Dagur - 06.11.1946, Blaðsíða 2
2
DAGUR
Talsmenn stjórnarstefn-
nnnar skipta um bardaga-
aðferð
Þegar stjórnin frá 1944 birti
hina glæsilegu stefnuskrá sína
um nýsköpun atvinnuveganna o.
£1., spáðu Framsóknarmenn því,
að í stað nýsköpunarstjórnar
myndum við fá fjárglæfrastjórn.
Talsmenn stjórnarinnar töldu
þenna spádóm mestu firru, sem
sprottin væri einvörðungu af
djandskap Framsóknarmanna
gegn framförum þjóðarinnar.
Þetta voru- vísvitandi blekk-
ingar. Stjórnarandstaðan byggð-
ist einmitt á umhyggju fyrir heil-
brigðum framförum. Framsókn-
armenn sáu, að hin marglofaða
nýsköpun stjórnarinnar lék í
lausu lofti, hvíldi ekki á traust-
um grundvelli og væri því frá
upphafi dauðadæmd.
Framsóknarmenn hafa alltaf
haldið því fram, að grundvöllur
framfaranna væri traustur fjár-
hagur. Þessu gátu stjórnarsinnar
ekki neitað, en fram undir síð-
ustu tíma hafa þeir sífellt stað-
hæft, að fjárhagurinn væri í
ágætu lagi. Meirihluti þjóðar-
innar trúði þeim og var það
nokkur vorkunn, þar sem vitan-
legt var, að stjórnin hafði tekið
við nær 600 miljóna innstæðu í
erlendum gjaldeyri og fengið
álíka upphæð í viðbót á tveim
undanförnum árum. Það var í
meira lagi ótrúlegt, að stjórnin
gæti komið öllu þessu í lóg á
ekki lengri tíma. Til þess þurfti
alveg dæmalausa fjársóun og
skeytingarleysi. En nú vita allir,
að það ótrúlega hefii; skeð, og að
framundan blasir við gjaldeyris-
skortur og fjárkreppa.
Allan þenna tíma hafa stjórn-
arsinnar sungið sama sönginn:
þeir hafa bannsungið stjórnar-
andstöðuna fyrir afturhaldssemi
og tregðu við framfarastefnu ný-
sköpunarstjórnarinnar. Vopn
þeirra voru brigzlyrði til Fram-
sóknarmanna um „barlómsvæl“,
„hrakspár" og „afturhald". En
svo runnu þeir tímar upp, að ein-
stakir glöggskyggnir menn innan
stjórnarflokkanna fóru að opna
augun fyrir því, að ekki væri allt
með felldu eins og af hafði verið
látið. Hagfræðingur einn í Al-
þýðuflokknum kvað upp úr með
það og sannaði, að stefna stjórn-
arinnar í fjármálum væri „fjár-
glæfrastefna“. Annar hagfræðing-
ur í sama flokki tók í sama streng
og hlaut jafnframt þingsæti af
flokksmönnum sínum. Kunnur
læknir í Sjálfstæðisflokknum hef-
ir skrifað í Morgunblaðið og er
sýnilega á sama máli og Fram-
sóknarmenn um það, hvert
stjórnarstefnan leiði, og hann
fullyrðir, að þetta sjái margir í
stjórnarflokkunum, en þori ekki
annað en þegja af ótta við að
verða stimplaðir afturhaldsmenn.
Öll stjórnarblöðin ræða nú
um, að mikill vandi sé að hönd-
um borinn, sem nauðsyn krefji
að ráðið sé fram úr, og er á þeim
að heyra, að ráð Framsóknar-
manna komi þar fyrst og fremst
til greina, svo sem að ráðist sé á
dýrtíðina og verðbólguna o. s.
frv. Öðruvísi mér áður brá, má
þar um segja. Þetta er bein við-
um
en þess að molast sundur í dýr-
tíðar- og verðbólgukvörn stjórn-
arinnar. Þess vegna hafa þeir lagt
mikla orku í það að forða þjóð-
inni frá þessu hlutskipti, þó að of
litla áheyrn hafi þeir fengið hjá
meirihluta þjoðarinnar. En hinu
gleðjast þeir að sjálfsögðu yfir,
að æ fleiri eru að opna augun
fyrir háskanum, sem bíður
þeirra, ef ekki er hið skjótasta
skipt um stjórnarstefnu, því í
vaxandi skilningi á þessu er
fólgin von um að ur megi bæta
að einhverju leyti þjóðinni til
farsældar, þó 'að of seint sé.
Framsóknarmenn hafa ekki
annað gert en skýra frá stað-
reyndum blátt áfram og undan-
dráttarlaust. Þetta kálla stjórnar-
sinnar að „hlakka" yfir bágu
urkenning
spar
fram
ástandi. Þessi túlkun stjórnar-
það, að „hrak- ' sinna er dæmafá rökvilla. Hvað
Framsóknarmanna séu Segja þeir þá um skrif Jóns
komnar. Úr þessu er því Blöndals, Gylfa Þ. Gíslasonar,
enginn vegur fyrir' talsmenn
stjórnarinnar að komast fram hjá
því, að Framsóknarmenn hafi
sagt satt, er þeir hafa varað við
Jjeim voða, sem stjórnarstefnan
leiddi til. Hin - gömlu vopn
Hannibals Valdimarssonar,
Bjarna Snæbjörnssonar og flestra
stjórnarblaðanna, sem skýrt hafa
frá sömu staðreyndum og á sama
hátt og Framsóknarmenn? Hefir
öll Jressi stjórnhersing verið að
stjórnarliða duga því ekki leng- hlakka yfir,óförum stjórnárstefn
ur. Þeir neyðast til að kasta þeim
sem úreltum falsvopnum.
Vegna þessa hafa talsmenn
stjórnarinnar skipt um vopn og
bardagaaðferð, þó að hún sé að
eðli til hin sama og áður. í stað
brigzlyrða um fjandskap við
framfarir, er Framsóknarmönn-
um nú brigzlað um gleði yfir
því, að nær óleysanleg vandamál
séu að hrúgast upp. Hinu er
gleymt að skýra frá, hvar og á
hvern hátt sú gleði hefir komið
fram. Þetta er og að vonum, því
að hér er úm fálsvopn ein að
ræða eins og áður og tilbúið sak-
arefni. Og það breytir engu hér
um, þó að blöð Sjálfstæðisflokks-
ins þrástaglist á því, að Fram-
sóknarforingjarnir „hlakki“ yfir
því ömurlega ástandi, sem stjórn-
arflokkarnir séu búnir að leiða
yfir þjóðina. Þeir þurfa ekki að
halda, að lygin verði að sann-
leika, hversu oft sem hún er end-
urtekin.
Framsóknarmenn hryggjast yf-
ir því, hvernig komið er. Þeir
óska þjóðinni betra hlutskiptis
unnar?
Samkvæmt rökleiðslu stjórnar-
blaðanna er það svo.
Tökurn t. d. Pétur fjármála-
ráðherra. í fjárlagaræðu sinni,
sem Mbl. hefir birt, skýrir hann
frá því, að nettóhagnaður áfeng-
isverzlunarinnar hafi í septem-
berlok verið 26,5 milj. kr., og
gerir því ráð fyrir að heildar-
hagnaður á yfirstandandi ári
verði ekki undir 36 milj. kr. „og
þó líklega nokkru meiri, því að
reynslan hefir sýnt, að áfengis-
salan er yfirleitt mest síðustu
mánuði ársins.“
Hér er Pétur Magnússon að
skýra frá staðreyndum. Hliðstætt
rök'leiðslu stjórnarblaðanna er
hann hér að hlakka yfir því, að
menn muni herða á drykkju-
skapnum undir áramótin, svo að
ríkissjóðurinn fái sem mestar
tekjur.
Þessi bardagaaðferð talsmanna
stjórnarstefnunnar dæmir sig
sjálf. Hún er örþrifaráð rökþrota
manna.
• •
UM VIÐA VEROLD
Norski útgerðarmaðurinn Anders
Jahre í Sandeíjord heíir nýlega gert
samning við brezku skipasmíðastöð-
ina Furness Shipbuilding Co í Midd-
lesborough um smíði tankskips, er
verður stærsta tankskip veraldar, eða
26000 smálestir. Áður hafa Norð-
merm samið um smíði 24000 smálesta
tankskips í Svíþjóð. Þá heiir norskt
útéerðarfélaé einnig gert simning við
skipasmíðastöð í Norður-írlandi um
smíði 15 tankskipa, hvert þeirra 1534
smáíestir. Verð hvers skips er 92,500
sterlingspund. Afhendiné fer fram á
tímabilinu nóvember 1947 til vorsins
1949. Af norskum blöðum er svo að
sjá, sem miklar skipasmíðar eiéi sér
stað í Bretlandi oé víðar fyrir Norð-
menn oé enéin vandkvæði séu á þvi,
að komast að samninéum við brezkar
skipasmíðastöðvar um alls konar ný-
smíðar.
Norðmenn hafa samið við ítölsku
stjórnina um að selja hermi 8000 smá-
lestir af þurrkuðum saltfiski á þessu
ári oé er þeéar búið að aféreiða 3800
smálestir. Alls munu Norðmenn fram-
leiða 15000 smálestir saltfiskjar á
þessu ári. Fyrir fiskinn fá Norðmenn
ílutrúnéaskip írá ítölum.
Stálskortur á heimsmarkaðinum
torveldar mjöé bifreiðaframleiðsluna.
Chryslerverksmiðjurnar í Bandaríkj-
unum hafa orðið að mirmka fram-
leiðsluna ofan í 2775 bíta á sólarhriné.
í Enélandi á framleiðslan við ermþá
meiri örðuéleika að etja. Gert er ráð
íyrir að heimsmarkaðurinn þoli íram-
leiðslu 7 milljón vöru- oé fólksflutn-
inéabíla á ári hverju um næstu fram-
tíð. Bandaríkjamenn höfðu sett sér að
framleiða 5 milljórdr bíla á ári, en
með núverandi framleiðsluhraða éera
þeir ekki betur en ná 3 millj. í viðbót
við stálskortinn herja verkföll á bíla-
iðnaðinn. Fyrir dyrum er verkfall hjá
Ford í Detroit.
Miðvikudagur 6. nóvember 1946
ERLENT FRÉTTAYFIRLIT 5. NÓVEMBER.
„Drang nach Westen" - Rússar seilast
• \ —
vestur á bóginn á kostnað veikasta
ríkisins á landamerkjum „járntjaldsins"
Það var haft eftir dr. Renner, forseta austurríska lýðveldisins, fyr-
ir skemmstu/að þjóð hans væri í svipuðum vanda stödd og maður
á pramma, sem hefði fjóra fíla innanborðs. Þessi samlíking forset-
ans átti vitaskuld að tákna erfiðleika Jrá, sem því eru samfara fyrir
lítið ríki og litla þjóð, að vera hersetin af fjórum stórveldum, sem
hvert um sig hefir mikinn her í landinu og eitt þeirra þó miklu
mest. Það eru Rússar. Skipti þeirra og Austurríkismanna hafa sýnt
hvenu vanmáttug smáþjóð er í skiptum við óbilgjarnt stórveldi. Á
sl. sumri lögðu Rússar eignarhald á stór landsvæði í sínum her-
námshluta og ráku bændur og búalið á burt, með þeim forsendum,
að þeir þyrftu landsins með til þess að fæða setulið sitt, en á þessu
svæði voru farmleidd mikil matvæli. Þessi hörkulega framkoma
kom sérstaklega illa við Austurríkismenn, Joar sem matvælaástand-
ið í landinu hefir allt síðan stríðinu lauk, verið hið hörmulegasta.
Tiltæki Rússa vakti mikla gremju og svo fór, að þeir skiluðu aftur
nokkrum hluta landsins, en ekki nema nokkrum hluta. Litlu
seinna tóku þeir í sína umsjá meira en 100 verksmiðjur, sem fram-
leiða ýmiss konar nauðsynjavarning, með þeim forsendum, að þær
hefðu fyrrum verið þýzk eign. Með þessum aðgerðum voru Austur-
ríkismenn sviptir framleiðsru Jzessara verksmiðja og afköst þeirra
lögð við framleiðslu Rússa til þeirra nota. Mál þetta hefir vakið
hina mestu athygli víða um heim og ákafa gremju í Austumki, því
að Austurríkismenn telja rangt, að verksmiðjurnar hafi verið þýzk
eign áður en Þjóðverjar hertóku landið. Var því strax hafizt handa
um að reyna að fá Rússa til Jress að hverfa frá þessari ákvörðun, en
hingað til hefir Jzað engan árangur borið. Síðustu fregnir af þessari
viðureign smáþjóðarinnar og risans eru þær, að einn af austurrísku
ráðherrunum gekk á fund Vishinskys á friðarfundinum í París, en
þær viðræður báru engan árangur. Austurríkismenn benda á, að
Rússar hafi með þessum ráðstöfunum þverbrotið Mosvkayfirlýsing-
una frá 1943, þar sem því var lýst yfir, að endurheimta Gyðinga á
eignum sínum, skyldi ganga á undan skaðabótagreiðslum, en þeir
skýra svo frá, að margar Jreirra verksmiðja, er Rússar hafa tekið,
hafi komizt undir þýzk yfirráð með þeim hætti, að Þjóðverjar
drápu eigendur Jreirra, sem margir hverjir voru Gyðingar, og sett-
ust síðan að eignum þeirra. En ennþá sem komið er að minnsta
kosti, hafa Rússar ekkert tillit tekið til þessarar ábendingar.
Þessi tíðindi öll og önnur framkoma Rússa og bandamanna
þeirra valda miklum áhyggjum í London. Auðséð er, að Rússar
vinna að því öllum árum, að auka völd kommúnista á sínu her-
námssvæði, til þess að tryggja það, að sá landshluti verði auðsveip-
ur, ef einhvern tíma kemur að því, að þeir hverfi með her sinn úr
landinu. Svo kynni jafnvel að fara, að Rússar krefðust þess að fá
herstöð norðan Dónár, austur af Vínarborg, í héraðinu Burgen-
land. Þá hafa Júgóslafar þegar látið í ljósi ósk um að Klagenfurt-
hérað í Karinthíu verði innlimað í Júgóslafíu. Þannig vinna Rúss-
ar og leppríki þeirra að því, að þoka áhrifasvæðum sínum vestur á
bóginn, í þessu tilfelli á kostnað veikasta aðilans á landamerkjum
„járntjaldsins".
ÓLGA f PORTÚGAL.
Fyrir nokkru var skýrt frá því í útvarpi og blöðum víða um
heirn, að uppreisnartilraun hefði verið bæld niður í Oporto í Port-
úgal. Þar í landi, eins og í nágrannaríkinu, ríkir einræðisstjórn.
Dr. Salazar, kunnur fjármálafræðingur, er fenginn var til að rétta
hlut ríkisins, er fjármálin voru komin í öngþveiti fyrir mörgum
árum, tók sér smátt og smátt einræðisvald í landinu og hefur verið
einvaldur síðan. Kunnugt er, að andspyrna gegn stjórn hans hefur
magnazt í landinu á síðustu árum, en þetta er fyrsta fregnin um
tilraun til uppreistar. Síðari fregnir herma þó, að stjórnín hafi gert
miklu meira úr þessu en ástæða var til, Jrví að í rauninni hafi ekki
verið um annað að ræða en verkfall. Þó er augljóst, að stjórnin
óttast um sig, og fyrir skömmu viðurkenndi innanríkisráðherrann,
Moniz, það í ræðu, — en hann er talinn líklegastur til þess að „erfa
ríkið“ eftir Sálazar, sem er heilsubilaður — að „óþjóðleg starfsemi
ætti sér stað meðal menntamanna, sem ynnu að því að spilla ein-
ingu þjóðarinnar, öryggi og friði,“ eins og hann orðaði það. Jafn-
framt réðst hann á fréttaritara fyrir að senda „lygafregnir" úr landi.
Undirstaða þeirrar ólgu, sem nú ríkið í Portúgal, er grunur um
tilraunir stjórnarvaldanna til þess að viðhalda einræðisstjórninni
eftir daga Salazars, sem þegar munu því sem næst' taldir. Eru Spán-
verjar grunaðir um hlutdeild í því, að vilja styrkja einræðisstjórn-
ina áfram og því ti'l sönnunar bent á, að náin samvinna sé meðal
herforingja í báðum löndunum _um það, sem kallað er „varnir
íberiska skagans". Kann því svo að fara, að meiri fregna sé að vænta
frá þessu annars kyrrláta landi, á næstunni.