Dagur - 17.10.1946, Page 1
Dómsmálaráðherrann
víkur sakadómaranum
í Reykjavík frá embætti
Fyrir að „viðhafa ósæmi-
legt orðbragð“ í síma!
í fyrradag sendi dómsmála-
ráðuneytið blöðunum í Rvík
fréttatilkynningu þess efnis,
að dómsmálaráðherra hefði þá
um daginn vikið Bergi Jóns-
syni, sakadómara, frá embætti
„um stundarsakir“, fyrir að
viðhafa ósæmilegt orðbragð
við ráðherrann í síma! Jafn-
framt var tilkynnt, að Valde-
mai’ Stefánsson hefði verið
settur til að gegna embættinu
fyrst um sinn, en Gunnar A.
Pálsson skip'aður til að rann-
saka mál Bergs.
Ekki er upplýst, hvað „orð-
bragð“ það var, sem svo mjög
saknæmt reyndist, en augljóst
er, að þessi embættisathöfn
dómsmálaráðherrans á síðustu
!; hérvistardögum ríkisstjórnar-
innar hefir orðið með skjótum
og all-óvenjulegum hætti.
Austfirðingar fagna
„Hvassafelli“
Fyrra sunnudag kom m. s.
,.HvassafeU“ til Reyðarfjarðar og
losaði þar og á fleiri höfnum 500
tonn af salti. Skipskoman vakti
mikla athygli þar eystra og fögn-
uðu Austfirðingar skipinu vel. —
Kaupfélagið á Reyðarfirði bauð
skipshöfnina í skemmtiferð upp
á Fljótsdalshérað. Var ferðin hin
ánægjulegasta í alla staði. Skip-
stjóri hefir beðið blaðið að færa
Þorsteini J ónssyni, kaupfélags-
stjóra, alúðarþakkir sínar og
skipshafnarinnar fyrir hinar
rausnarlegu móttökur. Ennfrem-
ur þakkar skipshöfnin afgreiðslu
manni. skipsins á Reyðarfirði,
Thulin Johansen, lipurð hans og
fyrirgreiðslu alla. „Hvassafell"
hleður nú síld á Steingrímsfirði
og Siglufirði. Mun það sigla með
farminn til Gautaborgar og
Stokkhólms, en fara þaðan til
Finnlands og lesta timbur.
1
Skjaldborgar-Bíó
igrún á Sunnuhvoli
verður sýnd fimmtudag, föstu-
dag og laugardag kl. 9.
Hvítkálshöfuð
dönsk framleiðsla,
á kr. 2.50 pr. kg.
Pöntunarfélagið
Þrjár bifrejðar
Ein fólksbifreið, ein vöru-
bifreið og ein sendilsbif-
reið eru til sölu nú þegar.
Upplýsingar í benzínafgr.
KEA og Geislagötu 37.
IF*
GUR
XXIX. árg.
Akureyri, fimmtudaginn 17. október 1946
48. tbl.
r
I
Bakkakirkju || Alþjóððþing sðmvinnumanna í Zurich 8.-10. október
fyrra sunnudag || Vilhíálmur Þór ocr Trrlroh Prímrrnnccnn
Vilhjálmur Þór og Jakob Frímannsson
sátu þingið af íslands hálfu
Altaristafla.
Þing Alþjóðasambands samvinnumanna var háð í Zuricþ í Sviss
dagana 8.—10. þ. m. Tveir fulltrúar sátu þingið af hálfu íslenzkra
samvinnumanna. Voru það þeir Vilhjálmur Þór, forstjóri Sís, og
Jakob Frímannsson, forstjóri KEA.
Alls sátu þingið 330 fulltrúar
frá 22 þjóðum, auk miðstjórnar
Sambandsins, en hana skipa 50
nrenn. Auk þess fjöldi gesta og
l ulltrúar frá ýmsu,m alþjóðlegum
stofnunum, svo sem Sameinuðu
þjóðunum, Efnahags- og öryggis-
stofnun UNO, Landbúnaðar- og
matvælastofnun UNO og alþjóð-
legu verkamálaskrifstofunni.
Síðasta þing Alþjóðasambands
Bærinn kaupir
uppmokstursvél
Kista Jónasar Hallgrímssonar.
Þessar myndir tók Edvard Sigurgeirsson, íjósmyndari, í Bakkakirkju, iyrra
surmudaé, skömmu eftir a8 Sifjurjón Pétursson hafSi faliö baendum í Öxna-
dal varðveizlu kistu Jónasar Hallgrímssonar. Efri myndin sýnir aftaristöflu
i Bakkakirkju, sem er iögur og allmerk, geirð 1702, mun hafa verið i Bakka-
kirkju síöan fyrir daga Jónasar. Neöri myndin sýnir kistu skáldsins á kirkju-
éólfinu í Bakka, eins og Sigurjón Pétursson skildi við hana, að því undan-
teknu, aö íslenzki fáninn skýlir ekki kistunni. Á irtnri gsfli kistunnar er lítill
silfurskjöldur, er ber þessa áletrun: Jónas Hallérímsson, skáld. Fluttur heim
frá Danmörku 4/10 1946. Kveöja frá vinum. — Frásögn um hrottílutniné
kistunnar frá Bakka er á 5. blaðsíðu.
S t j órnarmálgagn
ræðir ástandið:
Fiskveiðiflotinn stöðvað-
ur, 3-4 þúsund sjómenn
atvinnulausir
Þjóðviljinn í gær ræðir ástand-
ið í þjóðmálunum, tæpri viku
eftir málamyndabrottför komm-
únista úr ríkisstjórninni. Blaðið
segir, að nú sé svo komið, að all-
ur fiskveiðaflotinn sé stöðvaður,
vélbátar hafi naumast farið á sjó
síðan síldarvertíð lauk, og togar-
arnir séu sem óðast að hætta veið-
um. Þetta segir blaðið stafa af
því, að enginri vilji kaupa aflann
fyrir það verð, sem þarf að fást
fyrir hann og bankarnir neiti að
'lána.
Þetta stjórnarmálgagn telur
Aukabæjarstjórnarfundurinn á
föstudaginn ákvað að taka til-
boði frá fyrirtækinu Vélar og
Skip h.f. í Reykjavík, um upp-
mokstursvél frá Englandi. Mun
vélin verða afgreidd á þessu ári.
Verð hennar er 75—80 þús. kr.
»Einn Helsingi«
„Einn Helsinéirit Steindórs Sig-
urðssonar, rithöf., er nýkomið út. Rit-
ið flytur hugvekjur og greinar. Af efni
þess má nefna: Forspjallsorð, Úr heið-
ríkju draumsins, Málslok, Svá es þat,
Sakborningar þjóðfélagsins, Leik eg
mér að ljóðabrotum. Ritið er 50 bls.,
prentað með smáu letri, í „Digest“
formi.
samvinnumanna var háð í París
1937. Þetta þing mun einkum
hafa haft það verkefni að tengja
á ný þá þræði samstarfs og sam-
skipta í milli samvinnufélaga
hinna ýmsu landa, er slitnuðu á
stríðsárunum. Hefir einkum ver-
ið rætt um aukin samskipti kaup-
félaganna og hafði hinn kunni,
sænski samvinnumaður Anders
Örne, framsögu í því máli. Af
öðrum málum má nefna: skýrslu
um störf Sambandsins síðan
1937, og horfur í samvinnumál-
um þjóðanna.
Svissnesk blöð hafa skýrt ýtar-
lega frá þinghaldinu. Var á allan
hátt búið veglega að fulltrúun-
um í Sviss. Þingið var háð í Kon-
gresshaus í Zurich, sem er ný
bygging, geysi stór og vönduð.
Verður væntanlega hægt að
skýra nánar frá störfum þingsins
síðar, er nánari fregnir hafa bor-
izt.
Þröngt fyrir dyrum.
Þröngt fyrir dyrum, nefnist bækl-
ingur, er blaðinu hefir borizt. Höfund-
ur er Matthías Þórðarson ritstj. í
Charlottenlund í Danmörku. Fjallar
bæklingurinn um landhelgismál ís-
lands og nauðsyn þess, að færa land-
helgislínuna út. Er rit þetta hið at-
hyglisverðasta og verður þess getið
nánar síðar hér í blaðjnu. Aðalútsölu
ritlingsins hefir Leiftur h.f., Reykja-
vík.
bjargráðið fyrir sjávarútveginn
vera: Knýja bankana til að lána
frystiliúsum og útgerðarmönn-
um meira fé. Láta ríkissjóð ábyrgjast
nauðsynlegt lágmarksverð á aflanum.
Með þessum aðgerðum telur blaðið
útveginum borgið! Þannig er fjármála-
speki kommúnista og þannig er
ástandið orðið í þjóðmálunum, eftir
tveggja ára samfylkingu þeirra og
auðkónganna.
Nýkomið!
Herra ullarvesti
og
Ullarleistar kvenf.
ekta ensk ull
Pöntunarfélagið i;
Vrl
Olafur Thors filkynnir uppgjöf
Óvissa ríkir nú um framtíðina
1 fyn'adag tilkynnti Ólafur Thors forseta íslands, að hann
hefði að sinni hætt við að reyna að mynda stjórn, en þann
vanda hafði hann tekizt á hendur, fyrir tilmæli forsetans, í sl.
viku. Lagði Ólafur til að forseti hefði tal af formönnum
hinna flokkanna um viðhorfið. Sá fundur mun hafa verið
haldinn í gær, en án mikils ára'n.a.nrs. — Flokkarnir
&
munu þó hafa skipað rnenn í nefnd til þ.ess að ræða
möguleika á stjórnarmyndun, en yfirleitt mun álitið, að Iiorf-
ur um samkomulag séu óglæsilegar. Tilkynning Ólafs Thors
um að hann hafi gefist upp við stjórnarmyndun, er jafnframt "jj
yfirlýsing um uppgjöf „nýsköpunarstefnunnar.“, því að Sjálf-
stæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn hafa þingmeirihluta í
báðum deildum og geta þess vegna haldið stjórnarstefnunni
áfram, þrátt fyrir brotthlaup kommúnista. Augljóst er nú,'' að
,,nýsköpunar“stefnan hefir beðið algjört skipbrot, enda lýsa
nú stjórnarblöðin ástandinu þannig, að hrun og atvinnuleysi
sé á næstu grösum. Hafa orðið snögg umskipti í augum þeirra
manna, er hæst töluðu um ,,nýsköpun“, framfarir og fjárhags-
öryggi fyrir sumarkosningarnar.
Aö
nefnd