Dagur


Dagur - 16.05.1946, Qupperneq 4

Dagur - 16.05.1946, Qupperneq 4
4 DAGUR Fimmtudaginn 16. maí Úthlutun togaranna J^YGGINGARRÁÐ lielir nú úthlutað tuttugu skipum ai' þeim þrjátíu, sem ríkisstjórnin samdi um kaup á i Bretlandi á sl. ári. Þessari fyrri úthlutun lauk þannig, að Reykjavík og Hafnarfjörður sitja uppi með 19 skip, en Akur- eyrarbær hlaut 1 skip. Aðnir staðir á landinu komust ekki á bl'að við þessar ríkisframkvæmdir. Eins og kunnugt er hafði Akureyrarbær sótt um kaup á 2 skipum. Nýbyggingarráð hafði áður sent bænum boðskap, og farið fram á að greidd- ur yrði einn fjórði hluti andvirðis tveggja togara kr. 1.300.00, því að ráðgert væri að úthluta skip- unum til-þeirra aðila, sem hefðu „handbært fé“ til þess að inna þessar byrjunargreiðslur af hendi. Ekki er vitað annað, en Akureyrarbær hafi gert hreint fyrir sínum dyrum að þessu leyti og má því sennilega búast við því, að bænum verði úthlutað einum togara til viðbótar þegar fylling tímans er komin. J*N ÞESSAR fyrstu ráðstafanir um úthlutun skipanna gefa tilefni til umhugsunar um skipakaupin í heild og afkomu fjórðunganna. Eftir því sem bezt er vitað, munu ríki og bæjarfé- lög kaupa 23 af þeim 30 togurum, sem keyptir voru í Englandi, en útgerðarfélögogeinstaklingar ekki nema 7 skip. Þar af kaupa stærstu útgerðar- félög landsins, Kveldúlfur og Alliance, ekki nema eitt skip hvort. Einstaklingsframtakið hefir því ekki óskað að leggja fjármagn í þennan hluta „nýsköpunarinnar" að neinu verulegu leyti, held- ur verða bæir og ríki að sjá um það. Til þess að koma því í kring var ákveðið að skylda Lands- bankann til þess að lána 3/4 hluta andvirðisins, með mjög vægilegum skilmálum. Á þennan hátt verða skipin keypt með raunverulegri ríkisábyrgð og nú virðist augljóst, að ætlunin sé að skipta flotanum upp í milli þeirra staða, sem hafa fjár-, magn til þess að inna fyrirframgreiðslurnar af hendi og telja sig færa um að afskrifa stríðsverð skipanna og standa undir taprekstri/ Þeir staðir, sem hafa þessa aðstöðu eru vitaskuld Reykjavík og Hafnarfjörður og úthlutun Nýbyggingarráðs sýnir, að það hefir látið „handbært fé“ og póli- tíska aðstöðu þessara kaupstaða ráða sjónarmið- um sínum. þVl AÐ VISSULEGA er fleira að athuga í þess- um málum en fjármagn einstakra staða. Það er vitað mál, að þótt aðstaða bæjarfélaganna um framlög fjármagns sé ærið misjöfn, er þörfin fyrir aukningu atvinnutækja alls staðar brýn. Þegar svo er komið, að það er ríkið sjálft sem raunveru- lega tekst á hendur ábyrgðir fyrir kaupverði alls hins fríða flota, virðist ekki hafa verið óeðlilegt að önnur atriði en „handbært fé“ bæjarfélaganna, hefðu ráðið einhverju um úthlutunina og þá fyrst og fremst nauðsynin á aukningu atvinnulífs fjórðunganna-. rnir munu þAÐ ER AUGLJÓST mál, að togararnir draga að sér vinnuafl og fjármagn, hvar sem þeir verða gerðir ut á landintt. Náírðsynin á sktrp- un mótvægis gegn aðdráttarafli Reykjavíkur er öllum hugsandi mönnum löngu augljós. Fyrst ákveðið er, að ríkið standi raunverulega undir þessum aðalþætti „nýsköpunarinnar" virðist það hafa verið skylda ríkisstjórnarinnar, að hafa hönd í bagga með úthlutun skipanna til þess að efla slíkt mótvægi, í Norðlendinga- og Austfirðinga- Ófrægingarstríðið. jþAÐ ER kominn tími til þess fyrir Akureyringa, að veita alveg sér- staklega athygli málflutningi þeim, sem ritstjóri Morgunblaðsins hefir tamið sér nú um skeið og miðar að því að ófrægja og svívirða bæinn og íbúa hans almennt í augum mikils hluta þjóðarinnar. Þessi rógsherferð hófst snemma vetrar og var Valtýr Stefánsson hafður forríðari, en til styrktar fylkingarörmunum voru ekki minni menn en þeir Pétur Magnússon, fjármálaráðherra og Jón þingforseti Pálmason. Presturinn með pottinn, sem nefnir sig Gáinn, og Kengálu- riddarinn á Blönduósi, voru látnir reka skæruhernað í sama tilgangi. Það er því augljóst, að til þessa ófræging- arstríðs er ekki stofnað af neinum dyntum Morgunblaðsritstjóranna, heldur er hér um skipulagðar hernað- araðgerðir Sjálfstæðisflokksforyzt- unnar að ræða. Og vopnin voru kosin með hliðsjón af málstaðnum. Eitur- gasi lyga og rógs er ausið hlífðarlaust yfir Akureyringa í öðru hverju Morg- unblaði og smábombum útvarpað úr sölum Alþingis, er tækifæri gefst. Sinnéps-gasið. þESSI nýtízkulegi eiturgashernaður Morgunblaðsins tekur á sig þá mynd, að Akureyringar hafi bundizt samtökum um það, á liðnum vetri, að baka bændum landsins eins mikið tjón og þeim frekast var unnt. Ráðið til þess var að stofna til „kjötverk- falls“, sem Morgunblaðið segir, að hafi verið háð hér um slóðir allt frá haustnóttum og til þessa dags. Hér gekk maður undir manns hönd, segir þetta aðalmálgagn ríkisstjórnarinnar, steig á stokk og strengdi þess heit, að borða ekki kjöt, til þess að bændur hefðu sem mest tjón af og stjórnin sem mesta erfiðleika. Foryztuna í þessu einstæða neytendaverkfalli, segir Morgunblaðið Dag hafa haft og kvað svo ramt að ofstæki Dags- manna, að þeir gerðu út leiðangur „til hinna hrossaríku héraða Skaga- fjarðar- og Húnavatnssýslna" til þess að kaupa afsláttarhross og fullkomna þannig kindakjöts-„verkfall“ bæjar- búa! Og árangurinn hefir orðið fram- úrskarandi mikill og góður fyrir Dag, upplýsir Morgunblaðið. Bæjarbúar gerðust almennt.þátttakendur í þessu fjóröungura, í stað þess að ýta undir þá þróun, sem nú hefir orðið um skeið. Þeirrar viðleitni hefir ekki orðið vart raeð þeirri úthlutun, seni nú er nýlokið. En ennþá er tækifæri til þess fyrir ríkisstjórnina, að sýna þjóðinni hvort hún helir manndóm og vilja til jress að leysa þessi mál méð hag alþjóðar fyrir augunr, eða hvort hún vill að fjármagn og vinnuafl haldi áfram að sogast stiður á bóginn, unz athafnalífi annarra landshluta er blætt út. Eftir fyrri úthlutún Nýbygg- ingarráðsins er taflstaðan aug- Ijós: Bæirnir við Faxaflóann sækja enn fram á borðið í valdi ríkisstjórnarinnar. Næsii leikur er úthlutun þeirra 10 skipa, sem eftir eru. Það er í hendi ríkis- stjórnarinnar að jafna taflstöð- una og forða strjálbýlinu frá erid- anlegum ósigri í viðureigninni við fjármagn höfuðstaðarins. Það er jress vert, fyrir alla landsmenn, áð fylgjast vel með þessu tafli. Endalok þess hljóta að verða ör- lagarík fyrir þjóðina í heild. svívirðilega verkfalli. Kjötsalan á landinu hefir alls staðar orðið meiri en í fyrra, nema á Akureyri, fullyrðir Morgunbl., þar ekki nema helmingur. Þar með var svivirðingin fullkomnuð. Og nú leggur Morgunblaðið út af þvi í hverju einasta Reykjavíkurbréfi, hversu óþjóðhollur og andstyggilegur lýður bæjarbúar hér séu. Hverjar erú slaðreyndirnar? þANNIG gengur lygin, dag eftir dag, í herbúðum Morgunblaðsmanna. Og líklega trúir fjöldi manna því — í Reykjavík a. m. k. — að Akureyring- ar hafi af ásettu ráði og á skipulegan háttf stofnað til þessara eindæma at- burða. Gagnvart þeim hefir Morgun- blaðið náð tilgangi sinum. En svo kynni að fara, að Morgunblaðið átt- aði sig á þvi, þótt síðar verði, að hvert atkvæði, sem það vinnur til handa Sjálfstæðisflokknum þar syðra með þessari furðulegu lyga- og rógsherferð á hendur heilu bæjarfélagi, verði dýru verði keypt. Norðléndingar þurfa ekki að sækja neina vizku um kjötsölumál- in til Morgunblaðsins. Þeim eru stað- reyndirnar kunnar. Og þær eru þess- ar: Kjötsalan á Akureyri varð minni á sl. hausti en nokkru sinni fyrr, af því að ríkisstjórnin vanrækti að skýra frá fyrirætlunum sínum um niður- greiðslur meðan haustkauptíðin stóð yfir. Bæjarbúar, sem ekki hafa yfir- leitt fjárráð Reykvíkinga, héldu að sér höndum og birgðu sig ekki upp með saltkjöt, eins og venjulega hefir verið. í vetur hefir kjötsalan hér sízt verið minni en á undanförnum árum, þrátt fyrir heimskulegt fyrirkomulag kjötstyrkjanna, sem hafa tvímæla- laust spíllt sölunni, og allar fullyrðing- ar Morgunblaðsins um „neytenda- verkfall" eru nú opinberaðar sem rætnar álygar í augum allra, sem ekki hafa Mbl. fyrir biblíu. Heil smálest á íjölskyldu! P|N Morgunblaðið heldur áfram að staðhæfa, að kjötsalan um land allt hafi verið mun meiri en í fyrra, alls staðar nema á Akureyri. Þrátt fyrir „verkfall" Akureyringa, mundi ekki þurfa að flytja neitt kjöt út. Svo vísdómslega hafi allar ráðstafanir rík- isstjórnarinnar verið. Nú upplýsir formaður Búnaðarráðs, á aðalfundi Kaupfélags Borgfirðinga, að mikið kjöt sé ennþá óselt í landinu og þurfi að flytja út. Vitað er, að i apnlbyrjun var þetta magn um 1000 smálestum meira en á sama tíma í fyrra. Ef Morgunblaðið hefði sagt satt um „verkfallið“ hér og kjötneyzlu annara landshluta, þá lægi næst áð ætla, að „kjötverkfair Akureyringa hefði þýtt 1000 smálesta samdrétt á kjötsölunni, eða sem svarar heilli smálest á hVern heimilisföður i bænum! Minna mátti ekki gagn gera. ' Augljós tilgangur. I þEGAR hér er komið, er tilgangúr- urinn með þessari einstæðu rógs- herferð á hendur bæjarfélaginu, aug- ljós. Kjötsalan í landinu í heild hefir minnkað fyrir sleifarlag og heimsku- legar ráðstafanir ríkisvaldsins. Til þess að leyna þeim staðreyndum, tek- ur Morgunblaðið það ráð, að kenna bæjarbúum á Akureyri um. Þeir hafi stofnað til „verkfalls.“ Tap það, sem bændastéttin mun bíða við að flytja þarf út fleiri hundruð smálestir af kjöti, er þeim að kenna! Morgunblað- ' ið ætlast með öðrum orðum til þess ! að gremja bændastéttarinnar bitni á ! Akureyringum, en ekki þar ser.. hún j á heima, á ríkisstjórninni og stuðn- j ingsliði hennar á Alþingi. Statisti aó tjaldabaki. ! 'p'KKI verður komist hjá að minna | á hlutverk alþingismanns kaup- staðarins í þessum málum. Hann hef- ur löngum leikið statista á þingi. I (Framhald á 5. síðu). Nokkrar samvizkuspurningar, sem eiginmenn aittu að svara. Eiginkonan, sem er hrædd um að maðurinn, seni hefir heitið henni eiginorði, sé hættur að vera hrifinn af henni, ætti að líta á þessar spurn- ingar og svara þeim sa.mvizkusamlega með „já“ eða ,,nei“: 1. Finnst honura gaman að sitja og spjalla við yður, ef hann hefir tíma til þess? 2. Vill hann heyra yðar álit á hlutunum? 3. Eyðir hann leyfum sínum og frístundúm með yður? « 4. Gefur hann yöur nokkurn tíina óvæntar gjafir? 5. Eruð þið samrýmdari núna en fyrst eftir að þið genguð í heilagt hjónaband? C). Lætur hann yður hal'a vasapeninga, eftir því sem tekjur hans leyfa? 7. Forðast hann að þrefa út af smámunum? 8. Er hann stoltur af yður, er þið farið út að skémmta ykkur saman? 9. Finnst yður hann-bera fullt eins mikið traust til yðar nú og áður fyrr? 10. Sýnir hann yður samúð og skilnirig, ef þér eruð lasin? 11. Svarar hann umkvörtunum yðar oftast nær með góðlJtlegri gamansemi? 12. Getur hann tekið yðar vellíðan fram yfir sína eigin vellíðan? 13. Kann hann að stilla skap sitt jafn vel nú og fyrst, er þið voruð gift? 14. Vill hann vera snyrtilegur útlits, þegar þið farið út saman? 15. Faðmar hann yður stundum og kyssir alveg óvænt og upp úr þurru? Ef „jáin“ verða færri en 9, hafið þér ef til vill ástæðu til að óttast. 12 ,,.já“ eru sæmileg. 13. „já“ sanna tvímælalaust, að eiginmaðurinn er mjög hril'inn af yður, þó hann hafi ef til vill allt of sjaldan orð á því, að hann elski konuna sína. (Companion). Matreiðsla. STEIKT, SOÐIÐ KJÖT. Venjulega er steikin matreidd á þann hátt, að kjötið er steikt og síðan soðið, eða hún er látin stikna í ofninum. En þriðja leiðin er líka ágæt, sú, að sjóða kjötið fyrst og steikja það síðan í of- urlitlu smjöri. Á þann hátt sparast smjör og kjöt- ið verður mjúkt og safamikið. BLÆJUEGG. Blæjuegg er tilvalið að hafa sem smárétt á kvöldborðið með steiktu franskbrauði og ein- hverri sósu, sem afgangs er frá miðdegisverðinum t. d. karry- eða tómatsósu. Þá eru þau og notuð í ýmsar 'soðsúpur og eru sérstaklega góð með spín- atjafningi. Ef blæjuegg eru liöfð með brauði, er brauðsneiðin smurð með smjöri, eggið látið í miðjuna og sósunni hellt yfir. Blæjuegg eru búin til á eftirfarandi hátt: Vatn 1 1., salt 1 tesk., edik 1 matsk., egg. Vatnið er lát- ið bullsjóða með saltinu og edikinu. Þá er egg brotið og sett í bolla og síðan látið ofan í sjóðandi vatnið. Með sleif er hvítunni vafið utan um rauð- una, svo að hún sjáist ekki. Eggið er látið sjóða 2—3 minútur, og verða blæjuegg fallegri, ef hlemmur er hafður á pottinum, meðan þau sjóða, I STAÐINN FYRIR HAFRAGRAUT. Húsmóðirin, sem vill spara eldsneyti (og þá líka uppþvott á hafragrautspottinum), ætti til til- breytingar að reyna, hvernig heimilisfólkinu, og Jiá einkum börnunum, fellur að fá hafragijónin hrá í staðinn fyrir hinn venjulega heita hafra- graut. Grjónin eru Jiá stráð sykri og nokkrum rúsínum og mjólk höfð út á. Fyrst í stað þykir Jretta ef til vill ekki sem allra bezt, en flestir venj- ast Jiví furðu fljótt og þykir það herramanns- matur.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.