Dagur - 06.11.1946, Blaðsíða 6

Dagur - 06.11.1946, Blaðsíða 6
6 DAGUR Miðvikudagur 6. nóvember 1946 CLAUDÍA SAGA HJÓNABANDS EFTIR ROSE FRANKEN 23. dagur ===== (Framhald). Hún fann, að henni var að fatast að sýnast jafn hrifin og vin- gjarnleg og áður, en hún gat ekki betur séð, en að þeir væru engu betur haldnir. Og nú byrýuðu þeir að hoppa á gólfinu, hvor í kapp við annan og sannarlega voru þeir hálfvitalegir báðir. ,,Hvað er nú þetta?“ spurði hún fyriiilitlega. Hún ætlaðist til að þeir skildu, að það sem hún meinti var þetta: „Mér er kalt og eg er dofin og fyrir löngu komin yfir það að hafa gaman af svona skrípalátum." En þeir skildu ekki nokkurn skapaðan hlut. „Hér eru nokkur laus stykki,“ sagði Davíð. Hana langaði mest til að segja, að sér sýndist það fremur vera „tvær lausar skrúfur", en áður en hún var búin að ákveða hvort hún æti að láta púðrið springa á þessari stundu stundu eða ekki, kvað við heljarmikill brestur og á eftir honum kom lieil skriða af hvítu gipsi og þykkt reykský. Davíð hentist til hennar og dró hana með sér út í horn, en Roger tók til fótanna niður stigann. „Loftið datt niður,“ sagði Claudía, hljómlaust. „Þetta var ekkert,“ sagði Roger. „Svona nokkuð kemur oft fyrir í gömlum húsum.“ „En verðum við ekki að borga;það?“ spurði hún, dauðskelkuð. „Borga!“ endurtók Davíð. „Eins og hverjum? Við eigum það auð- vitað, við erum að kaupa húsfjandann." Húsfjandann! Einmitt það. Það rann upp fyrir henni, að þegar hann sagði þetta, hljómaði það nærri því eins og hann væri að tala um eitthvað, sem honum þætti ákaflega vænt um. Orðbragðið var bara orðaleikur, eins og þegar hann kallaði Bobby „litla óþokk- ann“," en meinti þá bara elsku ilitla drenginn sinn. Þetta var smá- atriði, en nú skildi hún allt til hlítar. Honum var dauðans alvara með þessu öllu. Það var ekkert annað hús. Bara þetta hús, og hér mundi hún þurfa að eyða ævidögum sínum, því að nú var orðið of seint að segja honum hvernig henni raunverulega litist á gamla byggingalist. Eða var það kannsjce hægt ennþá? Hún greip þéttings- fast í handlegginn á honum. „Davíð!" Hann leit á hana, dauðskdlkaður. „Hvað er þetta, Cla'udía? Þú lítur út eins og afturganga!" „Taugaáfall," sagði Roger. „Já, hreint taugaáfall," sagði hún. „Eg er ekkert hissa á því,“ sagði Roger í meðaumkunartón. „Það er ekkert gaman að því að fá heilt loft í höfuðið." Davíð vissi hins vegar, að Claudía var ekki þannig, að henni yrði svona mikið um annað eins smáræði og það, að dálítill biti úr loft- inu dytti niður. Hann hélt áfram að grandskoða hana og nú mundi hann alllt í einu, að hún hafði einmitt verið svona hvít og tekin, þegar hún sagði honum frá því, að hún gengi með drenginn. Hann leit biðjandi augum til hennar. „Heyrðu, elskan, þú ert þó ekki. ...■?“ Auðvitað var hún það ekki, en hún gat ómögulega farið að tala um slíka hluti þarna beint framan við nefið á Roger Killian. Hún gat yfirleitt ekki farið að tala um það, sem henni lá á hjarta, í áheyrn hans. Héðan af var ekki um annað að ræða en lofa Davíð að halda það sem honum sýndist. Hún gat ekki betur séð, en að Roger Killian væri að byrja að fá sömu hugmyndina og Davíð. Hann hafði orð á því, að hún væri ákaflega föl og sjálfsagt væri að aka sem allra fyrst til New York. Samvizkunni var alls ekki rótt þegar þeir hlupu til og náðu í ábreiðu úr bílnum og sveipuðu henni um axlirnar á henni og aðra um fæturnar, svo að henni væri nógu hlýtt. Davíð tók í hönd henn- ar ,eins og hann væri að gera gælur við hana, og reyndi að láta ekki á því bera, að hann var að tellja púlsslögin. Honum hlýtur að hafa orðið það ljóst, að ekkert óvenjulegt var við púlsinn, því að hann sagði: „Kannske ertu svöng?“ Hún fann, að það mundi óhæfileg eigingirni af henni, að láta hann ganga lengi í þessum óskaplega kvíða um heilsu hennar, og hún játaði því undir eins, að hún væri að sálast úr hungri. Þau yfir- gáfu húsið í flýti og Roger ók beinustu leið að matsöluhúsi við þjóðveginn. Og til þess að gera Davíð nú rórra í skapi, lagði Clau- día það á sig, að panta heilan humar og borða hann allan. „Eg held bara, að þetta hafi verið ástæðulaus ótti,“ sagði hann, þegar hún hafði lokið við síðasta bitann á diskinum, og auðheyrt var að honum var rórra. „Þú veizt minnst um það, hvað að mér gengur,“ hugsaði hún og var beisk í skapi. En hann skyldi ekkert fá að vita, fyrr en þau væru orðin tvö ein, heima í rúmi, um kvöldið. Þar var ævinlega bezt að (Framhald). Almennar tryggingar h/f Það er ánægja á heímilinu þegar sýnd eru skilríkin fyrir því, að allt sé tryggt, sem tryggt verður. TRYGGIÐ EIGUR YÐAR, og veitið heimilinu ánægju og öryggi. Talið við Vátryggingadeild BKHKHKHKHKHKHKHKHKBKHKBKHKHKHKHKBKBKHKHKHKHKHKHKHKHKH Þykkt asbest s- Agætt til utanhússklæðninga fyrirliggjandi t Kaupfélag Eyfiröinga Byggingarvörudeild. CHKHKHKHWHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHWHKHK Innanhúss- a s b e s t nýkomið Kaupfélag Eyfirðinga Byggingarvörudeild. ^x$x$x$x$^x$>^xJx$>^x5x$x$>^x$xíx$><íx$><$x^xS><$><MxSxS><SxS>^>^xJ>^><$x$><íxí><$^xí>^><$x$><íx$x$x$xí>< bKhKhKhKhKbKhKhKhKhKhKHKbKbKhKhKhKhKhKhKhKbKbKbKhKhKí Gólfdreglar (grófir) nýkomnir Kaupfélag Eyfirðinga Vefnaðarvörudeild tKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHíHKH Bókarfregn Tryggvi Jónsson frá Húsa- felli: Árblik og aftanskin. — Nokkrir æviþættir. Konráð Vilhjálmsson bjó til prent- unar. — Prentverk Odds Björnssonar. Akureyri 1946. Alvég einstök rneðal allra ís- lenzkra bóka er komið hafa út um langt skeið. Höfundurinn rekur ævisögu sína frá æsku til elli, á svo hispurslausa og opin- skáa vísu, að enginn íslendingur hefir komizt jafn langt í þeirri list. Hann kryfur sálarlíf sitt og sýnir lesandanum inn í innstu helgidóma hugsana sinna. Hann bindur ungur ást við fagra og góða konu, en þeim er ekki leyft að njótast. Hann kynnist annarri konu, sem vill verða förunautur hans á lífsleiðinni. Þau flytja til Vesturheims, en hamingjan gistir aldrei undir þeirra þaki. Hann hverfur frá konu og tveimur dætrum, fer lengi villur vegar á mörkum og gresjum úti. Loks kemst hann til manna, er liðsinna honum, og hann nýtur nokkurra þæginda um hríð í „tvíburaborgunum" St. Paul og Minneapolis, sem standa sín hvoru megin við móð- una miklu, Missisippi. Eftir fimmtíu ára útlegð, hverfur Iiann heim til íslands, og þá ger- ist undrið mikla. — Hinn íslenzki Ódyseifur hittir heitmey sína á ný, og þau lifa í farsælu hjóna- bandi um nokkurra ára skeið. Þannig yrkir lífið sjálft og raun- sæi þess og rómantík verða ekki hrakin. Það sannar að sannleik- urinn er dularfyllri en skáldsag- an. Friðgeir H. Berg. Karlmannareiðhjól góð tegund. Aurbretti Keðjuhlífar, 2 teg. Fram- og afturnöf Bjöllur Pumpur Keðjur 10-gata lyklar Viðgerðardósir, 3 teg. Lökk, margir litir. Brynjólfur Sveinsson h.f. Sími 129. Olíulampi (borð- eða loftlampi) 16—20”, óskast keyptur. Hátt verð. Pöntunarfélagið. DAGUR fæst keyptur í Bókabúð Akureyrar Verzl. Baldurshagi Bókaverzl. Eddu og Útibúi KEA við Brekkugötu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.