Dagur - 29.08.1946, Blaðsíða 1
Myndarlegir hljóm-
leikar Lúðrasveitar-1
innar
Lúðrasveit Akureyrar hafði
liljómleika í Nýja-Bíó sl. mánu-
dagskvöld, undir stjórn W. H. |
Lanzky-Otto, og endurtók hljóm-
leikana í gærkveldi. Á efnis-
skránni voru verk eftir Mozart,
Gounod, Heise, Kuhlau, Wagn-
er, Verdi og Pái ísólfsson.
Lanzky-Otto lék á píanó verk eft-
ir Beethoven, Schubert og Cho-
pin, ennlfremur einleik á vald-
horn með aðstoð sveitarinnar. —
Annar einleikari með sveitinni
var Jón Siguxðsson, á kornet.
Hljómleikum þessum vaT frá-
bærlega vel tekið og var sveitin
og stjórnandinn hylltir hvað eft-
ir annað og þeirn færðir blóm-
vendir. Að lokum var framkv.stj.
sveitarinnar, Ólafur Tr. Ólafs-
son, einn af brautryðjendum
blásturshljóðfæraleiks hér í bæn-
um, kallaður fram og hylltur.
I samsæti, er Lúðrasveitin hélt
Lanzky-Ótto að hljómleikunum
loknum, var honum afhent ljós-
mynd af Akureyri í þakklætis-
skyni fyrir störf hans hér í sumar.
I>á barst Lanzky-Otto einnig
myndarleg gjöf frá Ungmenna-
sambandi íslands fyrir ágæta
hljómsveitarstjórn á móti sam-
bandsins að Laugum í sumar. —
Margar ræður voru fluttar í hóf-
inu.
Lúðrasveitin hefir tekið stór-
miklum framförum undir liand-
leiðslu hr. Lanzky-Otto í sumar.
Síldveiðin.
Aðeins þrjú skip
hafa aflað lOþúsund
mál
Herpinótaskipin munu
sennilega hætta veiðum
innan skamms
Síðustu viku var síldveiðin lít-
il, og er nú talað um að herpi-
nótaskipin, sum hver a. m. k.,
muni fará að hætta veiðum.
Nokkrir bátar eru farnir að
stunda reknetaveiðar. Afli hefir
verið lítill til þessa, en í fyrrinótt
var sums staðar sæmileg veiði, t.
d. fékk einn Dafvíkurbátur 50
tunnur í 24 net.
Heildarafli í bræðslu um sl.
helgi var 1.143.014 hektólítrar,
en saltað hafði verið í 126.492
tn. Söltun hér nærlendis var: Ól-
afsfjörður 761 tn.; Dalvík 4590
tn.; Hrísey 3327 tn.; Akureyri
2402 tn.; Grenivík 409 tn.; Húsa-
vík 3121 tn. Um sl. helgi höfðu 3
skip aflað 10 þús. mál og þar yf-
ir, 38 skip 5—10 þús. mál, 55 skip
á annað þúsund mál, en 32 skip
höfðu ekki náð 1000 málum.
Bifreiðaslys í
Dalvík
í fyrradag rann jeppbifreið út
af veginum í Dalvík og.hvolfdi.
Páll Friðfinnsson útgerðarmaður
slasaðist, en Björn Arngrímsson,
er með honunx var í bifreiðinni,
slapp ómeiddur að heita rnátti.
Jf*
á
GIR
XXIX. árg.
Akureyri, fimmtudaginn 29. ágúst 1946
41. tbl.
r
Arsþing Fjórðungssambands Norðlendinga 1946:
Itrekar áskorun til stjórnarskrárnelndar um tylkjaskipun
Vestur-íslenzku gestirnir (talið frá vinstri): Frú Kristín Einarsson, Stefán Einrsson, ritstj. Heimskringlu, frú Ingi-
björg Jónsson, Einar Páll Jónsson, ritstj. Lögberés, frú Lalah Jóharmsson og Grettir Jónhannsson, ræðismaður ís-
lands í Winnipeg.
Vestur-íslenzku heiðursgestirnir kveðja Akureyri
Róma fegurð bæjar og héraðs - þakka
ástúðlegar móttökur
Vestur-íslenzku heiðunsgestirnir, Grettir Jóhannsson, ræðismað-
ur, og frú hans, Einar Páll Jónsson, ritstj., og frú hans, og Stefán
Einarsson, ritstj., og frú hans, hafa nú kvatt bæinn og héraðið. —
Grettir er farinn vestur í Húnavatnssýslu, til æskustöðva foxeldra
sinn'a, Einar Páll lagður af stað austur á Jökuldal, þar sem heim-
kynni hans voru, en Stefán Einarsson floginn suður um fjöll, til
Hornafjarðar, en þaðan er hann ættaður.
Meðan þeir dvöldu hér í bæn-
um sátu þeir veizlu Þjóðræknis-
félagsins hér, sl. fimmtudag, fóru
í boði bæjarins austur um sveit-
ir og sátu boð bæjarstjórnarinn-
ar. Þá hafa þeir skoðað bæinn og
nágrenni hans, heimsótt fjölda
bæjarbúa og hvarvetna átt að
mæta mikilli gestrisni og ástúð,
að því er þeir sögðu blaðinu við
brottlörina.
Grettir Jóhannsson bað blaðið
færa öllum vinum þeirra hjóna
hér kærar þakkir fyrir ógleyman-
legar móttökur. Kvað liann þau
lengi mundu muna þessa för
norður hingað. Stefán Einarsson
og kona hans, sögðu, að nógu
sterk orð væru ekki til, til þess að
lýsa móttökunum og þakka alla
vinsemd sem þeim hefði verið
sýnd. Stefán hefir ekki komið til
íslands í 42 ár, og hvorugt þeirra
hjóna hafði áður komið til Norð-
urlandsins. Kváðu þau fegurð
Eyjaf jarðar og Skagafjarðar
mundu verða þeim ógleyman-
lega.
Einar Páll Jónsson og frú hans
(Framhald á 8. síðu).
Firmakeppni Golf-
klúbbs Ákureyrar
Það þykir hvarvetna erlendis hinn
mesti menningarauki hverjum bæ, að
eiga góðan golfvöll. Þegar Golfklúbb-
ur Akureyrar hóf gtarf sitt fyrir 11
árum, fékk hann til afnota dálítið
landsvæði nyrzt á Gleráreyrum, þar
sem hægt var að koma fyrir litlum 6
holu golfvelli. Strax golfíþróttinni hér
óx fiskur um hrygg, urðu golfiðkend-
ur óánægðir með þennan litla völl,
sem gerði m. a. það að verkum, að lítt
hugsanlegt var að golfmenn héðan
gætu með góðumh árangri keppt við
aðra á landsmótum, þar eð völlurinn
gaf miklu minni tækifæri til leikni en
t. d. golfvöllur Reykjavíkur.
Síðastliðið ár keypti svo klúbbur-
(Framhald á 8. síðu).
Engin mótmæli gegn upptöku
íslands I UNO
Áherzla lögð á hlutdeild íslands í vörnum
Norður-Atlantshafsins
Þegar nefnd Öryggisráðs Sam- upptöku. Er greint frá þessu í
einuðu J>jóðanna„ sem fjallar um skýrslu nefndarinnar, sem lögð
upptökubeiðnir þjóða í band'a-
lagið, íæddi upptökubeiðni Is-
lands, komu engin mótmæli
fram gegn því, að veita landinu
var fyrir fund Ö lygg is r á ðs i n s
sjálfs í gær.
Nefnd þessi hefir einung.is ráð-
(Framhald á 8. síðu).
Hafist handa um stofnun
sk jala- og byggðasafna
Fulltrúafundur á Akureyri
ræðir helztu hagsmunamál
Norðlendinga
Ársþing Fiórðungssam-
bands Norðlendinga var
háð hér á Akureyri í lok sl.
mánaðar. Þingið sátu full-
trúar frá Þingeyjarsýslum
báðum, Eyjafjarðarsýslu,
Akureyrarkaupstað, Ólafs-
fjarðarkaupstað, Skaga-
fjarðarsýslu og A.-Húna-
vatnssýslu, auk þess bæjar-
fógetinn á Akureyri og
vígslubiskup Norðurlands.
Fundurinn tók til meðferð-
ar ýmis helztu hagsmuna-
mál Norðlendingafjórð-
ungs og gerði ályktanir um
nokkur þeirra. —■ Verður
þeirra helztu getið hér á
eftir.
Fylkjaskipun.
Samþykkt var að endurtaka
áskorun frá síðasta ársþingi, til
stjórnarskrái'nefndar, um fylkja-
skipun í landinu, og jafnframt
var leitað eftir samvinnu Fjórð-
ungsþings Austfirðinga og til-
svarandi samtaka Vestfirðinga,
unt að krefjast þessara úrbóta á
stjórnskipun ríkisins. I ályktun
þeirri frá síðasta ársþingi, sem
hér er vitnað til, segir m. a. að
Fjórðungsþingið skori á stjórn-
arskrárnefnd ,,að athuga gaum-
gæfiléga, Iivort ekki sé rétt að
taka.upp í hin nýju stjórnskip-
unarlög ákvæði, er heimili — eða
fyrirskipi — að landið skiptist í
4—6 fylki, sem fái í hendur nokk-
urt sjálfstjórnarvald, jafnframt
því að jxeim hverju um sig, sé
ætluð tilsvarandi og eðlileg hlut-
deild í ráðstöfunum á tekjum
ríkisins innan sinna vébanda. —
Geti stjórnarskrárnefndin, að
áðurnefndri athugun lokinni,
ekki lallist á að ákvæði um
fylkjaskipun sé að svo stöddu
upp tekin, þá leyfir Fjórðungs-
þingið sér að leggja áherzlu á
það, að stjórnskipunarlögin veiti
á annan hátt svigrúm til löggjaf-
arþróunar í þá átt, að sérmálum
héraða- eða sambanda jxeirra á
milli — geti fjölgað.“
Jafnframt því, að endurtaka
þessa ályktun, kaus þetta ársþing
Sambandsins þriggja manna
nefnd til þess að gera tillögur til
stjórnarskrárnefndar, hvernig
tryggja megi aukna íhlutun
(Framhald á 8. síðu).