Dagur - 26.09.1946, Page 1

Dagur - 26.09.1946, Page 1
10 SÍÐUR „Pólitisk nauðsyn44 réði staðsetningu lýsis- herzlustöðvarinnar Nefnd sú, er atvinnumála- ráðherra skipaði til þess að ákveða stað fyrir væntanlega týsisherzluverksmiðju, hefir nú lagt til, að verksmiðjan verði reist í Siglufirði, og hef- ir atvinnumálaráðherra ákveð- ið staðinn samkvæmt þessari tillögu. Engin skýrsla um að- draganda þessarar niðurstöðu, hefir verið birt, en allar líkur benda til, að það hafi verið pólitísk n'auðsyn fyrir ráðherr- ann og kommúnistalflokkinn, að velja verksmiðjunni stað í Siglufirði, og hafi það ráðið úrslitum. Heyrzt hefir t. d,, að nefndin geri ráð fyrir þeim möguleika, að nauðsynlegt reynist, að leiða rafmagn frá Laxárvirkjun til Siglufjarðar, til þess að tryggja verksmiðj- unni nægilega rafmagnsorku. Þá er og sennilegt, að búa þurfi til land fyrir verksmiðj- una í Siglufirði og mun það kosta mikið fé. Fleiri atriði benda til þess, að þessi ákvörð- un atvinnumálaráðherra um itaðsetningu verksmiðjunnar, ié í fyllsta máta vafasöm, frá þjóðhagslegu sjónarmiði. Uppkastið að s'amningi við Bandaríkin. er birt í heild sinni á 5. bls. „Hvassaf elF4 kemur á morgun Hið nýja skip Sís, „Hvassafell“, er væntanlegt hingað á morgun. Skipið varð síðbúnara frá Fal- mouth í Englandi, en ráðgert hafði verið.. Eins og skýrt var fiá í síðasta blaði, var ætlast til að það legði af stað þaðan fyrra mið- vikudag, en brottförin dróst til sl. laugardags. Skipskoman mun vekja mikla athygli hér og víða um land. Handsamaði tófu í göngum! Göngur áttu að verða í Svarfað- ardal sl. nránudag, en var frestað til þriðjudags, vegna illviðra. — Snjór var mjög mikill á fjöllun- um og færi erfitt. Það bar til tíð- inda á þriðjudaginn, er Hjörtur Eldjárn frá Tjörn gekk fjallið of- an við Sveinsstaði í Skíðadal, að hann sá tófu skammt frá. Sigaði hann þegar hundi sínum á tóf- una og sló þá í bardaga þeirra í milli. Hjörtur hraðaði sér þang- að, sem viðureignin stóð, og brátt hafði hann náð tófunni bráðlif- andi og ómeiddri í jakka sinn. Bara hann hana síðan til byggða og hafði til sýnis í réttunum, við almennan fögnuð gangnamanna. Refur þessi var stór og föngu- legur, og í alla staði hinn falleg- asti. GUR XXIX. árg. Akureyri, fimmtudaginn 26. september 1946. 45. tbl. Kommúnistar opinbera starfaðferðir sínar: Efna til óspekta og æsingar berjasf gegn tilbúnu fherstöðva- Epli í garði á Akureyri Ljósmynd: E. Sigurgeirsson. Myndin er af fullþroskuöum eplum í garði hér í bænuml Ótrúlegt en satt. Jónas Þór, verksmiðjustjóri, gróðursetti fyrir 10 árum nokkur eplatré út við Gefjuni, en vorið 1945 flutti harm þau heim i garð sinn. Tréð hér áð ofan bar ávöxt í fyrsta sinn í sumar. Eplin eru falleg og nú um það bil fullþroskuð. Stórviðri geisaði hér um helgina Skriðuföll valda stórtjóni í Höfðahverfi Fólk flýði fjóra bæi síðastliðið sunnudagskvöld Norðan stormur með aftaka rigningu geisaði hér um sl. helgi. Urðu víða skemmdir í kjöllurum hér í bænum af völdum vatns- rennslis og sumar götur allt að því ófærar. Skriður féllu úr höfð- anum ofan við Aðalstræti 70, allt fram á götu, sömuleiðis féll skriða úr höfðanum, sem kirkjan stendur á, allt fram á götu, gegnt Verzl. Eyjafjörður. Ekki varð til- finnanlegt tjón af þessumsökum. Lækir allir voru í miklum vexti og varð þjóðvegurinn yfir Vaðlaheiði ófær á sunnudaginn, neðan við Leifsstaði. Þá féll skriða úr fjallinu milli Bjarga og Möðruvalla í Hörgárdal og inn á túnið á Möðruvöllum skammt frá Nunnuhóli. Munu nokkrar skemmdir hafa orðið á túninu. Einnig urðu skemmdir á tún- inu í Vatnsenda í Eyjafirði. í Ólafsfirði var aftaka brim, en hafnarmannvirki Ólafsfirð- inga urðu þó ekki fyrir neinum skemmdum. Reyndist hafnar- garðurinn nægilega traustur. Á Kleifum munu hafa orðið tals- verðar skemmdir á heyjum. málí Meirihluti þjóðarinnar vill semja við Bandaríkin, en án réttindaafsals Framkoma utanríkisráð- herrans hefur torveldað lausn málsins Konungkjörnir kenna sláturmeðferð! Óveðrið, sem hér geysaði um sl. helgi, olli stórtjóni á nokkrum bæjum í Höfðalrverfi, einkum í Dalsmynni. Féllu miklar skriður úr fjöllunum háðum megin Fnjóskár, eyðilögðu tún og engi og sópuðu burtu skógi á stóru svæði. Á ströndinni innan við Laufás varð einnig mikið tjón á nýja akveginum og í Fagrabæ. Aðalskemmdirnar hafa orðið í Litlagerði, Miðgerði og Árttini. Fólk af þessum bæjum og Páls- gerði flýði til Laufáss og Lórna1 tjarnar í aftakaveðrinu á sunnu- dagskvöldið. Skriða féll á nýbýl- ið Ártún og eyðilagði 1 /3 af landi býlisins, en túnið sjálft slapp að mestu leyti. í Litlagerði eyðilagðist mest allt túnið, nema hóll í kringum íbúðarhúsið. Er jörðin talin óbyggileg. Á Mið- gerði féllu tvær skriður, önnur olli talsverðum skemmdum á túriinu, en hin sópaði burtu raf- stöð. Skriða féll einnig á nýrækt í Pálsgerðislandi og stórskemmdi hana. Vestan Fnjóskár, í Dalsmynni, féllu skriður á svonefndan Gæsa- skóg, sem var fallegur og þrótt- mikill, og eyðilögðu hann að mestu. Vegurinn urn Dalsmynni er víða á kafi og ófær með öllu. Inn- (Framhald á 8. síðu).' Hin „konungkjörna" verðlags- nefnd landbúnaðarafurða hefir látið boð út ganga til sláturleyfis- hafa, þess efnis, að þeir skuli hirða slátur og bendir í því sam- bandi á að hægt sé að geyma þau fryst! Jafnframt lætur nefndin þess getið, að hún muni senda þeim leiðbeiningar um slátur- meðferð. Þessi tíðindi voru birt öllum (Framhald á 8. síSu). Adolf Busch og Rudolf Serkin halda hljómleika hér í næstu viku Þeir munu leika klassisk tónverk í Nýja Bíó Hinir heimslfrægu hljómlistarmenn, Adolf Busch fiðluleik- ari og Rudoll’ Serkin píanóleikari, komu hingað til lands í sl. viku og ltafa þeir haldið nokkra hljómleika í ReykjaVík. Hafa þeir leikið sónötur Beethovens og fleiri klassisk verk. Fyrir at- beina Tónlistarfélags Akureyrar munu þeir koma hingað norður um miðja næstu viku og halda hér eina hljómleika. — Gekk formaður Tónlistarfé- lagsins frá samningum þar að lútandi í sl. viku. Tónlistarfélag- ið greiðir listamönnununr vissa fjárupphæð fyrir komuna og kostar ferð þeirra og uppihald. í förinni norður verður einnig kona Serkins, en hún er dóttir Busch, og Björn Ólafsson, fiðlu- leikari. Listamennirnir hafa hér aðeins eina hljómleika, í Nýja-Bíó, en ekki er fullráðið hvaða daga í (Framhald á 8. síðu). Alþingi vai’ kvatt saman til funda sl. fimmtudag. Ekkert var látið uj)]jskátt um ástæðuna, en í ljós kom, iið þinginu var ekki ætlað að Ifjalla um hin torleystu fjárhags- og viðskiptamál, sem komin eru í sjálfheldu undir handleiðslu stjórnarinnar, held- ur um samningsuppkást, er Ól- afur Thors forsætis- og utanríkis- ráðherra hafði upp á eigin spýt- ur fjallað um við sendiherTa Bandaríkjastjórnar um niðurfell- ing herverndarsáttmálans frá 1941, afhendingu Keflavíkur- flugvallarins o. fl. Var samnings- uppkast þetta lagt fyrir Samein- að Alþingi, þegar er þing kom saman. Jafnskjótt og opinbert varð um mál þetta, hófu kommúnist- ar á ný að kyrja sönginn um „herstöðvar" og „réttindaafsal“, sent hæst lét fyrir sumarkosning- arnar og er ennþá ekkert lát á æsingunt og fundahöldum á þeirra vegunt í tilefni samnings- uppkastsins, en Alþingi hefir ennþá ekki afgreitt málið. Meðal annars stofnuðu kommúnistar til götuóspekta í Reykjavík sl. sunnudag og gerðu sig líklega til þess að beita líkamlegu ofbeldi við forsætisráðherrann og borg- arstjórann í Reykjavík, sem urðu að forða sér út um bakdyr, með aðstoð lögreglunnar. — Mælist þessi skrílslega framkoma komm- únista hvarvetna illa fyrir. Þá eru öll þau óp og háreysti, sem þeir viðhafa í sambandi við málið, stjórnarflokki lítt til sóma, því að „herstöðvar" þær, er þeir saka aðra landsmenn um að vilja láta Bandaríkjamönnum í té, eru hvergi til nerna í heilabúum þeirra sjálfra. Hitt er augljóst, að kommúnistar hafa þarna fengið kærkomið tækifæri til þess að framfylgja gildandi línu frá Moskvu, um að ala á tortryggni og fjandskap í garð lýðræðisþjóð- anna og svífast þeir nú einskis í blekkingum og áróðri til þess að gróðursetja slíkt hugarfar hjá ís- lendingum. (Framh. á 8. síðu.)

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.