Dagur - 29.08.1946, Blaðsíða 2
DAGUR
Leiðrétting við leiðréttingu
í „Alþýðumanninum" 20. þ. '
m. birtist grein með fyrirsögn- j
inni „Burt með tortryggnina" og
undirrituð Br. S. Grein þessi ár
að vera leiðrétting við grein í
Degi 15. þ. m„ er fjallaði um
varðlagningu landbúnaðaraf-
urða. Telur höfundur Alþm.-
greinarinnar, að Dagur geri sig
sekan um þá rangfærslu að halda
því fram, „að verkamenn hafi
óskorað vald til að verðleggja
vinnu sína og því beri bændum
einnig óskorað vald til að verð-
leggja vinnu sína.“ Greinarhöf.
segir það víðs fjarri, að verka-
maðurinn geti „óskorað" verð-
lagt vinnu sína. Verklýðsfélag
geti að vísu sett vinnutaxta, en
vilji atvinnurekandi ekki sam-
þykkja hann, þá sé reynd samn-
ingaleið, og loks sé svo verkfalls-
leiðin, ef samkomulag náist ekki.
Þessi leiðrétting Br. S. þarf
ieiðréttingar við. Dagur hefir
sem sé hvergi haldið því fram, að
verkamenn hafi „óskoraðan" rétt
í þessu efni, þegar til fram-
kvæmda kenrur. Orðið „óskorað"
er hvergi að finna í Dagsgrein-
inni, heldur er það tileinkað
Degi algjörlega heimildarlaust
af Br. S. Hann viðurkennir að
verklýðsfélag geti sett vinnu-
taxta að eigin vild, og það svo
háan sem því þóknast; þar með
játar hann, að það sé á valdi
verkamanna að verðleggja vinnu
sína. Hitt er svo annað mál, að
annað vald getur gripið þar inn
í, þ. e. vald vinnuveitenda.
Degi er það vel Ijóst og þarf
ekki upplýsinga Br. S. þar með,
að verkamenn geta ekki sagt við
vinnuveitendur: Við setjum okk-
ar vinnutaxta, og þið eruð skyld-
ugir til að ganga að honum skil-
yrðislaust. Slíkt væri líka hreint
og beint gjörræði, því að með
því væri verkamönnum fengið
einræði í kaupgjaldsmálum.
Þá segir Br. S„ að bændur séu
ekki lagðir í einelti, þó að þeir
ráði ekki óskorað verði á vöru
sinni. Ennfremur bendir hann á,
að engin lög banni bændum
framleiðsluverkfall, en lætur
jafnframt í það skína, að slíkt
væri siðferðilegur glæpur, því að
framleiðsluverkfall væri „þjóð-
félagslegur voði, og ekkert hefir
enn gerzt, sem réttlætir slík
vinnubrögð," segir greinarhöf-
undur.
Það má nú benda Br. S. á, sem
hann þykist ekki vita, að bænd-
ur hafa hvorki óskoraðan ,eða
skoraðan rétt á verði framleiðslu-
vöru sinnar, því að þeir hafa
ALLS ENGAN RÉTT í þessu
efni. Sá réttur er óskoraður
fenginn í hendur Pétri Magnús-
syni eins og stendur, sem felur
stjórnskipaðri nefnd að verð-
leggja vö'rur bænda, án þess að
þeir eigi nokkurn þátt í myndun
hennar eða hafi nokkur tök á
henni.
Br. S. virðist vilja halda þeirri
skoðun að mönnum, að þetta
réttleysi bænda sé ldiðstætt rétti
verkamanna í kaupgjáldsmálum.
Þess vegna skal nú skorað á hann
að svara eftirfylgjandi spurningu
skýrt og vífilengjalaust:
Mundi hann fyrir sitt leyti
sætta sig við fyrir hönd verka-
manna, að stjórnin skipaði nefnd
manna, án alls sambands við
verkalýðsfélögin, til þess að setja
kauptaxta á hverjum tíma, sem
verkamenn væru skyldugir til að
beygja sig fyrir?
Það er rétt fyrir verkamenn að
taka vel eftir svörum Br. S. við
þessari spurningu. En hvernig
sem þau svör verða, ef þau koma
nokkurn tíma, þá munu fáir ef-
ast um, að svör verkamanna
mundu verða allsherjar verkfall
gegn gerræðinu. Og hver gæti
láð þeirn það? En Br. S. vill láta
bændur j^ola gerræðið möglunar-
laust og segir meira að segja, að
ekkert bafi gerzt, sem réttlæti
framleiðsluverkfall.
Satt er það, að framleiðslu-
verkfall frá hendi bænda væri
þjóðhagslegur voði. En komi
nokkurn tíma til þess, sem von-
andi verður aldrei, verður það
ekki bændum sjálfum að kenna,
heldur þeim, sem traðka á sjálf-
sögðum og sanngjörnum rétti
þeirra.
En eru ekki öll verkföll þjóð-
hagslegur voði?
Er það ekki þjóðhagslegur
voði, ef verkamenn leggja niður
vinnu við nauðsynlegar fram-
kvæmdir, eða ef sjómenn neita
að draga fisk úr sjónum, eða há-
setar á flutningaskipum koma í
veg fyrir dreifingu vara með
verkfalli o. s. frv.? Líklega mun
þó Br. S. telja slík verkföll rétt-
lætanleg, ef ekki er sinnt kröfum
verkfallsmanan um bætt kjör.
Br. S. skal nú upplýstur um, að
fyrir bændum og fulltrúum
þeirra á Alþingi vakir ekki að
gera hærri kröfur en þær, sem
verkamenn hafa fengið fúllnægt,
en það er, að þeir megi sjálfir í
gegnum stéttarsamtök sín velja
sér fulltrúa til að leggja verð á
Iramleiðslu sína á innlendum
sölumarkaði, ldiðstætt því er
verkamenn setja sér kauptaxta.
Þyki neytendum verðið ósann-
gjarnlega hátt, er þeim auðvitað
heimilt að neita að kaupa vör-
urnar, og er þá vitanlega samn-
ingaleiðin opin eins og í venju-
legum kaupdeilum.
Það er því á fullkomnum mis-
skilningi byggt, ef þá ekki á
öðru verra, er Br. S. talar um
„yfirgangshneigð" í sambandi
við verðlagningu landbúnaðar-
vara. Framsóknarmenn á Al-
þingi í sumar fóru ekki fram á
annað en að vald það yl'ir verð-
lagningu, sem landbúnaðarráð-
herra fól búnaðarráði og verð-
Iagsnefnd þess, hyrfi til fulltrúa
bænda. Felist yfirgangur í þessari
færslu valdsins í hendur bænda,
eins og Br. S. lætur í veðri vaka,
hefir sá yfirgangur verið fólginn
í bráðabirgðalögum Péturs
Magnússonar um búnaðarráð.
En auðvitað er þetta hjal um yf-
irgangshneigð tómt rugl.
Br. S. afsakar stjórnarflokkana
í þessu umrædda máli á þessa
leið: „Sannleikurinn er sá, að all-
ir þingmenn vissu, að þinginu
var ætlað aðeins að afgreiða eitt
mál, sem það og gerði, síðan yrði
því frestað. Það var því aðeins til
að sýnast, aðeins hversdagslegur
pólitískur skollaleikur, að frurn-
varp þetta kom fram.“
Svo rnörg eru þessi orð. En
hver var það, sem ætlaði þinginu
aðeins að afgreiða eitt mál? Vit-
anlega á
Br.
stjórnina. En
S. hér við ríkis-
hann skal nú
fræddur um það, að það er ekki
stjórnin, sem á að ákveða, hvaða
mál séu fram bcrin á Alþingi,
tekin fyrir og afgreidd. Það er
þingið sjálft, sem ræður þessu.
Stjórnin hefir ekkert vald til að
segja þinginu fyrir verkum í
þessum efnum, eða ef hún ætlar
að gera jiað, þá er hún að beita
einveldi. Ennfremur skal Br. S.
bent á það, að stjórnin sjálf lagði
fyrir þingið nokkur frumvörp.
Samkvæmt ályktun Br. S. helir
því stjórnin gert það „aðeins til
að sýnast , framlagning stjórnar-
frumvarpanna aðeins verið
„hversdagslegur pólitískurskolla-
Ieikur“. Afsökun Br. S. hefir far-
ist honum svo óhönduglega, að
hún befir snúist upp í ásökun
til þeirrar stjórnar, sem hann
styður, því hvað er meiri ásökun
en Jrað, að ríkisstjórnin fremji
pólitískan skollaleik á Alþingi?
Br. S. segir, að Framsóknar-
blöðin haldi því mjög að bænd-
um, að „verkalýðurinn sé bænd-
um svo fjandsamlegur, að þaðan
sé engrar samvinnu að vænta.“
Þetta er illa mælt og ómaklegt og
þveröfugt við sannleikann.
Framsóknarblöðin hafa einmitt
gert ráð fyrir, að verkalýðurinn
væri stórum vinveittari bændum
heldur en sumir þeir foringjar
hans, er troðið hafa sér fram fyrir
skjöldu með ópum og háreysti. í
sömu andránni og Br. S. hrópar:
„burt með tortryggnina," reynir
hann á fláráðan bátt að læða inn
tortryggni meðal verkamanna í
^garð jreirra, sem tala máli bænda-
'stéttarinnar og verja hana fyrir
Jóréttmætum árásum. Verkamenn
mun reka iftinni til þess, að full-
trúar bænda buðu fyrir þeirra
hönd að falla frá réttmætum
kröfum um verðlagningu á land-
búnaðarafurðum haustið 1944,
til Jress að létta dýrtíðinni af al-
menningi og í því trausti, að aðr-
!ar vinnandi stéttir kæmu til
móts við bændur í Jressu máli.
Eulltrúar verkalýðsins svöruðu
með því að slá á hina útréttu
hönd bænda og gengu í lið með
stórgróðabröskurum og byltinga-
mönnum ,sem Aljrýðublaðið seg-
ir að reki njósnir fyrir Rússa og
séu tilbúnir að svíkja ættland
sitt, ef hagsmunir Rússa séu ann-
ars vegar. Þessi þrenning hefir
síðan síbert á dýrtíðarskrúfunni
og þannig brugðizt trausti
bændastéttarinnar og annarra
vinnandi stétta, sem bafa lýst yf-
ir því, að hin aukna dýrtíð gleypi
allar kaupkjarabætur þeiiTa og
meira til.
í Iok greinar sinnar mælir Br.
S. á þessa leið til bænda: „. . . .
Og augu ykkar munu l'ljótt opn-
ast lyrir því, að }>að er milliliða-
kostnaðurinn, sem framleiðand-
inn og neytandinn Jrnrfa að herja
sameinaðir á, auk J>ess að finna
sanngjarnan grundvöll að hyggja
verðlagið á.“
Þetta er laukrétt niðurstöðu-
Fimmtudagur 29. ágúst 1946
röksemd. Það er bara sá gallinn
á, að hún er á þessum stað stolin
frá Framsóknarflokknum. Fram-
sóknarmenn hafa að undanförnu
sífelldlega hamrað á því að koma
yrði í veg fyrir hinn gegndar-
lausa milliliðagróða með róttæk-
um ráðstöfunum, svo sem svika-
j lausu eignauppgjöri, alnámi
skattsvika og fjárdráttar, skyn-
samlegum sparnaði gjaldeyris,
ströngu eftirliti með húsabrösk-
urum o. fl. Mótti öllum }>essum
ráðum Framsóknarmanna hefir
stjórnarliðið æpt í einum kór:
Afturhald! Rógur gegn nýsköp-
uninni! Flokkur Br. S. hefir að
l
minnsta kosti verið óvirkur í
j>essum málum, J>að er að segja
ráðamenn hans, sem telja sig
fyrst og fremst fulltrúa neytenda.
Það væri því ekki úr vegi, að Br.
S. beindi þessari áminningu
sinni til foringja síns eigin flokks
öllu heldur en til bænda, því að
ekki mun standa á þeirn til sam-
vinnu við neytendur-, J>egar her-
ferðin byrjar á liendur milliliða-
gróðanum, fjársvindlinu og fjár-
málaspillingunni. Það skal fús-
lega viðurkennt, að einstöku
þjóðkunnir menn í AlJ>ýðu-
flokknum liafa tekið í sama
streng og Framsóknarmenn í
þessum málum, má J>ar til nefna
Jón Blöndal, Gylfa Þ. Gíslason
og Hannibal Valdimarsson, og
nú hefir Bragi Sigurjónsson
bætzt í þann hóp, og er það fagn-
aðarefni, en J>að eru bara ekki
]>essir menn, sem ráða stefnu Al-
J>ýðuflokksins enn sem komið er.
En þó gefur þetta vonir um, að
stefna Framsóknarflokksins sé
bráðum að sigra.
Um hinn sanngjarna verðlags-
grundvöll, sem Br. S. nefnir að
síðustu, er J>að að segja, að bænd-
ur telja j>ann einn grundvöll
sannngjarnan, er tryggir þeim
ekki lakari kjör en öðrum vinn-
andi stéttum. Meira fara þeir
ekki fram á og hafa aldrei farið.
Finnst Br. S. sú krafa vera
ósanngjörn og lýsa „yfirgangs-
hneigð"?
SIEHSK
sporjárn og
rennijárn
nýkomin
Kaupfélag Eyfirðinga
Járn- og Glervörudeild
Enginn bókamaður
á íslandi má láta hina
nýju útgáfu
ÍSLENDINGASAGNA
vanta í bókaskáp sinn.
Gerizt því áskrifendur
þegar í dag.
Aðalumboðsmaður
á Norðurlandi:
Árni Bjarnarson
Bókaverzlunin Edda.
Akureyri — Sími 334.
UM VIÐA VERÖLD
Pólski hershöfðinéinn Anders, sem
stýrir pólska útlagahernum, sem hefst
i við á Itaííu, og konungurinn í Trans-
jórdan hafa gert með sér samning um
að hinn síðarnefndi taki 10.000
pólska hermenn í fastaher lands síns.
Pólski herinn á Italíu hefir valdið
miklum deilum. Pólska stjórnin vill
að hann verði afvopnaður og sendur
heim, en fæstir hermannanna vilja
hverfa heim til Póllands. Bretar vilja
ekki neyða mennina til þess að fara
heim, en heita öllum aðstoð, sém fara
af frjálsum vilja. Útvarpið í Warschau
telur samning Anders og Transjórdan-
konungs hið mesta hneyksli.
Djöflaeyja, við strönd Suður-Amer-
íku, hefir um langan aldur verið fræg- :
asta fanganýlenda í heimi, einkum ■
eftir að Dreyfus dvaldi þar. Árið 1938
var ákveðið að leggja nýlenduna nið-
ur, en stríðshættan, styrjöldin sjálf og
fall Frakklands varð þess valdandi, að
ekkert var gert í málinu, og fangarnir
urðu að dvelja þar öll stríðsárin. Sum-
ir þeirra hafa dvalið þar í meira en
30 ár, og vita naumast hvað hefir
gerzt í veröldinni á því tímabili. Þeir,
sem talað hafa við þá, segja, að þeir
séu eins og gestir frá öðrum heimi. En
nú er vistinni á Djöflaey lokið. Tvö
hundruð fangar komu til Marseille nú
um miðjan ágúst og tvö þúsund bíða
eftir fari í frönsku Guiana á Suður-
Ameríkuströnd. — Fanganýlendunni í
Cayenne hefir verið lokað.
Verzlun brezku samvinnufélaganna
hefir aukizt mjög á þessu ári. I nýleg-
um skýrslum segir t. d. að tesala Sam-
bands brezkra samvinnufélaga hafi
aukizt um 30% á fyrstu sex mánuðum
þessa árs. Samvinnufélögin taka í sin-
ar hendur síaukinn hluta verzlunar-
innar.
Með auknum vexti brezku sam-
vinnuheryfingarinnar, eykst andstaða
nokkurs hluta íhaldsflokksins gegn
kaupfélögunum. Nýjasta dæmið um
þetta er yfirlýsing nokkurra þing-
manna um að þeir muni krefjast þess,
að rannsókn verði hafin á því sem
þeir kalla „einokunarstarfsemi“
brezku samvinnuhreyfingarinnar. —
Brezka samvinnublaðið Reynolds
News fagnar þessu, og telur að slík
tillaga mundi gefa ríkisstjórninni
ágætt tilefni til þess að Iáta skoða
bækur brezku auðhringanna og kom-
ast til botns í erlendum samböndum
þeirra.