Dagur - 05.09.1946, Blaðsíða 4

Dagur - 05.09.1946, Blaðsíða 4
4 D A G U R Fimmtudagur 5. september 1946 Orð og athafnir glÐASTI „ISLENDINGUR" birtir ofurlitla hugvekju um dýrtíðarmálin, enda þykjast nú fæst stjórnarblaðanna geta hliðrað sér hjá því með öllu að geta að einhverju þess ískyggilega ástands, sem þegar er farið að láta til sín taka í þeim efnum. En mjög er þeim tregt tungu að liræra, þegar talið berst að þessu, og er þeim það sízt láandi, því að fyrri orð þeirra og ummæli um dýrtíðina og blessun hennar stangast ærið illyrm- islega við staðreyndir þær, sem hin óljúgfróða reynsla er nú óðum að leiða svo skýrt í ljós, að ekki verður framar urn deilt. Aumingja „Islend- ingur“ á ekki síður í vök að verjast að þessu leyti en önnur stjórnarblöð. Blaðið játar að vísu, að dýrtíðin sé orðin hið alvarlegasta vandamál, er krefjist skjótra og röggsamlegra aðgerða — krabbamein í þjóðarlíkamanum, eins og Pétur Björnsson skipstjóri orðaði þetta í Morgunblaðs- grein sinni nú á dögunum. — En helzt er á blað- inu að skilja, að Sjálfstæðisflokkurinn og blaða- kostur hans hafi alltaf vitað þetta og barizt hat- ramlega gegn dýrtíðarplágunni, allt frá upphafi styrjaldarinnar !Og fyrst og síðast er því haldið blákalt fram, að allir stjórnmálaflokkar hér á landi séu undir sameiginlega sök seldir í þessum efnum og farist því engum þeirra á annan að deila út af þessu. jþAÐ ER ÁKAFLEGA auðvelt að slá fram slíkri fjarstæðu sem þessari, og raunar ekki óliugs- andi, að hún dugi til að slá ryki í augu þeirra mörgu manna, sem ekki nenna'að hugsa um þjóð- málin eða fylgjast af fullri alvöru og vakandi gagnrýni með gangi þeirra á hverjum tíma. Slík- um mönnum þykir svo ákaflega þægilegt og um- brotalaust að leggja alla stjórnmálaflokkan.a í sama svaðið, kenna þeim öllum jafnt um ófarirn- ar, þegar illa tekst til. Slík þreytumerki lýðræðis- ins eru vissulega fullgilt og mikilsvert athugunar- efni út af fyrir sig og sízt vænlegir vorboðar í þjóðlífinu, þótt ekki sé hér rúm til að fara lengra út í þá sálma að sinni. En liinum, sem gefið er sæmilegt minni og nenna að hugsa og fylgjast með gangi þjóðmálanna á hverjum tíma, þýðir ekki að segja slíka vitleysu. Þeir vita það fullvel, að allt frá því í styrjaldarbyrjun hafa aðalátökin í íslenzkum stjórnmálum staðið á milli þeirra, sem eitthvað raunhæft vildu aðhafast til þess að sporna gegn dýrtíðarbölinu, cg hinna, sem að vísu vildu mæla fagúrt, en ekkert vildu þó gera, sumpart sökum þess, að þeir sjálfir eða umbjóð- endur þeirra hugðust sölsa undir sig sem mestan skyndigróða á kostnað almennings og í krafti dýr- tíðarflóðsins, áður en það skolaði efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar út á kaldan klakann — sumpart vegna þess, að þeir létu pólitíska stund- arhagsmuni flokka sinna og sína eigin valdafíkn og metorðagirni sitja í fyrirúmi í landinu. Hinir fyrrnefndu hafa einhuga fylkt sér um stefnu Framsóknarflokksins í dýrtíðarmálunum. Hinir síðarnefndu hafa hins vegar fylgt stjórnarflokk- unum að málum, og þar sem þeir hafa reynzt fleiri og ósvífnari en hinir fyrri, hafa þeir ráðið „franrvindu sögunnar" á þessu sviði allt fram á þennan dag, og ekki er annað sýnilegt en að þeir muni ráða enn um sinn, og á nreðan er öldungis víst að ekkert verður gert til þess að lialda dýrtið- inni í skefjum annað en ný fölsun á vísitölunni og öðrum staðreyndum. Fallegur bær? „Heimamaður‘ ritar blaðinu langt bréí um byggingar og skipulagsmál og segir meðal annars: JpANSKA listakonan, frk. Hedvig Collin, lét útvarpið okkar hafa það eftir sér nú á dögunum, að Akur- eyri væri fallegasti smábær, sem hún hefði séð. Akureyringum hefir sjálf- sagt þótt gaman að hlýða á þessi um- mæli frk. Collin og það því fremur, sem vitað er að hún er þess umkomin að fella dóma um landslag, liti og lín- ur. Um það vitna málverk hennar og teikningar. Þá vita það margir, að hún er mjög víðförul, hefir dvalið langvist- um í mörgum þjóðlöndum, báðum megin Atlantzhafsins. Vitnisburður hennar er því nokkurs virði, og er þess vegna naumast að furða, þótt brúnin á bæjarbúum hafi lyftst venju fremur við þetta útvarpsefni. Öllum finnst okkur lofið gott. Húsameistarinn eða skaparinn? 'pVN MÉR flaug í hug hvort frk. Collin hefði þarna át við bæinn sjálfan — verk okkar og forfeðra okk- ar — eða við umhverfið, gróðurinn, fjöllin og hin fögru litbrigði, sem ein- kenna þessa byggð alveg sérstaklega. Það er gaman að búa í sliku umhverfi og það hefir vonandi góð og holl áhrif á alla þá, sem þess njóta, en ekki geta þeir þakkað sér þótt Kaldbakurinn sé tignarlegur og Vaðlaheiðin litskrúðug og brekkurnar okkar og Pollurinn varpi sérkennilegum og ástúðlegum svip á byggðina hér við fjarðarbotn- inn. Hitt er aftur á móti okkar verk, hvernig við höfum skipað byggðinni, reist húsin og mannvirkin og hvern svip framkvæmdirnar bera af smekk okkar, menningu og fegurðartilfinn- ingu? Var það þetta, sem frk. Collin átti við, eða var það bæjarstæðið sjálft, umhverfið og náttúran, var hún að dá húsameistarann eða skaparann? Mér er næst að halda, að þótt margt sé vel um það, sem gert hefir verið, þá sé það mikið oflof, að telja skipu- lag bæjarins okkar, byggingafram- kvæn.dir og önnur ytri verksummerki til hins bezta x Norðurálfunni, því miður. Raunar er það ekkert undar- legt, þótt við höfum hvergi komizt nærri því marki, því að vissulega höf- um við haft lakari aðstöðu í þessum efnum en flestar aðrar þjóðir, allt fram á síðustu ár. Þar með er þó eng- an veginn sagt, að við getum verið harla ánægðir með það, sem við höf- um gjört til þessa, né heldur að allt sé í bezta lagi um framtíðarhorfurnar, tilhögun og skipun bæjarins sjálfs. Geíum þeim dýrðina. pN EF TIL VILL ætti frekar að nefna „þá“ en „okkur“ í þessu sambandi. „Við“ -— bæjarbúarnir sjálfir, — ráðum svo sáralitlu um það, hvernig húsin, sem við erum að streit- ast við að koma upp yfir okkur og börn okkar, líta út, eða hvar þeim er skipað niður, hvernig göturnar okkar liggja, eða hvar opinberar stórbygg- ingar eru settar niður. Öllu þessu — og meiru til, sem á megin þátt í að skapa svip bæjarins sjálfs — ráða „þeir“, það er að segja valdhafarnir og „sérfræðingarnir" í Reykjavík. Þeirra er valdið og mátturinn. Og þeirra er þá líka dýrðin, ef einhverj- um finnst bera sérstaklega mikið á henni. Gatnakerfið í þessum bæ er skipulagt á skrifstofu í Reykjavík, stórbyggingar þær, sem hér hafa ver- ið reistar á undanförnum árum, eru allar teiknaðar þar — af einum manni auk heldur — og betur er að verið. J Við höfum raunverulega ekkert að segja um það, hvar þessum bygging- um er skipað niður. Þar kemur hin sunnlenzka sérfræðimennska aftur til sögunnar. Hún ein ræður því. Við megum samþykkja ákvarðanirnar, hneigja okkur fyrir vísdóminum — og 'borga brúsann — það er okkar hlut- verk. Sunnlenzkt patent. f,EIM, SEM hafa alið allan sinn ald- ur hér í bænum, þekkja land og lögun hér umhverfis, finnst stundum, að þrátt fyrir allan vísdóminn, sem samanþjappaður er á skrifstofum í höfuðstaðnum — þrátt fyrir hið sunn- lenzka einkaleyfi á ákvörðunum — hafi ekki allt tekist sem bezt skyldi í þessum efnum. Bæjarmönnum sjálf- um, með sína takmörkuðu kunnáttu, en meiri þekkingu á svip og þörfum bæjarfélagsins sjálfs, vaxtarmöguleik- um þess og framtíðarvonum, mundi hafa tekist betur. Þeir, sem þurfa að ala allan aldur sinn í námunda við ljóta og afkáralega byggingu, hugsa sig gjarna tvisvar um, áður en þeir setja aðra slíka niður á næsta leiti. Þeir, sem þurfa daglega að rölta hlykkjótta, þrönga og vanskapaða götu, mundu gjarnan vilja stuðla að því, að betur verði unnið við þá næstu. En sérfræðingarnir í Reykja- vík þurfa ekki að hafa þessar áhyggj- ur. Þeir hafa heila hásléttu og marga jökla í milli sín og hlykkjóttu gatn- anna og ljótu húsanna, sem þeir hafa úthlutað okkur. Þessi afkvæmi þjá þá ekki nema svo sem einu sinni á ári, er þeir bregða sér í nýja lúxusnum eða í loftinu til þess að tylla sér hér niður augnablik ,eins og kría á útskeri. Hlykkjótt skipulag. JpRÁ SJÓNARHÓLI þeirra, er bæji og þorp landsins byggja, er meira ' en lítið bogið við það skipulag, sem við nú eigum við að búa um opinber- ' ar byggingaframkvæmdir og skipulag heimkynna okkar. Við þurfum sjálf að fá meiri umráð yfir því hvernig bæirnir okkar líta út. Allur vísdómur er ennþá ekki samanþjappaður í höf- uðstaðnum. Enn þá inætti finna leif- ar úti um land, ef vel væri gáð, „Centralisation“ alls valds um þessi mál í höfuðstaðnum er að vísu ekkert einsdæmi. Það sama er uppi é ten- ingnum á flestum öðrum sviðum þjóð- lífsins og er það mál út af fyrir sig. En óvíða er komið lengra í þá átt en á sviði bygginga- og skipulagsmálanna. Ein eða tvær skrifstofur í Reykjavik og starfslið þeirra hafa sölsað undir sig einkaumráð yfir þessum málum. Er ekki kominn tími til að snúa við á þessari braut? Hljóðlát hrifning. yERA KANN, að einhverjir séu sér- staklega ánægðir með götuskipu- lagxð húsaniðurröðunina og útlit sumu nýju stórbygginganna okkar. En þeir hafa þá hljótt um sig. Hinir munu fleiri, sem álíta, að þessi stjórn úr fjarlægð hafi gefist illa til þessa, og tími sé til kominn að snúa við á þeirri braut, minnka úrslitavald „sérfræðing- anna“ en auka áhrif bæjarvaldanna og fólksins sjálfs. Leyfa þeim að not- færa sér kunnáttu heimamanna, sem treysta sér til að eyða ævidögum sín- um innan um eigin handaverk. Mundi það verða tii skaða?“ Vai'asöm leiðbeining. J. J. skriiar blaðinu: yMFERÐASLYSIN eru að verða ömurlega tíð hjá okkur Islend- ingum, þrátt fyrir gefnar leiðbeining- ar og góð ráð oft og víða, sem von- andi er til nokkurra bóta. En nýlega heyrði eg kvöld eftir kvöld gegnum útvarpið tilkynningu — áskorun —- frá Slysavarnafél. íslands þess efnis, að gangandi vegfarendur skuli halda sig á HÆGRI vegarbrún þjóðveganna vegna þess, að bílstjórar, sem koma á móti, sjái þá betur til þeirra! — Mér brá, er eg heyrði þetta og spurði sjálf- an mig, hvort hér væri ekki hættulega og brotið gegn fyrstu og höfuðreglu þeirra, sem kenndar eru og lærðar viðvíkjandi almennri umferð: að halda sig á sinni vegarbrún — eða vegarhálfu — VINSTRA MEGIN. (Framhald é 8. síðu). Má ég kynna fyrir lesendum M. K. M. ameríska tízku-frú, Vera Winstan að nafni. — Dálkurinn hefir verið svo lánsamur að fá nokkuð af tízku-teikningum frú- Jressarar og birtist hér sú fyrsta. í framtíðinni mun væntanlega ein mynd verða í hverjum dálki, a. m. k. um tíma, og væntir dálk- urinn að lesendur fagni Jxessu, þar eð myndirnar eru alveg nýjar — sent sé tízkan í dag. Þetta er bæði vor- og haust- dragt. Jakkinn er hvítur en pilsið svart. Efnið er „gabardine". — Kragi o'g legging- ar eru úr svörtu efni og hnapparn- ir svartir. Legg- ingarnar á enn- unum mynda eins konar uppslög, en eru það þó ekki. Jakkinn fellur að í baki án nokkurs bak-beltis. Pilsið er fremur þröngt og alveg slétt. Lít- il ,svört kolla fer vel við þessa snotru vor- og haustdragt. * NÝTT KVENNABLAÐ. Nýtt kvennablað er komið á markaðinn. Blað- ið heitir „Fernina" og hóf göngu sína í ágúst sl. Útgefendur nefna sig „Blaðaútgáfan" (í Rvík), en ritstjóri er frú Sigríður Ingimarsdóttir, sem annast hefir kvennasíðu í Tímanum að undan- förnu. I þessu nýja kvennablaði eru nokkrar góð- an greinar og rnyndir úr tízkuheiminum, bæði fata og húsa. Þá er frásögn af kvikmyndaleikur- um og kvikmynd, sem gerð hefir verið af óper- unni Carmen. Frásögnum þessum fylgja margar myndir. Loks fylgir blaðinu framhaldssaga og munsturblað. — „Femina“ virðist ætla að verða f jölbreytt kvennablað og á að öllum líkndum eft- ir að blómstra í íramtíðinni, Jrví að ísl. stúlkur vilja lesa og fræðast um hin ýmsu mál kvenna og munu því eflaust fagna göngu „Feminu“. Mér finnst vanta í blaðið eldhús-þátt, um mat- argerð, húsráð o. fl. þ. h„ en úr jxví verður ef- laust bætt í framtíðinni. Þegar REYNANDI VÆRI ÞAÐ. skáldsaga Björnstjerne Björnson, „Á guðsvegum“, í ísl. þýðngu, var uppseld í Rvík, fékk einn bóksölumaðurinn þar símskeyti frá um- boðssölumanni sínum norður í sveitum, um að senda honunt tafarlaust nokkur eintök. Hann sendi eftirfarandi símskeyti aftur um hæl: „Eng- in á guðsvegum eftir í Reykjavík. Reynið Akur- eyri“. * AÐSTOÐ í ELDHÚSINU. Það salt, sem á að láta í matinn, er bezt að láta í, undir eins ög upp er sett, því að maturinn verð- ur bragðbetri, ef hann sýður með saltinu. * Hvernig bezt er að geyma eggjarauður, þegar aðeins hvítan er notuð: Brjótið lítið gat á annan endann á egginu, svo að hægt sé að hella hvítunni frá, án þess þó að rauðan fari með. Límið síðan silkipappír, sem þér dýfið í hvítuna, yfir gatið. Þannig getur rauðan geymzt enn í nokkra daga. Vissara er þó að geyma hana á köldum stað.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.