Dagur - 06.11.1946, Blaðsíða 5

Dagur - 06.11.1946, Blaðsíða 5
Míðvikiidagur 6. nóvember 1946 DAGUR 5 Frægur brezkur skáldsagnahöfundur skýrir frá starfsaðferðum sínum: HVERNIG A AÐ SKRIFA METSOLUBÓK? . FJÓRAR MEGINREGLUR: 1. EINFALDLEIKI. Bezta vopn- ið í vopnabúri hvers rithötund- ar. Ekkert gott söguatriði þarfnast orðaflækja. 2. HAGSÝNI. Vertu stuttorður. Fólk hugsar hratt á þessum tímum. Hagsýni í notkun orða boðar hraða, sem heldur at- hygli lesandans vakandi. 3. STÍGANDI. Stígandi í frásögn er nauðsyn, en munið að leiðin af öldutoppinum liégur niður í öldudalinn, jafnvel í skáldsögu. gÍÐUSTU sex árin ha£a þús- undir karla og kvenna í ýmsum löndum verið á ævintýra- legu ferðalagi um víða veröld með hinum stríðandi herjum þjóðanna. — Sjóndei'ldarhringur þeirra, sem árið 1939 takmarkað- ist a£ útsýni úr skrifstofuglugga, horgarúthverfi eða sveitabæ, — hefir víkkað á þessum árum, innibindur nú reynslu um erfið- leika og hættur, áður óþekkta út- sýn, leyndardómsfulla tilveru. — Hundruð rnanna og kvenna hafa skfífað mér bréf á þessum árum. Margir tugir þeirra höfðu á prjónunum fyrirætlun um að skrifa skáldsögu *og þeir spurðu mig ráða. Enginn getur skrifað skáld- sögu fyrr en hann hefir lært að hugsa um hvernig hann eigi að skrifa skáldsögu. Ef menn læra að hugsa um efnið á skipulegan hátt, er ritun bókarinnar aðeins venjulegt framkvæmdaatriði,sem getur gengið fljótt fyrir sig. Hér á eftir fer sýnishorn skipulegrar hugsunar, sem eg jafnan nota, er eg skrifa sögu. Fyrir nokkru fékk eg bréf frá stúlku í brezka hernum. Bréfið var langt. Hún skýrði mér frá reynslu sinni á stríðsárunum. Eg ætla að nota þetta bréf, sem dæmi. Fyrst geri eg stuttan og einfaldan útdrátt úr þessu langa skjali. Nota hann sem beina- grind, eða uppistöðu í söguna. — Hún verður svona: UPPISTAÐAN: A. 1. Hún er fædd í smábæ úti á landi. 2. Líf hennar var fábrotið og æv- intýrasnautt. 3. Hún fer til London. 4. Fær starf á skrifstofu. 5. Eignast vini þar. 6. Undirbýr sig að staðfestast í starfinu. 7. Þá kom sumarið 1939 og stríðið. 8. Stríðsástandið gerir hana eirð- arlausa. 9. Hún þráir ævintýri. 10. Hún gengur í kvensveitir brezka hersins. B. 11. Þjálfun í hernum. 12. Foringjastörf í hemum. 13. Hún er send til Egyptalands. 14. Hún verður ástfangin af ung- um, enskum liðsforingja. 15. Þau trúa hvort öðru fyrir því, sem á dagana hefir drifið. 16. Þau trúlofast Eftir PETER CHEYNEY MIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIimillllliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiini,, |,,, H,,|, ,,1, j Nýlega skrifaði brezki skáldsagn’ahöfundurinn Peter Cheyney 1 I skemmtilega grein í Sunday Dispatch, þar sem hann gerir i i grein fyrir því, hvernig eigi að fara að því, að skrifa metsölu- | | bók! Hann getur trútt um talað, því að hann er um þessar i i mundir einn alf mest lesnu skemmtisöguhöfundum Breta. — j j Grein hans fer hér á eftir, ofurllítið stytt, til leiðbeiningar fyr- | j ir þá, sem kunna að hafa slíkar fyrirætlanir á prjónunum! j - r úiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiimiii)iiiiiiiiiiiii,; 17. Þau koma sér saman um að fylgi hverjum öldutoppi, getur giftast eftir stríðið. 18. Henni finnst áhugi hans minnka og grunur hennar er vakinn. 19. Er önur stúlka í spilinu? 20. Hann hverfur. C. 21. Hún er óhamingjusöm. 22. Reynir að gleyma honum. 23. Getur ekki gleymt. 24. Hún fær bréf frá honum, það *er orðið gamalt, hefir verið á hrakningum. 25. Hún fær að vita, að hann hefir verið sendur í áríðandi, hættu- lega og leynilega sendiför. 26. Hún finnur gleði sína aftur. 27. En hún er áhyggjufull. 28. Hvað hefir komið fyrir hann? 29. Henni er fengið annað starf í öðrum landshluta. 30. Hún heimsækir spitala og finn- ur elskhuga sinn þar, hættu- lega særðan. 31. Endurfundir þeirra verða hon- um uppörvun. 32. Hamingjusamleg sögulok. Af þessu getið þið séð, að ég hefi skipt uppistöðunní í þrjá kafla, A, B og C. Þeir eru byrjun, miðja og endir. Ef gert er ráð fyr- ir, að skáldsagan sé um það bil 75000 orð, þá skiptir maður efn- inu í þrennt, byrjun miðju og endir, og ætlar hverjum hluta 25000 orð. Þið munið ennfremur hafa tek- ið eftir því, að hver kafli endar á ,,hápunkti“, á stígandi, spenn- andi söguatriði. í A gengur hún í herinn. í B hverfur elskhuginn. í C er al'lt vel og þau giftast. Nú er spurningin þessi: Hvern ig getum við haft ofan af fyrir lesandanum, haldið athygli hans { vakandi og komið honum að hverjum þessara „hápunkta“?, Bezta ráðið til þess, er að skipta hverjum kafla A, B og C í minni; kafla, þar sem skiptast á ris og fall í sögunni, öldutoppur og öldudalur. Þetta má gera þannig: A. 4-7-9-10 B. 13-14-18-20 C. 22-24-25-28-30-32 (Tlakið eftir því, að við röðum saman mörgum ,,hápunktum“ í lokakaflanum. Við ætlum að lofa lesandanum að ljúka við bókina í spenningi og með ánægju.) Þött maður eigi völ á spenn- andi söguatriðum, „hápunktum“ ei eigi síður nauðsynlegt, að kom- ast ofan á jörðina aftur, og þá er um að gera að reyna að láta það verða með sem skemmtilegustum hætti. Jafnvel þótt öldudalur j dvölin niðri í dalnum orðið mjög skemmtileg. Nú skuluð þið skipuleggja niðurröðun éfnisins í huganum, en hugsið sem minnst urn Jrað í bráðina, að skrifa söguna. Eg hefi eytt þremur mánuðum í að hugsa um sögu, sem ég síðan ritaði á fjórum vikum. Starfaðferðin. . .Kafli A. Bezt er að hefja frá- sögnina á „öldutoppi" (4) og til Jress að komast ofan í dalinn, er bezt að feta sig síðan afturábak að 1,2 og 3. Halda því næst áfram til 7, 8 og 9, en lengja 8 til þess að skapa óvænt atriði t. d. í sam- Miklir gallar á Skeiðfoss- virkjuninni? Ýmsar sögur ganga um mikla galla á hinni dýru Skeiðsfoss- virkjun Siglufjarðarkaupstaðar. Eigi hafa þær fengist staðfestar til þessa, en nú upplýsir eitt Siglufjarðarblaðanna (Mjölnir), að rætt sé um það hvort hægt sé að gera firmað Höjgaard &: Schultz skaðabótaskylt „fyrir galla, sem tvímælalaust eru á þessu dýra mannvirki“. — Mál þetta hefir nýlega verið rætt á lokuðum bæjarstjórnarfundi í Siglufirði, NYJA BIO Miðvikudagskvöld kl. 9: Æskan á villigötum Fimnuudagskvöld kl. 9: Æskan á villigötum \ Föstudagskvöld kl. 9: Sundmærin Metro-Goldwyn-Mayer kvikmynd í eðlilegum litum Badmmton-spaðar, boltar og töskur bandi við eirðarleysi hennar og I með hverjum hætti það verður, að hún gengur í herinn. .. Þegar svona langt er komið, er líklegast, að þú hafir ákveðið að stytta A niður í 20000 orð, til þess að hafa ráð á 5000 orðum til við- bótar í kafla B. Ef Jaér tekst að halda athygli lesandans óskiptri í gegnum A og B, þá er sigurinn unninn og engin hætta á ferðum eftir það. Kafli B. Þú hefur þar fjóra fyrsta flokks „hápunkta“. í skjóli þeirra, — í öldudalnum, — gefst ágætt tækifæri fyrir egypskar lýs- ingar, andrúmsloftið, samkvæmi og sérkennilegar persónur. En varastu samt að gefa langar lýs- ingar á persónum. Láttu lesand- ann um að kynnast þeim í gegn- um það, sem þær segja og gera. Kafli C. Þarna hefirðu sex „hápunkta". Inn á milli þeirra eru mýmörg tækifæri til þess að hrífa hug lesandans af einum öldutoppnum á annan. Þú legg- ur áherzlu á hvemig hún reynir að gleyma honum, hvernig hún leitar hugarléttis í gleðskap og samkvæmum, en mistekst. Ef þér finnst, að eitthvert atriði sé orð- ið of langt og spilli þræðinum þá strikaðu út án miskunnar. Önn- ur hugmynd mun brátt koma í staðinn. Spurðu sjálfan þig hversvegna og hvemig alla tíð. Gerðu þig ekki ánægðan með flaustursverk. Ef þú ert í vafa um einstök atriði, hugsaðu þau vandlega og kynntu þér efni, sem nauðsynlegt kann að reynast. Það er ágætur skóli. Og þegar þú hefur hugsað um söguna eitthvað í þá áttina, sem ég hefi lagt til, til dæmis í mán- uð eða meira, þá muntu komast að raun um, að þig grípur mikil eftiryænting og þú hlakkar til að setjast niður og skrifa hana. Þá skaltu byrja, fullur af sjálfs- trausti. Spyrðu engan ráða. Ljúktu verkinu sjálfur. Þetta er þitt starf, þín saga, skrifuð af þínu hugmyndaflugi og ber merki persónuleika þín sjálfs. Vertu stuttorður, hafðu traust á sjálfum þér, vertu ekki hræddur við að vera opinskár. Jæja, .... ég heyri væntanlega meira um þig áður en lýkur. Skál fyrir bókinni! Og gangi þér allt í haginn. BÆNDUR! Höfum fyrirliggjandi og útvegum alls- konar varahluti í okkar góðkunnu land- búnaðarvélar, svo sem: Dráttarvélar Plóga Herfi Sláttuvélar Rakstrarvélar Múgavélar / Aburðardreifara Skilvindur Strokka og ýmsar fleiri vélar. Sportsvöru- og hljóðværa- verzlunin Ráðhústorg 5. Sími 510. ATHUGIÐ: Vegna örðugleika um útvegun varahluta er brýn nauðsyn að athuga vélarnar nú þegar og panta varahluti í haust, en geyma það ekki til næsta sumars. Samband ísl. samvinnufélaga

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.