Dagur - 17.10.1946, Síða 7

Dagur - 17.10.1946, Síða 7
Fimmtudágur 17. október 1946 D AGUR Blandað kál, Hvítkál, Gulrætur, Rauðrófur, Laukur. GRÆNMETI NIÐURSOÐIÐ: Blandað, Spínat, Gulrætur, Rauðrófur, Aspargus, margar teg., Súpur, margar teg., Tómatsósa, Súrkál. Hnetusmjör Tómatsafi, Citrónusafi, Appelsínusafi, Sandwich spread, Salatdressing, Mayonaise, Salatolía, Vínedik, Edikssýra, Soya, Súpulitur, Súpukraftur, Súpuefni, Súputeningar og ótal margt fleira, ef hún vill gjöra svo vel að líta inn í NÝLENDUVÖRUDEILD OG UTIBU. iWKHKHWHKHKHKHJ^HKBKBKBKHKBKHKHKHKBKHS^BKHKBKBÍBKBKHKBKK Valg til Færoernas Lagting. Den 8. November afholdes Valg til Færöernes Lagting. Stemmeberettigede færöske Sömænd og Færinger midler- tidigt beskæftigede i Island kan erholde Stemmesedler ud- leveret i det denske Gesantskab og afgive deres Stemrne enten i Gesantskabet eller for en islandsk Notarius Publicus (almindeligvis Byfogeden). Forsaavidt angaar Söfolk kan Stemrne desuden afgiv^s overfor vedkommende Skibs Förer. I Gesantskabet kan Stemmeafgivning kun ske Hverdage mellem 10—12 Formiddag. Vælgerne kan kun stemrne paa et Parti og Stemmeafgiv- ning sker ved at skrive Partiets Navn eller Bogstavbeteg- nelse. Kgl. Dansk Gesantskab Reykjavík, den 9. Oktober 1946. Íj(<HWHKH><H>tWHKHJ<HMH!HWJ<HiHlHKHJ<HJ<H!HW!«H><H!«H!HJ<H>ÍHS<HS<H!HJ<HJ<tW Tilkynning frá Tryggingasfofnun ríkisins Um næstu áramót hefjast greiðslur bóta samkvæmt hinum nýju lögum urn almanna- tryggingar. Allir þeir, sein telja sig eiga rétt til bóta, geta sótt um þær á þar til gerð eyðublöð. Eyðu- blöðin verða afhent í skrifstofum umboðsmanna Tryggingastofnunar ríkisins. Bætur j^ær, sem úrskurðaðar verða nú í haust, eru: Ellilífeyrir, örorkulífeyrir, örorkustyrkur, barnalífeyrir og fjölskyldu- bætur. U.m réttinn til þessara bóta gilda í höfuðdráttum eftirfarandi reglur: Elli- og örorkulífeyrir. Rétt til ellilífeyris eiga þeir, sem eru 67 ára og eldri. Rétt til örorkulífeyris eiga öryrkjar á aldrinum 16—67 ára og sem liafa misst 75% starfsgetu sinnar eða meira. Lífeyrir greiðist þó ekki, ef umsækjandi nýtur lífeyris eða eftirlauna af opinberu fé eða úr opinberum sjóðum, er sé að minnsta kosti jafn hár lífeyri samkvæmt lögunum. Lífeyririnn lækkar, ef umsækjandi liefir aðrar tekjur, sem eru hærri en lífeyririnn og fellur niður, ef þær eru jafn háar þreföldum lífeyri. Heimilt er að hækka lífeyrinn um allt að 40%, ef umsækjandi þarfnast sérstakrar umönnun- ar sökum sjúkleika eða ellilasleika. Um slíka hækkun skal sækja sérstaklega. Heimilt er einnig að veita bætur eiginkonu elli- eða örorkulífeyrisþega, samkvæmt urnsókn, þótt hún sé ekki fullra 67 ára eða öryrki. Bætur Jressar eru lægri en elli- og örorkulífeyrir og má því aðeins veita, að Jress sé talin þörf að undangenginni rannsókn á fjárhag umsækjenda. Örorkustyrkur. Öryrkjar, sem misst hafa 50—75%, starfsgetu sinnar, geta sótt um örorkustyrk. Er Trygg- ingastofnuninni heimilt að veita allt að kr. 400.000.00 auk verðlagsuppbótar árlega, til styrktar slíkum mönnum, samkvæmt reglugerð, senr um þetta verður sptt. Umsóknir úm örorkustyrk verða að berast fyrir 1. des. n. k., ef þær eiga að verða teknar til greina. Barnalífeyrir. Rétt til barnalífeyris eiga: a. ellilífeyrisþegar, örorkulífeyrisþegar og ekkjur, sem hafa á framfæri börn sín innan 16 ára þar með talin stjúpbörn og kjörbörn. Ekkja telst í þessu sambandi einnig kona, þótt ógift hafi verið, hafi hún búið með hinum látna í 2 ár sanrfleytt og átt börn með honum, enda hafi bæði verið ógift og maðurinn séð um framfærslu konunnar og barnanna. Ef maki umsækjanda er vinnufær og hefir verulegar tekjur, er barnalífeyrir þó ekki greiddur, nema sérstaklega standi á. Lífeyrir með kjörbörnum er að jafnaði ekki greiddur, nema þau hafi verið á framfæri hlutaðeigandi í minnsta kosti 5 ár. Loks getur barnalífeyrir lækkað vegna tekna umsækj- anda og sjálfstæðra tekna barna. b. Munaðarlaus börn, þ. e. börn innan 16 ára, sem misst hafa báða foreldra sína og ekki hafa aðra fyrirvinnu. Lífeyrir slíkra barna má hækka um 50%, ef sérstaklega stendur á. c. Kona, sem eiginmaður hefir yfirgefið, án þess að tryggja henni og börnum þeirra nægileg- an framfærslueyri, enda sé ókunnugt um að 6 mánuðum liðnum frá því maðurinn fór að heiman, hvort hann er á lífi. d. Mæður óskilgetinna barna og fráskildar konur, sem fá úrskurð yfirvalds með börnum sínum, geta snúið sér til umboðsmanna Tryggingastofnunarinnar og fengið lífeyri greidd- an þar. Heimilt er að greiða barnalífeyri: a. ekkli, ef fyrirsjáanlegt er, að tekjur hans hrökkva ekki til að sjá heimilinu farborða. Ekkill fær þó aldrei meira en hálfan barnalífeyri. b: Giftri konu, ef maður hennar hefir verið dæmdur til fangelsisvistar eða úrskurðaður á drykkjumannahæli eða aðra hliðstæða stolntm. Fjölskyldubætur. Rétt til fjölskyldubóta eiga foreldrar, sem hafa á framfæri sínu 4 börn sín eða fleiri innan ; 16 ára aldurs. Þar ,með talin stjúpbörn og kjörbörn, og eru bæturnar greiddar með hverju j barni, sem eru urnfram 3 í fjölskyldu. j Heimilt er að greiða fjölskyldubætur vegna fósturbarna, ef sannað er, að þau séu raunveru-! lega á framfæri fósturforeldra. ! Þeir, sem njóta vilja framangreindra bóta og telja sig eiga rétt til þeirra frá og með 1. janúar n. k., skulú skila umsóknum til umboðsmanns Tryggingarstofnunarinnar hið allra fyrsta og eigi síðar en 1. des. n. k. Þeir, sem síðar öðlast rétt til bótanna, skulu senda umsóknir sínar, þegar þeir uppfylla skilyrðin, til þess að.geta notið Jreirra. ; í kaupstöðum hafa sjúkrasamlögin umboðsstörf fyrir Tryggingarstofnunina (á Seyðisfirði og ísafirði þó bæjarfógeti), en í kauptúnum og sveitum sýslumenn eða umboðsmenn þeirra, í hinurn einstöku svekafélögum. Þessir aðilar láta í té eyðublöð fyrir umsóknir og veita umsóknum viðtöku. Síðar verður auglýst eftir umsóknum um aðrar tegundir bóta. Fæðingarvottorð og örorkuvottorð verða að fylgja umsóknunum, hafi Jrau ekki verið 'lögð fram áður í sambandi við umsókn um bætur, samkvæmt lögum um Alþýðutryggingár. Eyðublöð undir umsóknir um bætur hafa nú verið send til allra umboðsmanna vorra. í Reykjavík er hægt að fá eyðublöð í skrifstofu Sjúkrasamlags Reykjavíkur frá og með mánudeg- inum 14. okt. og úti unt land eftir því, sem þau berast umboðsmönnuim næstu daga, og verður það auglýst í blöðum úti um land. Reykjavík, 14. okt. 1946. Tryggingastofnun ríkisins.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.