Dagur


Dagur - 10.10.1946, Qupperneq 2

Dagur - 10.10.1946, Qupperneq 2
2 D AG U R Samningurinn við Bandarfkin Eins og flestum eða öllum landsmönnum er kunnugt orðið var flugvallarsamningurinn við Bandaríkin samþykktur á Al- þingi síðastl. laugardag að lokn- um útvarpsumræðum um málið. Samningsfrumvarpið var samþykkt, eins og meirihluti ut- anríkismálanefndar hafði gengið frá því, með 32 atkv. gegn 19. Þó að hér sé um greinileg úr- slit að ræða hvað rneiri og minni liluta snertir, hefði þó farið bet- ur á, að afgreiðsla málsins hefði orðið á annan og samfelldari veg. Fyrir lágu þrjár leiðir: Bandaríkjastjórn: Þetta er vilji meirihluta Alþingis. Ef stjórnarflokkarnir tveir liefðu fallizt á tillögur Framsókn- armanna, hefðu sömu stjórnar- flokkarnir getað sagt: Þetta er vilji ALLS Alþingis. Óneitaniega hefði það verið ánægjulegra og gefið samþykkt- inni meira gildi. Einu ber þó að fagna. Hið upprunalega samnings- uppkast Ölafs Thors hefir verið fært til betri vegar. Þess var hin ' fyllsta þörf. Því hefir gagnrýnin á samn- ingsuppkastinu áorkað. 1. Að fella samningsuppkastið, eins og kommúnistar lögðu til. 2. Að samþykkja tillögur Sjálf- stæðis- og Alþýðufl.manna. 3. Að samþykkja tillögur Fram- sóknarmanna. Miðleiðin, sem hér er nefnd, var farin með þeim úrslitum, sem fyrr eru nefnd. Tillögur Framsóknarmanna voru felldar með 27 atkv. gegn 24. Það voru Framsóknarmenn, kommúnistar og 2 jafnaðar- menn, sem greiddu þeim at- kvæði. Kommémistar þó án þess að vera þeim fylgjandi, að því er Jieir sögðu. Hér var því eina tækifærið til þess áð fá málið afgreitt með ein- róma atkvæðum allra þing- manna. En tveimur stjórnarflokkun- um Jróknaðist það ekki, Sjálf- stæðisflokkurinn og Alþýðu- fiokkurinn, að 2 undanskildum, kusu heldur, að þingið klofnaði um málið en að greiða tillögum Framsóknarmanna atkvæði. Hvað óttuðust þessir flokkar? Lendingarréttur flugvéla Bandaríkjanna er jafnvel tryggð- ur í tillögum Framsóknarmanna eins og í tillögum meirihlutans. í þessu falli hefðu Bandaríkin fengið það, sem þau óskuðu eft- ir. Samkvæmt tillögum meiri- hlutans eiga bæði Bandaríkin og Island að annast rekstur Kefla- víkurflugvallarins, en eftir tillög- um Framsóknarmanna átti ís- land EITT að annast reksturinn með tiltekinni aðstoð Banda- ríkjamanna. Eftir tillögum Framsóknar- manna átti samningstíminn að vera mikið styttri en eftir tillög- um meirihluta utanríkismála- nefndar, en að sjálfsögðu gert ráð fyrir að samninginn tnegi framlengja með samþykki beggja aðila, ef allt fer vel að stöfnum. Það er ekki auðvelt að koma auga á, hvað er ískyggilegt við Jretta frá sjónarmiði íslands og ekki heldur frá sjónarmiði Bandaríkjanna, ef þeim er jafn mikið áhugamál að fá afnot flug- vallarins eins og af er látið. Eftir samþykkt samningsins, eins og gengið var frá honum, geta íslenzk stjórnarvöld sagt við Ferill ríkisstjórnar- innar í verðlagsmál- um landbúnaðarins Hann er í stuttu máli á Jæssa leið: 1. Ríkisstj. heldur fyrir bændum nokkrum hluta af mjólkur- verðinu frá árinu 1944. 2. Ríkisstj. misnotaði tilslökun Búnaðarþings haustið 1944, lét kaupgjald og verðbólgu vasla, en reynir svo að halda fyrir bændum Jreim verðupp- bótum, sem þeir eiga lagalega kröfu til samkv. skilyiðum Búnaðai])ings, er síðan voru lögfest á Alþingi, um að verð- lag skyldi hækka, ef kaupgjald 'hækaði. 3. Landbúnaðar- og fjármálaráð- herra neitaði á Alþingi í vetur, að ríkinu bæri skylda til að verðbæta ullina frá 1945, af því að „þá hefði stríðinu verið lokið.“ Hann lét sig ekki fyr en búið var að þrílesa fyrir honum lagaákvæði, er lutu að þessu. 4. Ríkisstj. skipaði Búnaðarráð, til þess að halda niðri verðlagi á landbúnaðarafurðum, þvert ofan í yfirlýstan vilja bænda- samtakanna í landinu, og jafn- vel lét stjórnarliðið hætta að gre iða útf lu tn ingsuppbætur og fella úr gildi ákvæðið um, að verð landbúnaðarafurða skyldi hækka, ef kaup hækk- aði. 5. Á Alþingi var flutt tillaga um, að verðlag á landbúnaðarvör- um skyldi miðast áfrarn við landbúnaðarvísitöluna, en sú tillaga var felld af stjórnarlið- inu óskiptu. 6. Stjórnarliðið berst eins og það getur á Alþingi gegn Jrví, að bændasamtökin fái sjálf að verðleggja vöru sína, og vill bændasamtökin feia. 7. Ríkisstj. hefir neyðst til að taka ábyrgð á verði sjávaraf- urða, er seljast úr landi, en neitaði að ábyrgjast bændum tilsvarandi verð fyrir útfluttar landbúnaðarafurðir. Enginn bókamaður á íslandi má láta hina nýju útgáfu ÍSLENDINGASAGNA vanta í bókaskáp sinn. Gerizt því áskrifendur Jregar í dag. Aðalumboðsmaður á Norðurlandi: Árni Bjarnarson Bókaverzlunin Edda. Akureyri — Sími 334. Gluggajárnin eru komin. Byggingavöruverzl. Akureyrar Tek að mér að snlíða kvenfatnað Er til viðtals frá kl. 10—12 f. h. og kl. 6—8 e. h. Ragnheiður Söebech, Skipagötu 4 (gengið upp einn stiga). Lítil ferðataska með myndavél, sjálfblekung o. 11. dóti, tapaðist meðfram þjóð- veginum á leiðinni Akureyri— Fspigrund í sl. mánuði. Finn- andi geri góðfúslega aðvart í Að- alstræti 12. Eðvarð Jónsson. Þökur til sölu Arthur Guðmundsson. Fimmtudagur 10. október 1946 Ur erlendum blöðum KKKHKHKHKKHKHKHKHJ Frjálsræði í listum Ritstjórnargrein í Manchester Guardian Rússnesk blöð og útvarp hafa nýlega skýrt frá „bókmenntalegu hneyksli," sem leiddi til þess, að kommúnistaflokkurinn í Lenin- grad fékk harða ofanígjöf frá hæstu máttarvöldum ríkisins og mátti auðmjúklega biðja afsök- unar. Mál Jretta snertir aðallega tvö tímarit, „Zvezda'* og „Lenin- grad“ og menn þá, er í þau liafa íitað, en stíll þeirra hefur ekki fundið náð í Moskvu. Fram- kvæmdanefnd commúnista- flokksins rússneska — í rauninni æðsta stolnun ríkisins — lét mál- ið til sín taka og krafðist skýrslu um ]i>að af aðalritara sínum, Zhadanov. Leningrad-flokkur- inn meðtók leiðbeininguna frá Moskvu með auðmýkt og viður- kenndi, að „— vegna þess, að láðst hefði að hafa daglegt eftirlit af hálfu kommúnistaflokksins í borginni, með tímaritum borgarinnar, hefðu þau, í stað þess að verða áhrifamikill farvegur menntunar fyrir Sovét-borgara, sérstaklega þá ungu, ljáð rúm slíku botnfalli bókmanntalegrar framleiðslu, sem ritsmíðum eftir Zoshcenko, sem boða „tómleika hrörnunar- innar,“ lélegan smekk og ræða um mál á ópólitískan hátt og leyfa sér að hafa Sovét-lesendur að skopi. Timaritin birtu skáld- skap eftir Akhmatova, týpiskan fulltrúa þess tómleika í skáld- skap, sem er fjarlægur þjóð vorri. Þau birtu einnig ritgerðir eftir Yakfeld, sem þrátt fyrir stílsnilld boða falskan hugsunarhátt og hin innantómu ljóð Komissarova, og önnur verk, sem voru auð- virðileg frá pólitisku og listrænu sjónarmiði." Óvíst er, að það sé tilviljun, að nokur af verkum Zoshchenkos hijfðu verið þýdd á erlendar tungur og höfðu áunnið lista- manninum viðurkenningu. En hinn nýji skóli á að „afmást,“ vegna þess, að fylgjendur hans eru ekki nógu pólitískt trúaðir. „— Margir rithöfundar, sem eru kommúnistar, hafa glatað ábyrgð- artilfinningu sinni og bolsevisk- um áhuga fyrir hinum háfleyga tilgangi Sovét-bókmennta. Þar að auki hafa margir þeirra fetað x slóð auðvirðilegra skálda og bók- menntalegra utangarðsbesefa. í Leningrad-deild Sovét-rússneska rithöfundasambandsins var það ástand að skapast, að hagsmunum rikisins og flokksins var fórnað á altari persónulegra hagsmuna og kunningsskapar. Af þessum á- stæðum hafa ritsmíðar Lenin- grad rithöfunda ekki endurspegl- að hina hetjulegu baráttu Sovét- þjóðanna, né hin innblásnu störf þeirra við endurreisn eftirstríðs- áranna, í verksmiðjum, sameign- arbúum, borgum og vísinda- og menningarlegum stofnunum.“ En rotnunin hefur breiðst út. „Öll Jressi óhugnanlegu fyrir- brigði í menningarlífi borgar- innar hafa ekki sætt nógu harðri gagnrýni í blöðunum. Blöðin hafa ekki „skipulagt gagnrýni, byggða á bolsevískum kenning- um, á göllunum á framleiðslu rithöfundanna.“ Kommúnistaflokkurinn í Len- ingrad brýnir það því fyrir með- limum sínum, „að beita sér fyrir aukningu hugsjónalegra og póli- tískra verka á meðal rithöfunda, listamanna og á öðrum sviðurn opinbers lífs. Þess er einnig kraf- izt, að forseti Sovét-rússneska rit- höfundasambandsins, Tikhinow verði settur frá embætti, vegna Jress að forsetinn „— hafi ekki beitt sér gegn hinu um skaðsamlegu áhrifum er- lendra rithöfunda, ekki beitt gagnaðgerðum til þess að endur- bæta tímaritin í Leningrad, og jafnvel samþykkt að þau birtu hugsanir og siðfræði ,sem eru fjarlæg Sovét-bókmenntum.“ Ályktun kommúnistanna í Leningrad lýkur með því, að hvetja rithöfundastétt borgar- innar til þess að bæta ráð sitt, lesa sér betur til í verkum Marx og Lenins, og boða „hinar há- lleygu tilfinningar Sovét-föður- landsástar." Þetta atvik mun vera einn þátturinn í þeirri aukningu agans, sem nú er verið að fram- kvæma í rússneska kommúnista- flokknum, og vottur hinnar nýju „hreinsunar," sem verið er að gera á meðal þeirra, sem ekki eru taldir hafa nógu hreinar hugsanir. En atvik þetta er jafn- framt dæmi um bókmenntalega einangrun og Jrað gefur til kynna, að líf hins skapandi lista- manns í Rússlandi, sé á engan hátt eins öfundsvert og okkur er stundum sagt að trúa. Lausl. þýtt. UM VÍÐA VERÖLD Kaupmannahafnarbúar háðu fyrir skemmstu skrítið verkfafí. Þeir bund- ust samtökum um að kaupa ekki brennivín á veitingastofum til þess að mótmæla verðhækkun, er fyrirskipuð hafði verið. Meðan þetta dæmalausa verkfaíl stóð, seldu veitingastofurnar 1000 flöskum minna á dag, en venja var. Norskir útgerðarmenn hafa síðan striðinu lauk, gert samninga við ensk- ar skipasmíðastöðvar um smíði 56 skipa, samtals um 280.000 smálestir. Bók Halldórs Kiljans Laxness „Sjálfstætt fófk“ var hin 16. í röðinni af mest lesnu bókunum í Bandaríkj- unum, í septemberbyrjun, samkvæmt skýrslu þeirri, er New York Times birtir vikulega um bókasötu.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.