Dagur - 29.08.1946, Blaðsíða 8
8
D A G U R
Fimmtudagur 29. ágúst 1946
Úr bæ ocj byggð
Kirkjan. Messað á Akureyri
næstk. kunnudag kl. 2 e. h.
Sjötuéur varð sl. þriðjudag Jón
Austfjörð, trésmiður, Eyrarlandsveg
12 hér í bænum.
Starismannafélaé Akureyrarbæjar
gengst fyrir berjaferð austur í Aðal-
dal á sunnudaginn kemur. Þáttakend-
ur gefi sig fram á skrifstofu bæjar-
gjaldkera fyrir fimmtudagskvöld.
Úr bæ og byggð.....................
Kvenfélagið „Hlíf“ efnir til hluta-
veltu um miðjan sept. næstk. til
ágóða fyrir sumardvalarheimili barna,
er félagið hyggst reisa í nágrenni bæj-
arins, þegar fé er fyrir hendi. Þess er
vænst, að bæjarbúar styrki þetta mál-
efni eftir beztu getu.
Bernh. Stefánsson alþm. hefir sent
blaðinu svargrein til íslendings í til-
efni af skrifum þess blaðs að undan-
förnu. Svar Bernharðs mun birtast í
næsta tbl.
Hjálpræðisherinn. Fimmtudaginn
29. ágúst, kl. 8.30 e. h., samkoma. —
Óskar Jónsson kapteinn stjórnar. —
Allir velkomnir.
Strandarkirkja. Áheit frá N. N. kr.
10.00. Áheit frá Þ. Þ. kr. 25.00. Gar.i-
alt áheit frá Ingu kr. 10.00.
Gjalddagiblaðsins
var 1. júlí sl. Þeir áskrifendur,
sem ekki hafa gert skil, eru góð-
fúslega beðnir að gera það sem
fyrst. Skrilfstofan opin alla virka
daga, Hafnarstræti 87. — Áskrif-
endur úti um land! Sendið ár-
gjaldið í póstávísun eða á annan
hátt. Auðveldið innheimtustörf
blaðsins!
ísland og TJNO
(Framhald af 1. síðu).
gefandi vald, en úrslitin eru á
valdi Öryggisráðsins. Er nú talið
fullvíst, að Islandi verði veitt
innganga í Bandalagið, en eftir
ákvörðun Öryggisráðsins mun
þurfa að leggja málið fyrir þing
Sameinuðu þjóðanna, til form-
legs samþykkis.
í skýrslu nefndarinnar segir
ennfremur, að talsmaður Banda-
ríkjanna hafi lagt áherzlu á hve
ísland hafi lagt drjúgan skerf til
varna Norður-Atlantzhafsins í
stríðinu og mælti hann eindregið
með upptökubeiðninni. Fulltrúi
Breta minntist lofsamlega ís-
lenzku þjóðarinnar og gat þess
sérstaklega hve lýðræðisstjórn
stæði föstum fótum á íslandi.
Auk íslands hafa þesi ríki sótt
um inngöngu í Bandalagið: Sví-
þjóð, Transjórdanía, Portúgal,
Albanía, Eire, Afganistan og Sí-
am (Thailand).
Vestur-íslenzku heiðursgestirnir
(Framhald af 1. síðu).
báru bæ og héraði vel söguna. —
Einar Páll sagði m. a.: — Eg kom
á skipi hingað til Akureyrar fyr-
ir 38 árum, á leið til heimkynna
minna á Jökuldalsheiði. Það sem
eg vissi um Akureyri þá, var
einkum það, sem frænka mín úr
Jökuldal, sem gekk á kvenna-
skólann á Laugalandi, sagði mér.
Hún hafði orðið sérstaklega hrif-
in af tveimur fjöllum, sem
blöstu við Laugalandi, Kaldbak
og Súlum. Hún sagði mér líka,
að aldrei mundi hún gleyma Jdví
hvað frú Valgerður, sem var for-
stöðukona Laugalandsskólans
hefði verið sér og námsmeyjun-
um ástrík móðir. Kvennaskólinn
á Laugalandi hefir flutt út í af-
skekktustu byggðir íslands holla
menningu og sett nýjan, glæsileg-
an svip á mörg sveitaheimili. —
Lýsingarnar á Laugalandi og
hinu fagra umhverfi — Pollin-
um, Vaðlaheiðinni og háfjöllun-
um — eru mér í minni og reynsl-
an hefir aðeins fegrað þær.
í hugum flestra renna Akur-
eyri og Matthías saman í eitt. Ef
til vill er Jjað liinu dásamlega
umhverfi hér að Jiiakka að ein-
hverju leyti, að, Matthías varð
öndvegisskáld þjóðarinnar. Og
þetta ltérað ól Kristján Júlíus,
eitt sérstæðasta og brosmildasta
skáld í okkar samtíð.
Akureyri var lítill bær, er eg
sá hana fyrst, en nú er Jressi bær
orðinn merkileg borg, á íslenzk-
an mælikvarða. Við hjónin höf-
um séð sum hinna myndarlegu
atvinnufyrartækja ykkar, og við
höfum notið höfðinglegrar gest-
risni ráðamanna bæjarins og bæj-
arbúa almennt. Dagarnir hér
verða okkur ógleymanlegir. Við
Jtökkum hjartanlega móttökurn-
ar og hlýhuginn, sem hvarvetna
mætir okkur. —
Þetta sagði skáldið Einar Páll
Jónsson og margt fleira skemmti-
legt. Dagur fullvissar Vestur-ís-
lenzku gestina um Jrað, að Jjeir
hafa verið góðir og kærkomnir
gestir, og beztu árnaðaróskir
fylgja jDeim héðan og hinu merki-
lega J) j óðrækn isstarf i, er þeir
hafa með höndum fyrir vestan
haf.
Ársþing Fjórðungssambands
Norðlendinga
(Framhald af 1. síöu).
fjórðunganna um skipun sér-
mála þeirra, og jafnframt að Jæir
fái rýrnri fjárráð en verið hefir.
Skjala- og byggðasöfn.
Ákveðið var að Fjórðungssam-
bandið komi upp fyrir Norð-
lendingafjórðung safni fornra
handrita og merkra skjala, er
geymt verði í höfuðstað Norður-
lands, Akureyri. Taldi þingið
rétt að hefjast strax handa um
að fá mikrófilmaðar allar eldri
prestþjónustubækur á Norður-
landi, Séu filmur þessar fyrsti
vísir safnsins. Var stjórn Sam-
bandsins heimilað að verja fé til
þessa, eftir Joví sem ástæður leyfa.
Ennfremur, að kaupa lestæki
fyrir slíkar filmur. Þá var einnig
ákveðið, að verja fé til kaupa á
hornum áhöldum til byggðasalns
Norðurlands, eða að öðrum kosti
láta smíða áhöld í fornum stíl.
Listaverk ríkisins. . .
• Þingið skoraði á ríkisstjórnina,
að láta höfuðstað Norðurlands
hafa til umsjár og varðveizlu
nokkurn lduta af málverkum
þeim og höggmyndum, sem rík-
ið hefir keypt og væntanlega
kaupir, af íslenzkum listamönn-
um. Jafnframt beindi þingið })ví
til ríkisstjórnarinnar, að auka
það, sem þegar lítillega hefir ver-
ið upptekið, að prýða skóla í
Norðlendingafjórðungi listaverk-
um. Einnig, að komið verði upp
að tilhlutan ríkisins opinberum
sýningum á Jressum listaverkum
og þá ýmist í Reykjavík og hent-
Þökkum auðsýnda samúð og vinarliug við andlát og jarðar-
för JÓHANNESAR BJARNASONAR bónda frá Glerá.
Börn, tengdabörn og barnaböm.
INNILEGA ÞAKKA eg öllum þeim, sem á einn eöa ann-
an hátt glöddu mig á sjötíu ára afmæli mínu 25. ágúst sl.,
með heimsóknum, gjöfum og skeytum. Guð blessi ykkur öll.
FRIÐBJÖRN JÓNASSON, Þrastarstöðum.
Hráolíiiofnarnir
stærsta tegund, mjög hentugir fyrir skóla, samkomu-
hús, kirkjur. — Getum afgreitt ennþá nokkra ofna. —
VERZLUNIN EYJAFJÖRÐUR H.F.
ugum stöðum í öðrum landshlut-
um.
Vöruflutningar og strandferðir.
Þingið ítrekar ályktun frá
fyrra ári um bættar strandsigl-
ingar og afnám umhleðslu í
Reykjavík.
Auk Jress, sem hér hefir verið
talið, ræddi þingið lögreglumál, 1
vegamál, rafveitumál, símamál
o. fl.
Firmakeppni
(Framhald af 1. síðu).
inn landið „Nýrækt“ við Þórunnar-
stræti, og hefir síðan unnið að því, að
gera þar stóran nýtízku 9 holu golf-
völl og lét enskur golfvallasérfræð-
ingur, Mr. Treacher, er hér var í vor,
og skipulagði völlinn, svo um mælt,
að þessi völlur hefði öll skilyrði til að
verða bezti golfvöllur landsins. Nú er
byggingu vallarins svo langt komið,
að fært þótti að halda á honum lands-
mótið í sumar, og varð Sigtryggur Júl-
íusson þá golfmeistari íslands, sem
kunnugt er.
En bygging golfvallar kostar mikið
fé, en klúbburinn er fátækur, og því
hefir hann ákveðið að leita stuðnings
bæjarbúa með svonefndri firma-
keppni, sem er hagað þannig, að firmu
þau, er þátt taka í keppninni, greiða
200 kr. þátttökugjald, og er svo
hverju firma fenginn, með hlutkesti,
golfmaður til að keppa fyrir sig. —
Keppa svo firmun hvert við annað,
útsláttarkeppni, unz eitt stendur uppi
og < telzt það sigurvegari. Verðlaun
fyrir keppni þessa er stór og vandað-
ur silfurbikar, er hið sigrandi firma
hlýtur til geymslu um eitt ór, og að
auki lítinn silfurbikar til eignar.
Undirbúningur að keppni þessari er
nú hafinn og hafa mörg firmu þegar
lofað þátttöku sinni. — Ef hins vegar
væru einhver fyrirtæki, sem styðja
vildu klúbbinn með þátttöku, en ekki
hefir náðst til, eru forstjórar þeirra
góðfúslega beðnir að hafa tal af Þórði
Sveinssyni, verzl. Liverpool, eða Finn-
boga Jónssyni, póststofunni, fyrir
laugardagskvöld, en keppnin byrjar
eftir næstu helig.
NÝK0MIÐ:
Kjólatau, margir litir og gerðir.
Flónel.
Taft, 5 litir.
Handklæði.
Leistar.
Léreft.
Silkisokkar.
Bómullarsokkar
og margt fleira.
Verzlunin London.
Skrauttölur
og gylltir hnappar í úrvali.
B. LAXDAL
Stór og sólrík stofa
með sérinngangi, til leigu
eftir 1. sep. Stofunni getur
fylgt stór skápur. Afgr. v. á.
STÚLKA
óskast á gott lieimili hálfan
eða heilann daginn. Upplýs.
á afgreiðslu Dags.
Oskilahestar
Tveir drátfarhestar, brúnn
og bleikur að lit, í óskilum
á Hálsi í Eyjafirði. F.igandi
vitji Jieirra hið fyrsta og
greiði áfallinn kostnað.
28. ágúst 1946.
Ármann H. Ingimarsson.
Vaxdúkur
Verzlunin London
Kúafóðurblanda
Þeir, sem ætla sér að fá fóð-
urblöndu á komandi hausti
tali við mig sem fyrst, vegna
takmarkana á þeirri vöru. —
Verzlunin London
EYÞÓR H. TÖMASSON.
Saumakonur
Vantar að fá léttan saum,
sem hægt er að taka heim
til sín. — Talið við mig
sem fyrst.
Eyjaór H. Tómasson.
Verzl. L0ND0N
Bílaeigendur!
Höfum rafgeymahleðslutæk
óm'ssandi fyrir hvern bll
Iíaupfélag Eyfirðinga
Véla- og varahlutadeild.
ÚTLEND.
Verzl. Eyjafjörður h.f.
KAÐLAR
3/4”, 7/8”, 1”, 1V4”, U/2”, 1%”
nýkomnir.
Verzl. Eyjafjörður b/f
Fótknettir og handknettr
nýkomnir.
Brynj. Sveinsson h.f.
Sími 129.
Píanó
(Hornúng & Möller) af full-
komnustu gerð og stærð, til
sölu.
Eiríkur Kristjánsson.
Sími 373.
Vil kaupa góða fótstígna
Saumavél
Stefán Jónsson,
Laxagötu 8.
KÝR
til sölu á Setbergi við Akureyri.
Hrossaslátrun
Nýslátrað hrossakjöt selt á
morgun, föstudag, eftir kl.
5 og á laugardag eftir kl. 12,
í Hafnarstræti 66.
PARKER-LINDARPENNI,
merkur: Örnólfur Thorla-
cius, fundinn. Geymdur á
afgreiðslu Dags.
Tryppakjöt
seljum við daglega: nýtt,
nýsaltað og reykt.
Sendum heim.
REYKHÚSIÐ NORÐURG. 2.
. . Sími 297.
Eversharþ-lindarpenni
algylltur, hefir tapast. Vin-
samlegast skilist, ef finnst, á
afgr. Dags gegn fundarlaun-
um.
Vetrarkápur
með skinni. — hausttízkan —
koma fram um helgina.
B. LAXDAL