Dagur - 17.04.1946, Page 2

Dagur - 17.04.1946, Page 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 17. apríl 1946 Stjórnaraðstaðan íer fram á að stjórn- arandsfaðan hjálpi sér fil að vinna kosningasigur Fyrir bæjarstjórnarkosning'- arnar í vetur fóru fram útvarps- nmræður um kosninguna í Reykjavík. Stjórnarflokkarnir þrír sóttust þar á af miklum á- kafa og spöruðu ekki skammir og svívirðingar hver í annars garð. Eitt kom þó fulltrúum þessara flokka saman um: Það var botnlaus fjarstæða og heimska að láta sér detta í hug, að Framsóknarflokkurinn kæmi nokkrum manni að við kosnins:- una. Fylgi flokksins væri svo nauðalítið, að það væri langt fyr- ir neðan þau takmörk, sem til þess þyrfti að fá einn mann kos- inn í bæjarstjórnina. Ful Itrúar stjórnarflokkanna við útvarpsumræður þessar kepptust hver við annan um að iýsa yfir því með hinum sterk- ustu orðum, að öll þau atkvæði, sem féllu á lista Framsóknar- rnanna, hlytu að verða ónýt af fyrrgreindunr ástæðum. Allir vita, hvernig þessir spá- dómar stjórnarsinna reyndust. Framsóknarmenn í Reykjavík létu óp andstæðinganna eins og vind um eyrun þjóta, kusu iista sinn og sigruðu. Atkvæði þeirra urðu ekki ónýt, eins og stjórnar- sinnar höfðu staðhæft. Við kosningaundirbúrtinginn hér á Akureyri lét eitt af full- trúaefnum Alþýðuflokksins sér þau orð um munn fara á fjöl- mennum fundi, að innan viku yrði flokkur sinn kominn í hreinan meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar, en til þess þurfti hann að fá minnst 6 fulltrúa kosna. Þeir urðu nú að vísu að- eins tveir. Þetta sýnir, hve mikið mark er takandi á orðaskvaldri stjórn- arsinna á undan kosningum. í ,,Alþýðumanninum“, er út kom 9. þ. m., er því spáð að svo kunni að fara, að Alþýðuflokk- urinn vinni þingsætið á Akur- eyri í alþnigiskosningunum í sumar. Reyndar lætur blaðið í Jrað skína, að Alþýðuflokkurinn liafi ekki atkvæðamagn til að vinna þenna sigur, en þá sé ekki annað en fá svo sem helminginn af atkvæðamagni Framsóknar- flokksins í lið með sér, þá sé spil- ið unnið! Og blaðinu finnst þetta mjög sanngjörn og eðlileg krafa, því að Framsóknarflokk- urinn komi hvort sem er ekki sínum frambjóðanda á Jring, og Jrá sé honum útlátalaust að lána Alþýðuflokknum þessi atkvæði, ella verði þau ónýt. Það er ástæðulaust að fjölyrða um spádóma Alþm. um úrslit kosninganna í sumar og ónýt at- kvæði Framsóknarmanna. Alþm. hefir hingað til ekki reynzt þeirri spádómsgáfu gæddur, að ástæða sé til að taka mark á henni. Og ekki reyndist spá- dómsgáfan haldbetri í Reykja- vík, þó að allir stjórnarflokkarn- ir legðu þar vit sitt saman. Við, Framsóknarmenn, erum Jrví staðráðnir í að liafa spádóma þeirra og fullyrðingar að engu. En hvernig ætlar svo Alþýðu- flokkurinn að haga sér gagnvart ónýtum atkvæðum sínum? Lík- lega liefur flokkurinn eitthvert strjálingsfylgi í flestum kjör- dæmum landsins, en enga vön ^ um að vinna þar þingsæti að undanskildum tveimur eða þremur kaupstaðakjördæmum. Hvernig ætlar Alþfl. að ráðstafa þessum ,,ónýtu“ atkvæðum sín- um að lians eigin dómi? Ætlar hann að færa þau yfir á einhvern hinna flokkanna, svo að þau verði ekki áhrifalaus, komi að einhverju gagni? Alþm. ætti að gear grein fyrir þessu. Það er ógnar auðvelt að snúa málaleitun Alþm. að honum sjálfum eða flokki hans. Þá lítur málið þannig úút: Alþýðuflokkurinn hefir enga von um að vinna þingsæti á Ak- ureyri. Atkvæði hans verða því ónýt. Þess vegna á hann að færa þau yfir á frambjóðanda Fram- sóknarflokksins, svo að þau komi að notum. Þetta er rökfærsla Alþm. og ætti blaðinu ekki að vera á rnóti skapi, að Framsóknarmenn haldi iienni á lofti og beiti henni fyrir sig, ef það hefir nokkra trú á henni sjálft. Það er líka aðgætandi ,að Framsóknarflbkkurinn á Akur- eyri er stærri en Alþýðuflokkur- inn Jrar. Það er sjaldgæft í stjórn- málalífi okkar, að stærri aðili fórni sér fyrir þann minni. Það eru ekki allir eins fórnfúsir og Ólafur Thors og aðrir ráðamenn Sjálfstæðisflokksins, þegar kommúnistar eiga í hliit! (Sbr. kosningu í bankaráð). Þó er nresta undrið ónefnt enn. Stjórnaraðstaðali fer fram á, að stjórnarandstæðingar hjálpi sér til að vinna kosingasigur. F.r líklegt, að stjórnarandstað- an verði við þessari hjálparbeiðni ,,Alþýðumannsins“ eftir allt, sem á undan er gengið, og eftir það að foringjar Alþýðuflpkksins lrafa verið í pólitiskum faðmlög- um við stríðsgróðavaldið og þjóna erlendu stórveldi í hálft annað ár? Gamalt máltæki segir: Segðu mér hverja þú umgengst, og ég skal segja þér, liver þú ert. Veit ekki Alþm., að stefna nú- verandi stjórnar er orðin illræmd og vekur mengt ógeð, ekki að- eins meðal allra Framsóknar- manna í landinu, heldur og í hugum fjölmargra annarra, ekki sízt Alþýðuflokksmanna? Stjórn- arandstæðingum fer því stöðugt fjölgandi. Þetta er að vonum, því að menn þola ekki til lengdar svik á svik ofan. En Jrað er engu líkara en stjórnin hafi verið að leika sér að því að bregðast flest- um sínum loforðum allan þann tíma, er hún hefir setið að völd- um. Stjórnfn lofaði að nýskapa at- vinnuvegina. Landsamband út- vegsmanna hefir lýst því opin- berlega yfir, að hagur útgerðar- innar hafi sífellt farið hnignandi síðari 1942. Sömu söguna er að segja frá landbúnaðinum og iðn- aðinum. Stjórnin lofaði vinnufriði og bættum kjörum til handa verka- mönnum. Vinnudeilur og kaup- ‘kröfur hafa aldrei verið magn- aðri en síðan, og verkamenn liafa lýst Jrví yfir, að aldrei hafi verið erfiðara fyrir þá að lifa en nú, því að dýrtíðar- og verðbólgu- stefna stjórnarinnar og flokka hennar éti upp allar kjarabætur og meira til. Þegar svo Framsóknarmenn á yfirstandandi þingi bera fram tillögu um að nefnd verði skip- uð til Jress að athuga um niður- færslu dýrtíðarinnar, Jrá er sú til- laga drepin af stjórnarflokkun- um. Það má ekki einu sinni at- huga Jretta. Stjórnin lofaði að bæta vinnu- brögð þingsins og rétta við virð- ingu Jress. Aldrei liefir fyr ríkt annað eins sleifarlag og fornstu- leysi á Alþingi og einmitt nú. Kemur Jretta en nr. a. fram í Jrví, að þinginu 1945 en enn ekki lok- ið. Málin ljúkast oft ekki vegna slóðaháttar stjórnarliðsins um að sækja þingfundi, svo að atkvæða- greiðslur geta ekki farið fram. Þegar að Jressu er fundið af Franr- sóknarmönnum, afsakar Jón Pálmason forseti það nreð því, að stjórnarflokkarnir séu svo kvef- aðii! Stjórnarforustan lofaði, að stríðsgróðinn skyldi verða sóttur inn í ,,rottuholurnar“ og honunr varið til nýsköpunar. Þetta hefir verið efnt á þá leið, að stjórnar- liðið hefir hlaðið múrvegg um stríðsgróðann. Stjórnarflokkarnir lofuðu því og lögðu þar við drengskap sinn, að frumvarp að nýrri stjórnar- skrá skyldi lagt fyrir Jringið 1945, sem nú er að ljúka störfum á vor- dögum 1946. Þetta loforð hafa stjórnarflokkarnir svikið svo greinilega, að nýlega hefir því að gefnu tilefni verið yfirlýst, að málið steinsvæfii. Nú hefir Her- mann Jónasson reynt að vekja jjað af svefni, en ef dæma má elt- ir ummælum Mbl. mun það reynast miklum erfiðleikum bundið. Herstöðvamálið er orðið að hneýkslismáli í augum flestallra landsmanna fyrir atbeina ríkis- stjórnarinnar. Þrátt fyrir allt þetta óg margt fleira af svipnðn tagi, gerir Aljrm ráð fyrir, að svo og svo margir Framsóknarmenn á Akureyri gangi í þjónustu stjórnarliðsins í næstu kosningum. Það er bezt að Alþm. viti Jrað strax að af þessu getur ekki orðið. A meðan for- ustumenn Alþýðuflokksins una sér í flatsænginni hjá stríðsgróða- valdinu og kommúnistum, þurfa þeir einskis stuðnings að vænta frá Framsóknarmönnum og það engu fremur, þó að ritarar Al- þýðum. skammi Rósberg skinn- ið. Á meðan. skriffinnar Alþýðu- flokksins vega kommúnista með orðum einum, en sýna ekki and- úð sína og andspyrnu á virkan hátt, ])á verður sá vopnaburður ekki tekinn alvarlega. Hitt væri ráð, að forusta Alþýðufl. athugi sína eigin jörð, að hún villist ekki út af stjórnarlínunni, því að Maðurinn, sem vill verða forseti Líklegt er, að naln Harold E. Stassen verði oft nefnt í fréttum áður en langt um líður. Þetta er hár og spengilegur Bandaríkja- maður, bláéygur og glaðlegúr í viðmóti. Hann er nú nýlega kom- inn heirn eftir langa Jjjónustu í flotanum og helur tekið til við stjórnmálin, Jiar sem frá var horfið. Fyrir átta árum var mikið talað um „undradrenginn Irá Minne- sota“. Þá var hann kjörinn fylkisstjóri þar og hlaut mesta fylgi, sem um getur í sögu fylkisins í slíkum kosningum. Nú er hann 39 ára að aldri og talinn líklegasti maðurinn til þess að verða næsti forseti Bandaríkjanna. Tvö ár eru ennjrá til næstu forsetakosninga, en þessi ungi bónda- sonur er þegar tekinn að vinna að |)vi, að fá útnefningu Repúblik- anaflokksins til þess að verða í kjöri. Hann telur sér vissan stuðn- ing mikils hluta yngri kynslóðarinnar, m. a. af Jrví, að hann er eini hermaðurinn, sem til greina kemur. Stassen er uppalinn í sveit og hann Jrekkir landbúnaðinn í mið- vesturríkjunum eins vel og Trurnan. Báðir hafa brotizt áfram úr umkomuleysi og fátækt. ^tassen Joekkir hlutverk erfiðismanns- ins. Hann vann algeng sveitastörf á unga aldri, síðan vann hann í brauðgerð, afgreiddi í búð og stjórnaði járnbrautarlest. En hann áflaði sér menntunar, þrátt fyrir erfiðar aðstæður, og lauk háskóla- prófi. Tuttugu og þriggja ára gamall varð hann opinber ákærandi í fylkinu og vann mikið starf við að hreinsa til í opinberum fyrir- tækjurn og stofnunum. Ýmsir höfðu komið auga á hann þegar árið 1940, er Wendell Willkie var tefl't fram gegn Roosevelt. En þá var Stassen of ungur. Nú situr hann að pólitískum arfi Willkies. Stassen hefur alla tíð verið andvígur einangrunarsinnum og hann trúir á ldutverk hins nýja þjóðabandalags. Hann vann sér álit á San Fransisco ráðstefnunni, en hann fékk |)á orlof úr her- þjónustu til þess að mæta þar sem fulltrúi. Hann er einarður og einlægur og hefur góðan skilning á þeim vandamálum, sem nú eru efst á baugi í skiptum þjóðanna. Hann er frábrugðinn ýmsum löndum sínum að þvx leyti, að hann talar ekki um máíin, nema hann hafi kynnt sér þau rækilega fyrst. Nii er hann á ferð um Bandaríkin til Jxess að kynna sér ástand og horfur, eftiv langa fjarveru. Aðalmarkmið hans nú, er að úti- loka einangrunarstefnuna úr Repúblikanaflokknum. Hann skipuleggur félög flokksmanna, þar sem rætt er um ástand og framtíðarhorfur og liann vinnur að því, að flokkurinn gefi út fræðandi bæklinga um liorfur í aljxjóðamálum og nauðsyn þess, að Bandaríkin fylgi fast frarn sáttmála Sameinðu þjóðanna. Á þennan hátt hyggst hann láta flokksmennina sjálfa skapa stefnu flokksins. Hann v.ill hverfa frá þeirri skipan, að nokkrir flokks- foringjar leggi jxar línurnar. Ef lxann sigrar, verður Jretta gjör- bi'eyting á starfsháttum flokksins. Stassen er að vinna sér fylgi til þess að verða í kjöri við forseta- kosningarnar. Horfur eru á að honum muni takast það. Hans verður áreiðanlega getið æ oftar í fréttum blaða og útvarps á Hsestu mánuðum. Maðurinn, sem er að draga sig til baka úr sfjórnmálunum Horfur eru á því, að hlutskipti Churchills, í stjórnmálunum, verði alveg öfugt við Stassen. Hans mun veiða getið æ sjaldnar í daglegum fréttum. Ýmsir hyggja ,að hann ætli nú að draga sig til baka úr stjórnmálabaráttunni heima fyrir. Meðan Churchill var í Bandaríkjunum átti hann til við ýmsa stjórnmálaleiðtoga’, þ. á. m. Stassen, og ýmsumskildist.aðhinnaldni skörungur ætli nú hverfa frá þingstörfum að mestu leyti. Ætlun lrans er að skrásetja minningar sínar og skoðanir um aðdi'aganda heimsstyrjaldarinnar, sögur hennar og endalok. Líklega gerir hann meira en skrásetja þær. í Ameríku keypti Ghurchill talupptöku- tæki í því augnamiði, að flytja minningar sínar í ræðuformi. — I-íeyrzt hefir að ætlunin sé, að jafnframt því, sem bækur hans komi út, verði einnig hægt að fá þær keyptar á grammófónplötum, þár sem hann sjálfur flytur textann. Marga Inun fýsa að gera hvorl tveggja, lesa og hlusta. Churchill verður ekki á flæðiskeri staddur f járhagslega, þegar þessar fyrirætlanir eru orðnar að veruleika. (Að niest ueftir Daily Herald, London). víst er úm það, að margir eru Jxar óánægðir. Við þurfum að fá ríkisstjórn og ráðandi vald á Aljxingi, sem miðar störf sín og stefnu við ís- lenzka Jxjóðarhagsmuni, en starf- ar ekki í þjónustu stórgróða- manna eða rússneskra stórveldis- drauma. Að því eiga allir ærleg- ir drengir að vinna, í hvaða flokki sem þeir eru. Framsóknarmaður. Bíla-viðtæki, (Buick) lítið notað, til sölu. — Afgr. vísar á. Kaupum háu verði: Velprjónaða skíðaleista. — Tökum einnig næstu daga unglinga- og barnaleista. Prjónstofa Ásgríms Stefánssonar

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.