Dagur - 11.12.1946, Side 5
Miðvikudagur 11. desember 1946
D AGUR
5
Tvær skáldsögur frægra höfunda
í íslenzkri þýðingu
Sigurboginn eftir Erich Maria
Remarque. Maja Baldvins þýddi
úr ensku .Bókaútgáfa Pálma H.
Jónssonar. Prentverk Odds
Björnssonar. Akureyri 1946.
Látum mig segja það strax:
Sigurboginn er sú erlend skáld-
saga, sem eg hefi lesið með
mestri athygli og hrifningu nú
um langt skeið. Með því er kann-
ske að vísu ekki sérlega mikið
sagt, því að bókaflaumurinn,
annir hversdagsstritsins og hring-
iða nútíma-„menningarinnar“ er
vel á veg komin að níða úr mér
þann dýrmæta hæfileika að geta
sökkt mér einlæglega ofan í lest-
ur góðra bóka og notið þeirra
óskiptur og einhuga. En á hinn
bóginn virðist þó megá marka
það á þessu, að eitthvað óvenju-
legt sé á seiði, þegar þessi álaga-
hringur tómlætisins er skyndi-
lega rofinn og athygli og hrifn-
ing unglingsáranna aftur vakin,
fersk og sterk.
Fyrsta bók Remarque, Tíð-
indalaust á vesturvígstöðvunum,
vakti athygili og aðdáun lesandi
manna um heim a-llan. Síðan hef-
ir þessi höfundur ritað nokkrar
hækur og allar ágætar, en engin
þeirra hefir þó aukið verulega
við frægð þá, sem fyrsta hókin
gat höfundi sínurn, enda hafa
þær naumast staðið henni fylli-
lega á sporði. Allar bera þær þess
glögg merki, að Remarque er
leikinn og snjall höfundur, en
ennþá sem komið var, skyggði
hann alltaf á sjálfan sig, ef svo
má að orði kveða: Framhaldið
þoldi ekki samanburð við upp-
hafið. Með Sigurboganum er
þessu snúið við: Einföld og til-
gerðarlaus snilld mikils og göf-
ugs skáldanda hefir aftur náð há-
marki sínu og raunar aukið alin
við hæð sína.
Sigurboginn er mikið rit að
vöxtum, 463 bls. í stóru broti.
Það væri vonlaust verk að reyna
að gefa mönnum sæmilega hug-
mynd urn efni þessarar miklu
bókar í fáeinum línum, því hver
blaðsíða hennar er þrungin at-
burðum, örlögum, list og lífi.
Eina ráðið til þess að njóta þess-
arar stórbrotnu sögu og fá glögga
hugmynd um efni hennar og
anda er að lesa hana sjálfur orði
til orðs. Þjáning útlegðar og rót-
leysis undir þungum og kvíð-
vænlegum skugga nýrrar heims:
styrjaldar — nýs meVmingarhruns
— myndar hið dökka baksvið
þessarar tilþrifamkilu og örlaga-
j^rungnu leiksýningar, þar sem
ástríður mannanna, syndir
þeirra, vanþroski og vesal
mennska heyja ófagran og átak-
anlegan leik. En sálrænn skiln-
ingur höfundar, takmarkalaus
samúð hans, karlmannlegt og
raunhæft æðruleysi hans og
ódrepandi trú á gildi og reisn
mannsálarinnar, jrrátt fyrir allt
og allt, varpar björtu ljósi og lit-
skrúði snilldarinnar inn í þetta
heljarmyrkur útlegðar og auðnu-
leysis, - yfir þetta kalda og gap-
andi svið, þar sem naktar og
skjálfandi mannsálir stíga tryllt-1
— St]órnmálayfirlýsing
F ramsóknarf lokksins
(Framhald af 1. síðu).
unnt að framkvæma stórfellda
nýbyggingu atvinnulífsins, ef
átin er viðgangast gengdarlaus
eyðsla og sóun fjármuna.
IV.
Framsóknarfilokkurinn vill
vinna að endurskoðun á stjórn-
skipun landsins með það fyrir
augum að gera ríkiskerfið traust-
ara, einfaldara og ódýrara og
auka vald héraðanna stórum frá
rví sem nú er.
Flokkurinn álítur, að heimilið
sé sú stofnun í jrjóðfélaginu, sem
mestu s'arðar fyrir framtíð jijóð-
arinnar. Flokkurinn leggur því
áherzlu á, að heimilunum sé
sköpuð sem bezt skilyrði og sem
öfnust um land allt. Hann telur
sérstaka nauðsyn að gera fólki í
aví, að bókin sé góð. Rétt er það sveit og við sjó kleift að búa í
góðum húsakynnum, án kostnað-
ar um efni fram, og að fram-
leiðslu rafmagns til heimilisnota
an stríðsdans á yztu nöf feigrar
siðmenningar og hrapandi lífs-
gæfu — útlagar frá ættlandi sínu
og sjálfum sér. Frú Maja Bald-
vins hefir þýtt þetta mikla skáld-
verk á íslenzku með miklum
ágætum, enda er hún nú tví-
mælalaust komin í fremstu röð
íslenzkra þýðenda, og stendur sig
bezt, þegar mest á reynir.
•
W. Somerset Maugham: Svona
var það og er það enn, skáldsaga.
Brynjólfur Sveinsson íslenzkaði.
Útgáfan BS. Prentverk Odds
Björnssonar. Akureyri 1946.
Nafn höfundar og þýðanda
ætti að vera næg trygging fyrir
og vafalaust, að Somerset Maug-
ham hefir nú um alllangt skeið
verið í hópi hinna frægustu og
mest lesnu höfunda, þeirra er
rita á enska tungu. Og þýðand-
inn, Brynjólfur Sveinsson
menntaskólakennari, hefir með
fyrri þýðíngum sínum sýnt og
sannað, að hann hefir ágætt vald
á máli og stíl, enda bregst jrað
ekki heldur að þessu sinni.
Somerset Maugham er
skemmtilegur og léttviðrislegur
höfundur, sem ristir sums staðar
dýpra en sýnist í fljótu bragði. í
þetta sinn leggur hann nokkurn
krók á hala sinn frá því, sem
venja hans er. Oftast fja.lla bæk-
ur hans um fyrirbæri samtímans,
ástir og örlög nútímamanna í
nýtízkum stíl. Fyrir það hefir
hann getið sér frægð og miklar
vinsældir. Að þessu sinni bregð-
ur liann sér aftur til miðaldanna
til hinna glæsilegu en rót-
slitnu tíma Caesars Borgia og
Alexanders páfa sjötta. Sjálfur
Machiavelli, refurinn frá Flór
enz, ritsnillingurinn heims
kunni, sem skóp hina sígijldu fyr-
irmypd einræðisherra allra tíma,
„II principe", — er höfuðpersóna
sögunnar. En Piero, unglingur-
valda- og virðingarlaus —
hreinasta peð í samanburði við
hrókinn sjálfan, snillinginn og
meistarann Machiavelli, en fall-
egur, karlmannlegur, ungur og
ófyrirleitínn — „stingur undan
honum“ í ástamálum og leikur á
sjálfan höfuðref allra tíma. —
„Svona var það og er það enn“:
— Blóðhiti æskunnnar og hinn
Jrjösnalegi kraftur holdsins skýt-
ur lífsreynslunni og spekinni ref
fyrir rass! — Hinir rnörgu vinir
og aðdáendur Maughams hér á
lajodi munu vissulega fagna þess-
ari nýju bók, enda er hún hressi-
lega og skemmtilega sögð, svo
sem höfundarins er von og vísa,
og ekki hefir Brynjólfur spillt
henni með þýðingu sinni.
J.Fr.
— Heimkoma ,Hvassafells‘.
(Framhald af 1. síðu).
að þeir fengju, eitthvað af
brauði, er þeir höfðu með sér, og
„kaffi“, búið til úr brenndum
rugi. Mannekla er mikil í finnsk-
um hafnarborgum og afgreiðsla
skipa erfið einnig af þeim sök-
um. Deyfð og drungi virðist
ríkja í hugum almennings, sem
sér framundan mikla erfiðleika
og ægilegar
til Rússa urn næstu ár.
skaðabótagreiðslur
Nýr Ford-mótor
tii
með vörubíl-gearkassa,
sölu. — Uppl. gefur
TRYGGVI JÓNSSON,
Bílaverkst. „Mjölnir“.
sé hraðað sem mest.
Flokkurinn leggu rríka áherzlu
á, að eðlilegt og heilbrigt jafn-
gi skapizt í búsetu lands-
manna og telur hættulega, að
meginhluti þjóðarinnar safnist
saman í mannmörgum bæjum.
V.
Framsóknarflokkurinn leggur
ríka áherzlu á, að staðið sé örugg-
lega á verði um sjálfstæði lands-
ins og unnið gegn erlendri
ásælni, og áróðri. Hann vill
kappkosta góða sambúð við all-
ar þjóðir. Hann leggur sérstaka
áherzlu á nána samvinnu við
N orðurl andaþ j óðirnar og svo
aðrar þær jrjóðir, sem vilja efla
lýðræðið og viðurkenna rétt smá-
þjóðanna.
VL
Framsóknarflokkurinn álítur
þjóðarnauðsyn að komið verði á
stjórnmálasamstarfi þeirra
manna, sem vilja vinna að al-
hliða jrjóðfélagsumbótum og
öðrum framförum í jrágu al-
mennings. Hann álítur, að einn
meginþáttur slíks samstarfs eigi
að vera sá, að stórgróði, er ýms-
um hefir fallið í skaut, verði not-
aður til að efla framleiðslu lands-
manna og félagslegt öryggi allrar
þjóðarinnar. Flokkurinn telur
það skyldu allra umbótamanna í
• landinu að vinna" að því með
þessum hætti, að ekki skapizt
i öngþveiti og að koma í veg fyrir,
’ að einstökum mönnum haldist
uppi að standa á móti eðlilegum
jrjóðfélagsumbótum til verndar
jstórgróða sínum og sérhags-
! munaaðstöðu.
DÖKKJARPUR HESTUR,
stjörnóttur, ljós á kvið, 4—5
vetra, mark: stýft gagnbitað
hægra, blaðstýft (eða tvístýft)
fr. vinstra. — Vegna helti var
hann tekinn á g.jöf í Yztagerði
í Saurbæjarhreppi. Eigandi
vitji hans þangað og greiði
áfallinn kostnað.
Heimferðin.
Heimferðin gekk ágætlega og
var skipið ekki nema fjóra sólar-
hringa frá því að Jrað sigldi fram
hjá Kaupmannahöfn, til Reyðar-
fjarðar. Héðan fer skipið til ísa-
fjarðar og losar þar, og afgang-
inn í Reykjavík. Fyrirhugað er
að skipið .lesti gærur til Bretlands
og taki þar kolafarm hingað.
Bein samskipti við útlönd
skapa atvinnu.
Koma skipsins skapar atvinnu
og athafnir á höfnunum í kring-
um land. Fjöldi manna vann við
losun í Reyðarfirði og löngu eft-
ir að skipið er farið sjálst merki
um komu þess, því að þá vinna
verkamenn við flokkun timburs-
ins og sendingu þess til fleiri
austfirzkra hafna. Sama sagan
gerizt hér. Fjöldi manna vinnur
nú við losun skipsins og flokkun
og útsending timbursins, til
hafna hér fyrir norðan, skapar
mikla vinnu. Verkamennirnir og
aðrir Norðlendingar og Austfirð-
ingar, sem njóta þessara siglinga
á vegum Sís, sjá nú í nýju ljósi
ábendingar íhaldsblaðsins „ís-
lendings" um að fjársöfnun Sís
til Jressara og annarra þjóðnauð-
synlegra framkvæmda, sé
„skemmdaistarfsemi“ gegn ný-
sköpuninni og leiði til hruns! —
Sjaldan hafa meiri öfugmæli
birzt í íslenzku blaði en þau, sem
Íslendingur bar á borð fyrir les-
endur sína um }>essi mál fyrir
skemmstu.
Á V ARP
irá Mæðr'astyrksnefnd Akureyrar.
Nú, þegar jólin fara í hönd, og
þið, sem peninga hafið og at-
vinnu, eruð farin að undirbúa
jólin og kaupa gjafir til vina og
vandamanna, minnist j>á um
leið þeirra rnörgu, sem ekki hafa
ráð á að gera sér og sínum daga-
mun, hvorki í fötum, fæði eða
híbýlaprýði.
Gleymið ekki þeim mörgu
sjúklingum, gömlum konurn og
einstæðum mæðrum, sem oft
njóta lítillar jólagleði og gleðjast
ekki hvað sízt yfir því, að eftir
þeim sé munað. Mæðrastyrks-
nefndin tekur fúslega á móti
gjöfum til þessa fólks, hvort sem
um er að ræða peninga fatnað
eða matvörur. Skrifstofa nefnd-
arinnar er í Brekkugötu I og er
opin á mánudögum og föstudög-
um milli kl. 5 og 7 e. h.
Akureyri, 30. nóv. 1946.
Fyrir hönd mæðrastyrksnefndar.
Ingibjörg G. Eiríksdóttir, Margrét
Antonsdóttir, Jónína Steinþórsdóttir,
Soffía Stefánsdóttir, Elísabet Eiríks-
dóttir, Soffía Thorarensen, Sigríður
Söebeck, Guðrún Melstað, Laufey
Benediktsdóttir.
Veggfóður
mikið úrval
80 tegundir
Hallgr. Kristjánsson
Tveir bókaskápar
eru til sölu í Oddagötu 3
(uppi).
Reiðhjól
í óskilum. — Upplýsingar í
Smjörlíkisgerð KEA.
'■ Hálsi, 2. desember 1946.
Áianann H. Ingimarsson.
Uppboð
Opinbert uppboð fer fram að Hafnarstræti nr. 3 hér í
bænum þriðjudaginn 17. desember n. k., og hefst kl. 1,15
síðdegis.
Seld verða ýmis konar húsgögn, málverk, teppi, skandia-
eldavél og ýmsar verzlunarvörur, svo sem rakvélablöð, leik-
föng, ræstiduft, umbúðapappír, kanel, skrautnælur, kjóla-
spennur o. fl.
Munirnir verða til sýnis á uppboðsstað 2 dögum fyrir upp-
boðið.
Greiðsla fer fram við hamarshögg.
Bæjarfógetinn á Akureyri, 6. desember 1946.
F. SKARPHÉÐINSSON.
8-10 stúlkur
geta fengið atvinnu við frystihús í Keflavík
eftir áramót. Nánari upplýsingar gefur
BJÖRN HALLDÓRSSON.
Sími 133.
mKHKHKBKBKHKHKBKHKHKHKHKHKHKHKHKHKH>(KHKHMHKBKHKHKH»&