Dagur - 16.05.1946, Side 8
8
D A G U R
Fimmtudaginn 16. maí
STORI - NIELS
eftir Albert Viksten, einn
þekktasta rithöfund Svía
Þetta er baráttusaga nýja tifnans við hinn gamla tíma, og gerist í sveit í Norður-Svíþjóð. — STÓRI NÍELS er manngerður fulltrúi hins gamla ald-
aranda, forn í skapi, grár í lund og hatar allar breytingar á fornum erfðavenjum. — En nýi tíminn, sem jafnframt er stórtækur til kvenna, birtist í
gervi skógabraskara og járnbrauta-verkamanna og hyggst skola burtu öllu sem „gamalt er og úr gildi gengið“, en láta í staðinn „peninga, mask-
ínur og dýnamit."
Svipuhögg og hótun.
Stóri-Níels sýnir, hvað hann má sín.
Alfreð sækir nýju kaupakonuna.
Svipleiftur liðna tímans.
Eiki blakki í hrossabraski.
Húsbóndinn og vinnumaðurinn.
Heimóttin.
Róstusöm Jónsmessuhátíð.
Stóri-Níels les lögin.
KAFLARNIR í í BÓKINNI HEITA:
Hrímnæturnar boða eymd og erfiðleika.
Kerling Grels-Óla.
Samsæri, sem fór út um þúfur.
Hugraun Alfreðs.
Óveðursnótt, sem vaxpar skugga á framtíðina.
Blundi brugðið.
Skógarkaupendur sækja Stóra-Níels heim og fá
óblíðar viðtökur. *•
Þegar amlóðinn Lárus Pétur varð sér úti um við-
unandi ævistarf.
Rætt um nýja tímann.
Vetrarkoma og bónorð.
Óli neyðist til að leita uppi reipið, en sættist á
málamiðlun.
„Hér kemur nýi tíminn með peninga, maskinur
og dýnamít“.
Ólánið steðjar að Stóra-Níelsi.
Kirkjuferð á jóladagsmorgun og kappakstur.
Hefir komið út í meir en 100,000 eintökum í Svíþjóð
Skemmtileg og athyglisverð saga — Fæst hjá öllum bóksölum
>o»i
/
Ur bæ og byggð
I. O. O. F. — 12851781/2 —
KIRK JAN. Messað á Akureyri
sunnudaginn 19. þ. m. kl. 2 e. h.
Guðsþjónustur í Grundarþingapr,-
kalli. Grund, sunnud. 26. maí, kl. 1 e.
h. (ferming). — Munkaþverá, Upp-
stigningardag, kl. 1 e. h. (ferming).
Zíon. Almenn samkoma sunnudag-
inn 19. þ. m. kl. 8.30 e. h. — Allir vel-
komnir.
Áheit á Akureyrarkirkju: Kr. 80.00
frá Sullu. — Kr. 50.00 frá S. — Kr.
10.00 frá N. N. Þakkir. Á. R.
Sjónarhæð. Samkoma n.k. sunnu-
dag kl. 5 e. h. Allir velkomnir.
Að gefnu tilefni óskar B. S. A. þess
getið, að framvegis verði ekki svarað
í síma, hvorki um komutíma hrað-
ferðabílanna á kvöldin né heldur
hvaða mynd sé sýrid í Skjaldborgar-
Bíó.
Hjúskapur. 10. þ. m. voru gefin
saman í hjónaband á Möðruvöllum í
Hörgárdal, ungfrú Kristín Sigurðar-
dóttir frá Hjalteyri og Jóhannes Sig-
fússon, stud. jur., frá Húsavík. —
Ennfremur voru nýlega gefin saman á
Dagverðareyri, ungfrú Guðrún Jónas-
dóttir og Hrólfur Jónsson, bæði úr
Húnaþingi.
Hjónaefni. Ungfrú Asta G. Karls-
dóttir, skrifstofumær, og Olafur Sig-
urðsson, læknir, Akureyri.
Sjötugur várð sl. þriðjudag Guð-
laugur Pálsson, trésmiður, Aðalstræti
21 hér í bænum.
Hraðkeppni í knattspyrnu fyrir Ak-
ureyri fór fram sl. sunnudag og lauk
með sigri íþróttafél. Þór. Þrjú félög
tóku þátt í keppninni. Verður nánar
frá úrslitum skýrt í næsta blaði
(íþróttaþætti). Bíður fleira af íþrótta-
tagi, vegna þrengsla í blaðinu í þetta
skiptið.
Kappreiðaæfingar Léttis. Föstu-
dagskvöld 17. maí kl. 8, sunnudag 19.
maí kl. 2 og lokaæfing miðvikudags-
kvöld 22. maí kl. 8, allar á skeiðvelli
félagsins við Eyjafjarðará. Kappreið-
arnar sunnudaginn 26. maí.
Áskrifendur Daés eru vinsamlegast
beðnir að tilkynna afgreiðslunni bú-
staðaskipti.
Ný framhaldssaga hefst í næsta
blaéi.
Nýkomnar Vefnaðarvörur:
Margs konar bómullarvörur, svo sem: Léreft, hvítt og misl.,
Sængurveratvistur, Sirz, Rifs, Crepé í barnafatnað, Rifflað
Flauel, Hvít „Frotté“ handklæði á kr. 7.35.
Silkisokkar á kr. 6.00 parið. — Kvenblússur. Kvenpils. —
Drengjafatnaður, Drengjamilliskyrtur í miklu úrvali
Vinnufatnaður og Vinnuvettlingar í miklu úrvali.
Reiðjakkar, Reiðbuxur. Sportskyrtur.
Enskar húfur, verð kr. 7.90, o. m. fl. af góðum varningi
BRAUNSVERZLUN
Páll Sigurgeirsson
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiimiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiii
I Sænskor
Túnþökur
til sölu strax.
Afgr. vísar á.
Ódáðahraunsleiðangur
,Jðns á Akri.
(Framh. af 6. síðu)
Iiungur í heiminum, en áburð-
ariðnaðuur austan hafsins í
rústum.
3. Sé reiknað með óbreyttri
verðbólgu, er mjög sennilegt,
að innlend áburðarframleiðsla
geti aldrei keppt við þá er-
lendu, en þetta gildir um
mestan iðnað okkar, og áður
langt um líður, um alla okkar
framleiðslu. Út úr þessu er að-
eins ein leið, að færa fram-
leiðslukostnaðinn niður til
samræmis við aðra. Þá hygg
ég að áburðariðnaður og ýms-
ar aðrar hliðstæðar iðngreinar
geti blómgast hér.
Andúð Jóns Pálmasonar til á-
burðarverksmiðju og illindi hans
í garð Búnaðarjrings í sambandi
við það mál virðast stjórnast af
tvennu. Ótta við að verksmiðj-
unni verði valinn staður í nám-
unda við Akureyri og fjandskap-
M(
ur gegn því að samtökum bænda
verði falin forusta og fram-
kvæmd málsins.
Skýrslu Björns Jóhannesson-
ar um málið, sem J. P. segir að
sanni allar sínar firrur og meira
til, hefi ég ekki séð, og fróðir
menn, sem ég hefi spurt, kann-
ast ekki heldur við hana. Hún
virðist þvl vera hæfilega fágæt, til
að hentugt sé fyrir J. P. að vitna
til hennar, og ekki kæmi mér á
óvart, þótt J. P. hagræddi þar
sannleikanum lítilsháttar sér í
hag. Það er líka sagt, að skratt-
inn geti liaft gagn af Biblíunni,
ef hann les hana aftur á bak.
Ólafur Jónsson.
Siglingavandræðin.
Framhald af 5. síðu
landsmönnum flestum mun
naumast þykja það refsivert at-
hæfi þótt þeir séu ennþá ekki
fluttir til Reykjavíkur. Einkasöl-
ur ríkisins eiga.vitaskuld að selja
>1
varning sinn með sama verði til
allra landsmanna, annað er
óhæfa. Þær „tapa“ ekki á því,
heldur gegna sjálfsagðri skyldu.
Félag, sem var stofnað til þess að
leysa flutningamál alls landsins,
getur heldur ekki „tapað“ á því
að flytja vöruslatta lengra en til
Reykjavíkur. Það er að vísu auð-
veldara fyrir félagið að losna við
að leysa verkið allt af hendi, láta
það hálfgert, en hirða allt gjaldið
engu að síður. F.n það er ekki
réttlætanlegt, a. m. k. á meðan
félagið er talið „fyrirtæki þjóðar-
innar“ af ráðamönnum þess og
nýtur opinberra fríðinda í stór-
um stíl.
Hálft rerk — heilt gjald.
í þessu atriði kemur í ljós sá
meginmunur, sem er á viðhorfi
alls þorra landsmanna og Eim-
skipafélagsstjórnarinnar til flutn-
ingamálanna. Hálfnað verk,
heilt gjald, er hugsunarháttur fé-
lagsins í framkvæmd. Heilt verk,
Þvottaklemmur
Sérstaklega
sterkar
Enskir gólfklútar
Verð kr. 2.70
Brauns Verzlun}
Páll Sigurgeii sson
IMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMIIIMMIMMMIIIMMMMMI
Ferðaföskur
margar stærðir,
nýkomnar
Brauns Verzluni
Páll Sigurgeirsson
IIMIMIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIMIIMIIIMMMMMIIMI
(Regnkápur
| k v e n n a |
í gular, rauðar, grænar,
| blóar, hvítar |
! Ásbyrgi h.fSkipagötu [
j og Söluturninn við Hamarstíg 1
MMMMMMMMMMMMMMMI.IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMMMM
DACUR
fæst keyptur í
Verzl. Baldurshaga,
Bókabúð Akureyrar
Bókaverzl. Eddu og
heilt gjald, er krafa landsmanna.
Fyrr en Eimskipafélagið viður-
kennir réttmæti þeirrar kröfu í
framkvæmdinni, verða þessi mál
ekki látin niður falla.