Dagur - 16.05.1946, Síða 11
Fimmtudaginn 16. maí
D AGUR
11
Jón á Torfastöðum
*
sextugur
Hinn 16. marz sl. var Jón Þor-
valdsson, bóndi á Torfastöðum í
Hlíðarhreppi, N.-Múlasýslu, 60
ára. Hann er fæddur að Hafursá
í Vallahreppi, Suður-Múlasýslu,
16. marz 1886. Voru foreldrar
hans þau hjónin Þorvaldur Jóns-
son, Skaftfellingur að uppruna,
og Stelanía Þorleifsdóttir, af
Hellisf jarðar-ætt.
Fárra vikna gamall fluxtist Jón
með foreldrum sínum að Úll's-
stöðum í Vallahreppi, þar sem
Jrau hjuggu í 4 ár, unz Jrau
keyptu jörðina Uppsali í F.iða-
hrep’pi 1890 og bjuggu þar
síðan.
Á Uppsölum átti Jón heimili
um 15 ára skeið, eða til ársins
1905, er hann flutti að Torfastöð-
um, þar sem hann hefir átt
heima síðan, að undanskildum
þremur árurn, 1907—1910, er
hann átti heima að Sleðbrjót í
Hlíðarhreppi. Vorið 1914 tekur
Jóa Torfastaði á leigu og reisir
|>ar hú. Jörðina kaupir hann
árið eftir og hefir áiann búið þar
æ síðan.
Jörðin Torfastaðir er stór og
frá náttúrunnar hendi að mörgu
leyti glæsileg. Samt hefir hún
tekið miklum stakkaskiptum í
húsakaprtíð Jóns.
Þegar hann konr að Torfastöð-
um, voru hús öll léleg, girðing
engin og tún í fremur slæmri
rækf. Ekki mun hann lengi hafa
húið þar, er hann hófst handa
um umbætur. En þar var við
ramman reip að draga. Hvort
tveggja var, að efni nmnu þá
ekki hafa verið mikil, en Jró enn
verra hvað erfitt var með aðflutn-
inga. Geta menn nokkuð gert sér
í hugarlund, hvaða erfiðleikar
því voru samfara, að Jmrfa að
sækja nauðsynjar sínar á klakka-
hestum til Seyðisfjarðar, unv80—
90 km. vegalengd hvora leið. Að
vísu var stundum flutt á svokall-
að ,,Ker“, sem hér er við norð’-
vestur-horn Héraðsflóa. En þeir
flutningar reyndust stopulir sök-
um hafnleysis, enda ekki hættu-
lausir nema Jregar sem allra hezt
var í sjó.---
Það yrði of langt mál, í stuttri
afmælisgrein, að segja nákvæm-
lega Itúskaparsögu Jóns á Torfa-
stöðum. Verður Jrað því ekki
gert hér, enda er sú sagá ekki öll
ennþá. Ska! því látið nægja að
reyna að bregða upp mynd af
Torfastöðum, eins og þeir eru
nú:
Túnið er stórt, slétt að miklu
leyti og í prýðilegri rækt. Kring-
um ]>aö er vönduð girðing Og út
frá því hagagirðing. í miðju túni
er stórt íhúðarhús úr steinsteypu,
hyggt 1927, vandað og vel við
haldið. Bak við það er heyhlaða,
steypt 1943, senr rúmar um 400
hestburði. Á síðastliðnu sumri
hyggði Jón ný beitarhús fyrir 160
fjár og hlöðu að stærð í hlutfalli
við húsin — allt úr steini. Er það
skemmtilegur minnisvarði um
60 ára afnræli. Nokkur hús eru
enn úr torfi, en flest með járn-
þaki. Það mun vera draumur
Jóns að þau hverfi, en í þeirra
stað rísi önnuh ný úr steini, áður
en hann fellur frá. HefirJhann
þegar hafið undirhúning að
þeim iramkvæmdum. Erekari
vitna þarf ekki við til að sjá, að
Jón hefir verið jörð sinni trúr.
Hann hefir bætt lrana og prýtt, í
raun og veru um efni fram. Jörð-
in hefir líka farið vel með.hann.
Það pr eins og Jrau hal'i sýnt
hvort öðru gagnkvæman skiln-
ing. Bú Júns hefir jafnan verið
mýndarlegt og fallegt, og ekki
lrefii jörðin svikið hann á fóðr-
inu handa Jrví. Honum Jrykir
vænt um skepnur sínar og fer vel
með þær. Er öll umgengni í hús-
um og heystæðum með þeirri
prýði, að á orði er haft. Góðan
arð hefir Jón ætíð haft af skepn-
um sínurn. í stuttu máli sagt:
Hann hefir búið vel.
Eg held þó ekki, að velgengni
hans í búskapnum sé honum ein-
um að þakka. Munu þau hjón
bæði eiga þar óskilið mál. Jón er
kvæntur Margrétu Guðjónsdótt-
ur frá Bakkagerði, myndarlegri
og greindri mannkostakonu. —
Hafa þau eignast sex sonu og eru
fimrn þeirra uppkomnir, allt
dugnaðarmenn og fyrirmynd
annarra ungra manna um reglu
semi.
Jón er fremur lítill maður
vexti, en hnellinn, hvatlegur í
hreyfingum og vel fylginn sér að
hvaða starfi er hann gengur.
Hann er aldrei veill og hálfur í
viðfangsefnum sínum; hann
vinnur af lífi og sál. — Þrátt fyrir
60 ár að haki og sleitulaust erf
iði, er hann ennþá ungur í anda,
með óhilaðan baráttukjark og
framfarahug.
Jón er góður heim að sækja
og hefur gaman að skrafa við
gesti sína. Hefttr honurn oft tek-
ist,. bæði heima og heiman, að
vekja hjá mörgum glaðan hlátur
með lrnittilegum tilsvörum.
Hann er greiðvikinn að eðlisfari
©g munu ýmsir hafa leitað til
hans í þeiin efnum og stundum
getur það dottið í hann að konia
náunga sínum á óvart með góð-
an greiða.
Á afmælisdaginn var gest
kvæmt á Torfastöðum, þrátt fyr
ir leiðinlegt veður. Fjöldi sveit-
unga og auk Jress nokkrir utan
'sveitarmenn vottuðn afmælis-
barninu hlýhug sinn með heim-
sókn. Var hið rúmgóða íhúðar-
hús þeirra hjóna þéttskipað gest-
um er dagur leið að kvöldi. Var
þá rausnarlega veitt og margar
ræðnr fluttar yfir borðum. Síðan
var sungið og dansað fram
bjartan dag. Fór hóf Jretta vel
ffam og var hið ánægjulegasta.
Hlýjar óskir fylgja Jóni nú, er
hann byrjar 7. áratuginn, lullur
af áhuga sem fyrr — áhuga á því,
að skilja eftir sig óbrotgjörn
verk. Mundi hinu unga íslenzka
lýðveldi verða að öðru meiri
styrkur, en slikum áhuga hjá
sem flestum af sonuni Jress og
dætrum?
Kristinn Arngrimsson.
- í kjöri í
Eyjafjarðarsýsiu
(Framhald af 1. síðu).
Þórarinn Kr. Eldjárn er fædd-
ur á Tjörn árið 1886, sönur hins
rjóðkunna prests Kr. Eldjárns
Þórarinssönar og konu hans,
Petrínu Soffíu HjörleifsdótturT
'órarinn varð gagnfræðingur ár-
ið 1905, stundaði síðan nám við
ýðháskólann í Voss í Noregi. Að
námi loknu hvarf Þórarinn heim
og hól búskap að Tjörn og hef-
ur búið j>ar óslitið síðan. Hann
hefur gegnt fjöldamörgum trún-
aðarstörfum fyrir sveit og sýslu.
Ejórða sæti listans skipar Jó-
hannes Elíasson, stud. jur., frá
Hrauni í Öxnadal, urigur-mað-
ur, sem hefur stjórnmálaferil
sinn með þessu framboði. Jó-
hannes er fæddur 19. maí árið
1920 að Hrauni, sonur Elíasar
Tómass. bónda þar, síðar banka-
gjaldkera. Hann lauk stúdents-
prófi á Akureyri árið 1943 og
stundar nú lögfræðinám í liáskól-
anum. Hann hefur komið nrjög
við sögu í stjórnmálabaráttu há-
skólastúdenta. Jóhannes er form.
Sambands ungra Framsóknar-
manna og ritstjóri tímaritsins
Dagskrá. — Jóhannes er glæsi-
legur fulltrúi fyrir æsku héraðs-
ins og mun unga fólkið í sveit-
um og þorpum fagna því, að
einn úr þess hópi tekur sæti á
framboðslistanum.
Aðalfundur Sýslunefndar
Ey j af j arðarsýslu
(Framhald af 1. síðu).
ur 15000, Saurbæjarhreppur
6000 og Svarfaðardalshreppur
50000, auk Jress eru lofuð gjafa-
dagsverk í Svarfaðardal metin
röskar 8000 kr.
m Fiamkvæmdir í Hrísey. Fyrir
hugað er að reisa mótorrafstöð í
Hrísey og heimilaði sýslunefnd'-
in hreppsnefndinni þar að taka
100000 kr. lán til Jæirra fram
kvæmda. Ennfremur var heimil-
að, að Hríseyjarhreppur tæki 564
þús. kr. lán líí fyrirhugaðrar
hafnargerðar 'í Hrísey.
Styrkir. Skógræktarfélagi Ey
firðinga var veittur 2000 kr.
stofnstyrkur og 1000 kr. reksturs-
styrkur til skógræktarstöðvar. Þá
veitti sýslunefndin 12000 kr.
styrk til Nautgriparæktarfélaga-
sambandsins, til stöfnunar sæð-
ingarstöðvar fyrir nautpeninginn
í héraðinu. S. í. B. S. hlaut 2000
kr. styrk og vinnustofa sjúklinga
í Kristnesi 2000 kr.
Sanrjrykkt var áskorun til þing-
rnánria um að beita sér.fyrir
bættum launakjörum ljósmæðra.
Niðurstöður sýslusjóðsreikn-
ings eru 230000 kr. og sýsluvega-
sjóðsreiknings 150000 kr.
©<^x$x$>^<^$>©<S^x$x$x3x$k$x^3>§*©^x§x$x^<SxSx$x^<$x$x5x^<^3>3x3xJ><$x$>3x§x$k3>3x3x3x$xS>3x$x§><í
Það er ánægja á heímilinu þegar
sýnd eru skilríkin fyrir því, að
allt sé tryggt, sem tryggt verður.
TRYGGIÐ EIGUR YÐAR,
og veitið heimilinu ánægju og öryggi.
Talið við
Vátryggingadeild
CKHKBKBKHKHKHKBKBKBKBKBKBKBKHKBKBKBKBKBKHKBKto
L. C. Smith & Corona Typewriters Inc.
geta nú aftur afgreitt hinar vel-þekktu
L. C. Smifh rilvélar
Einkaumboð:
Samband íslenzkra samvinnufélaga
»<HKHK<ÚHKHKHKHKHKHKHKHKHKH3íKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKKHKHat
o
Auglvsið i „DEGU