Dagur - 22.08.1946, Side 2

Dagur - 22.08.1946, Side 2
2 D A G U R Fimmtudagur 22. ágúst 1946 Verðbólgustefna, • Hrunstefna, Framfarir, ■ Áfturhald Stjórnarflokkarnir þrír hafa gefið sér sameiginlegt nafn og kalla sig framfaramenn og stefnu sína „nýsköpun". Stjórnarand- stæðinga kalla þeir aftur á móti afturhaldsmenn og stefnu þeirra hrunstefnu. Grundvöllurinn undir stefnu stjórnarflokkanna, eins og hún kemur fram í orði og verki, er sívaxandi verðbólga og dýrtíð. Væri Jrví rétt að kalla þá verð- bólguflokkana og stefnu þeirra verðbólgustefnu. Innst inni í hugarfylgsnum Joeirra virðist þó felast ótti við þessa sameiginlegu stefnu sína. Hann kemur fram í Jdví að vilja dylja verðbólgustefn- una undir falskri framfærsluvísi- tölu. Stjórnarandstæðingar halda }>ví fram, að verðbólgustefna stjórnarflokkanna leiði til hruns atvinnuveganna og fjármálalífs- ins, þó að enn fljóti vegna hinn- ar miklu innstæðu þjóðarinnar erlendis, sem hún safnaði á stríðsárunum og er því ekki ann- að en stríðsfyrirbæri, sem nú gengur óðum á. Og hvað tekur þá við, þegar innstæðurnar eru eyddar og verðfallið dynur yfir, og framleiðsla okkur ósamkeppn- ishæf á erlenduiu mörkuðum vegna margfalds framleiðslu- kosnaðar við það, er annarstaðar gerist? Þá hefst hrunið, sem Fram- sóknarmenn hafa spáð að hlyti að koma að óbreyttri stefnu stjónarflokkanna, og sem þeir hafa sí og æ varað við og hvatt til að komið yrði í veg fyrir með því að draga úr verðbólgunni og með gætilegri fjármálastjórn. Þeim aðvörunum hafa forkólf- ar stjórnarflokkanna jafnan svar- að með brígzlyrðum um aftur- hald og að Framsóknarmenn væru á móti allri „nýsköpun“. Þessi síendurtekni söngur stjórn- arliða bendir á algerð rök}>rot frá þeirra hendi. Barátta Fram- sóknarmanna gegn hruni, nefna stjórnarsinnar hrunstefnu, og er það algert nýmæli um leið og það er fávíslegt, að kenna stjórn- málamenn við það, sem þeir berj- ast á móti. Samkvæmt því ætti að nefna kommúnista lýðræðismenn, af því að þeir berjast á móti vest- rænu lýðræði ,en vilja koma á austrænu flokseinræði. Sam- kvæmt því ætti að nefna Al- þýðuflokkinn atvinnuleysisflokk, af því að hann berst á móti at- vinnuleysi. Samkvæmt því ætti að nefna Sjálfstæðisflokkinn bændaflokk, af því að foringjar hans berjast á móti réttlæti til lianda bændastéttinni. Það, sem tengir forvígismenn Sjálf'stæðisflokksins og kommún- istaflokksins saman til stjórnar- samstarfs, er verðbólgustefnan. Forkólfar Sjálfstæðisflokksins vilja halda stjórnarsamstarfinu við, til þess að heildsalir og aðrir braskarar geti lialdið áfram að raka saman fé á kosnað alþýðunn- ar, en til þess er vaxandi verð- bólga helzta og tryggasta ráðið um stundarsakir. Fulltrúar kommúnista unna verðbólgunni . hugástum , því að með henni telja J>eir að skapist jarðvegur fyrir byltingú. Leiðtogar Alþýðu- flokksins sjá suntir hvert stefn- ir, en þora ekki annað en halda í hurnátt á eftir af ótta við, að I ... komúnistar stimpli Jrá ella sem afturhaldsmenn. Þessi óheil- brigðu bönd binda stjórnarflokk- ana saman til óheilbrigðra stjórn- arsamstarfa. Þetta þríþætta stjórnarspyrðu- band prédikar fyrir landslýðn- um, að Framsóknarflokkurinn sé pólitískt gjaldþrota og foringjar hans J>ýðingarlausir menn, sem ekkert hafi fram að bera }>jóðinni ttl farsældar. Stjórnarsinnar treysta Jjví, að fjöldanum sé ó- kunnugt um það, að flest fram- faramál, sem afgreidd voru á síð- asta Jjingi, áttu rót sína að rekja til meira og minna langvinnrar baráttu Framsóknarmanna. Má J>ar til nefna raforkulögin, lögin um strandferðaskipakaupin, sem stjórnarliðið svæfði 1944, lögin um aðstoð við íbúðarhúsabygg- ingar, lögin um aukið lánsfé til landbúnaðarins, um aukna ríkis- ábyrgð vegna saltfisksölunnar, um framlög til verbúðabygginga o. m. fl. Það mun reynast erfitt að halda mönnum til lengdar við Jjá trú, að þeir menn, sem beita sér fyrir þeim framfaramálum, sem hér hafa verið nefnd og mörgum öðrum Jjvílíkum, séu steinrunnir afturhaldsseggir og fjandsamlegir öllum framförum. Það getur tekizt að blekkja fjölda kjósenda um stundarsakir, en ekki til langframa. —o— Stjórnarsamstarf stórgróða- mannanna í Sjálfstæðisflokkn- um og foringja verkalýðsins á þeim grundvelli, er að framan getur, er eindæma fyrirbrigði í stjórnmálasögú allra landa. Sá tími hlýtur að koma fyrr en síð- ar, að samstarf þessara aðila hlýtur að rofna, en þegar svo er komið, leitast hvor þeirra við að kúga hinn. Þá kemur starf Framsóknarflokksins í góðar j>arfir, sem verður í Jjví innifalið að safna saman öllum þeim um- bótaöflum, sem fyrir hendi eru í hinum flokkunum, til björgun- ar J>ví, er bjargað verður í hruni verðbólgunnar. Sá tími mun koma innan skamms, að fjöldinn að núverandi fylgismönnum stjórnarstefnunnar skilur og sér J>á miklu hættu, sem J>ví er sam- fara, að Moskvamenn og auð- jöfrar og braskarar Sjálfstæðis- flokksins drottni í sameiningu ylir }>jóðmálunum eins og nú á sér stað. í stað þess ömurlega á- stands, sem forráðamenn núver- andi stjórnarflokka liafa leitt J>jóðina í með verðbólgustefnu sinni og I járglæframennsku, tek- ur þá við róttæk umbótastjórn undir forustu Framsóknarflokks- ins. Sá flokkur á eftir að vinna mikilvægt hlutverk í björgunar- og viðreisnarstarli . íslenzku }>jóðarinnar. Aðalmálgagn verðbólgustjórn- arinnar, Morgunblaðið, birti snemma í }>essum mánuði mynd af kröfugöngu, sent verkalýðs- sambandið CIO í Bandaríkjun- um elndi til í mótmælaskyni gegn dýrtíð og verðbólgu }>ar í landi. Mbl. lét myndinni fylgja eftirfarandi orð: „Verkalýðssambandið CIO I Bandaríkjunum hefir gengizt íyrir kröfugöngum í mörgum borgum gegn dýrtíðinni í land- inu, en vöruverð hefir hækkað mjög, síðan verðlagseftirlitið var afnumið. Verkalýðssambándið hefir komizt að raun um, að það er tilgangslaust að fá liækkað kaup, ef verð á nauðsynjavörum Iieldur áfram að hækka um leið“. Þarna hitti Mbl. naglann á höfuðið. Þarna er tekinn fram kjarninn úr kenningum Frarn- sóknarmanna um dýrtíðina nú um nokkur ár. Það er enginn á- vinningur fyrir verkamenn og launj>ega að fá fjölda af útþynnt- um krónum til að greiða með nauðsynjar, sem síhækka hlut- fallslega við sílækkandi krónur. Þar á ofan bætist svo óhentjuleg- ur milliliðakostnaður á flestum sviðum viðskiptalífsins. Þessi svikamylla er nú í fullum gangi hér á landi, studd og viðhaldið af núverandi valdhöfum auð- magns og verkalýðsleiðtoga, sem ginna fjöldann af alþýðufólki til fylgis við þessa óheillastefnu undir því yfirskini að verið sé að dreifa stríðsgróðanum út meðal almennings. En ef verð- bólga og dýrtíð er til óheilla al- menningi í Bandaríkjunum, eins og Mbl. gefur í skyn, }>ví skyldi útkoman ekki vérða hin sama á íslandi. En hvers vegna er Mbl. á þennan óbeina hátt að vara við dýrtíðar- og verðbólgustefnunni, sent það þó ver af ýtrustu kröft- um svo að segja dag hvern? Sum- ir álíta, að þetta sé gert til að storka foringjum verkamanna, em auðvaldið hefir flekað til samvinnu við sig. Aðrir telja J>etta aðeins stafa frá venjulegri Mbl.-heimsku. Hugsanlegt er iíka, að samvizka Mbl. sé eitt- hvað örlítið óróleg út af því. að það sé að vinna að röngum mál- stað, þegar það er að verja verð- bólgustelnu stjórnarinnar, og því hafi þessi viðvörun gegn J>ess eigin stefnu skotizt upp á yfirborðið. En líklega verður J>etta að mestu óráðin gáta. —o— Meðal ]>eirra þjóða, sent ís- lendingar líta upp til um stjórn- arfar, að undanteknum komm- únistum, berjast leiðtogar verka- lýðsins gegn dýrtíð og verð- ( bólgu, af því þeir vita, að þessi öfuga þróun er aðeins vatn á myllu auðkónganna, en leiðir til ;örbirgðar fyrir verkalýðinn. | Morgunblaðið hefir upplýst, hyernig litið er á þetta mál í Bandaríkjunum. Þar fer verka ; lýðurinn kröfugöngur undir : stjórn foringja sinna til að mót- mæla dýrtíð og verðbólgu. Einn af foringjum jafnaðarmanna í j Englandi, Bevin utanríkisráð- málaherra, komst svo að orði í síðustu kosningabaráttu ]>ar, að Verkamannaflokkurinn ætlaði ekki að stol'na til dýrtíðar og falskrar peningaveltu, sem leiddi af sér lirun og atvinnuleysi lyrr en varði. Sjálfum aðalforingja jafnaðarmanna í Englandi, Attlee forsætisráðherra, fórust nýlega orð á þessa leið: „Ef menn litast um í veröldinni í dag, munu J>eir komast að raun um, að margar ]>jóðir eiga við að stríða verðbólgu í uppsiglingu eða jafnvel í algleymingi. I Iirigað til höfum við í þessu landi getað umflúið alvarlega verðbólgu, og við erum staðráðnir í því að lenda ekki í því foraði." Nú geta verkamenn á íslandi gert samanburð á þessari stefnu foringja verkamanna í Bretlandi og Bandaríkjunum og stefnu sinna eigin foringja hér, sem hafa látið milliliðina og braskar- ana í Sjálfstæðisflokknum teygja sig til samstarfs um sívaxandi verðbólgu og dýrtíð í gróðaskyni fyrir sjálfa sig, en sem leiðir af sér hrun og atvinnuleysi fyrr en varir, eins og Bevin sagði. Framsóknarmenn hafa valið sér J>að hlutskipti að vera í flokki með ]>eim Bevin og Attlee að J>vj leyti að berjast á móti dýrtíðar- og verðbólgustefnu núverandi ríkisstjórnar og flokka hennar. Þeirri stefnu kvika Framsóknar- menn ekki frá, þó að andstæðing- arnir geri að þeim hróp ufti aft- urhaldssemi og hrunstefnu. — Framsóknarmenn vita, að dýrtíð og verðbólga er versta torfæra á vegi sannra og heilbrigðra fram- fara. • • UM VIÐA VEROLD Atomsprengjan, sem sprakk rétt undir yfirborði sjávar á Bikini-lægi nú fyrir skemmstu, sökkti 95.220 smá- lestum skipastóls, eða fjórum sinnum meira en atomsprengjan, sem sprakk í lofti á sama stað 1. júlí sl. Befgíumenn og ítalir hafa gert með sér nýstárlegan viðskiptasamning. Itaíir feyfa að 50.000 ítalskir náma- menn vinni í belgískum kolanámum, gegn því að Belgiumenn selji þeim 5000 tonn af kolum á mánuði hverj- um. Brezka ríkisstjórnin æskir nú sam- þykkis námamannasambandsins brezka til þess að 5000 ítalskir kola- námumenn fái að starfa í brezkum námum. Sum brezku blaðanna telja, að stjórnin hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með áhrif þjóðnýtingar- innar á framleiðslu námanna. Kola- framleiðslan í Bretlandi hefir minnk- að verulega á síðustu mánuðum og 'eru horfur á að Bretar geti engin kol flutt út á næstunni, hafi tæpfega nóg til eigin nota. Kol virðast ætla að verða af mjö gskornum skammti í vetur í Evrópu. Ástralía er eina landið, sem hefir komið á reglulegu útvarpi úr þingsöl- unum. Ollum umræðum í ástralska þinginu er útvarpað. Stjórnendum þessa útvarps er nú vandi á höndum, því að þingmaður nokkur notaði um- ræðutima sinn nýlega til þess að ráð- ast harkalega á andstæðing sinn, er býður sig fram á móti honum i kosn- ingum þeim, er i hönd fara í Astralíu. Maður þessi hefir nú farið fram á að fá að svara árásinni í útvarpi. '—, Brezka strandgæzlan er farin að nota undratækið Radar til þess að hafa upp á landhelgisbrjótum, sem laumast inn fyrir landhelgislínuna í skjóli myrkurs. '—, Til orða hefir komið, að Fiorello LaGuardia, fyrrum borgarstjóri í New York og nú forstjóri UNRRA, verði , boðið að verða borgarstjóri í Trieste, þegar gengið hefir veríð endardega frá því, að borgin verði fríhöfn undir al- þjóðastjórn. Margir borgarbúar í Tri- este eru tillögunni fylgjandi. Telja langa baráttu LaGuardia gegn fasist- um og ítalskan uppruna hans, góð meðmæli til starfsins. '—, N iemöller prestur, kunnur fyrir baráttu sína gegn nazismanum, er nú að hefja fyrirlestraferð um Bandarík- in á vegum þýzku mótmælendakirkj- unnar. NiemöIIer mun biðja um aukna fjárhagsaðstoð til handa Þýzka- landi, með þeim forsendum, að skjót endurreisn í Þýzkalandi sé öruggasta leiðin til þess að hindra sókn komm- únismans vestur á bóginn. Fornsali í Tel Aviv í Palestínu keypti nýlega píanó á uppboði, sem haldið var á vegum brezka hersins í Egyptalandi. Á uppboðinu voru seldir alls konar munir, sem fundist höfðu í eyðimörkinni eftir bardaga Þjóð- verja og 8. hersins brezka. Píanó þetta var hálfgrafið í sand í gömlum þýzkum herbúðum. Þegar fornsalinn hafði lok- ið við að hreinsa píanóið tók hann eft- ir þvi að á kassanum, sem var mjög útskorinn og skrautlegur, var grafið nafnið Ferri. Grunur fornsalans var vakinn og hann hóf eftirgrennslanir ' um sögu hljóðfærisins. í Ijós kom, að píanó þetta er hinn mesti dýrgripur. Það var upphaflega smíðað af heims- 'kunnum hljóðfærasmið, Nicodemo 1 Ferri, fyrir Victor Emmanúel Jtalíu- konung og stóð í konungshöllinni í Róm, þangað til Þjóðverjar komu þangað. í boði, sem konungurinn hélt Rommel marskálki, fékk marskálkur- inn ágirnd á hljóðfærinu, og fyrír milligöngu Mussolini, færði Victor Emmanúel Rommel hljóðfærið að gjöf. Rommel lét flytja það til Afríku og hafði það í aðalbækistöðvum sín- um, unz hann varð að yfirgefa þær í miklum flýti, er her Montgomerys rauf varnirnar við EI Alamein. Hljóð- íærið verður nú selt á uppboði í ann- að sinn, en að þessu sinni verður það ekki slegið fyrir 60 sterlingspund, eins og á uppboðinu í Egyptalandi. Búizt er við að fornsalirm fái stórfé fyrir það.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.