Dagur - 28.06.1946, Side 2

Dagur - 28.06.1946, Side 2
9 D AG U R Föstudagur 28. júní 1946 Þjóðfélaginu stafar mikil hætta af einræðisstefnu Kommúnistaflokksins íkveikjusprengja sundur- lyndisins. ' Fyrir tveim árum ritaði eg grein, þar sem eg deildi á hjá- setumennina við forsetakjörið á Alþingi það ár, sérstaklega á þingmenn Sósíalistaflokksins fyr- ir það að þeir — allir í hóp — skyldu verða fyrstir landsmanna til að rjúfa þá þjóðlegu einingu, sem skapast hafði dagana 20.— 23. maí það ár og varpa fyrstu íkveikjusprengju sundurlyndis og ófriðar rneðal þjóðarinnar — á mestu hátíðarstund hennar á hinum fornhelga stað. Einkum vegna þess, að það var að ástæðu- lausu, þar sem í kjöri var jafn virðulegur og velgefinn maður og herra Sveinn Björnsson er, maður, sem gengt hafði með sæmd ábyrgðarmiklu starfi, hlot- ið almannalof- fyrir kurteisi og ljúfmennsku og verið einróma kjörinn af Alþingi ríkisstjóri ís- lands fyrir 4 árum. En þar eð umræður voru þá liafnar milli allra þingflokkanna um stjórnarmyndun og í þeirri von að takast mætti að mynda „þjóðstjórn", sent unnið gæti landinu gagn, líkt og þjóðstjórn- in frá 1939—’42 hafði gert var greinin ekki birt. Stýrt á skerið. Eins og allir vita strandaði þessi tilraun til myndunar þjóð- stjórnar á dýrtíðarmálinu — mál- inu sem blöð allra flokka höfðu áður talið nauðsynlegt að taka tökum. IJað voru foringjar og þingmenn Sósíalistaflokksins, sem stýrðu á skerið. En grátbros- legt var það, að sá maður, sem skeleggastar ræðurnar hafði flutt um bölvun dýrtíðarinnar og tal- ið það „þjóðarmorð" að auka hana, skyldi verða óðfúsastur allra að ganga í eina sæng til stjórnarmyndunar með „rúss- neska vikapiltinum", sem blað lians ræðir svo mikið um þessá dagana, og taka á sitt bak með þeim ábyrgðina af hækkun vísi- tölunnar í tíð núverandi stjórn- ar í 282 stig. Hefir hann því, að eigin dómi gerst „þjóðar-morð- ingi“, þótt ekki sé talin hin dulda hækkun vísitölunnar — sem er eitt af „nýsköpun" núverandi stjórnar — og miklu meiri en hin (samanber ummæli J. Blön- dals) og kemur þar að auki miklu verr niður á launalýð landsins, þar sem engin verðlags- uppbót fylgir henni. En meðal annarra orða: Hvern- ig er það með þessa „rússnesku vikapilta" — foringja Sósialista- flokksins - sem leynt og ljóst taka hagsmuni framandi lands fram yfir hagsmuni sinnar eigin þjóðar. Eru það ekki stórhættu- legir menn fyrir sjálfstæði okkar nýstofnaða lýðveldis? Er ekki hætt við að þeir geti blekkt og talið til fylgis við sig auðtrúa og hrekklausa kjósendur, úr því að þeir geta vafið formanni stærsta þingflokksins og þaul- vönum stjórnmálamanni um fingur sinn? Er ekki full ástæða til að athuga framkomu þessara „pilta" núna fyrir kosningarnar sem fara í lrönd? Svo margar blikur eru nú á lofti, sem ógnað geta okkar unga sjálfstæði og svo mörg vandamál sem næsta þing þarf að ráða farsællega til lykta, að fnll þörf virðist á að sendir séu á þing aðeins þjóðhollir menn, sem af einlægni vilja vinna að velferð þjóðarinnar, Vil ég leyfa mér að drepa með fáum orðum á hvernig umhorfs var hér á landi þegar kommúnista- foringjarnir komu til skjalanna og hvað þeir hafa gjört. Trúboð kommúnista. Þegar trúboðar kommúnista hófn starfsemi sína hér á landi hafði hagur landsmanna batnað mjög á nokkrum undanförnum áratugum. Verzlunin aukist Og batnað mjög mikið; kaupfélög störfuðu víðsvegar um landið til hagsbóta fyrir almenning; ís- lenzkir menn búnir að ná verzl- uninni úr höndum Dana að rnestu eða öllu leyti; sjávarútveg- urinn aukist stórkostlega og gaf margfaldan arð við það sem áður var. Landbúnaðurinn einnig tekið miklum framförum og komizt á öruggari grundvöll. Samgöngur aukist og batnað að miklum mun — bæði innanlands og landa á milli — og þjóðin eignast nokkur flutninga- og far- þegaskip. Hagur vinnufólks og verkamanna hafði batnað stór- um og þeir fengið ýmsar réttar- bætur og meiri möguleika til menntunar og sjálfstæðrar stöðu. Sigur var unninn í stærsta máli þjóðarinnar — sjálfstæðismálinu — með sambandslaga-samningn- um 1918. í stuttu máli: Það var t or, hæg og jöfn þróun og gró- andi í íslenzku þjóðlífi sem spáði þjóðinni allri góðu sumri og far- sælli framtíð, Jrví „sígandi lukka er bezt.“ Frumherjar kommúnista hér \orn tvenns konar menn: þeir, sem höfðn látið blekkjast af á- róðri rússnesku kommúnistanna og skutilsveina þeirra og trúðu í einlægni á kennisetningar flokksins og aðrir, sem sáu þarna ágætt tækifæri til að láta fjöld- ann lyfta sér til vegs og valda. Þegar í byrjun var þeim Jiað Ijóst að erfiðara mundi að fá aljrýðn íslands til fylgis við sig, heldur en Jaeim Lenin og Trotsky og öðrum rússneskum byltinga- mönnum varð að fá hinn marg- þjakaða, kúgaða og fáfróða ör- eigalýð Rússlands, trylltan af hörmíingum stríðsins og hrakför- um fyrir Þjóðverjum í heims- styrjöldinni til að hefja byltingu og brytja niður meðbræður sína. En byltingu vildu þeir hafa. Það sanna ómótmælanlega orð tveggja æðstu presta þeirra. Ein- ar Olgeirsson sagði á fjölmenn- um fundi að ,,ekki mætti horfa í að gera byltingu þó það kostaði b1óð.“ Og Brynjólfur fann ráðið til Jress: „skapa öngþveiti og uþplausn meðal þjóðarinnar." Og þeir hófust handa: tóku „orðsins list“ í þjónustu sína, og mátti segja um þá eins og Gissur jarl forðum, að mál þeirra „rann sem Ránarfall." Þeir hrifu strax nokkur auðtrúa og hrekklausar sálir með sér sem létu stjórnast af tilfinningum sínum í stað skynseminnar. Og kommúnista- flokkúrinn var stofnaður. Upplausnin varð takmark. Kommúnistaforingjarnir sáu fljótt að ef þróun undanfarins tírna héldi áfram óáreitt og þjóð- inni vegnaði æ betur og betur eftir Jjví sem lengra leið, þá mundi enginn jarðvegur verða hér fyrir byltingu, engin von um \’öld og metorð fyrir j)á. Þeir hófu því þegar sókn sína og tóku að vinna að upplausninni með því að slá á lægstu strengi mann- sálarinnar: vekja hatur, tor- tryggni, úlfúð og öfund manna á milli og hvetja til ófriðar „stétt móti stétt." E n k o m m ú n i s t a f o r i n g j a r n i r urðu fyrir vonbrigðum. Aljrýða íslands var hyggnari og fastari fyrir en Jieir höfðu búist við. Að vísu heppnaðist þeim að vinna hið mesta skemmdarverk með því að kjúfa verklýðsfélögin. verkamönnum bæja og þorpa til hins mesta tjóns. Að öðru leyti unnu þeir lítið á: gátu ekki unn- ið sér neitt þingsæti eða komizt í neinar áhrifastöður. Breitt yfir nafn og númer. Þegar trúboðum hins aust- ræna lýðræðis og valda-,,speku- löntum" varð það ljóst, að allur þorri íslenzkra verkamanna lét ekki blekkjast af málrófi Jieirra og vildi ekki fylgja þeim í því að skapa öngþveiti og bágindi í landinu, ekki fallast á að hefja blóðsúthellingar, eða afneita kristinni trú og föðurlandsást — sem á fyrstu árum kommúnista hér var eitt af því sem Jreir vildu rífa niður, var skipt um brögð. Fyrst vonlaust var að vinna sigur við dagsbirtuna með því að koma fram eins og þeir voru klæddir, þá var reynandi að vinna í myrkrinu og fela úlfinn undir sauðargæru. Þeir byrjúðu þá á því að fleygja hinu illa Jiokkaða kommúnistaheiti og taka sér annað nafn. \'ið nánari athugun fannst þeini vissara að hafa nöfnin tvö, svo síður skykli sjá í gegnum þau og nefndu því flokkinn „Sameiningarflokk al- Jrýðu — Sósíalistaflokkinn." Sér- staklega átti fyrra nafnið að breiða yfir þá staðreynd að for- ingjarnií höfðu frá því fyrsta gert allt hvað þ'eir gátu til að sundra alþýðunni. Þetta hreif. Menn eru fljótir að gleyma. Og hrekklausir menn halda aðra eins og sjálfa sig. Nokkrir létu blekkjast, sáu ekki í gegnum svikahjúpinn og gengu í flokk- inn. Árangurinn varð því sá, að við næstu Alþingiskosningar kom Sósíalistaflokkurinn einum manni með tveimur dilkum inn á löggjafarjring Jrjóðarinnar árið 1939.' Eins og kunnugt er, skeði það árið 1939 að foryztumenn tveggja stærstu einræðisríkja heimsins gerðu með sér vináttu- bandalag, til að hrinda af stað þeirri voðalegustu styrjöld, sera háð hefir verið hér á jörð síðan heimurinn byggðist og með þeim afleiðingum, að enn jijáir hungr- ið mannkynið meir en nokkru sinni áður og ógnar með hungur- dauða hundruðum milljóna manna víðs vegar urn heim. Þessi t\ ö mestu herveldi álfunnar fóru síðan að kúga smáríkin og önnur minni máttar ríki í Evrópu með hótunum og vopnavaldi. Fór svo á skömmum tíma að útlit var fyr- ir að öll lýðríki álfunnar mættn lúta í lægra haldi fyrir yfirgangi og ofsa þessara tveggja stórvelda. Áreiðanlega hefir mörgum góðum manni í Sósíalistaflokkn- um verið nóg boðið og hann far- með „nýsköpunina" — sem sósíal- istaforingjarnir þakka sér nú mest — ef þeir hefðu fengið að ráða þá? 5) Haldið þið, að það hefði orðið til hagsbóta fyrir íslenzku þjóðina, ef þingmenn Sósíalista- flokksins hefðu verið í meiri hluta á Aljiingi og getað komið fram þeim vilja sínum, að liinn hagkvæmi herverndarsamningur við Bandaríkin hefði ekki verið gjörður, en Bandaríkjamenn leyst Breta af verði, án Jaess við fengum nokkur fríðindi í stað- inn? 6) Haldið þið, að það hefði orðið hinu nýstofnaða, íslenzka lýðveldi til gagns eða sóma, að fara að vilja rússnesku einræðis- herranna og hinna auðsveipu þjóna þeirra hér og segja Mönd- ið að efast um réttmæti skoðana ulvelduni™ ^tríð á hendur? 7) Haldið JdíÖ, að það hafi auk- foringja flokksins, þegar þeir lýstu velþóknun sinni yfir þess- tim þokkalegu aðförum vinannal í austri. Þreifiangar snigilsins. Eg hefi hér að framan stiklað á stóru og tekið fátt af mörgu. En eg hygg það nægi til að sýna óheilindi sósíalistaforingjanna: Hvernig þeir líkt og snigillinn skjóta þreifiöngum sínum und- an skelinni og draga |)á þegar inn aftur, er Jreir finna andúð al- mennings — og þó sérstaklega sinna eigin flokksmanna. — Hvernig þeir reyna — eftir getu — að fela aftur úlfshárin, sem smám saman hafa gægst undan tvöfaldri gærunni. íhugunarefni fyrir hugsandi íslendinga. Nú vil eg biðja alla atkvæðis- bæra íslendinga — menn og kon- ur — sem unna landi sínu og þjóð, alla sem ant er um heiður sinn og heill barna sinna og af- komenda þeirra á ókomnum tímum, að atliuga vel og svara hreinskilnislega með sjálfuin sér eftirfarandi spurningum, áður en Jieir ganga að kjörborðinu þ. 30. þ. m.: 1) Haídið þið að þjóðinni mundi vegna betur, ef hún af- neitaði guðstrú og föðurlandsást, og stofnaði til „öngþveitis, upp- lattsnar og blóðsúthellinga“? 2) Haldið Júð að íslenzk aljrýða hafi hagnast á því að foringjar kommúnistar klufu aljiýðusam- tökin á sínum tíma? 3) Haldið þið að íslenzka þjóð- in væri nú betur stödd, ef ís- lenzkir verkamenn og sjómenn hefðu farið að vilja sósíalista-for- ingjanna, neitað að vinna hjá setuliðinu og flytja fiskinn til Breta og slegið þannig úr hendi þjóðarinnar meginið af þeim hundruðum milljóna króng, sem íslendingar eignuðust í Bret- ’andi? 4) Hvernig mundi það vera ið veg og virðing Alþingis 1944 — sem þá hafði stórum hrakað 2 síðustu árin eftir að Sósíalistafl. jók þingmannatölu sína og áhrif á þinginu — að allir Jiingmenn Jæss eina flokks — 10 að tölu — skyldu sitja hjá við fyrsta forseta- kjörið á heiðursdegi Jrjóðarinn- ar og sýna svo skömmu síðar þingi vinveittrar þjóðar, sem stutt hafði lýðveldisstofnun okk- ar allra þjóða mest, megnustu andúð og ókurteisi? F.g læt þetta nægja. Ef að þú, kjósandi góður, við ítarlega og hreinskilnislega yfirvegun álítur, að það hefði orðið heillaríkra fyrir okkar fámennu þjóð, að fara að ráðum sósíalistaforingj- anna í framangreindum atriðum, þá auðvitað greiðir þú Sósíalista- flokknum atkvæði þitt. En kom- iz.t Jni að gagnstæðri niðurstöðu, er SKYLDA þín að vinna á móti honum, meðal annars og sérstak- lega með því að gefa einhverjum þeirra þriggja flokka, sem rneta meir hagsmuni okkar íslendinga, en nokkurra drottnunargjarnra ofbeldisseggja austur í Rússíá, atkvæði þitt, sérstaklega þeim flok-ki, sem sósíalistaforingjarnir hata nú mest, vegna þess að hann er líklegastnr til að koma í veg fyrir að hin duldu öng- þveitis- og byltingaáform og 'aldadraumar þeirra rætist — vramsóknarflokknum. Flokksleysingi. MUNIÐ: MIKIÐ ÚRVAL AF ALLS KONAR SNYRTIVÖRUM Stiörnu Apótek DRENGJA-SPORTFÖT á 4, 5 og 6 ára Kaupfélag Eyfirðinga Vefnaðarvörudeild WKHKHjHjiJtJIJOtJtJttlJIJiJIJtJttíJt^^

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.