Dagur - 25.06.1946, Page 4

Dagur - 25.06.1946, Page 4
4 DAGUR Þriðjudagur 25. júní 1946 Ræða P. M. jonssonar (Framhald af 1. síðu). sinni, dugnaði og hagsýni er eyði lagður með því að gera ísl. krónu verðlitla eða jafnvel, áður langt líður, nær verðlausa. — Ungir menn venjast d eyðslusemi, því að krónan verður í þeirra augum einskis nýt til geymslu. Dýrtíðin Árið 1942 segir núverandi for- sætisráðherra í þingræðu meðal annars: „En sá, sem berst fyrir dýrtíð- inni, er ekki aðeins fjandmaður sparifjáreigenda, gamalmenna, ekkna og munaðarleysingja og annarra, er afkomuvonir ha-fa byggt á peningainneign eða pen- ingakröfum. Nei, hann er einnig böðull framleiðenda og launa- manna og raunar alþjóðar. Við okkur íslendingum blasir bölv- un framtíðarinnar óvenjuskýr og ótvíræð, sé verðbólgan látin ó- hindruð.“ Og ennfremur segir hann í sömu ræðu: „Þegar tekjur ríkissjóðs bregð- ast, en jafnframt hlaðast á hann nýjar kvaðir og skyldur, þá lækkar Alþingi á einni kvöld- stund með einni lagabreytingu dýrtíðaruppbætur embættis- og sýslunarmanna úr 400% í 300%, eða 100 %, eftir því sem fjár- hagur ríkisins krefst. í kjölfarið og fast á eftir sigla ríkisstofnanir, verzlanir, sem viðskipti missa, framleiðendur, sem þola verða markaðsmissi og verðfall o. s. frv. Þetta er það, setn koma mun, ef barátta Sjálfstæðisflokksins ög Framsóknarflokksins gegn dýr- tíðinni er brotin á bak aftur." Og síðan segir hann: „Hver þorir að segja, að liann vilji þetta? Enginn. En kommúnistar vilja þetta. Þeir skilja, hvað í vændum er, ef þjóðin æðir áfrarn í gullleit og gróðavímu á feigðar- braut vaxandi dýrtíðar. Þeir sjá hrunið, sem þá bíður íslendinga, verðleysi peninganna, afnárn eignarréttarins, upplausn sjálfs þjóðfélagsins.“ En sá maður, sem þannig tal- aði, myndar svo stjórn með kommúnistum. Hans flokkur telur það nú svartsýnisstagl hjá okkur Framsóknarmönnum, að við viljum lækka dýrtíðina. En svo ánægðir eru kommúnistar í stjórn með þessum ráðherra, að nú fyrir kosningar skrifa þeir bæði Sjálfstæðisflokknum og Al- þýðuflokknum og óska eftir að stjórnarsamvinna haldist með þeim áfram. Þeir sjá, hversu vel þeim miðar í þeirri samvinnu að sínu marki. Að því marki, að geta gert hér byltingu eftir Moskvafyrirmynd undir Moskva- yfirstjórn. Og þrátt fyrir þá glöggu sýn, er núverandi forsætisráðherra hafði 1942 af óláni Joví, er dýr- tíðin myndi leiða þjóðina í, ef ekki væri að gjört, þá hefir and- inn frá Moskva rænt suma af hans fylgismönnum skilningi á einföldustu grundvallaratriðum fjármála svo mjög, að fyrir fáunt dögum sagði einn þeirra í út- varpsumræðu: „Vegna dýrtíöarinnar fáum við fleiri dollara og fleiri pund fyrir afurðir okkar.'- Græða verkamenn á dýrtíðinni? Þeim ósannindum hefir verið haldið fram í blöðum stjórnar- innar, að Framsóknarflokkurinn vildi lækka dýrtíðina á kostnað verkamanna. En græða verka- menn á dýrtíðinni? Og hversu vel Itafa ráðherrar Alþýðuflokks- ins og sósíalista gætt réttar verka- manna urn kaup þeirra? Því láta þeir það viðgangast, að vísitalan sé reiknuð miklu lægri en hún er í raun og veru? Þeir liafa tvö- falt verð á kjöti. Láta reikna vísi- töluna aðeins eftir lægra verð- inu. Húsaleiguvísitalan er nú aðeins 136 stig, en húsaleigan er víðast orðin margföld við það, sem hún var lyrir stríð. Með þessu eru verkamenn og laun- þegar látnir fá mun rninni laun en þeim bar, væri rétt mynd af dýrtíðinni lögð til grundvallar. Stjórnmálasiðferðið Þjóðin má ekki taka lausatök- um á sínum stærstu viðfangsefn- um. Hún má ekki trúa öðrum en þeim mönnum, sem hún treystir, fyrir fjármálum sínum. Ef vel á að fara, verðurn við að draga úr útgjöldum ríkissjóðs. Til þess eru ýmis ráð, svo sem að fækka nefndunum og með því að gera stjórnarfarið fábrotnara en það er nú. Eg fullyrði, að stjórn- arfarið er of margbrotið, enda viðurkenndi einn fulltrúi stjórn- arflokkanna það í útvarpsum- ræðunum hér um daginn. Og sá hinn sami sagði (Gylfi Þ. Gísla- son): „Siðferðið fer versnandi í stjórnmálum. Aðalatriðið er að vilja sjá annmarka og vilja bæta úr þeim.“ Kn ])að er eins og stjórnarblöð- in vilji nú alls ekki sjá annmarka stjórnarfarsins, og ])ví hamast þau eins og þau geta gegn Fram- sóknarflokknum fyrir það, sem harin vill lagfæra í stjórnmála- ástandinu. Kaupin á atvinnu- tækjum Til þess að reyna að fyrir- byggja misskilning, þá vil ég taka fram, að ég tel rétt að all- miklu af innstæðufé þjóðarinnar sé varið til nýrra atvinnutækja. Það var sjálfsagt, að kaupa skip og vélar og byggja verksmiðjur. En um það má deila, livað þessi þróun megi vera ör, til þess að vinnukraftur landsmanna nægi. En annað mál er það, að það eru slæm mistök, sem orðið hafa um kaup á ensku togurunum, ef þeir hafa verið keyptir mik.lu liærra verði en þörf hefir verið til, eftir því sem einn þingm. Sjálfstæðis- flokksins lrefir upplýst, og ef þeir þegar eru að verða of gamaldags. Kaup á nauðsynlegum atvinnu- tækjum eru sjállsögð. En það er sorgleg saga um skeytingar- og hirðuleysi í fjármálum, að inn- | stæður þjóðarinnar skyldu á sl. ári minnka um marga tugi millj- óna. Þessu fé helir verið glatað fyrir ýruiss konar ónauðsynlegan innfluining, í ferðaflangur o. s. frv. — Það sern af er þessu ári, er 37 rnillj. kr. viðskiptahalli við útlönd. Blöð Alþýðuflokksins og Sósíalistaflokksins hafa mikið talað um heildsalagróðann, bæði þann leyfilega og óleyfilega. En flokkarnir liafa 4 menn í ríkis- stjórninni. Hvað hafa þeirra menn þar gert í þessunr málum? F.kki neitt. Afengismálin Á stjórnmálafundinum í Sam- komuhúsinu um daginn sýndi ég fram á ])á lrættu, sem stafaði af hinni óhóflegu, sívaxandi vín- drykkju. Það vai' selt áfengi fyrir 40 millj. kr. sl. ár, og hafði ríkis- sjóður 32 millj. kr. tek'jur af því. Einn af ræðumönnum, sem tal- aði þar, sem sjáffur er bindindis- maður, taldi leitt, ef Jretta mál væri dregið inn í stjórnmála.um- ræður. En að komast hjá því er ekki hægt, ef nokkuð á að gera. Hin mikla og óhóflega peninga- þörf ríkisstjórnarinnar freistar hennar til þess að láta selja mikið af áfengi, því að þar er fljóttekn- astur stundargróði fyrir ríkis- sjóðinn. En eins og ég benti á á þeim fundi, þá er þetta falsgróði, og vegna hans bíður þjóðin óbæt- anlegt tjón í siðferðislegu og fjárhagslegu tilliti. En ntenn geta gert sér ljóst, hvaða óhemjuupp- hæð það er, sem þjóðin eyðir nú í áfengi, að tekjur ríkisins af ])ví á einu ári eru nú nær helmingi meiri en allar tekjur ríkissjóðs voru fyrir stríð. Árin 1916—17, meðan alger bannlög voru í gildi hér á landi, voru samkvæmt skýrslu lögreglunnar í Rvík eng- in gróf afbrot framin þar, en að- eins 22 tnenn settir í varðhald vegna minniháttar afbrota, en í fyrra voru þar kveðnir upp 2700 sektardómar vegna ölvunar og annarra áfengisafbrota. Ög 4 lyrstu mánuði þessa árs hefir ransóknarlögreglan í Rvík hal't 104 þjófnaðarmál til meðferðar (reiðhjólaþjófnaðir þó ekki með- taldir) og á sama tíma hefir götu- lögreglan þar handtekið 1278 ölvaða menn og konur til gist- ingar í fangageymslu. Og lýsingar blaða og útvarps á siðferðisástandinu í höfuðborg- inni sýna, að þar er eitt stærsta vandamál þjóðarinnar. Og sér- staklega eru athyglisverðar grein- ar þær, seni skráðar eru í blaðið „Mannbjörg", er korrur í Rvík gefa út. Orsakir þjóð- . spillingarinnar Og orsakirnar, er til þessarar þjóðspillingar liggja, eru aðsjálf- sögðu ýmsar. En þó mun fjár- eyðslan, sem að miklu kemur af virðingarleysi manna fyrir hinni sífallandi krónti vorri, vera ein aðalásfæðan, svo og hin tak- markalausa áfengissala. — Hér verða að verða straumhvörf, ef þjóðin á að haldast í tölu menn- ingarþjóða. Ef þessi vaxandi ])jóðspilling verður ekki læknuð, Jrá er vá fyrir dyrum þjóðarinnar | um fjármá! hennar, sjálfstæði og tilveru. Komist ég á þing, þá mun ég gera það sem ég get til þess að hefta álengisausturinn og stefna að því að losa þjóðina svo fljótt sem auðið verður við áfengis- ósóniann. A því mun hún græða bæði siðferðilega og fjárlragslega. 1 Akureyri afskipt 1 blöðutn hér á Akureyri hafa þingnrenn Sjálfstæðisfl. og Sósía- lista deilt um, hvorurn bæri að þakka það, sem Akureyrarbær lrefði fengið lrá ríkissjóði sl. kjör- tímabil. Eg ætla ekki að blanda mér inn í þá deilu þeirra. Býst við því, að þeir báðir hal’i stutt að þeim málum að sjálfsögðu. En bæði mér og fleiri bæjarbú- unr finnst, að við Ak'ureyringar lrafa verið illa afskiptir af ný- sköpunartækjunr ríkisstjórnar- innar. Eg hefi hér oft á fundunr talið sjáffsagt, að við Akureyr- ingar ynnmrr að Jrví, að lýsis- lrerzlustöð ríkisins verði reist lrér. Eg veit ekki til þess, að þing- menn bæjarins Irafi neitt ururið að því nráli, en ráðlrerra sá, er fyrir þeinr málttm ræður, ákveð- ur að setja hana niður ;í Siglu- firði. Þar sýnist j)ó talsvert af verksmiðjum fyrir, en skilyrðin fyrir því að þar verði stórbær, eru mikhi verri en Irér á Akur- eyri. Sömuleiðis lieli ég oft rætt unr áburðarverksmiðju hér. Sam- band ísl. sanrvinnufélaga artlaði að reisa hér áburðarverksmiðju, ef ríkið tæki það nrál ekki að sér. Nú hefir ríkisstjórnin sett nefnd í það mál. Eg, ásanrt fleiri bæjar- fulltrúunr, lröfunr rætt við nefnd- ina um möguleika til þess að á- burðarverksnriðja væri hér. En stjórnarvöldin sýirast liafa ákveð- ið henni stað í Rvík. Annars er nrér sagt, að það sé borið út unr bæinn nú, að ég sé á nróti því, að verksnriðjur séu reislar lrér. Sannleikanum er hér svo gersanr- lega sntiið við, því að ég efast, unr að nokkur borgari bæjarins liafi ol'tar í ræðunr en ég talið sjálf- sagt, að vinrra að því, að lrér yrðu reistar fleiri verksnriðjur og allt væri gert senr lrægt væri til þess að lramla á nróti því, að i)ll at- vinnuþróun landsnranna yrði í Rvík og nágrenni hennar. Siglingarnar Sama er að segja unr Fram- sóknarnrenn og lrlað þeirra hér á Akureyri. Þeir vinna að því mark visst að gera Akureyri al' unrskip- unarhöfn fyrir Norðurland og jafnvel Austurland, og losa Akur eyringa við þann skatt, er þeir greiða Rvík fyrir þær vörur sín- ar, sem þar er skiþað í land. KEA og SIS hal'a þegar hafizt handa Qg keypt stórt vöruskip, er sigla á frá útlöndum beint til Akur- eyrar. Og í KEA og SÍS ráða Framsóknarflokksmenn. Sjálfstæði þjóðarinnar llm sjálfstæðismál þjóðarinn- ar vil ég segja þetta: Frá því að ég var drengur, var það mín draumsjón og aðaláhugamál, að Ísland yrði sjálfstætt ríki, að engin erlend valdabönd lrvíldu á þjóðinni. Nú er þessi draum- sjón orðin veruleiki. En hættur eru nrargar. Til þess að halda sjálfstæði voru, verðum við að gæta vel fjármála vorra og sið- menningar. Vér verðum að gæta vor vel í öllum viðskiptum við aðrar þjóðir. Óvirðuleg æsinga- skrif í garð vinveittra þjóða tel ég sté)rh;ettuleg. Má þar benda á ýtiiis þau skrif, er Sósíalistablöð- in hala skril'að tun Bandaríkin og Bretland. Það er einkenni- legt, að utanríkismála- og forsæt- isráðlierra skuli þola stjórnar- biöðum slík skrif. En að sjálf- sögðu er mikill sannleikur í þess- um orðum, er spakur maður sagði einu sinni: „Guð varðveiti mig fyrir. vinum mínum. Fyrir óvinum mínum gæti eg mín sjálfnr.“ Vér verðum að vera á verði gagnvart þessum þjóðum, sem eg nefndi, þótt þær hafi sýnt oss vinsemd og vér séum á þeirra áhrilasvæði og hljótum að Iúta þeim hernaðarlega á hern- aðartímum. Þó er sjálfsagt að leyla þeim ekki á friðartímum hersetu hér á landi. Al' veru út- lends hers hefur þjóðin þegar halt að ýmsu leyti menningar- legt tjón, en gæti síðar orðið meira, ef her sæti hér lengur. Þá verðum vér og að vera á verði fyrir alls konar pólitískum er- lendum áróðri. A þeirri öld, sein þjóðin glataði sjálfstæði sínu þá var uppi hér maður, sem kallað- ur var Guðmundur góði. Hann mat minna íslenzk lög en útlend. Útlend lög sem hann kallaði guðslög. Hann gerði uppreisn gegn þjóðskipulaginu. Honum fyl'gdu þeir, sem ekki virtu inn- lendan rétt og innlend lög. Hann barðist í góðri trú lyrir látæklinga og fyrir þá, sem urðu utan gátta í þjóðfélaginu. Bar- átta hans leiddi af sér lall þjóð- veldisins. En fátæklingarnir, sem hann vildi hjálpa urðu fátækari en nokkru sinni fyrr, svo fátækir að þeir hrundti niður úr hungri. Nú eru hér á landi fleiri en einn Guðmundur góði. Hinn austræni myrkviður Eins og Guðmundur liélt í í góðri trú að páfinn í Róm sæi bez.L hvernig málum væri skipað á íslandi, þá halda þessir góðu Guðmundar nútíntans að austur í Krcml séu þau allt sjáandi augu, er leitt geti þá og íslenzku þjóðiria fram til farsældar. íslenzka útvarpið skýrði frá því nýlega að forsætisráðherra Breta hefði nýlega sagt í ræðu, að Rttssar líktust þjóðflokki, sem alinn væri upp í myrkviði og þekkti ekki Ijósið fyrir utan. Hvað rnargir Akureyringar munu óska þjóðinni inri í aust- ræna myrkviðinn? En þeir sem kjósa kommúnista og banda- rnenn þeirra á þing, ljá þeirri stefnu lið. ERLEND TÍÐINDI. (Framhal daf 2. síðu). Aðalblað brezku stjórnarinn- ar, Daily Herald, hefir svarað þessu þannig, að ef Rússar haldi áfram uppteknum hætti, ráðist á Breta og kenni þeim um það sem hlýtzt af stirfni rússneskra stjórn- málamanna, hljóti svo að fara, að Vestnr-Evrópuríkin sjái sér ekki annað fært en viðurkenna, að stríð sé ekki lengur óhugs- andi. Engin ngeti þá lengur vit- að hvað Rússar ætlist raunveru- lega fyrir.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.