finna nógu gamlan og virðulegan for- sögulegan sessunaut með Eining- unni í Bárðardal. Hversu öldur- hár og æruverðugur, sem hann stígi upp úr enskri gröf milli Owens og Rochdalevefaranna og byði henni sæti hjá sér, er hún með engu móti þeirrar sæmdar verð að þiggja boðið, af þeirri einu og einföldu ástæðu, að hún hefir aldrei til dánarheima kom- ið, og er ekki nein afturganga eins og t. d. „Gaman og alvara“ í K.kinn samkv. upplýsingum Jóns. 'Sagnfræði er því aðeins ein- hvers virði, sem sagpfræði, að hún sé sönn. Vegna þeirra er fýsir að fá lítinn andblæ frá fyrsta morgunsári þeirra æskulýðssam- taka, sem síðar urðu svo út- breidd og áhrifarík um íslands- byggðir allar, og sem kunna að hafa gaman af því að vita nokk- ur nánari skil á upphafi eins ungmennafélags, sem nú er orð- ið meir en hálfrar aldar gamalt, þá skrifa eg hér upp dagbókar- blað frá 1892 um stofnfund Ein- ingarinnar í Bárðardal — eftir einn stofnandann, Albert Jóns- son frá Stórumýri. „6. des., þriðjud., 8—10 gr„ átti að heita bjart veður. Þá lögð- urn við af stað á Jarlsstaðafund- inn margumtalaða. Við bræð- urnir þrír — Onni — Kalli — Friðrika og litla Bogga, hún var á sleðanum með orgelinu. Við fórum út fljót, var það ágætt, al- veg augalaust, rak í það í þessum seínustu hríðum. Seint gekk að smala saman á fundinn.enáend- anum urðu aðkomandi 19 fund- armenn. Það var snngið og dansað og svo rætt um tilgang samkomunn- ar. Var þar komið á stofn félag- inu „Einingin" með einnar kr. árstillagi. Og nokkrii- úr því fé- agi gengu aftur í söngfélagið, sem ákveðið var að kæmi saman næsta sunnud. að Stóruvöllum til æfinga." Næsti fundur Einingarfél. 27. sama mán. að Sandh. Af þessu má það ljóst vera að söngfélagið var sérstakur félags- skapur óháður Einingunni, enda hafði það starfað um tíu ára skeið, þegar þarna var komið sögu — það var stofnað 1882. — Sigurgeir Jónsson söngkennari á Akureyri, sem þá var enn bú- settur hér á Stóruvöllum, átti mestan þátt í hinu blómlega sönglífi Bárðardals um þessar mundir. Frá þessum degi, 6. des., til líð- andi dags hefir Einingarfélagið lifað og starfað ár hvert að sömu viðfangsefnúm, með þeim einum breytingum, sem óhjákvæmileg- ar eru á hugðarefnum og háttum æskunnar á hverjum tíma. Það var strax í upphafi eins og það er enn, alhliða skemmtifélag fyrir æsku sveitarinnar, og alla þá er æskunni vilja fylgja. Áður fyrr var glímt á fundum og ætíð sungið, dansað og rætt um landsins gagn og nauðsynjar o. fl. o. fl. Oft var gefið út félags- blað og er svo enn. Einingarfélagið hefir þegar þjálfað þrjá ættliði til félagslegra átaka og félagslegrar ábyrgðar með meiri og minni árangri eins og gengur. Einingarfélagið hefir jafnan verið snar þáttur, og er enn, í menningarlífi sveitarinnar, og oft átt nokkurn þátt í ýmsuin, almennum frainkvæmdum henn- ar. Þegar fram liðu ár gekk Ein- ingin í bandalag við önnur ung- mennafelög, þau er mynda Ung- mennafél. ísl. Frásögn Alberts Jónssonar er táknræn lýsing á aðstæðum öll- um í landinu þegar ungmenna- félögin stigu sín fyrstu spor. Heita mátti bjart veður. Verstu skammdegishríðar kúg- unar og harðréttis voru hjá gengnar og fyrsta skíma sjálf- stjórnar og framtakssemi tekin að lýsa. Ennþá lá þó landið allt og fólkið undir fannalögum fátækt- arinnar og frjálsir straumar skap^ andi orku í ísadróma aðstöðu- leysisins. Samt var lagt af stað með orgelið, hljómborð söngsins og gleðinnar, og fólkið kom sam- an og stofnaði' félag í trú á ein- ingarmátt mannanna og í bjart- sýnu trausti á framtíðina og gróð- urmátt vorsins í þjóðlífinu. Og þessu fólki varð að trú sinni. ís- land vitnar um það í dag. Þv: varð að trú sinni, vegna þess að það átti sjálft bjartsýni, áræði, atorku og á:st og trú á landið og beitti afli sínu til sameiginlegra átaka. Reykjavíkurpistlar. Hvar er lánsfé bankanna niður komið? Þegar frv. um heimild fyrir ríkisstjórnina til ráðstafana vegna útflutnings á afurðum aátaútvegsins var til 1. umr. í nd„ gerði atvinnumálaráðherra grein fyrir málinu og drap á, að ríkisstjórninni hefði virzt óhjá- ;væmilegt að gera þær ráðstaf- anir, sem frv. fjallar um til þess að koma bátaflotanum á veiðar og forða vandræðum. Harln við- urkenndi, að of lítið hefði verið gert til að afla nýrra markaða er- endis og að sjávarútvegurinn etti erfitt uppdráttar um þessar mundir. Fólkinu fækkaði við jávarútveginn, en fjölgaði við inilliliðastörfin. Sjávarútvegur- inn tapaði en verzlunin græddi. Vildi ráðherrann láta líta svo út, að þetta stafaði af rangri banka- rólitík. Bankarnir lánuðu of mikið fé í verzlunarreksturinn, en of lítið í sjávarútveginn. Taldi hann mjög gott úr- ræði í verzlunarmálunum að toma á landsverzlun, Eysteinn Jónsson hóf máls á rví, að vissulega væri þetta eitt helzta málið, sem fyrir þinginu ægi, þar sem nú ætti að fara að verðbæta aðalútflutningsvöruna úr ríkissjóði. Þetta sýndi greini- ega skipbrot stefnunnar, sem stjórnin fylgdi, einkum þegar 3ess væri gætt, að verðfall hefði ekki orðið á fiskinum, heldur neyddist stjórnin til að gera nessar ráðstafanir vegna þess, ivernig ástatt væri um fram- eiðslukostnaðinn innan lands. Vitanlega hefði átt að snúa við, sagði E. J. áður en til þessa hefði komið, en fýrst haldið væri áfram að berja höfðinu við steininn, væri ekki hægt að láta þunga dýrtíðarinnar bitna á einni stétt. Þetta væri því aðeins byrjun og mundi verða ólijá- kvæmilegt, að stíga skrefið fullt og takmarka ekki heimildina, svo sein gert væri í frv. eða að veita þeim forgangsrétt, sem lak- asta hefðu aðstöðuna, um 'þá að- stoð, er látin væri í té. Fyrst nú væri búið að segja A, gæti komið að því að líka yrði að segja B og veita þeim einnig tryggingu, sem flyttu fiskinn út sjálfir á ísfisk- markað erlendis. E. J. sagði, að mönnum blöskraði hvað lítið væri gert af hálfu stjórnarinnar í fisksölumálunum. Það þyrfti að taka upp viðræður við ná- grannaþjóðirnar sem helzt kepptu við okkur um framtíðar- skipun þessara mála. Ennfremur þyrfti að vinna ötullega að því að finna nýjar leiðir með þurrkun saltfisks en þetta léti ríkisstjórn- in alveg undir höfuð leggjast. E. J. kvaðst ekki sjá, að röng bankapólitík væri meginorsök þeirra meinsemda, sem sjávarút- vegurinn ætti við að stríða. Það eitt bjargaði ekki sjávarútvegin- um, þótt hann tæki hærri lán og skuldaði meira. Skúli Guðmundsson benti á, að af hálfu ríkisstjórnarinnar væri ekki einungis um van- rækslu að ræða um öflun mark- aða, heldur ríkti hið mesta sleif- arlag um viðskiptamálin yfirleitt. Það væri ekki hægt að fá vörur til landsins vegna þess, að van- rækt væri að gera viðskiptasamn- inga. Um þessar mundir seldu Svíar t. d. miirgum þjóðum mik- ið vörumagn. En þegar íslenzk verzlunarfyrirtæki ætluðu að kaupa þaðan vörur, segðu Svíar: Við seljum ekki' til íslands, því að við íslendinga hafa engir við- skiptasamningar verið gerðir. — Sk. G. sagði, að það væri bros- legt, en þó næsta alvarlegt, að lialdið á viðskiptasviðinu á sama tíma og Alþingi væri að ákveða ýmsar stórframkvæmdir, sem byggðust á miklum innflutn- ingi. Sk. G. kvað það rétt, að nú störfuðu of rnargir við inn- flutningsverzlunina, en sagðist ekki hafa trú á, að landsverzlun- in væri rétta leiðin í verzlunar- málunum. Samvinnufélagsskap- urinn væri vel fær um að færa í lag þau vandkvæði, sem nú væru á verzlunarmálunum. Mun færra fólk ynni hlutfallslega að verzluninni hjá kaupfélögunum en hjá kaupmannaverzlunum og kaupfélögin festu miklu minna af lánsfé bankanna en kaup- menn. Sk. G. sagði, að nú lægi nærri að S. í. S. verzlaði með helminginn af kornvörunum og öðrum brýnustu nauðsynjavör- um, sem til landsins flyttust, en með mun minna af öðrum vöru- flokkum og væri það að miklu leyti fyrir áhiif valdhafanna, sem létu S. í. S. fá minni og minni hlutdeild í innflutningn- um. Um síðustu áramót hefði fjórði hlutinn af útlánum Lands- bankans verið bundið hjá kaup- sýslustéttinni, en þó hefði hlut- fallið milli kaupmanna og kaup- félaga, að þessu leyti, verið þann- ig, að á móti hverjum 125 kr„ sem kaupmenn hefðu haft að láni frá bankanum, hefðu kaup- félögin haft 1 krónu af lánsfé bankans. Ef samvinnufélögin lengju að búa við eðlileg vinnu- skilyrði, þyrfti enginn að láta aðra græða á sér með verzlun- inni. En þar sem ríkisstjórnin hefði þrengt kosti kaupfélag- anna þyrfti hún að byrja á að kippa því í lag — og það yrði bezt gert á þann hátt að gera innflutningsverzlunina frjálsari en verið hefði. svona skyldi vera á málunum ÍCHKHSISIJIÍIJIWKHJIMMHMHWHSIMHÍIMHMHMHMHMHMHMHMHMHMHMHJHMHMHM Látið ekki þessa gagnmerku bók vanta í skápinn! Öll ungmennafélög á íslandi eiga hér um óskilið mál, hvort sem þau voru stofnuð 6. dag des- embermánaðar 1892 ellegar briðja jóladag 1905, eða einhvern dag þar á milli, eða þá fyrr eða íðar. Enga ósk á eg stærri til handa íslenzkri æsku en þá, að henni megi auðnast að starfrækja og efla nú og æfinlega félagsskap um gjörvallt ísland, sem sam- hliða heilbrigðu skemmtana- starfi er sér þess fyllilega meðvit- J andiað „lífsins kvöð og kjarni er það að líða og kenna til í stormum sinna tíða“. 12. marz 1946. Jónas Baldursson á Lundarbrekku. Sveinn Pálsson var ekki aðeins merknr vísindamaður, hann var lika ágœtur rithöfundur. Ferðabók hans er þvi hvort tveggja: visindarit og skemmtilestur. Fæst í öllum bókaverzlunum landsins!

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.