Dagur - 11.12.1946, Síða 2
2
Miðvikudagur 11. desember 1946
DAGUk
Gjaldeyriseyðslan
og innlendar
framkvæmdir
Framsóknarblöðin liafa á und-
anförnum tímum vítt gjaldeyris-
eyðslu stjórnarinnar. Þau hafa
talið, að sú eyðsla næmi 1200
mi'lj. kr. í erlendum gjaldeyri og
aí þeirri fjárfúlgu hafi aðeins V4
eða 300 milj kr. verið varið til
nýsköpunar. Reyndar hefir Tím-
inn upplýst 20. f. m., að gjaldeyr-
iseyðslan sé enn meiri en áður
hefir varið talið, eða 1234 milj.
kr. Það má ef til vill segja, að 34
milj. kr. viðbót skipti ekki miklu
máli í öllu. eyðslusukkinu, en
vissulega hefði þó sú fjárfúlga
jrótt allmikið hagræði, þegar Ey-
steinn Jónsson stýrði fjármálun-
um á kreppuárunum og tókst
þrátt fyrir fjárkreppuna að
leggja grundvöll að nýsköpun
atvinnuveganna og halda verzl-
unarjöfnuðinum hagstæðum. —
Mun sú þrekraun Eysteins lengi
verða talin vottur tim dugmikla
og hyggilega fjárstjórn hans og
stinga mjög í stúf við eyðslutíma-
bil síðastliðinna tveggja ára.
Lengi vel þagði aðalmálgagn
stjórnarinnar, Morgunblaðið,
við gagnrýni Framsóknarblað-
anna á gjaldeyriseyðslu stjórnar-
innar og reyndi ekki að hnekkja
henni, en hélt því hins vegar
fram, að meiri hluti þess gjald-
eyris, sem eytt hefir verið, hafi
farið til nýsköpunar stjórnarinn-
ar og hafi því verið vel varið.
Þessu gat þó Mbl. ekki haldið
fram nema með svofelldu móti
að telja 300 milj. meiri hluta af
1200 miljónum, og þótti flestum
það fremur léleg reikningslist.
Tók þá Mbl. að leita annarra
varna í málinu. Vörnin var í því
fólgin að halda því fram, að
gjaldeyriseyðsla stjórnarinnar
væri 500 milj. kr. minni, en
Framsókunarmenn vildu vera
láta, eða aðeins ríflega 700 mil-
jónir í stað 1200 miljóna.
Þessa niðurstöðu fékk Mbl.
með því að draga 200 milj. kr.
frá gjaldeyristekjunum og stinga
þeim undir stól og telja 300 milj.
kr. gjaldeyrisinnstæðu 1. okt. í
ár óráðstafaða. „íslendingur“ át
þessar staðhæfingar þegar eftir
Mbl. með miklum steigurlátum.
Með þessum blekkingum reyna
Mbl. og ísl. að láta líta svo út, að
gjaldeyriseyðslan í valdatíð
stjórnarinnar sé rúmlega 700
íYiilj. kr. 1. okt. í ár. Framssókn-
arblöðin hafa nú sýnt fram á,
hvaða vinnubrögð hafa verið not-
uð, til þess að koma þessum
blekkingum að. En hvernig
halda menn, að sá málstaður sé,
sem þarf slíkra blekkinga við?
Ekki minnist Mbl. eða ísl. á
jrað, að 300 milj. kr. gjaldeyris-
instæðan, sem þau hampa fram-
an í þjóðina, sé nálega eða öll
ráðstöfuð, að mestu leyti til Ný-
byggingarreiknings, svo að raun-
verulega er allur erlendi gjald-
eyririnn eyddur eða lofaður.
Þegar nýsköpun stjórnarinnar
er nú komin í þrot vegna gjald-
eyrisskorts, skora stjórnarvöldin
á einstaklinga, sem nokkra pen-
inga eiga, að hlaupa undir bagga
og kaupa vaxtabréf Stofnlána-
deildarinnar, sem verja á til
framdráttar sjávarútveginum,
því að ella segja útgerðarmenn,
að hann stöðvist með öllu, og
Mbl. segir, að hjól framleiðsl-
unnar sé að hætta að snúast. Öll
blöð landsins, hvaða flokki sem
])au tilheyra, taka undir þessa
áskorun, því þau sjá, að kaup
vaxtabréfanna er alþjóðarnauð-
syn, vegna þess að ríkisstjórnin
hefir látið undir höfuð leggjast
að tryggja nýsköpuninni „ör-
ugga höfn“, eins og Mbl. orðar
það réttilega.
Ríkisstjórn sú, sem kennir sig
við nýsköpun, hefir ekki annað
gert en verja litlum hluta þess
mikla gjaldeyris, er hún fékk
upp í hendur, til kaupa á fram-
leiðslutækjum; það er hennar ný-
sköpun. Hitt hefir stjórnin trass-
að, sem var þó engu síður nauð-
synlegt, að skapa hinum keyptu
framleiðslutækjum starfsgrund-
völl. Þess vegna svífa fyrirhugað-
ar framkvæmdir innanlands í
lausú lofti. Hin taumlausa gjald-
eyriseyðsla og dýrtíð, sem þróast
hefir í skjóli stjórnarinnar, er
Þrándur í Götu allra innlendra
framkvæmda, eins og Framsókn-
armenn hafa lengi sagt fyrir og
varað við.
Stjórnarmálgagnið íslending-
ur segir nú reyndar í síðustu
viku, að’ dýrtíðin í landinu og
allt öngþveitið, er henni fylgir,
sé Framsóknarfl. að kenna. Rök
blaðsins fyrir þessari staðhæf-
ingu eru þau, að Framsóknar-
flokkurinn hafi ekki tekið þátt í
stjórninni siðustu tvö ár. Með
þessari rökfærslu gefur þetta
virðulega málgagn í skyn, að ef
Framsóknarmenn hefðu verið í
stjórn, þá hefðu þeir haldið dýr-
tíðinni í skefjum, og rnunu fáir
hafa átt von á þessari viðurkenn-
ingu frá málgagni Ólafs Thors
og Péturs Magnússonar. En lík-
lega hefir þessi viðurkenning
skroppið óvart úr penna ritstjór-
ans, af því að fum hafi verið á
lionum við að finna varnir fyrir
pólitíska húsbændur sína. Það,
sem fyrir honum vakir, er að
koma sök þeirra yfir á saklausa
nienn, en tekizt það heldur ó-
hönduglega og í fullu ósamræmi
við sínar miklu sálargáfur. Fer
svo oft fyrir þeim, er verja vilja
óverjandi málstað.
Framsóknarmenn hafa alla tíð
unnið á móti vexti dýrtíðarinnar
og sýnt fram á skaðsemi hennar,
sem nú er að koma allri þjóðinni
í koll. Ekki voru það Framsókn-
armenn, sem töluðu um „bjartar
hliðar“ á dýrtíðinni og töldu
hana snjallt ráð til að „dreifa
stríðsgróðanum". Það var Pétur
Magnússon, átrúnaðargoð ísl. í
fjármálum, sem það gerði. Fram-
sóknarmenn hafa alltaf haldið
því hiklaust fram, að þetta væru
falskenningar, og reynslan hefir
leitt í ljós, að þeir höfðu rétt að
mæla. „Björtu hliðarnar“ sjá nú
engir, nema braskarar og stór-
gróðamenn. En fyrir þá eina
hefir dýrtíðin verið látin þróast,
svo að þeir gætu grætt á kostnað
almennings og velferðarmála al-
þjóðar.
Hinum síendurteknu áskorun-
um um kaup vaxtabréfa Stofn-
lánasjóðs hafa þeir, sem úr litlu
hafa að spila, svarað í verki með
fjárframlögum, en sagt er, að
stórgróðamennirnir innan Sjálf-
stæðisflokksins hafi reynzt tregir
til að sinna fjárbeiðninni. Manni
kemur til hugar hreystiyrði Ól.
Thors og hótun um að sækja féð
inn í „rottuholurnar", ef á þyrfti
að halda. Nú ber öllurn saman
um, að þess sé brýn þörf, ef „hjól
framleiðslunnar" á að geta snú-
izt. Hvað dvelur þá Orminn
langa? Því skríður Ólafur ekki
inn í peningaholur stórgróða-
manna og kemur þaðan út aftur
með fullar hendur fjár?
Hin öfluga fjársókn á hendur
landsmönnum bendir ótvírætt á
það, að ekki sé um auðugan garð
að gresja hjá ríkisstjórninni, er
urn fé til innanlandsfram-
kvæmda er að ræða. Það situr
því illa á málpípum hennar að
grobba af 300 millj. kr. inneign
af óráðstöfuðum gjaldeyri, því
væri það grobb á rökum reist,
væri hægurinn hjá að verja
nokkrum tugum milljóna af
þeirri upphæð til hjálpar sjávar-
útveginum og nýsköpunar í
landinu. Sannleikurinn er auð-
vitað sá, að 300 millj. kr. inn-
eignin er hvergi til nema í dálk-
um Mbl. og ísl.
íslendingur hefir þá sérstöðu,
að hann vill ekki að Samb. ísl.
samvinnufélaga safni fé til inn-
lendra framkvæmda, því að það
geti spillt fyrir þeirri fjársöfnun,
sem ríkisstjórnin gengst fyrir.
Aftur á móti ber 'ekki á því, að
þetta blað ráðist á fjársafnanir
annarra aðila, sem víða fara þó
fram, “t. d. til skautahallar í
Reykjavík, sem þó mun kosta
mjög mikið fé. Myndi sú fjár-
söfnun ekki geta spillt fyrir
vaxtabréfakaupum Stofnlána-
deildarinnar?
UM VIÐA VEROLD
Danska ríkisstjórnin hefir í hyggju
að efna til hvalveiða í Suðurhöfum,
að því er se&r í fréttaskeyti frá Kaup-
mannahöfn. Er ætlunin að danska rík-
ið kaupi hvalveiðamóðurskipið „Ole
Wegger", sem nú liggur i Gautaborg.
Skip þetta var einu sinni eitt bezta og
glæsilegasta skip hvalveiðiflotans, en
þarfnast nú mikilta viðgerða, sem
mun kosta margar milljónir króna. —
Skipið er í eigu norsks hvalveiðifirma.
UNRRA — hjálparstofnun hirma
Sameinuðu þjóða — hættir störfum
nú um áramótin. Ætlað er, að þegar
reikningar allir verða uppgerðir verði
1500 milljón dollara skuld á stofnun-
inrti og er eftir að sjá fram úr því, á
hvern hátt fé þetta verði greitt. —
! Norski fulltrúinn í UNRRA, Arne
( Ording, hefir stungið upp á því, að
þegnar hinna Sameinuðu þjóða gefi
eins dags laun til stofmmarinnar.
Laun meðlima verklýðsfélaga þeirra
Frá bókamarkaðinum
Viðbætir við kirkjusálma-
söngsbókina. Safnað hafa og
búið til prentunar: Björgvin
Guðmundsson, Páll ísólfs-
son og Sigurður Birkis. —
Fjölritað. — Akureyri 1946.
Þegar nýja sálmabókin kom út
í fyrra, varð strax augljóst, að lög
vantaði í sálmalagabók kirkjunn-
ar við ýmsa þeirra. Til þess að
bæta úr því voru þeir: Björgvin
Guðmundsson tónskáld, Páll ís-
ólfsson dómkirkjuorganleikari
og Sigurður Birkis söngmála-
stjóri skipaðir í nefnd til að safna
lögum við þessa sálma í nýjan
viðbæti við kirkjusálmasöngs-
bókina. Nú er viðbætir þessi
kominn út. Hann var fjölritaður
á Akureyri undir umsjón Björg-
ivns Guðmundssonar. Því miður
hafa áhöld þau, sem notuð hafa
verið, ekki reynzt eins vel og
skyldi. Er því fjölritunin ekki
alls staðar vel skýr og greinileg,
né útgáfan falleg. Sannast að
segja stingur hún mjög í stúf við
hina vönduðu útgáfu sálmabók-
arinnar, sem þó átti að vera „til
bráðabirgða“, eins og viðbætir-
inn.
í viðbætinum eru alls 97 lög.
Þar af eru 10—20 lög, sem í raun-
inni eru ekki safnaðarlög í þess
orðs venjulega skilningi, heldur
eru þau ætluð kirkjukórunum til
flutnings á hljómleikum og við
hátíðamessur. Þessu kann eg vel
og hefðu þau gjarnan mátt fleiri
vera. Hins vegar sakna eg þess,
að ekki skuli vera léttar „karla-
kórsútsetningar" af algengustu
jarðarfararlögunum í viðbætin-
um. Það hefði kornið sér vel, því
að karlakórssöngur tíðkast all-
mikið við þær athafnir. Annað,
sem mér líkar vel, er það, að
óvenjulega mörg lög eftir ís-
lenzka höfunda eru tekin í við-
bætinn. Hingað til virðist sem
ísl. tónskáldin hafi verið snið-
gengin. Hér eru hins vegar lög
íslenzkra höfunda allt að því
lielmingi fleiri en hin og er það
mikil nýlunda og góð. Lögin
virðast mér að vísu misjöfn að
gildi og ef til vill halda þau ekki
öll velli til lengdar. En það ef
ekkert sérstakt fyrirbrigði eða
nokkurt undrunarefni í sjálfu
sér. Eg þekki enga sálma — eða
sálmalagabók, sem líklegt er að
reynist sígild spjaldanna milli.
,.AHt er í heiminum hverfult" —
landa, sem eru í UNO, mundu gera
um 950 millj. dollara.
Samningaumleitanir hafa að und-
anförnu farið fram milli Dana og
Breta um viðskiptamál. Utkoman er
þessi: Utflutningur Dana til Bretlands
verður aukinn, m. a. með því, að
minnka innanlandsneyzluna á ýmsum
vörum, t. d. pappír og vefnaðarvörum.
Með þessum aðgerðum gera dönsk
stjórnarvöld sér von um að verzlunar-
jöfnuður verði kominn á um nýjár.
Danir fá sama verð fyrir útflutnings-
vörur sínar í Bretlandi og þeir gætu
fengið fyrir þær í öðrum löndum.
Norskt blað skýrir frá því, að Fær-
eyingar hafi greitt eigendum gamla
„Gullfoss" eina millj. sænskra króna
fyrir skipið.
og „tímarnir breytast og menn-
irnir með“. Lag og ljóð getur átt
tilverurétt í bókum kirkjunnar,
þó að skapadægur þess sé eigi
langt undan, svo fremi sem það
fullnægir að einhverju leyti trú-
arsöngþörf og þrá síns tíma. Ann-
ars er erfitt að segja fyrir um, hve
lengi verði með það og það lagið
og ljóðið farið af almenningi. E£
lagt væri t. d. gildismat á jóla-
sálmana alkunnu: Heims um ból
og Sjá, himins opnast hlið, þá er
enginn vafi á því, að seinni sálm-
urinn yrði tekinn fram yfir hinn.
En hvað segir svo reynzlan? Líkt
má segja um lögin, og þó er
betra lagið ekki svipað því eins
hjartfólgið þjóðinni eins og lag-
ið við fyrra sálminn. Af framan-
sögðu ætla eg mér ekki þá dul,
að fella „stóra dóm“ um tón-
skáldin, og lög þeirra. Eg hygg,
að það sé ekki tilgangshæft. En
lögin eiga í viðbætinum þessi ís-
lenzku tóaskáld: Björgvin Guð-
mundsson, Jónas Tómasson, Sig-
urjón Kjartansson, ísólfur Páls-
son, Jóhann Ó. Haraldsson, Frið-
rik Bjarnason, Jón Jónsson, Páll
Halldórsson, Baldur Andrésson,
Árni Thorsteinsson, Páll ísólfs-
son, Guðrún Böðvarsdóttir, Sig-
valdi Kaldaló.ns, Hallgrímur
Helgason, Gísli Pálsson og H. I.
Helgason, alls 15 karlmenn og 1
kona. Það er álitlegur hópur, er
sýnir, að ekki eru allir hættir að
hugsa um kirkjuna og hennar
mál.
Hið þriðja, sem mér fellur vel
í geð er það, hve nýnæmilegur
viðbætirinn er. Meiri hluti lag-
anna hefir aldrei fyrr verið í ís-
lenzkum kirkjusöngbókum, ef eg
veit rétt. Hér er drottnað yfir
þeirri synd, sem virðist oft liggja
við dyr þeirra, er safna eiga efni
í sálma- og sálmasöngbækur, —
syndinni þeirri, að gera þær að
eins konar kirkjulegu forngripa-
safni. Eg get vel metið þá íhalds-
og ræktarsemi, er „setur í síðustu
lög sverðið að fornum rótum".
En menn mega ekki gleyma því,
að nýi gróðurinn á rétt á lífsrúmi
við lilið hins gamla^
Um hina hljómfræðilegu hlið
ber mér að vera fáorðum, enda
ték eg það ekki nærri mér, jafn-
fáfróður sem eg er í þeirri grein.
Eg tel það kost, að yfirleitt er létt
að spila lögin, og eins hitt, að
þau eru sem oftast sett hæfilega
hátt fyrir almennan söng og eru
í fallegum tóntegundum. Enda
eg svo þessi orð með þökk til
þeirra, er hér lögðu -hönd á plóg-
inn, og ekki sízt til hans, er allur
höfuðþunginn hvíldi á í þessum
efnum. Á eg þá við Björgvin
Guðmundsson tónskáld. Enn-
fremur þakka eg tónskáldunum
þeirra framlag, sem eg vona að
verði vel metið og þakkað af
öllum, er unna fögrum kirkju-
söng.
Um val og meðferð vissra er-
lendra laga mætti segja ýmislegt,
bæði með og móti. En þar er um
smekksatriði að ræða, sem mig
fýsir ekki að deila um. Hitt er
mér geðfelldara, að mæla með
jviðbætinum og geri eg það hér
með.
y.Sn.