Dagur - 06.11.1946, Blaðsíða 4

Dagur - 06.11.1946, Blaðsíða 4
4 D AG U R Miðvikudagur 6. nóvember 1946 DAGUR Ritatjórl: Haukur Snorroson Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Marínó H. Pótursson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 186 Blaðið kemur út ó hverjum miðvikudegi Árgangurinn kostar kr. 15.00 Gjalddagl er 1. júlí. Prentverk Odds Bjömssonar 1=: .. Fyrsta þjóðráðið j SÍÐUSTU VIKU gerðust þau tíðindi í stjórn- málaheimi okkar Akureyringa, að kaup- mannablað bæjarins, „íslendingur“, tvöfldaðist í roðinu á einni nóttu, og inun ætlunin, að sú breyting gildi framvegis. Tíðindin eru auðvitað ekki stór, enda eiginn héraðsbrestur þeim sam- fara, en aðeins eðlilegir vaxtarverkir í hinum pólitíska bakfisk blaðsins. Forustugrein á forsíðu þessa fyrsta tölublaðs hinnar auknu og endur- bættu útgáfu „ísl.“ nefnist „Víðtæk stjórnarsam- vinna er þjóðarnauðsyn". Er þar svo að orði kveðið, að „hið ábyrgðarlausa brotthlaup komm- únista úr ríkisstjórn sé á góðri leið með að skapa algert öngþveiti í stjórn landsins“. Telur blaðið mjög þunglega horfa um nýja stjómarmyndun, enda komst „stóri bróðir“ í Reykjavík, Morgun- blaðið, að þeirri niðurstöðu í stjórnmálaleiðara sínum nú á dögunum, að mælt sé, að enginn stjórnarflokkanna kæri sig lengur um að bera ábyrgð á ríkisstjórninni — og þá sjálfsagt heldur ekki á stjórnarstefnunni, sem þeir hafa þó allir til skamms tíma verið svo innilega hreyknir af og ánægðir meðl jyjEÐAN SUNDRUNGIN ræður þannig ríkj- um á Alþingi," segir ennfremur í nefndri íslendingsgrein, „er ekki annað sýnna en að ann- ar aðalatvinnuvegur þjóðarinnar sé að stöðvast vegna sílækkandi verðlags sjávarafurða á erlend- um markaði. Margvíslegir utanaðkomandi erfið- leikar valda því, að aldrei hefir verið meiri þörf einbeittrar stjórnmálastefnu en einmitt nú.“ Lýs- ir blaðið aðsteðjandi vandræðum lengi og fjálg- iega í þessum sama dúr og virðist allt nýsköpun- ar-skrumið rokið úr hinum liarðblásna belg stjórnarliðsins, eftir að fyrsta títuprjónsstunga veruleikans hittir hann á viðkvæmum stað. Getur öll sú lýsing blaðsins staðist, en gjarnan mætti það minnast þess, áður en það orðlengir fyekar en þegar er orðið um „utanaðkomandi erfiðleika'* og kennir þeim um öll vandræðin, að „ólög fæð- ast heirna", og þyrftu íslendingar nú sízt að vera í nokkrum fjárhagslegum vanda staddir, ef skyn- samlega og af nokkurri forsjálni hefði verið um stjórnarmálefni þeirra fjallað héfinnanlands hin síðustu árin. Stærri görn hefði vissulega aldrei verið steytt í íslenzku þjóðlífi frá upphafi en sú, sem veitti hinum marglofaða stríðsgróða — og þar með hagsældarhorfum alls almennings í landinu um langa framtíð — hæga útrás og af- plánun með svo skjótum hætti, að nærri stappar hreinu kraftaverki. £N „ÍSLENDINGUR" hinn nýi fæðist ekki ráðalaus, enda skýrir hann strax í fyrsta blaði frá manni einum, sem „eiginlega lifði á engu, nema höfðinu og gáfunum". Mun blaðið telja það gott hlutskipti, svo sem vonlegt er, og hyggst þegar feta í framaslóð hans og benda á örugga bót við hinu ægilega þjóðarböli, sem bíði lands- manna á næsta leiti. Og ráðið er harla einfalt, hreinasta Kólumbusaregg, eins og flest þjóðráð: „I»ví ekki áskoranir?" hrópar blaðið í feitletraðri fyrirsögn. „Nú er ástæða til þess að senda Alþingi áskoranir“(!) „Hann (þ. e. Sjálfstæðisflokkurinn) heitir nú á þjóðina til samstarfs um þessa stefnu með því að samein'ast um eindregnar áskoranir til Alþingis (leturbr. hér) um einlægt samstarf allra flokka á hinum alvarlegustu tímum“ o. s. frv., o. Goimánuður hinn góði. JJAUSTVEÐRÁTTAN er vissulega með eindæmum góð að þessu sinni — komið fram undir miðjan gormánuð, en þó hefir varla sézt snjór á jörðu, og þá aðeins álengdar á fjöllum uppi. Allir vegir opnir enn og sæmilega greiðfærir, sem um hásum- ar væri, og flesta daga þítt og blítt, þótt sólargangur sé auðvitað lágur orðinn og vetrarmyrkrið þyngist óð- um og lengist. Margir munu gera sér góðar vonir um, að veturinn allur muni verða mjög í sama dúr og upp- hafið, og þykjast byggja í því efni á reynslu undanfarinna vetra. Það er langt síðan, að veruleg vetrarharka hefir lagt heljarhramm sinn með full- um þunga og ósveigjanlegum strang- leika á landið okkar og þjóðina. Og veðráttan allan ársins hring virðist hafa mildast og jafnast að sama skapi. Frásagnir og annálar frá síðustu öld og fram yfir aldamót herma t. d. frá hverju ísasumrinu öðru verra. Ár hvert að kalla sigldi „hvíta álfan“ öf- ugum seglum inn á fiskimið okkar Norðlendinga, og oft seildist þessi út- vörður og framherji heimskautsins inn á flóa og firði um allan norðurhjara landsins og fyllti vík hverja og vog. Nú teljast hafísafregnir til sjaldgæfra undantekninga hér á landi. Staðreyndir og getgátur. OUMIR MENN gerast svo bjartsýn- ir í tilefni þessara staðreynda, að þeir telja, að varanlegar breytingar til bóta hafi gerzt og séu að gerast á veðurfari hér á landi. því efni er leitað ýmissa misjafnlegra trúlegra skýringa, og jafnvel vitnað til nýrra „vísindalegra“ uppgötvana í því sam- bandi. Heyrzt hefir stundum, að sjálf- ur Norðurpóllinn sé kominn ákreikog sigli hraðbyri frá okkur eitthvað út í buskann. Þó munu fleiri leggja trúnað á þá skýringu, að Golfstraumurinn hafi breytt rís sinni um heimshöfin og leggist nú fastar að ströndum Is- lands en áður. Vissulega er sú skýring ekki allsendis óhugsandi, en þó enn full getagátukennd til þess að á hana verði lagður fullur trúnaður, enda hafa áður skipzt á langvarandi góð- viðratímabil og harðærakaflar ó ís- landi. En misjafnlega geta slíkar breytingar staðið lengi og ráðið mikl- um umskiptum. Fullsannað er t. d., að hitabeltis frumskógar hafa vexið ó ís- landi endur fyrir löngu, og á hinn bóg- inn hafa ísaldir gengið yfir landið og lagt allt líf og allan gróður í dróma margfaldra Fimbulvetra. Tákn og stórmerki hafa því gerzt í veröldinni, s. frv. — allt í þessum dúr: Það, sem þjóðin þarfnast, er áskoran- ir og aftur áskoranir til hins ráð- villta Alþingis, sem allt í einu er búið að gleyma öllum kosninga- áskorununum frá því í vor um blessun stjórnarsamvinnu ný- sköpunarflokkanna, og tekið að leggja eyrun aftur við rödd bless- aðra kjósendanna úti á lands- byggðinni. — Hætt er við, að ein- hver kunnf í þessu sambandi að rifja upp fyrir sér, hvers konar tillit þingið hefir að undanförnu tekið til þeirra áskorana, sem borizt hafa til þess utan af „út- skæklunum" og jafnvel þótt skemmri veg hafi farið. En hvað sem líður hinni hryggilegu lífs- reynslu, sem þegar er-fengin í þessu efni, ber þó að þakka ís- lendingi hinum nýja fyrsta þjóð- ráðið og óska honum til ham- ingju með „höfuðið og gáfurn- ar“, sem hinn tvíefldi kappi mun vafalaust lifa góðu lífi á um langan aldur. áður en kjarnorkuöldin rann upp yfir heiminn, í sama mund og nýsköpun Olafs Thors og kommúnista hófst á Islandi. En báðir gerðust þeir verald- arviðburðir, því miður, full seint til þess, að þangað verði leitað trúlegra skýringa á breyttu veðurfari hér ó norðurhjaranum, sem annars hefði þó verið líklegast og bezt til fallið í hví- vetna jyjANNKYNSSAGAN harla fjölbreytileg Tillíkingar veraldarsögunnar! r að vísu og slungin mörgum og óskyldum örlagaþráðum. En þó þykjast fróðir menn sjá furðu- mörg dæmi þess, að „sagan endurtaki sig“, og dásamlegs samræmis, ein- hæfni og tillíkinga gæti tíðum í rás heimsviðburðanna. Ssvo er þessu t. d. farið um þau tvö stórmerki, er síðast voru nefnd, að þar sýnist margt líkt með skyldum: Lýðveldið með kjarn- orkuna velur eyríki í Kyrrahafi miðju sem bækistöð fyrir tilraunir sínar með hinn nýja kynjakraft. Gömlum og aflóga fleytum er stefnt þar saman og þær sprengdar í loft upp að entu löngu og dyggilegu dagsverki ásamt fáeinum nýlegri og sjófærari skipum. — Lýðveldið með nýsköpunina gerir einnig eyríki í heimshafi miðju að til- raunastöð nýrrar eyðingarorku. Gömlum fleytum, sem oft hafa á sjó komið í misjöfnum veðrum, svo sem ríkiskassinn sjálfur, gjaldþol þegn- anna og lánstraust þjóðarinnar, er lagt þar við akkeri á tilraunasvæðinu miðju, og nýrri stórskipum, svo sem hinum mikla stríðsgróðadreka og bankainnstæðubátum, sem legið hafa við stjóra í erlendum Höfnum að und- anförnu, er lagt þar út frá. Sprenging- in mikla kveður við. Og sjá: 1200 miljónir króna í erlendum gjaldeyri og tilsvarandi fúlgur innlendra verð- mæta geysast þar í loft upp og breyt- ast í tignarlegar skýjaborgir og glæsi- lega flugelda á skammri stundu! Og opinberir tilkynningar eru gefnar út á báðum stöðunum: Tilraunirnar hafa gengið vel og borið markverðan árangur. Svona getur veraldarsagan endurtekið sig í margháttuðum myndum í austri og vestri. Störfum tólfmanna- nefndarinnar lokið á föstudag? S. 1. föstudag kvaddi forseti ísl'ands formann Sjálfstæðis- flokksins, Ólafs Thors, forsæt- isráðherra, á fund sinn og ræddi við hann um störf tólf- manna nefndarinnar frá stjómmálaflokkunum, sem nú situr á rökstólum, ásamt fjögramanna hagfræðinga- nefnd, til þess að ræða stjóm- armyndun. í lok viðræðnanna bað forsetinn fyrir þau skila- boð til tólfmanna nefndarinn- ar, að hann teldi æskilegt, að nefndin hefði lokið störfum eftir viku, eða næstkomandi föstudag, 8. nóvember. — Ókunnugt er hvernig liorfir um samninga í nefndinni en verði hún við tilmælum for- setans, má telja, að störf henn-1 ar hafi gengið hraðar, en bú-; izt var við. Kvenfél. Akureyrarkirkju efnir bráðlega til bazars til kaupa á nýju teppi í kirkjuna. Er þess vænzt, að bæjarbúar bregðist vel við og styrki j þetta málefni. Tí zkan lega“, en hér er þó um engar Kjóllinn, sem lít- ur út eins og kápa, i og kápan, sem lítur út eins og dragt, eru mikið notað árið um kring. — • Þessi haustkápa er ^eitt þessara sniða. Kápan er úr svörtu ullarefni. Heppt upp í háls með flibbakraga er mjög í tízku um þessar mundir. Beltið er breitt og hið lausa stykki neðan við mittið er rykkt við og gefur það kápunni dragt- arútlit. Ermarnar eru nokkuð víðar og uppslög á þeim. Þessi kápa er nokk- uð ólík „því venju- öfgar að ræða. (Vera Winston). * Námskeið í fatasaum Undanfarnar fjórar vikur lieíir staðið yfir námskeið í saumum (fatasaum) á vegum Heimil- isiðnaðarfélags Norðurlands. Síðastl. sunnudag var sýning haldin á munum þeiih, er saumaðir hafa verið á námskeiðinu og hitti eg kennslu- konuna, frk. Jóhönnu Jóhannsdóttur, að málum í því sambandi. Námskeið Jietta hófst fyrir fjórum vikum og voru alls 16 konur, sem tóku þátt í því. Þeim hópi var skipt í tvennt, þannig, að 8 konur saumuðu frá 3—6 e. h. og hinn helmingurinn frá 8—11 e. h. (eða 8—12 e. h. fimm kvöld vikunnar). Konur vinna Jrarna úr sínum eigin efnum, einnig mega þær breyta gömlum flíkum og sauma upp, undir umsjá og kennslu afbragðs kennara, sem sníður allar flíkurnar jafnframt og útbýr ýmsa uppdrætti, sem til þarf. Konurnar taka svo verkefni með sér heim og vinna að því lieima eftir því sem ástæður leyfa. Tilgangur Heimilisiðnaðarfélagsins með nám- skeiðum sem Jressu, er að gefa húsmæðrum tæki- færi til að komast nokkuð niður í kjólasaum og barnafatasaum og eru barnakonur látnar sitja fyr- ir Jrví að komast á námskeiðin, Á þessu nýlokna námskeiði voru saumaðar 110 flíkur eða 5—9 flíkur af hverrí konu. x Kennslugjald var kr. 150.00 og 'mun það lítið meira en kostnaður á sniðum og teikningum, svo a5ð kennslan sjálf má teljast ódýr með afbrigðum. I>að þarf ekki Ameríku til — datt mér í hug sl. sunnud. — er eg skoðaði hina umræddu sýningu. Mjög fallegir kjólar voru þar til sýnis bæði kvöld- kjólar, dagkjólar, afar smekklegir léreftskjólar glöddu mig mjög, Jrví að eg hefi þá skoðun að við kunnum ekki að meta og nota léreft í kjóla. Þá var og nokkuð af undirfötum og barna- fötum. Allt bar þetta vott mikillar smekkvísi og kunn- áttu kennarans — enda má segja að Heimilisiðn- aðarfélagið og konur bæjarins hafi verið lánsam- ar með afbrigðum að. fá jafn ágætan kennara og snilling í þessum efnum sem frk. Jóhanna Jó- hannsd. er, til þess að sinna þessu starfi. — Það leynir sér heldur ekki, að konur kunna að meta þetta, því að fjöldi mikill skoðaði sýninguna og yfir hundrað umsóknir hafa nú borizt fyrir næsta námskeið, sem hefst innan skamms. Heimilisiðnaðarfélagið á mikið þakklæti skilið fyrir að gangast fyrir jafn ágætum námskeiðum og vonandi væri, að bæjarkonur styrktu það og hlúðu að því fyrir hið ágæta starf þess. P.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.