Dagur - 06.11.1946, Blaðsíða 8
DA6UR
Miðvikudagur 6. nóvember 1946
8
F ' '
Úr bæ og byggð
k— ■■= =====*'
□ RÚN.: 59461167 - Frl. Atkv.:
KIRKJAN. Messað á Akureyri n.k.
sunnudag kl. 2 e. h.
Hjúskapur. Nýlega voru gefin sam-
an í hjónaband af sóknarprestinum,
síra Friðrik J. Rafnar vígslubiskupi,
ungfrú Rebekka Jónsdóttir, Samson-
arsonar í Garði, og Benedikt Sæ-
mundsson frá Kaupangi.
Dánardæéur. Hinn 23. okt. sl. lezt
í Landspítalanum í Reykjavík,-Júlíus
Oddsson, kaupmaður og hreppstjóri í
Hrísey, 47 ára að aldri.
Auglýsendur Athugið að Dagur
kemur framvegis út á miðvikudögum.
Auglýsingar þurfa að vera komnar til
afgreiðslunnar fyrir kl. 2 á þriðjudag.
Dagur er orðinn útbreiddasta blaðið í
bænum og auk þess nær blaðið til
flestra Eyfirðinga. Það er því sérstak-
lega hagkvæmt að auglýsa í Degi.
Silfurbrúðkaup áttu 28. f. m. hjon-
in Soffía Jóhannesdóttir og Kristjón
Jakobsson, vélstjóri, Eyrarvegi 29,
Akureyri.
Sextíu og íimm áia er í dag frú
Kristín Gíslason, Hamarstíg 5, Ak.
Umsjónarstarf Samkomuhúss bæj-
arins hefir verið veitt frk. Söru
Benediktsdóttur, skv. ákvörðun Bæj-
arráðs.
- Gróðrarstöðin
(Framhald af 1. síðu).
menn: Ólafur Jónsson, frkvstj.,
Akureyri, Klemens Kristjánsson,
tilraunastjóri, Sámsstöðum, dr.
Björn Jóhannesson, Rvík, Pálmi
Einarsson, ráðunautur, Rvík og
Ásgeir L. Jónsson, Rvík.
í stjórn Ræktunarfélagsins eru
Jakob Karlsson, Lundi, form.,
Steindór Steindórsson frá Hlöð-
um og Stefán Stefánsson, Sval-
barði.
- Bílainnflutningurinn
(Framhald af 1. síðu).
um Reykvíkinga. Sú úthlutun,
er framkvæmd var af henni í
jjann mund er ráðherrarnir voru
að segja af sér, mun með hrein-
um endemum. Ýmsir gæðingar,
er flestir áttu nýja bíla áður,
brugðu við skjótt og seldu bíla
sína á svarta markaðnum fyrir of-
fjár, en hlutu að launum
'splunkunýtt úthlutunarleyfi fyr-
ir forgangsbílum ríkisstjórnar-
innar. Þannig sá ríkisstjórnin um
hæfilegt framboð á svarta mark-
aðnum, í þann mund er hún var
að syngja útgönguversið.
Geta má þess, að hvað Akur-
eyri áhrærir, mun upphaflega
hafa verið ætlast til þess, að út-
hlutað yrði hingað 6 bílum! Von
mun þó til, að þeir verði 12. Til
samanburðar má geta jress, að
meðan Einkasalan sáluga lifði —
og þótti hún aldrei neitt gersemi
— fékk hún eitt sinn 100 bíla frá
Ameríku (1940) og úthlutaði
Akureyri þá 11 bílum til stöðv-
anna og nokkrum til prívat-
manna að auki. Er því augljóst,
að frekja og yfirgangur Reykja-
víkurhöfðingjanna, færist sífellt
- í aukana. Þótt úthlutunin hing-
að sé með þessum rangindum,
mun hlutur annarra landshluta,
til dæmis Austfirðinga, miklu
verri, og er þeim stóra landshluta
þó miklu meiri nauðsyn á bílum,
en forríkum gæðingum í Reykja-
vík, sem flestir eiga bíl fyrir í
þokkabót. En hver er sjálfum sér
’næstui', og ríkisvaldið hlynnir að
sínum.
Skjaldborgar-Bíó
Miðvikudagskvöld kl. 9:
Munaðarlausi
fiðlusnillingurinn
Fimmtudag og föstudag kl. 9:
Brim
Laugardag kl. 5:
Ný mynd
Laugardagskv. kl. 9 og sunnud. kl. 5:
Munaðarlausi
fiðlusnillingurinn
Sunnudagskvöld kl. 9:
Brim
Brezku bílarnir.
Framkvæmdin á innflutningi
brezku bílanna er litlu betri af
hálfu ríkisvaldsins. í desember
1945 úthlutaði Viðskiptaráð
brezkum bílum . j.il ýmsra ein-
staklinga, er óskað höfðu að
kaupa þá, og vísaði þeim á ein-
staka innflytjendur. Skyldu
þessir leyfisbílar vera forgangs-
bílar. Framkvæmdin reyndist
með þeim endemum, að aðeins
sumir innflytjendanna áttu að
afgreiða forgangsbíla, en hinir
gátu á meðan selt brezka bíla til
þeirra, sem ekki höfðu forgangs-
leyfi. Útkoman varð sú í sum-
um tilfellum, að þeir, sem fyrstir
fengu neitun frá Viðskiptaráði
um brezkan bíl (t .d. vegna bíla-
brasks áður) fengu nú fyrstir
nýju bílana, en hinir, sem höfðu
í höndum Viðskiptaráðsleyfi,
fengu ekkert, og hafa ekki fengið
enn í dag. Eru þessa mörg dæmi.
Þá er og þess að geta, að innflytj-
endur kröfðust yfirleitt fyrir-
framgreiðslu af þeim, er leyfin
fengu, allt að'10.000 kr. á bíl.
Hafa þeir síðan setið með féð
vaxtalaust, bráðum heilt ár, og er
líklegt að þær upphæðir nemi
mörg hundruð þiísundum króna,
ef ekki milljónum.
Jeppaúthlutun Nýbyggingarráðs.
Enn er að gqta um jeppaút-
hlutun Nýbyggingarráðs. Til-
kynnt hafði verið með miklum
bægslagangi, að Nýbyggingarráð
ætlaði að flytja inn jeppa fyrir
bændur landsins. Var því vel
fagnað. En þegar jepparnir fóru
að koma til landsins, þótti ýms-
um að fleiri en bændur ættu að
hreppa hnossið. Hafa ýmsir gæð-
ingar og spekúlantar fengið út-
hlutað jeppum, enda ganga þeir
nú kaupum og sölum á svörtum
markaði ,eins og aðrir bílar, fyr-
ir geypiverð. Úthlutunin og af-
greiðslan fyrir sunnan hefir
stundum verið með þeim ein-
dæmum, að þegar bændur hafa
komið suður, langt að, með leyfi
upp á vasann og ætlað að taka
bíla sína, þá hafa þeir hvergi
fundist og hafa þeir mátt snúa
við tómhentir.
Einfalt ráð.
Ef ríkisvaldinu væri það áhuga-
mál að fyrirbyggja svarta mark-
aðsverzlun á bílum, væri í lófa
lagið að koma því í kring. Út-
hlutuninni þyrfti aðeins að
fylgja það skilyrði, að verði bíll-
inn seldur innan t. d. 5 ára, skuli
liann ganga aftur til ríkisins, eða
stofnana, er það ávæði, fyrir
matsverð. En svo er að sjá, sem
einstökum umboðsmönnum rík-
isvaldsins, er einkum vasast í
þessum málum, sé ekki kært að
koma slíkri skipan á. Er það
raunar skiljanlegt, þegar aðgætt
er, hversu spillingin og braskið,
ÖLLUM ÞEIM, sem heiðruðu mig áttræðan 24. okt. sl.
með heimsóknum, gjöfum, blómum og skeytum, og minntust
mín vinsamlega í tilefni dagsins, þakka eg hjartanlega, og
óska alls velfarnaðar.
Ytri-Tjörnum, 4. nóvember 1946.
KR. H. BENJAMÍNSSON.
GÆSADUNN
og HÁLFDÚNN
Bezta tegund.
Sendum í póstkröfu.
Á s b y r g i h. f.
Skipagötu 2.
Söluturninn
við Hamarsstíg.
Varadekk af jeppa
týndist á sunnudagskvöldið á
leiðinni frá Dalvík til Akur-
eyrar eða hér í bænum.
Finnandi tilkynni vinsam-
legast í Mjólkursamlag KEA.
Hjörtur Eldjárn.
Brúnn skór,
nýr, á 6 ára telpu, tapaðist s.l.
fimmtudag. — Sá, sem finnur,
er beðinn að skila í
Prentverk Odds Björnssonar.
sem þróast hefir í þessum mál-
um, er komið á hátt stig og jafn
vel alþingismenn og- borgarstjór-
ar geta ekið bílum sínum á svarta
markaðinn og horfið heim aftur
með tugi þúsunda í hreinan
gróða og síðan tekið til við út-
vegun annars bíls, sem innan
skarrrms fer sömu leiðina. *
í bílasölumálunum kemur fram
einhver ógeðslegasti þáttur spill-
ingarinnar í fjár- og viðskipta-
málunum, sem þróast hefir hér á
landi nú á seinni árum.
Framsóknarfélögin á Akureyri
Sameiginlegur fundur á Gildaskála KEA,
mánudaginn 1 1. nóvember, kl. 8.30 e. h.
Fundarefni: Kosning fulltrúa á flokksþing o. fl.
Félagar, fjölmennið! Mætið stundvíslega.
' Stjómirnar.
9><8><H!H><H><H!H><HS<H!H><H><H><H><H!HÍ<HS<H><H><H!H><H><H!H><H><f<H!f<<<B!H!(<H!H!H!l(
TÖKUM
vel unna (helzt handprjónaða)
SJÓVETTLINGA
Einnig leista.
Vöruhúsið h.f.
«B*<H*<H><H><H*<H><BS<H><HÍH><B><HlB*<H><B*<B*<B^
Handsápur, verð frá 15 aura sth.
Þvottabretti — Gler í þvottabretti
Þvottahlemmur — Þvottablámi
Vöruhúsið h.f.
Tilkynning
Ég undirrituð hefi í dag selt ungfrú Maríu Sigurðardóttur
hárgreiðslustofu mína ,„Snyrtistofuna Fjólu“, Brekkugötu
9, Akureyri. — Um leið og eg þakka heiðruðum viðskipta-
vinum undanfarin viðskipti, vænti eg þess, að hún megi
njóta viðskipta þeirra áfram.
Akureyri, 1. nóvember 1946.
BORGHILDUR EGGERTSDÓTTIR.
Sanikvæmt ofanrituðu hefi eg undirrituð í dag keypt
„Snyrtistofuna Fjólu“, Brekkugötu 9, Akureyri. Mun eg
jafnan leitast við að fullnægja kröfum viðskiptavina minna
eftir beztu getu. . •
Akureyri, 1. nóvember 1946.
MARÍA SIGURÐARDÓTTIR.
<H*<H*<B*<H*<B><H><B><HS<B><HS<H*<H*<B><H><B*<B><B*<H^
U T I B U
opnar nýja Fiskbúðin í skúrnum norðan við
Höepfners-húsin við Hafnarstræti fimmtudaginn
7. þessa mánaðar.
Á boðstólum verða allar algengar fiskvörur.
Reynið viðskiptin.
Virðingarfyllst
Vilhelm Hinriksson.