Dagur - 05.09.1946, Blaðsíða 1
ísland og Bretland hafa
skipti á sumarveðráttu
- segir brezkt blað
Brezka blaðið Daily Herald
ræðir nýlega um veðurfarið
um norðanverða Evrópu og
hefir það eftir brezku veður-
stofunni, að raunverulega hafi
ísland og Bretland haft skipti
á sumarveðráttunni, því að ís-
lenzka sumarið hafi drottnað
á Bretlandseyjum, en brezk
sumarveðrátta, sólskin og blíð-
viðri, hafi yljað íslendingum.
Blaðið segir m. a.:
,,I Bretlandi ríkir nú ís-
lenzkt veðurfar, en íslend-
ingar njóta brezkrar sum-
arblíðu. Þannig skýrir
brezka veðurstofan síðustu
duttlunga sumarveðrátt-
unnar. Athugunarstöðin í
Greenwich skýrir svo frá,
að sem sakir standa sé veðr-
áttan nánast óútreiknanleg
og ekki muni takast að spá
nákvæmlega fyrir um veð-
ur, fyrr en mönnum hafi
tekist að komast upp í
„stratospheruna". Annars
telur athugunarstöðin ekki
að um varanlega breytingu
sé að ræða, heldur séu þetta
aðeins duttlungar náttúr-
unnar, sem raunar hafi oft
komið fyrir áðnr.“
Hið brezka blað segir enn-
fremur, að einu sinni í sumar
hafi rignt í 28 daga í röð í
Bretlandi og veðráttan hafi
yfirleitt verið köld og leiðin-
leg.
FIMMTUGUR:
Árni Valdimarsson
í Ólafsfirði.
Síðasth mánudag átti Árni
Valdimarsson, forseti bæjar-
stjórnar Ólafsfjarðarkaupstaðar,
útibússtjóri KEA þar, fimmtugs-
afmæli.
Árni er bóndason frá Garðsvík
á Svalbarðsströnd. Hann lauk
gagnfræðaprófi hér 1913, stund-
aði síðan landbúnaðar- og sjó-
mennskustörf til ársins 1922, er
hann hóf að starfa við verzlun
hér í bænum, fyrst hjá Kaupfé-
lagi Verkamanna, en síðan 1936
hjá Kaupfélagi Eyfirðinga. Árið
1938 tók hann við forstöðu úti-
bus KEA í Ólafsfirði og hefir
gegnt því starfi síðan. Árni hefir
tekið mikinn þátt í opinberum
málum Ólafsfjarðarkaupstaðar,
átt sæti í bæjarstjórn frá stofnun
hennar og er nú forseti bæjar-
stjórnar. Hann hefir jafnan verið
ótranður að berjast fyrir hags-
munamálum kaupstaðarins og
nýtur trausts og vináttu sam-
borgara sinna.
Árni er kvæntur Ágústu
Gunnlaugsdóttur og eiga þau
hjónin 5 börn á lífi.
Gestkvæmt var á hinu mynd-
arlega heimili þeirra hjóna í Ól-
afsfirði á afmælisdaginn og bár-
ust Árna margar kveðjur frá vin-
um og samstarfsmönnum. Dagur
sendir honum beztu árnaðar-
óskir.
GUR
XXIX. árg.
Akureyri, fimmtudaginn 5. september 1946
42. tbl.
Fyrsfð íslenzka samvinnufryggingastofnunin hefur sfarl
Frá veizlu Þjóðræknisfélagsins
• || | 11í:
Myndin er úr hóii því, er Akureyrardeild Þjóðrækrúsíélagsins
hélt vestur-íslenzku gestunum íyrir skemmstu að Hótel KEA. —
Við háborðið sitja, talið frá vinstri: Gunnl. Tr. Jónsson, íormaður
Þjóðræknisiél., Steíán Einarsson, ritstj., frú Kristín Einarsson, frú
Ásdís Rafnar, Friðrik J. Rafnar, vígslubiskup, frú Lalah Jóhanns-
son, Grettir Jóhannsson, ræðismaður, frú lngibjörg Jónsson, Ein-
ar Páll Jónsson, ritstj., og Björgvin Guðmundsson, tónskáld.
Sænsku samvinnutryggingarnar í hópi
stærstu tryggingafyrirtækja í Svíþjóð
Viðtal við Bengt J. Frænkel, forstjóra „Samarbete“
í Stokkhólmi
Síldveiðiflotinn
hættir veiðum
Síldarvertíðinni er nú um það bil
lokið. Flest skipanna eru hætt herpi-
aótaveiðum, en nokkur stunda rek-
netaveiðar. Afli er rýr. Um sl. helgi
var heildaraflamagnið í bræðslu
1.164.921 hektólitri (í fyrra 463.238)
hl.). Söltun á öllu landinu nam um sl.
helgi 139.930 tn., en siðan munu hafa
bætzt við um 3000 tn. Söltun hér
nærlendis var: Olafsfjörður 761 tn.,
Dalvík 4648 tn., Hrisey 3688 tn., Ak-
ureyri 2402 tn., Grenivík 511 tn.,
Húsavík 3230 tn. og Raufarhöfn 430
tn.
Knattspyrnumót Norður-
lands á Siglufirði
Knattspyrnumót Norðurlands verð-
ur að þessu sinni háð í Siglufirði, og
hefst það 28. þ. m. Er þetta í fyrsta
sinn, sem mótið er háð í Siglufirði.
Hingað til hafa mótin verið háð hér
i bænum, néma einu sinni í Grenivík.
Siglfirðingar vinna nú að því að end-
urbæta knattspyrnuvöllinn og undir-
búa mótið.
Annast bruna- og sjótrygg
ingar. Flestar aðrar trygg
ingagreinar bætast síðar
í hópinn
Samvinnufélögin leggja
út á nýja braut.
Sænski tryggingafræðingurinn Bengt J. Frænkel, forstjóri
sænsku samvinnutryggingarinnar „Samarbete" ií Stokkhólmi, kom
hingað til bæjarins flugleiðis lrá Reykjavík sl. fimmtudag og dvaldi
hér fram á föstudag. Notaði hann tækifærið til þess að skoða bæinn
og nágrenni hans og kynna sér starfsemi KEA og Sís hér í bænum.
Hr. Frænkel kom hingað til
lands að tilhlutan Sambands ísl.
samvinnufélaga, til þess að leið-
beina um stofnun og starfrækslu
liinna nýju samvinnutrygginga
Sís, sem greint er frá annars stað-
ar í blaðinu. Dagur kom að máli
við hr. Erænkel og bað hann
segja eitthvað frá starfsemi
sænsku samvinnutrygginganna.
— Hann kvað sænsku sam-
vinnutryggingastofnanirnar,
,,Folket“ og „Samarbete“, í hópi
stærstu tryggingafyrirtækja lands
ins. Hefði vöxtur þeirra einkum
orðið ör nú hin síðari ár. Fyrir-
tæki þessi starfa í sambandi við
K. F„ samband sænsku sam-
vinnufélaganna, á svipaðan hátt
og Samvinnutryggingar hér eru í
tengslum við Sís. Fyrirtækin eru
tvö vegna þess, að samkv. sænsk-
um lögum má sama stofnun
ekki annast líftryggingar ásamt
með bruna- og öðrum vátrygg-
ingum. „Folket“ annast því líf-
i tryggingarnar og eru trygginga-
• félagar um 800 þúsund talsins,
en „Samarbete“ hefir með hönd-
um brunatryggingar og ýnisa
aðra vátryggingarstarfsemi og
(Framhald á 8. síðu).
Tófuveiðar í bíl
Að kvöldi þess 12. ágúst sl. var
Friðfinnur Magnússon, bifreið-
arstjóri frá Kotum, og tveir aðr-
ir piltar, á ferð í bíl á Öxnadals-
heiði. Þegar þeir koniu austur
fyrir Grjótá, sáu þeir hvíta tófu
á veginum og litlu síðar aðra
koma á veginn. Friðfinnur skelti
bílljósunum á þær og setti á
mikla ferð, með þeim árangri, að
báðar tófurnar lentu í rnilli bíl-
lijólanna og lágu dauðar aftan
við bílinn og sáust þess engin
merki, að þær hefðu komið við
hjólin, því að báðar voru algjör-
lega óskaddaðar.
Mikil hrifning á fyrslu hljómleikum Ein-
ars Kristjánssonar
Aðrir hljómleikar söngvarans í kvöld
Einar Kristjánsson óperu-
söngvari hafði fyrstu hljómleika
sína liér í bænum sl. þriðjudags-
kvöld, með aðstoð dr. V.
U rbantschitsch.
Húsið var þéttskipað og ætlaði
fagnaðarlátum aldrei að linna.
Söngvarinn varð að endurtaka
mörg laganna og syngja aukalög.
Var hann hvað eftir annað kall-
aður fram og hylltur ákaft. Var
svo að heyra, sem áheyrendum
þætti þetta einhverjir glæsileg-
ustu hljómleikar, sem hér liefðu
verið haldnir. — Á söngskránni
voru aðallega ljóðræn lög, eftir
VV. Petterson-Berger, Erkki-Mel-
artin, Edvard Grieg, Sigvalda
Kaldalóns, Markús Kristjánsson
og Sigfús Einarsson. — En þar að
auki söng Einar aríu úr óper-
unni La Tosca eftir Puccini, aríu
úr óperunni L’Africana eftir
Meyerbeer og aríu úr Rigoletto
eftir Verdi.
Söngvarinn endurtekur hljóm-
leikana í Nýja-Bíó í kvöld. — Að-
görigumiðar eru seldir í bóka-
verzl. Eddu, og við innganginn,
ef eitthvað verður þá eftir.
Hinn 1. september sl. liófst
starfsemi fyrstu íslenzku sam-
vi nnu tryggingastof nunarinnrir.
Er þar með skráður nýr kafli í
sögu samvinnufélaganna og lík-
legt er, að þessi starfsemi muni
eiga mikla framtíð fyrir liöndum
hér á landi, eigi síður en erlend-
is. Samband ísl. samvinnufélaga
liefir haft forgöngu um stofnun
fyrirtækisins og nefnist það
„Samvinnutryggingar — gagn-
kvæm tryggingarstofnun“. — Sís
hefir lagt því til 500.000 krónu
stófnfé, en kaupfélögin úti um
land munu annast umboð fyrir
það.
Stjórn Samvinnutrygginganna
skipa: Vilhjálmur Þór, forstjóri
Sís, formaður, og meðstjórnend-
ur Isleifur Högnason, forstjóri
KRON, Jakob Frímannsson, for-
stjóri KEA, Karvel Ögmundsson,
útgerðarmaður, Keflavík og
Kjartan Ölafsson, bæjarfulltrúi,
Hafnarfirði. Forstjóri hins nýja
fyrirtækis er Erlendur Einars-
son, sem snemnra á þessu ári var
ráðinn til Sís til þess að annast
undirbúning málsins.
Sjó- og brunatryggingar.
Samvinnutryggingarnar annast
fyrst um sinn sjó- og brunatrygg-
ingar, en siðar mun verða bætt
við bifreiðatryggingum og flest-
um öðrum greinum almennrar
tryggingarstarfsemi. Samvinnu-
tryggingarnar hafa þegar náð
rnjög góðum endurtrygginga-
samningum erlendis.
Samvinnuskipulagið lækkar
iðgjöldin.
Það er sérstök ástæða til þess
að vekja athygli allra samvinnu-
manna á þessari nýju starfsemi.
Erlendis er hún veigamikill þátt-
ur í störfum samvinnuhreyfing-
arinnar, t. d. í Svíþjóð og Bret-
landi, og vegna samvinnuskipu-
lagsins hefir hún átt miklum og
vaxandi vinsældum að fagna. Fé-
lög þau, er venjulega annast
tryggingarstarfsemi, t. d. öll nú-
verandi tryggingafélög hér á
landi, eru hlutafélög, sem ein-
staklingar leggja fram hlutafé í,
í von um hagnað af peningainn-
laginu. Ágóðinn af rekstri félag-
anna kemur tryggjendunum
(Framhald á 8. síðu).