Dagur - 26.09.1946, Page 5

Dagur - 26.09.1946, Page 5
Fimmtudagur 26. september 1946 D A G U R 5 Samningurinn sem deilt er um Erindi sendiherra Bandaríkjanna til 01- afs Thors, utanríkisráðherra, um brottf ör herliðsins, afhendingu Keflavíkurflug- vallarins og lendingarréttindi fyrir flugvélar Bandaríkjanna Hél' fer á eftir Ol'ðrétt er- samnings þessa mun hún smátt 1 og smátt flytja á brott allt annað jherlið og sjólið Bandaríkjanna, sem nú er á íslandi. Flugförum þeim, sem rekin indi ameríska sendiherrans í Reykjavík til OlafsThors, forsætis- og utanríkisráð- herra, dags. 19. þ. m., þar sem sencliherrann leggur til Bandarikin Og ísiand j framkvæmd þeinar skyldu, er geri rneð sér samnrng um j Bandaríkin hafa tekizt á hendur, afhendingu Keflavíkurflug að hafa á hendi herstjórn og eft- vallarins, brottför setuliðs-1irlit 1 Þýzkalandi, skulu áfram ins og lendingarréttindi eru af hennar Bandaríkjastjórn eða á í sambandi við amerískra flugvéla. Ólafur Thors flytur í sameinuðu Alþingi þingsályktunartil- lögu þess efnis, að ríkis- stjórn íslands sé heimilt að gera samning við Bandarík- in, samhljóða þessu erindi. Nánar er rætt um þessi mál annars staðar í blaðinu. Herra forsætis- og utanríkis- ráðherra. Árið 1941 fól ríkisstjórn ís- lands Bandaríkjunum hervernd landsins. Sú hætta, sem þá steðj- aði að íslandi og meginlandi Ameríku, er 'nú hjá liðin með hernaðaruppgjöf möndulveld- anna. En þó eru enn við lýði skuldbindingar sem styrjöldin hafði í för með sér. Með tilliti til breyttra aðstæðna og samkvæmt viðræðum, sem ný- lega hafa fram farið milli yðar liæstvirti ráðherra, og fulltrúa minnar eigin ríkisstjómar, leyfi og mér að leggja til að svohljóð- andi samningur verði gerður milli ríkisstjórnar Bandaríkj- anna og ríkisstjórnar íslands: 1. Ríkisstjórn Bandaríkjanna og ríkisstjórn íslands fallast á að herverndarsamningurinn, sem gerður var 1. júlí 1941, skuli nið- ur falla, og falli hann úr gildi með gildistöku samni’ngs þessa. 2. Flugvallarhverfið við Kefla- vík og flugvellirnir, sem hér eftir nefnast flugvöllurinn, ásamt öll- um óhreyfanlegum mannvirkj- um, er Bandaríkin hafa reist þar og talin verða upp í sameigin- legri skrá, er bandarísk og ís- lenzk yfirvöld skulu gera sam- tímis afhendingu flugvallarins, skulu afhent íslenzku stjórninni. Skal flugvöllurinn þá verða ský- laus eign íslenzka ríkisins, sam- kvæmt þeim skuldbindingum, er Bandaríkin hafa áður tekizt á hendur þar að lútandi. 3. Umferðaréttindi og réttindi til lendingar og nauðsynlegrar viðdvalar skal veita flugförum, öðrum en hervélum, allra þjóða er fá slík réttindi hjá ríkisstjórn íslands. ' 4. Stjórn Bandaríkjanna mun svo fljótt sem auðið er flytja á brott það herlið og sjólið Banda- ríkjanna, sem nú er í Reykjavík, og innan 180 daga frá gildistöku afnot af Keflavíkurflug- skal heimil vellinum. í þessu skýni stjórn Bandaríkjanna heimilt að halda uppi á eigin kostnað, bein- línis eða á sína ábyrgð, þeirri heimilt að flytja af flugvellinum öll hreyfanleg mannvirki og út- búnað, sem þau eða umboðs- menn Jreirra hafa látið gera eða lagt til eftir gildistöku samnings þessa, nema svo semjist að ríkis- stjórn íslands kaupi mannvirki þessi eða útbúnað. 12. Samningur þessi skal gilda á meðan á stjórn Bandaríkjanna hvílir sú skuldbinding að halda uppi herstjórn og eftirliti í Þýzkalandi; þó má hvor stjórnin um sig hvenær sem er, eftir að fimm ár eru liðin frá gildistöku samnings þessa, fara fram á end- urskoðun hans. Skulu Jrá stjórn- irnar hefja viðræður svo fljótt sem auðið er. Leiði slíkar \ iðr,- ð- ur til samkomulags innan sex mánaða frá því að fyrst l,om beiðni um endurskoðun. er hvcrri stjórninni um sig he.imilt hvenær sem er að þeim tíma liðn- um, að tilkynna skriflega Jrá fyr- irætlun sína að segja upp sarnn- starfsemi, sem þeim tækjum og mgnum. Skal samningurinn þá því starfsliði, sem nauðsynlegt kann að vera til slíkra afnota. Taka skal sérstakt tillit til sér- stöðu slíkra flugfara og áhafna þeirra, hvað snertir tolla, land- vistarleyfi og önnur formsatriði. Engin lendingargjöld skal greiða af slíkum flugförum. 6. í sambandi við rekstur flug- vallarins munu Bandaríkin, að svo miklu leyti sem kringum- stæður leyfa, þjálfa íslenzka starfsmenn í tækni flugvallar- rekstrar, svo að ísland geti í vax- andi mæli tekið að sér rekstur flugvallarins að svo miklu leyti sem frekast er unnt. 7. Stjórnir Bandaríkjanna og íslands skulu í samráði setja reglugerðir um rekstur, öryggi og önnur mál, er varða afnot allra flugfara af flugvellinum. Slík ákvæði raska þó ekki úrslita- yfirráðum ríkisstjórnar íslands, hvað umráð og rekstur flugvall- arins snertir. 8. Stjórnir Bandaríkjanna og Islands koma sér saman um grundvöll, er báðar geta við un- að, að sanngjarnri skiptingu sín á milli á kostnaði þeim, er af við- haldi og rekstri flugvallarins stafar, þó þannig að hvorugri rík- isstjórninni skuli skylt að leggja í nokkurn þann kostnað af við^ haldi eða rekstri flugvallarins, sem hún telur sér ekki nauðsyn- legan vegna eigin þarfa. 9. Eigi skal leggja neina tolla eða önnur' gjöld á efni Jrað, út- búnað, nauðsynjar eða vörur, sem inn er flutt til afnota fyrir stjórn Bandaríkjanna eða um- boðsmenn hennar samkvæmt þessum samningi eða til afnota fyrir starfslið Jxið, sem dvelur á íslandi vegna starfa, er leiðir af framkvæmd samnings þessa. Út- flutningsgjald skal heldur eigi krefjast af útflutningi téðra vara. 10. Eigi skal leggja tekjuskatt á þær tekjur þess starfsliðs Bandaríkjanna, sem á íslandi dvelur við störf er leiðir af fram- kvæmd samnings þessa, er koma frá aðiljum utan íslands. 11. Þegar samningi þessum lýkur skal stjórn Bandaríkjanna falla úr gildi tólf mánuðum eftir dagsetningu slíkrar uppsagnar. Ef ríkisstjórn íslands skvldi vilja fallast á þær tillögur, sem settar eru fram hér að framan, bið eg yður, herra ráðherra, að senda mér staðfestingu á því í er- indi, sem ásamt þessu erindi verður þá samningur beggja rík- isstjórnanna um þessi efni. (19/9. 1946). HSSKBKBKHKHKBKBKBKBKBKBKBKBKHKBKHKBKBKHKBKhKBKBKBKHKH* INNILEGAR hjartans þakkir iærum við hjónirt öllum ættingjum og vinum, nær og fjær, sem glöddu okkur á silí- urbrúðkaupsdegi okkar, 17. þ. m., með heimsóknum, blóm- um, heillaskeytum og höíðinglegum gjöíum. Guð blessi ykkur öll. SIGURBJÖRG PÉTURSDÓTTIR, PÉTUR B. JÓNSSON, Gleráreyri 2, Akureyri. ^wKBKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKBKHKHKHKBKHKBKHK Sextugur: Þorsteinn Thorlacius kaupmaður Síðastliðinn mánudag varð einn af mætustu borgurum bæj arins, Þorsteinn Thorlacius, kaupm., sextugur að aldri. Þor- steinn er fæddur að Hólum í Eyjafirði, sonur merkishjónanna Þórarins Jónassonar og Ólafar Þorsteinsdóttur, 'hreppstjóra í Oxnafelli Einarssonar, prests í Saurbæ Thorlacius. Er Þorsteinn því albróðir Jónasar Þór verk smiðjustjóra, Vilhjálms Þór for stjóra og þeirra systkina. Þorsteinn nam ungur prent araiðn og stundaði Jíau störf hér í bænum og í Reykjavík árin 1906—1917, en þá gerðist hann skrifstofumaður hjá Klæðaverk smiðjunni Gefjun, unz hann keypti bókaverzlun Þorsteins M. Jónssonar árið 1935 og hana hef- ir hann starfrækt síðan, undir eigin nafni. Þorsteinn tók mikinn þátt ýmsum félagsmálum bæjarins yngri árum, var meðal annars einn af stofnendur Skákfélags Akureyrar og söngfélagsins Geys is. Hann var ritstj. íslenzks skák blaðs um hríð og tók á þeim ár um Jrátt í mörgum kappteflum Bókaverzlun sína hefir Þorsteinn rekið af miklum myndarskap og hefir hún unnið sér ágætt orð víða um land. Þorsteinn er maður kurteis og ástúðlegur í framgöngu. Hann nýtur almennra vinsælda sam borgara sinna, enda bárust hon Gagnfræðaskóli Akureyrar Skólinn verður settur þriðjudaginn 1. október, kl. 4 síðdegis. Þorsteinn M. Jónsson, skólastjóri. Aðvörun Að gefnu tilefni skal vakin athygli á, að ef vatn kemst að raflögnum, getur það orsakað íkviknun. — Er því mjög áríðandi, ef vart verður við vatnsleka í húsum, að fá tafarlaust löggiltan rafvirkja til að at- huga lögn hússins; eða ef ekki næst til rafvirkja, þá að gera rafveitunni aðvart J>egar í stað, svo gerðar verði nauðsynlegar ráðstafanir til að fyrirbyggja brunahættu af þessum sökum. _____ RAFVEITA AKUREYRAR. ^^^^^WítaíHKHKHKHKHKHKHKtntKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKKHKHKri ■HWKHKKhKhKhKhKHKHKBKHKhKBKBKHKhKhKBKHKbKhKhKhKBKBKhK IJtliliitiiri skömmtunarseðla fyrir tímabilið 1. okt. til 31. desember þ. á., fer fram fram á Úthlutunarskrifstofunni dagana 27., 28. og 30. þ. m. — Fólk er áminnt um að sækja seðlana þessa tilteknu daga og hafa stofnana áritaða. ÚTHLUTUNARSKRIFSTOFAN. WKBKHKHKBKBKHKHKHKHKBKHKHKBKHKHKBKH>0Ö<HKBKHKBKHKH>ÍHK heldur mánaSar bókbandsnámsskeið í Brekkugötu 3B, ef nægileg þátt- taka verður. — Námsskeiðið byrjar 4. október. — Kennari: Jón Þor- láksson. — Umsóknum veitt viðtaka í síma 488. Nokkrir piltar geta fengið skólavist á Hólum í Hjaltadal næstk. vetur. — Einsvetrar bændadeild starfar við skólann fyr- ir nemendur, er lilotið hafa nokkra undirbúningsmenntun. Verklegt nám að vorinu og þar kennt meðferð og notkun dráttarvéla og jarðýtna, ennfremur bifreiðaakstur. Umsóknir sendist sem fyrst til undirritaðs, sem gefur allar nánari upplýsingar. KRISTJÁN KARLSSON. Ritvél nýja eða notaða, vil ég kaupa nú þegar. — A. v. á. Atvinnyreltendiir athuoiði Buick bílatæki er til sölu í Munka- þverárstræti 9. um margar hlýjar kveðjur á af- mælisdaginn. Þorsteinn er kvæntur Þor- björgu Þorleifsdóttur Jónssonar bónda og fyrrv. alþingismanns í Hólum í Hornafirði. Ungan og reglusaman mann, með gagnfræðamenntun og bílprófi, vantar atvinnu 1. okt. eða síðar eftir samkomu- lagi. Margs konar atvinna kemur til greina. — Tiiboð merkt: „Góð staða — 600 — 151“, leggist inn á afgreiðslu blaðsins fyrir hádegi á laug- ardag.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.