Dagur - 16.05.1946, Síða 6

Dagur - 16.05.1946, Síða 6
6 DAGUR Fimmtudagini} 16. maí Ódáðahraunsleiðangur . . . að félagið hefur ekki»einu sinni Framhald af 3. síðu j)ingis átti einungis að vera Jxið að lögfesta þetta framlag og létta þannig innheimtu Jress. Er Jaað síst meiri lagastvrkur en Alþingi hefir veitt öðrum stéttarfélögum, þótt formið kunni að vera ann- að. Enginn Búnaðarþingsfull- trúi bar svo lítið traust til rétt- sýnis Alþingis, að hann óttaðist um afdrif málsins á þeim vett- vangi. Hefði þ,á órað fyrir þeirri meðferð, sem málið nú hefir fengið, hefði það aldrei verið borið fram. Á Búnaðarþingi greiddu allir fulltrúar, með tölu, atkvæði gegn íhlutunar- ákvæðinu, nema Sveinn á Egils- stöðum, getur J. P. svo haldið fram þeim stórasannleik sínum, að þeir hafi allir óðfúsir viljað afhenda Búnaðarmálasjóðinn í flokkssjóð Framsóknar. „Hótel“málið. Um hótelmálið þarf eg ekki að Ijölyrða. Það er margskýrt með tilvitnun í skjallegar heimildir, að gistiheimili átti svo aðeins að byggja í sambandi við hús Bún- aðarfélags íslands, að nægilegt fé fengist annars staðar frá til bygg- ingarinnar. Það eru því marg- hrakin ósánnindi, að gistiheim- ili þetta hafi átt að byggja fyrir fé úr Búnaðarmálasjóði. Jón Pálmason er nú ekki smátækur í ósannindunum, því hann hefir hamrað það blákalt fram, að Búnaðarmálasjóðinn hafi átt að binda í þessari hótelbyggingu um ófyrirsjáanlegan framtíð Á- greiningurinn um hótelmálið á Búnaðarjringi var heldur ekki í sambandi við Búnaðarmálasjóð, heldur um það, hvort slíkt fyrir- tæki, rekið af Búnaðarfélagi ís- lands, mundi geta borið sig Ijár- hagslega. Jón Pálmason segir, að allir geri ráð fyrir að 15 milljón króna hótelið, sem byggja á fyrir lánsfé (eg skil nú ekki hvers vegna það er kostur), muni bera sig fjárhagslega. Þetta er nú víst fullmikið mælt, en því skyldi gistiheimili Búnaðarfélagsins Jrá ekki hafa getað borið sig. Annars liggur mér í léttu rúmi um þetta gistihús. Ég greiddi atkvæði með því, af því það var óháð Búnað- armálasjóðnum, en hefi hins veg- ar aldrei búist við, að það mundi verða sérstakur gróðavegur fyrir Búnaðarfélagið, en því verður ekki neitað, að ýmislegt mælir með Jrví að sameina slíkt gisti- heimili byggingu Búnaðarfé- lags íslands. Hvað J. P. meinar með því, að mér og öðrum Búnaðarþings- mönnum hafi fýrst komið til hugar að byggja' þyrfti yfir Bf. ísl., þegar andstæðingar okkar hafi verið komnir í stjórn lands- ins, skil ég ekki og ber þessi klausa bezt vott um, hve alger- lega maðurinn er þrotinn að rök- um. Það er rétt, að ég hefi átt sæti á Búnaðarþingi um tuttugu ár. Mestallan þennan tíma hefur húsmál félagsins verið til umræðu á Búnaðarþingi og síð- ustu 10 árin verið athugaðir ýms- ir tnöguleikar. Snemma á þessu tímabili var fjárhagur félagsins sæmilega rúmur í ein tvö fjár- hagstímabil og var tekjuafgang- inum þá varið til að byggja upp Sámsstaði. Annars hafa fjárráð félagsins alltaf verið svo þröng, getað haldið uppi fullnægjandi leiðbeiningum. Á sarna tíma hafa líka fjárráð ríkisins verið svo erf- ið, að urri framlög til byggingar þaðan var ekki að ræða og bænd- ur börðust líka í bökkum og voru ekki aflögufærir. Á þessurn tíma voru því engin tök á að koma upp byggingu við hæfi Bl'. ísl. Jón Pálmason virðist ekki skilja eða vilja skilja þá efnahagslegu byltingu, sem hefur orðið hér á stríðsárunum, en Búnaðarþingið skildi hana og sá að nú var til- tækilegt að efla allsherjarsamtök landbúnaðarins og koma upp húsi við hæfi Bf. ísl. Búnaðar- þingið sneri sér Jró ekki fyrst og fremst til Aljringis, heldur til bændanna sjálfra, sem tóku mál- inu ágætlega og Búnaðarsjóðs- lagafrumvarpið var a'ð öllu Ieyti undirbúið áður en núverandi stjórnarsamsteypa varð til. Full- trúar landbúnaðarins höfðu bara ekki reiknað með því, að nýjir rnenn voru að hef jast til valda og nokkur hluti Sjálfstæðisflokks- ins var að skipta um stefnu, og nýja stefnan var að fjandskap- ast við heildarsamtök bændanna, bregða fæti fyrir það, að þau gætu eflst stéttarlega og að Bún- aðfdfagið gæti eignast viðun- andi hús. Þetta ætti að nægja til að sýna, hvílík endemis f jarstæða Jrað er, að Búnáðarþing hafi beð- ið með þetta húsbyggingarmál þar i il andstæðingar þess voru kojnnir í stjórn, Jrað er núver- andi stjórnarsamsteypa, sem hef- ur, á svívirðilegan hátt, brugðið fæti fyrir, að Búnaðarfélag ís- lands gæti skapað sér viðunandi starfsskilyrði með tilstyrk Bún- aðarmálasjóðs. Af Jressn leiðir, að nú er það siðferðisleg skylda Alþingis að leggja Bf. ísl. fé til að koma sér upp viðunandi hús- næði. Einstakir stjórnarþing- menn haf'a látið skína í að þetta muni fást, en tíminn mun leiða í ljós, hvort unnnæli Jreirra voru annað en léleg afsökun á afstöðu þeirra til Búnaðarmálasjóðsins. Alveg nýtt innlegg í málinu er J)að, að bygging Búnaðarfélags- liúss hafi verið Búnaðarþingi al- gert aukaatriði, en hótelbygging, sem átti að verða áróðursmiðstöð fyrir Framsóknarflokkinn aðal- atriði og er í því sambandi vitnað í félagsmötuneytiðá Gimli. Þessu þarf ekki að svara. Fullyrðingin er bæði heimskuleg og hlægileg, en hún sýnir átakanlega hinn sjúklega ótta forseta sameinaðs þings við Framsóknarmenn og á- hrif þeirra. 1 * Rógurinn um Búnaðarfélag íslands. Ég hefi aldrei fullyrt neitt um það, hvort stéttarsamband bænda muni geta þrifist á frjálsum framlögum eða eigi, en mér er Ijóst að ýms vandkvæði eru á því að gera slík framlög almenn einsiog þau eiga og þurfa að vera, ekki sízt, þegar af ýmsum aðilum er unnið að því skipulagsbundið að 'sundra og kljúfa stéttarsam- itökin. Bændafélagsskapurinn get- ur ekki sett neina löghelgaða gjaldskrúfu á nieðlimi sína, á sama hátt og verkalýðssamtökin, |)ar sem ófélagsbundnir menn eru útilokaðir frá vinnu og fram- lögurn meðlimanna haldið eftir af kaupi o.s.frv. Jón Pálmason hefði ekki átt að nefna Búnaðar- samband Suðurlands og b)rölt Jjeiss í allherjarfélagssamtökum bænda. Vera rná að Jrað þyki fínt Jrar syðra að bauka við stofnun allsherjarsambands á bak við Búnaðarfélag íslands og I Jreim tilgangi að korna fram vantrausti á Búnaðarþing. Það getur líka vel verið, að þar syðra megi telja bændum trú um, að hin gömlu. heildarsamtaka búnaðarfélags- skaparins, sem unnið hafa aðal- lega að fræðilegum viðfangsefn- um landbúnaðarins, séu hápóli- tísk, en samtök, sem lymskulega er reynt að koma á fót, að undir- lagi Jónasar frá Hriflu og ann- arra pólitískra spekúlanta og sem eiga að byggja á nákvæmlega sömu aðilum og Búnaðarfélag Is- lands, séu ópólitísk'. Víðast hvar annars staðar á landinu, þar sem ekki hefur verið reynt að rugla dómgreind manna með undir- róðri, skilja menn ekki svona rökfærslu. Þar er mönnuin ljóst að stéttarsamtök, sem eiga að ná tilgangi sínum, verða að byggjast upp í fullri vinsemd og samvinnu við þau þrautreyndu heildar- samtök bændanna, sem eru nú bráðum hálfrar aldar gömul, en ekki sem dulbúinn fjandskapur og vantraust á Búnaðarfélag ís- lands, en annað er Selfosshreyf- ingin ekki. Hver heiðarlegur, stéttvís maður, sem taldi sig hafa ástæðu til að kvarta yfir Búnað- arlelagi íslands mundi hafa gert það á hreinskilinn og opinn hátt, og beitt sér fyrir breytingu á Bún aðarþingi, en ekki reynt með undirferli og baktjaldamakki að kljúfa heildarsamtök bændanna. Talsmaður kommúnista. Þá snýr J. P. sér að því að verja vini sína kommana, og telur, að þeir verði fyrir óverðskulduðu aðkasti vegna múnnfleipurs rit- höfunda sinna. „Af verkunum skuluð þið þekkja þá“ stendur skrifað, og vinskap þeirra í garð bændanna má marka af afstöðu Jrelrra lil Búnaðarráðslaganna, B ú n aðars j óðs, u n d i r r óðti r s b r é f - um, er Jreir öðrti hvoru hafa dreift út til búnaðarfélaga, í því skyni að ófrægja forustumenn bændanna, nöldri þeirra um lé- leg afköst og of dýra framleiðslu bænda og mörgu fleira. Um af- stöðu hinna óbreyttu liðsmanna veit ég ekki, en flokkurinn hlýt- ur alltaf sinn dóm eftir forust- unni. Hitt skal viðurkennt, að framkoma aljrýðuflokksmann- anna á Alþingi, sérstaklega Barða Guðmundssonar og Guðm. í. Guðmundssonar, sýnjr, að þeir höfðu fullkomið ógeð á meðferð Alþingismeirihlutans á Búnaðar- málasjóðnum og efa ég ekki að ; innan þess flokks eru margir.sem hafa vinsamlega afstöðu til Bún- aðarfélags íslands og. stéttarsam- taka bændanna. Þingforseti villist í óbyggðum. Jóni Pálmasyni bregst átakan- lega bogalistin, þegar hann vill reyna að bera blak af Jónasi frá Hriflu. Orðtak eitt, sem ég not- aði, og sótt er í leikrit Matthías- ar, Skugga-Svein, en oft er haft um ,,1 itla karla“ almennt, Javælist svo fyrir honum, að hann villist enn einu.sinni í Ódáðahraun og sér þar Katla og Skugga-Sveina í öllum áttum. Verður úr Jressu ó- skiljanlegur vaðall, nreð aftök- um og allskonar ófagnaði þar sem ýnfist ég er Skugga-Sveinn eða Hermann Jónasson leikur hlutverk útilegumannsins. Ég vil í allri vinsemd t'áðleggja Jóni að láta Jónas um Jrað að svara fyrir sig, því ekki þarf að efa, að hvað stíl og framsetningu áhrærir, þá stendur hann forseta sameinaðs Jrings langtum framar. Hvort það verður svo hlassið'<sem veltir þúfunni eða þúfan hlassinu sker reynslan úr. Áburðarverksmiðjan. Þegar J. P. kemur að áburðar- vinnslumálinu verður hann fyrst flaumósa. Ég get annars frætt hann um Jrað, að ég hefi engin afskipti haft af málinu annars Jstaðar en á Búnaðarjringi og liggja þau fyrir skjallega stað- fest. Jón segir, að „Tímaliðið" á Búnaðarjringi hafi ætlað að ær- ast af vandlætingu út af því að málinu var vísað til Nýbygging- arráðs, eg meðtalinn. Jón Pálma- son hefur tekið sérstöku ástfástri við það að brigsla öllum þeim, sem eru ekki alveg á sama máli og hann, um ærsl og skal ég nú láta staðreyndirnar tala, svo al- menningi gefist kostur á að kynn- ast því, hye ófyrirleitinn og ill- gjarn J. P. er í málaflutningi sínum. Á Búnaðarþingi voru sam- Jrykktar með 22 samhljóða at- kvæðum eftirfarandi tillögur frá jarðræktarnefnd um áburðar- málið: I. „Búnaðarþingið fellst í að- alatriðum á lrumvarp það um á- burðarverksmiðjju, er lagt var fyrir Aljjingi 1944 og mælir ein- dregið með Jjví, að það verði lagt til grundvallar væntanlegra laga um þetta efni. Jafnframt skorar þingið á ríÉTsstjórnina að hraða sem mest framgangi málsins. Þá skorar Búnaðarþingið á rík- isstjórnina að nota heimild í gild- andi fjárlögum, um að leggja fram á Jjessu ári 2 miljónir króna til stofnunar áburðarverksmiðju og ennfremur að taka upp í fjár- lög 1946 eigi lægri upphæð í þessu skyni.“ Næst koma svo tillögur um tvær smávægilegar orðabreyting- ar á frumvarpinu, senr engu máli skipta, en því næst: II. „Þá skorar Búnaðarþing á Alþingi, ef svo skyldi fara, að ekki yrði af ríkisins hálfu hafist lianda um að reisa áburðarverk- smiðju á næsta ári, að veita al- mennum félagssamtökum bænda kost á'að hrinda málinu í fram- kvæmd, ef þau fara þess á leit. Ríkið tryggi þá þessum aðilum einkarétt til framleiðslu og sölu á tilbúnum áburði um alllangt árabil og styrki fyrirtækið með m jög ríflegum fjárframlagi, enda hafi ríkið eftirlit með rekstrin- um og íhlutun um, að verðlag á- burðlarins sé miðað við fram- leiðslukostnað og eðlileg gjöld í tryggingarsjóði fyrirtækisins." I I greinargerð nefndarinnar var ^ svb bent á að 3150 tonna verk- jsmiðja mundi of lítil og mundi ialls ekki fullnægja áburðarþörf-, jinni, eins og hún væri í landinu, I hvað J)á meira og því væri æski- legt að verksmiðjan yrði allmik- ið stærri. Þetta eru nú öll ærslin. Hvar er hér fjandskapasf gegn því að málinu sé vísað til Nýbyggingar- ráðs og rannsóknum haldið á- fram? H.var er hér talað um Odd- eyrartanga eða annan ákveðinn stað fyrir verksmiðjuna? Allt, sem gert er í þessum tillögum, er að ýta á stjórnina með að hraða framkvæmdum í málinu, en Búnaðarþing hafði enga á- stæðu til að treysta vilja hennar til framkvæmda í Jressu máli, því frá upphafi hafði stjórnarliðið sýnt þ\y fullan fjandskap, og reyrit að tefja það og afflytja á ýmsan hátt. Það hefur sjálfsagt verið af einskærri velvild til máls- ins, að þeim áróðri var hleypt af. stokkunum, að áburðurinn, sem átti að framleiða, væri með ölln óreyndur og jafnvel stórhættu- legt sprengiefni? Tilraunir og reynsla fjölmárgra bænda um land allt, liafa afsannað þennan róg. Köfnunarefni þessa áburðar er fullkomlega jafngilt köfnun- auefni annarra þeirra tegunda, er hér hafa veríð notaðar. Áburður- inn prýðilegur í meðförum, ódýr í flutningi og ódýrasti köfnunar- efnisáburðurinn, er nú er völ á. Kæmi mér ekki á óvart þótt ýms- ar aðrar staðhæfingar Jóns Pálmasonar og stjórnarliðsins í áburðarmálinu yrðu álíka hald- góðar. Sannleikurinn er sá, að stjórnarliðið virðist hafa haft mestan áhuga fyrir því að finna átyllu til Jjess að geta tafið málið. Eftir að Búnaðjarþing hafði gert ályktanir sínar, kom í Les- bók Morgunblaðsins, athyglis- verð grein urn málið og mögu- leika í sambandi við Jjað eftir Gísla Halldórsson. Það skal ját- að að tillögur hans gáfu tilefni til frekari rannsókna, en hefðu átt að reka á eftir stjórninni um að hraða undirbúningi og fram- kvæmdum sem mest, því ekki gat það skaðað áburðarfram- leiðsluna, þótt liún væri studd nokkrum álitlegum framleiðslu- greinum. Um áburðarverksmiðj- una vil ég annars segja þetta, sem mér finnst liggja í augum uppi án allra rannsókna: Hér kemur tæplega til greina framleiðsla á öðrum köfnunarefnisáburði en salt- pétursstækju (Ammonium- nitrata) en hin landfræðilega aðstaða okkar til framleiðslu á henni, ætti að vera jafngóð og hvar sem er annars staðar. Við höfum nóg loft, vatn og getum framleitt nóg rafmagn, en þetta þrennt er uppistaðan í framleiðslunni. 2. Tíminn, sem er að líða, hefur yerið sérstaklega hent- iigur til að hefja slíkt fyrir- tæki. Áburðarskorturinn hér er nú svo tilfinnanlegur að heldur við stöðvun ræktunar- framkvæmda, og á næstunni verður geysilegt áburðar- (Framhald á 8. »íðu).

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.