Dagur - 26.09.1946, Side 6

Dagur - 26.09.1946, Side 6
6 DAGUR Fimmtudagur 26. september 1946 CLAUDIA SAGA HJÓNABANDS EFTIR ROSE FRANKEN . r ------iTr-r-^ 17. dagur —^ Framhald ÞRIÐJI KAFLI Saltkassinn frá 1760. Þegar drengurinn var sex mánaða gamall kom Davíð heim, seint u<m kvöld, frá ferðalagi til Connecticut-lylkis, en þar hafði hann verið að líta eftir byggingu, sent hann hafði teiknað og fyrirtækið hafði umsjá með. Hann hafði fréttir að færa, sem gerðu Glaudíu svo æsta í skapi, að hún mátti naumast mæla. „Auðvitað gerurn við það,“ hrópaði hún. „Það er dásamlegt. Hvers vegna ertu svona hikandi?“ „Vegna þess“, svaraði Davíð, „að þetta er örlagaríkt spor fyrir okkur.“ Hún kinkaði kolli. „Eins og að giftast, eða eiga Bobby?“ Davíð svaraði, að eiginlega væri þetta miklu stórfenglegra, því að alltaf væri hægt að fá hjónaskilnað eða koma drengnum fyrir á barnaheimili, en það væri ekki ævinlega hægt að losna við heila jörð og áhöfn, þótt mikið lægi við. „Og svo heldur grasið ævinlega áfram að vaxa, hvort sem manni líkar betur eða ver“, bætti hann við. „Ekki ef við verðum þar og sláum það jafnótt." „En ef við erum þar ekki?“ „En það kemur ekki til mála. Við verðunr Jrar auðvitað.“ „Vertu ekki svo viss um það. Trúir þú Jrví, að Jrú munir una þér úti á landi — allt árið um kring?“ Claudía rétti upp þrjá fingur, hátíðleg á svip. „Víst trúi eg því. Hvort sem mér kemur til með að líða betur eða verr Jrar, þrátt fyr- ir fjós og illgresi — hvað fleira fylgir því að eiga jörð?“ „Skuldir og veðbönd." Hún var hugsi um stund. „Veðbönd? Mig langar ekkert í þau. En hvers vegna þurfa þau að fylgja?" „Þau eru víst í tízku nú, „sagði Davíð glettnislega. „En við skul- um tala alvarlega um þetta. Ekki dugar að rjúka í neitt vanhugs- að fyrirtæki.“ „En mér finnst svo skemmtiiegt að rjúka í það, sem eg ætla að gera, eins og þú segir, — eg hugsaði mig ekki lengi um áður en eg giftist þér, og þú sérð hvernig það hefur gefizt.“ „Já, en þú vissir hvernig eg leit út, en þú hefir enga hugmynd um hvernig þetta bóndabýli er, flónið þitt.“ „Já, en góði Davíð, eg trúi öllu sem þú segir mér. Og svo höfum við nákvæmlega sama smekk.“ „Jæja, býlið er ákaflega álitlegt. Hreinasta heppni að rekast á slíkt til sölu. Góður jarðvegur, ágætt beitiland og lítill lækur.“ „Sem hoppar og skoppar?“ „Já, a. m. k. bæði vor og haust. Þornar kannske á sumrin. En það er enginn bílskúr. Hann verðurn við að byggja, en hlaðan er hrein- asta gersemi." „Það er dásamlegt. Getum við haft kýr?“ „Auðvitað hefir maður kýr uppi í sveit. Þarna er pláss fyrir alla hluti, svínastía, hænsnastía, hesthús og margt margt fleira." „Og hvenær flytjum við?“ spurði Claudía og klappaði saman lóf- unum af einskærri gleði. „Kannske einhvern tíma í júní.“ „Júní, en það eru margir mánuðir Jrangað til. Hvers vegna ekki núna?“ „Það þarf að lagfæra ýmislegt áður, góða mín. Þig langar ekki til þess að setjast að innan um alls kyns rusl.“ „Eg hélt að allt væri í fullkomnu lagi, biði bara eftir okkur. Sagðirðu ekki, að húsið sjálft væri eitthvert fallegasta einbýlishús, sem þú hefðir séð?“ „Víst sagði eg það. Ekta landnemastíll, byggt árið 1760. Þeir kalla þessi hús saltkassa, af því að þau eru eins og gamal dags salt- ker.“ „En hvað það er skemmtilegt." „Það er ekkert skemmtilegt. Það er bara náfn á sérstakri tegund byggingal istar.“ „Jæja, þá er það ákaflega merkilegt. En lialtu áfram með lýsing- una og vertu ekki að rífast um smáatriði. Eg er alveg að deyja úr forvitni. Segðu mér eitthvað fleira. Byrjaðu á upphafinu. Hvernig lítur íbúðarhæðin út? Er stiginn upp á loftið fallegur?“ „Fallegur? Já, það má nú segja. Hreinasta gersemi. Alveg etns og hann var fyrir 150 árum síðan.“ „Og er það kostur?“ „Auðvitað," svaraði Davíð. „Húsið er allt saman alveg óskemmt, F r a m h a 1 d HJARTKÆRUSTU ÞAKKIR til allra, sem auðsýndu mér vinarhug meö heimsóknum, heillaskeytum og gjöfum á sjötugsafmæli mínu þann 15. sept. sl. Guð blessi framtíð ykkar allra. ÞORSTEINN ÞORKELSSON frá Ósbrekku. OfiHl<Hl<Hl<H><HÍ<Hl<Bl<HS<Hl<HS<H><H><H><Hl<HKH><Hl<H><HKHS<H><Ha<HKHl<Hl(M KHS<HKHKHS<HKHKHKHKHKHS<HKHS<HKHS<HKHKHKhKHKHS<HKS<HKHKHKHK Mínar hugheilustu þakkir sendi eg öllum þeim, sem glöddu mig með heillaóskum og gjöfum á fimmtugsafmæl- inu. Sérstaklega þakka eg herra Árna Pálssyni, verkfr., fyr- ir hans miklu nærgætni við mig og fjölskyldu mína. — Guð blessi ykkur öll. ZOPHONÍAS M. JÓNASSON. IÖ<hs<hs<bs<hs<hs<bs<hs<hs<hs<hs<hs<hs<bs<hs<hSíS<bs<bs<bs<bs<bS<bs<hs<hs<hs<h:* NYKOMIÐ: SÍRÓP í glösum. - Einnig MALTSÍRÓP, danskt. Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeild og útibú. ’tHS<BS<HS<HS<HS<BS<BS<BS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<BS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<BS<HS<HS. tiluggatjaldaefni n ý k o m i ð Iíaupfélag Eyfirðinga | Vefnaðarvörudeild F^4^*S*$*S*í>4><S^><$*$>SK$KSKSx$>3xex$K$x$xS>%*$>3x$>3x$KSKeKjx$x$x$><$x$>3xS><$KS><Sx^^ ^HSfiHSíSfiHSíSfiHStSfiHSfiHSfiHSíSfiHSfiHSfiHSfiHSfiHSfiBSfiHSfiHSfiHSíSfiHSíSfiHSfiHSfiHSfiHStSiSfiHS Kerru pokar nýkoninir Kanpfélag Eyfirðinga Vefnaðarvörudeild :t<t<f<1<f<H><HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<BS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<BS<HS<t< <HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<S<HS<HS<HS<HS<HSIS<HS<HS<BS<HS<HS<H3 Húsmæður! DURA-GLIT-FÆGIULL hreinsar alla xnálma og gei ir sem nýja. — Fæst í Nýlenduvörudeild KEA og úfibú Ú<H3<HS<HS<BS<HS<HS<HS<BS<HS<HS<HS<h:<BS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<BS<BS<HS<H><S0 SXS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<BS<HS<BS<KS<BS<HS<BS<HS< ORÐSENDING til útvarpsnoténda á Akureyri og nágrenni. — Vegna flutnings x á Viðgerðarstofu Útvarpsins á Akureyri í nýtt húsnæði, um t mánaðamótin sept.—okt., eru þeir, sem eiga viðgerð eða ónýt f viðtæki hjá Viðgerðarstofunni, beðnir að vitja þeirra hið allra 1 fyi'sta. Viðtæki, sem hal'a verið lengur en 6 mánuði hjá Við- <| gerðarstofunni, og ekki er vitjað fyrir I. október, veiða seld fyrir viðgerðarkostnaði. RÍKISÚTVARPIÐ. SíXHSfiHSfiHSfiHSfiHSfiHSfiHSfiHKHSfiHSfiHSfiHSfiHSfiHSfiHSfiHSfiHSfiHSXSfiHSfiHSfiHSfiHSfiHSfiHSfiW iiii Mát í 9. leik! Það vakti mikla athygli á norræna skákmótinu í Kaupmannahöfn í sum- ar, að Baldur Möller mátaði Svíann Jonsson í 9. leik. Jonsson er þó talinn einn af beztu skákmönnum Svía. Þessi fræga skák er þannig: Hvítt: Svart: Baldur Möller. E. Jonsson. d4 Rfó c4 g6 Rf3 Bg7 Rc3 d5 Db3 có Bf4 dxc4 Dxc4 Rbd7 Rfe5 \ Rdb6 Dxf7 mát! vantar á landsímastöðina nú þegar. HÁTT KAUP. Upplýsingar á skrifstofu síma- stjórans kl. 10—12 og 13—16 Stúdent tekur að sér kennslu í vetur gegn leigu á góðu herbergi á góðum stað í bænum. A. v. á. Reiðhjólaluktir Hölum fengið vandaðar, hollenzkar dynamoluktir fyrir reiðhjól. Kaupfélag Eyfirðinga Járn- og glervörudeild. Til sölu: klæðaskápur með tækifæris- veiði. Ranv~ °ig Bjarnardóttir, Hafnarstræti 83. Frá Indlandi höfum við fengið vandaða fótknetti nr. 3—4 og 5. — Sendum gegn póstkröfu. Brynjólfur Sveinsson, h.f. ''ími 129. - Pósthólf 125. 2 sfúlkur geta fengið atvinnu á saumastofu vorri nú þeg- ar eða síðai'. Upplýs. hjá klæðskeranum. VERKSMIÐJAN DRAUPNIR h. f. Skipagötu 6.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.