Dagur - 26.09.1946, Page 8
8
D A G U R
Fimmtudagur 26. september 1946
Úr bæ og byggð
v — ..
I.O.O.F. — 1289278y2. —
KIRKJAN. Messað í Glerárþorpi
næstk. sunnudag kl. 1 e. h. Akur-
eyri kl. 5 e. h.
Guðsþjónustur í Grundarþingapr.-
kalli: Grund, sunnudaginn 29. sept. kl.
1 e .h. — Kaupangi, sunnudaginn 6.
okt. kl. 2 e. h. — Munkaþverá, sunnu-
daginn 13. okt. kl. 1 e. h. — Möðru-
völlum, sunnudaginn 20. okt. kl. 1 e.
h. — Hólum, sunnudaginn 27. okt. kl.
1 e. h. — Saurbæ, sama dag, kl. 3 e. h.
Hjálpræðisherinn. Sunnud. kl. 11:
Helgunarsamkoma. Kl. 8.30: Hjálp-
ræðissambkoma. Kl. 2: Sunnudaga-
skóli.
Blindrafélagið í Reykjavík hefir
fengið leyfi til að selja merki til á-
góða fyrir hússjóð sinn á sunnudaginn
kemur. Munu merkin verða borin hér
um bæinn í trausti þess, að bæjarbú-
ar taki jafn V2l og 2 síðustu ár á móti
stúlkunum sem selja merkin. Með þvx
er áreiðanlega stutt að góðu málefni.
Kristniboðsfélag kvenna, Akureyri,
hefir kaffisölu í Zion á morgun, föstu-
daginn 27. september, kl. 3 e. h. Einn-
ig verður þar útsala ýmissa muna. At-
hugið, hvað er á boðstólum.
Berkíavörn á Akureyri heldur fund
í Rotary-sal Hótel KEA mánudaginn
30. september n.k., kl. 8.30 e.h. Fund-
arefni: Berklavarnardagurinn, Fréttir
frá 5. þingi SÍBS.
Sjötué verður á morgun frú Asta
Þorvaldsdóttir, fyrrum húsfreyja á
Krossum, nú til heimilis í Norðurgötu
16 hér í bænum.
Hjúskapur. Nýlega voru gefin sam-
an í hjónaband af sóknarprestinum,
sr. Friðrik J. Rafnar, vígslubiskupi:
Ungfrú Elín Davíðsson, Hafnarfirði
og Guðmundur Þórðarson, bryti, e.s.
Lagarfossi. Ungfrú Kristjana Ólafs-
dóttir, Akureyri, og Víkingur Guð-
mundsson, frá Akurseli í Axarfirði.^
Kvennadeild Slysavarnafélags Is-
lands, Akureyri, heldur fund og
kveðjusamsæti að Hótel KEA annað
kvöld kl. 9, í tilefni af brottför for-
manns félagsins, frk. Sesselju Eldjárn.
Félagskonur! Mætið allar.
Aðalfundur Kennarafélags Eyja-
fjarðar verður settur í barnaskólahús-
inu hér laugardaginn 28. þ. m. kl. 4
síðdegis.
Gagnfræðaskóli Akureyrar verður
settur þriðjudaginn 1. okt. næstk. kl.
4 síðdegis. í vetur verða meira en 300
nemendur í skólanum og er húsrúmið
því þegar fullskipað. Horfur eru á
mjög aukinni aðsókn að skólanum
næsta ár og því sýnilegt að húsið er
þegar orðið of lítið.
Karlakór Akureyrar óskar eftir söng-
mönnum til viðbótar — fyrst og
fremst tenorröddum. — Nýir liðs-
menn snúi sér til söngstjórans Askels
Jónssonar Gagnfræðaskólanum sem
gefur nánari upplýsingar. Söngæfing
er í kvöld kl. 8.30 í Verklýðshúsinu.
Stjórnin.
Árni Björnsson kennari sagði í sum-
ar lausri skólastjórastöðu sinni í Arn-
arneshreppi en þar hefir hann verið
starfandi kennari um aldarfjórðungs
skeið við frábærar vinsældir nemenda
sinna og annarra hreppsbúa. — Hefir
Arni tekizt kennslu á hendur í Barna-
skóla Akureyrar. — Á fundi 15. sept.
sl. samþykkti skólanefnd Arnames-
skólahverfis einum rómi að senda
þessum fyrrverandi kennara sveitar-
innar hugheilar þakkir fyrir ógleym-
anlega vel rækt störf og góða sam-
vinnu á liðnum árum.
Biður nefndin „Dag“ að koma þess-
ari þakkarkveðju sinni áleiðis til
Arna, ásamt einlægri ósk um giftu-
ríka og farsæla framtíð á nýjum
starfsvettvangi.
F. h. sóknarnefndar.
Sig. Stefánsson.
Næsta föstudaé mun frú Guðrún
Brunborg endurtaka fyrirlestur sinn
um Noreg á hernámsárunum og sýna
kvikmyndir í því sambandi. Einnig
mjög skemmtilega kvikmynd frá
skíðamóti við Holmenkollen 1946.—
Frú Guðrún er alíslenzk, dóttir Bóas-
ar Bóassonar að Stuðlum við Reyðar-
fjörð, en hefir nú dvalið 28 ár í Nor-
egi og á þar mann og þrjú börn upp-
Sláturmeðferð kennd
(Framhald a£ 1. síðu).
landslýðnum í útvarpi nú fyrir
skemmstu. Hætt er við að Ey-
firðingar hafi brosað að þessari
kennslu. Sláturhús og frystihús
hafa verið starfrækt hér um ára-
1 tugi. Slátursala og sláturfrysting
hafa jafnan farið fram þar og æv-
inlega verið lögð áherzla á, að
nýta slátrin sem bezt og koma
þeim í verð. Ef verðlagsnefndin
vill láta skína í það með tilkynn-
ingu sinni, að engir hafi haft
sinnu á þessu, fyrr en henni datt
snjallræðið í hug, þá er hætt við
að árangurinn af þeirri auglýs-
ingastarfsemi verði heldur rýr.
Skriðuföll valda tjóni
(Framhald af 1. síðu).
an Laufáss féllu skriður á nýja
akveginn út ströndina, og er
hann á kafi víða á svæðinu frá
Saurbrúargerði að Fagrabæ.
Skriða féll og á túnið í Fagi'abæ
og olli talsverðum skemmdum og
eyðilagði 20 tunna kartöflugarð.
Þetta er talið eitt hið versta
veður, sem komið hefir i Höfða-
hverfi.
Busch og Serkin
(Framhald af 1. síðu).
næstu viku það verður. Mun það
auglýst síðar. Styrktarfélagar
Tónlistarfélagsins sitja fyrir að-
göngumiðum og fá þá fyrir mun
lægra verð en aðrir. Afgreiðsla
miðanna fer fram í verzl. Ás-
byrgi í Skipagötu 2, í kvöld og
annað kvöld kl. 6—7, og á laug-
ardag kl. 5—7. Verði miðar
styrktarfélaga ekki ekki sóttir í
tíma, verða þeir seldir öðrum. —
Tekið verður á móti nýjum
styrktarfélögum á sama stað.
Listamennirnir munu hafa hér
skamma viðdvöl.
Þessir tónleikar munu án efa
verða ennn hinn merkasti við-
burður í tónlistarlífi bæjarins. —
Treystir Tónlistarfélagið því, að
ekkert sæti í húsinu verði autt og
hefir miðað verð aðgöngumið-
anna við það.
komin. Hún talar svo góða íslenzku
að margir tala ekki hreinna mál, sem
dvalið hafa hér heima allan sinn ald-
ur. — Dugnaður og viljaþrek þessarar
konu er með eindæmum, og munuð
þið sannfærast um það, þegar þið
sjálf hafið heyrt sögu hennar. — Nú
ferðast hún hér um sitt elskaða fóst-
urland og heldur fyrirlestra. Tilgang-
ur hennar er ekki einungis, að fræða
landa sína um ástandið í heimalandi
sínu á hernámsárunum, sem er þó
mikils virði, þar sem við skiljum það
ekki til hlítar, nema við heyrum það
af vörum þeirra, sem sjálfir hafa
reynt, heldur og aðallega til þess að
mynda sjóð við Oslóar-háskóla til
styrktar efnalitlum stúdentum, norsk-
um og xslenzk'im, sem við hann lesa.
Á sjóður þessi að bera nafn elzta son-
ar hennar, Olafs Brunborg, sem naz-
istar kvöldu til dauða í fangabúðum
sínum. Frú Guðrún elskar bæði lönd-
in, Island og Noreg, jafn heitt, og er
því einn sterkur hlekkur í þeirri keðju
sem tengir þessar frændþjóðir órjúf-
andi böndum. — Er nú vonandi. að
Akureyringar sýni skilning og bræðra-
hug og fylli Nýja-Bíó á föstudags-
kvöldið kl. 9. Engan mun iðra þess,
sem kemur þangað og hlustar á frú
Guðrúnu Brúnborg.
S.
Skemmtisamkoma verður næstk.
laugardagskvöld að Þverá. Hefst kl.
10 e. h. Sýnd verður hin undurfagra
kvikmynd af hreindýrunum í Kringils-
árrana. Á eftir verður dansleikur. —
Veitingar seldar á staðnum.
Drengjafö!
á 3 til 10 ára
Drengjanærföt
margar stærðir
Drengjamilliskyrtur
Drengjahúfur
o. m. 11. á drengi
Rrauns verzlun
Páll Sigurgeirsson.
Regnhlífar
og
göngustafir
Stórt úrval.
Rrauns verzlun
Páll Sigurgeirsson.
Regnkápur
á telpur
og drengi
Rrauns verzlun
Páll Sigurgeirsson.
Hvít ullarsjöl
ljómandi falleg,
nýkomin
Rrauns verzlun
Páll Sigurgeirsson.
Hálsbindi
Gott úrval
Rrauns verzlun
Páll Sigurgeirsson.
SILKI
undirföt
°g
náttkjólar
í góðu úrvali
Rrauns verzlun
Páll Sigurgeirsson.
Vinnuvettlingar
Verð frá kr. 2.60
BRAUNS VERZLUN
PÁLL SIGURGEIRSSON
Tvöföld rúmslæði
með stoppdýnum og gorm-
botnum vil eg selja.
Kristján Sigurðsson,
kennari.
Hugðnæm og fögur bók
eftir sjúka stúlku:
Hvítir vængir
eftir
Evu Hjálmarsdóttur
frá Stakkahlíð.
Eva Hjálmarsdóttir hefir verið
>j úk frá því að hún var 9 áva
gömul. Næstum óslitið síðan.
hefir hún dvalið í sjúkrahiis-
um hér og erlendis og langtímum bundin við rúmið. — En á
hvítum vængjum hugans hefir hún flogið inn í draumalönd
sagna og ljóða, sem eru óvenjuleg að fegurð og innileik.
— Með veikri hendi he'fir hún skrifað — og stundum les-
ið fyrir vinum sínum. Og nú eru sögur hennar, ævintýri og
Ijóð komin út í fallegri bók. Bókin helfir inni að halda 18 sög-
ur og ævintýri og um 100 ljóð og lausavísur. Allt andar þetta
fegurð og hlýju og jafnvel fögnuði yfir lífinu, þó ótrúlegt sé.
í formála fyrir bókinni segir séra Sveinn Víkingur, frændi
skáldkonunnar, meðal annars: „Hún hefir sjálf Valið bókinni
heitið Hvítir vængir. Og víst hefir ljóðagáfan orðið þessu
fjötraða þjáningabarni bjartir og kærir vængir, — vængir, sem
hafa lyft henni liátt yfir ömurleika dagsins, opnað henni hall-
ir hugljúlfra ævintýra og drauma, og borið sál hennar úr for-
sælu og skugga veruleikans út í sólskinið til „blómanna í
birtu og yl“.
Bókin HVÍTI RVÆNGIR er komin í bóka-
búðir. Hún mun liverjum og einum kær-
komin. Efni hennar bætir og fegrar líf allra,
$ sem kynnast því.
KHKHKHKHKHKHKHKBKHKHKHKHKHKHKHKHKHKBKHKKHKHKHKHKBKHK
Bandaríkin
(Framhald af 1. síðu).
Um samningaumleitanirBanda-
ríkjamanna er það í styztu máli
að segja, að þær fjalla ekki um
„herstöðvar", eins og er þeir
báðu um afnot Hvalfjarðar, Foss-
vogs og Keflavíkurflugvallar til
langs tíma, heldur aðeins um
leyfi til þess að hafa takmörkuð
afnot Keflavíkurflugyallarins á
meðan þeir þurfa að gegna her-
stjórnarskyldum í Þýzkalandi og
hafa flugvélar í förum milli
Bandaríkjanna og Þýzkalands,
en á þeirri leið er Keflavík mik-
ilvæg millistöð. Að öðru leyti er
samningsuppkastið miðað við
brottflutning alls herafla héðan
og yfirráð íslands á flugvellin-
um.
Fullvíst má telja, að mikill
meirihluti þjóðarinnar vilji
verða við óskum Bandaríkja-
manna um nauðsynleg afnot á
Keflavíkurflugvellinum, en þó
ekki á þann hátt, að því fylgi
neitt réttindaafsal eða þvingaðar
skuldbindingar. Samningsupp-
kast það, er nú liggur fyrir þing-
ingu (birt á bls. 5) miðar að
þessu, en þó er augljóst, að nauð-
synlegt er að gera nokkrar breyt-
ingar á uppkastinu, ef vel á að
fara. Að því munu Framsóknar-
menn vinna. Ástæða er þó til að
óttast, að málinu sé svo komið í
höndum utanríkisráðherrans, að
ekki si annars úrkosta en segja
já eða nei, við uppkastinu, eins
cg það íeggur fyrir. Ef svo reyn-
ist, hefir Ólafur Thors staðið
slaklega á verðinum og spillt því,
að málið verði leyst á farsællegan
hátt.
Það er ekki hollt fordæmi í
lýðræðisríki, að utanríkisráð-
herra, fjalli einn og óstuddur um
slík mál, upp á væntanlegt sam-
þykki löggjafarþingsins, án sam-
ráðs við alla stjórnnrálaflokka og
utanríkismálanefnd þingsins. —
Þetta hefir Ólafur Thors gert í
þetta sinn og þannig lagr stein i
gotu málsins og létt undir með
kommúnistum í skrílupphlaup-
um þeirra og loddaraskap. Þessi
síðasta stjórnarathöfn ráðherrans
mun því, er öll kurt koma til
grafar, sízt verða til þess að
auka trú hans eigin fylgis-
manna á foringjahæfileikum
hans í lýðræðisþjóðfélagi.
Alla-r horfur eru á því, að rík-
isstjórnin splundrist á þessu
máli, því að kommúnistar hafa
boðað brottför sína, ef samið
verði við Bandaríkin. Er þá svo
komið, að þegar stjórnarstefnan
í innanlandsmálunum er búin að
koma öllu atvinnu- og fjárhags-
lífi þjóðarinnar á kaldan klaka
og þurrausa sjóði þjóðarinnar, er
hlaupist frá ábyrgðinni á gerfi-
máli. Hafa Framsóknarmenn
einnig að þessu leyti reynst sann-
spáir um endalok ,,nýsköpunar“-
stjórnarinnar.
Gullkeðja,
karlmanns (armband) hefir
tapazt, sennilega á leiðinni
Hríseyjargata—Nýja Bíó. Finn
andi vinsaml. skili henni gegn
fundarlaunum, á afgr. Dags.
STÚLKA
óskast í vist, frá 1. október, fyrri
hluta dags eða til morgunhrein-
gerninga. Þrennt í heimili. —
A. v. á.