Dagur - 11.12.1946, Blaðsíða 8
8
DAGUR
Miðvikudagur 11. desembcr 1946
Úr bæ ocf byggð
1111111111111111111111111111"*
□ Rún.: 594612117 - Frl. Athv.
I. O. O. F. - 128121381/2. -
KIRKJAN. Messað á Akureyri n.k.
sunnudag, 15. des., kl. 5 e. h.
Zíon. Sunudaginn 15. þ. m.: Sunnu-
dagaskóli kl. 10.30 f. h. — Almenn
samkoma kl. 8.30 e. h. — Allir vel-
komnir.
Kvenskátabazarinn verður næstk.
sunnudag og hefst kl. 2 e. h. í Bama-
skólanum (uppi). Kaffisala á staðn-
um.
o. s. 'frv.
Hjúskapur. Sveinn Reynir Vilhelihs-
son, bifreiðastjóri og Hólmfríður Ey-
steinsdóttir. — Friðrik Baldvinsson
og Dýrleif Jónsdóttir.
Sextugur varð sl. mánudag, Karl
Sigfússon, trésmiður, Helga-Magra-
stræti 46 hér í bænum, kunnur borg-
ari og einkar vinsæll og velmetinn. —
Fjölmenni heimsótti hann á afmælis-
daginn og honum bárust margar gjafir
frá vinum og ættmennum og fjöldi
skeyta og blóma. /
Fyrsta heíti af hinu vinsæla og
og ágæta lagasafni Þórðar söngkenn-
ara Kristleifssonar á Laugarvatni,
„Ljóð og lög“, hefir nú verið endur-
prentað og er komið á markaðinn. —
Mun það verða mörgum kærkomið,
því að heftið hefir lengi verið upp-
selt og ófáanlegt. — Fimmta hefti
„Ljóða og laga“ mun væntanlegt á
bókamarkaðinn um nýársleytið í vet-
ur. Verða í því hefti 50 úrvalssöngvar.
Skautafélag Akureyrar heldur aðal-
fund sinn næstk. mánudagskvöld að
Hótel KEA. Fundurinn hefst kl. 8 e.
h. Tekið verður á móti nýjum félög-
um. Skautasvell er nú sunnan við
bæinn hjá Krókeyri.
LeiSrétting. í afmælisgrein um
Guðmund Pétursson, útgerðarmann,
hér í blaðinu fyrir skemmstu, varð ein
meinleg prentvilla: Segir svo ílokann-
arrar málsgreinar, 1. dálki: Kona Stef-
áns á Nolli.... var Lilja Ólafsdótt-
ir. . . . Rétt er: Lilja Oddsdóttir Gott-
skálkssonar bónda á Dagverðareyri
— Akureyri fær 1 milj.
kr. lán.
(Framhald af 1. síðu).
í löndunartæki, nýjar vélar og
endurbætur, til þess auka afköst
verksmiðjunnar í 4000 mál á sól-
arhring. Verða þau gögn nú tek-
in fyrir í verksmiðjustjórninni
og er þess að vænta að hún skili
ákveðnum tillögum um endur-
bætur og fyrirkomulag reksturs
til bæjarstjórnarinnar innan
skamms.
Danskt
Mariekex
Danskar
Iskökur
Hafnarbúðin
Skipagötu 4. — Sími 94.
Sófahillur
hentugar til jólagjafa
Haf narbúðin
Skipagötu 4 — Sími 94
NÝJA BÍÓ
Miðvikudagsköld kl. 9 og
Föstudagskvöld kl. 9:
Sjöundi krossinn
í Aðalhlutvet'kunum:
S'pencer Tracy, Signe Hasso
og Hume Cronyn.
(Bönnuð börnum innan 16
ára.)
Skjaldborgar-Bíó
Miðvikudagskvöld kl. 9:
Bleikir akrar
Fimmtudagskvöld kl. 9:
Bleikir akrar
Föstudag kl. 9:
Og dagar koma
Laugardag kl. 5:
Kátt er um jólin
Laugardag kl. 9:
Og dagar koma
í síðasta sinn
Ávaxtasett
Vínsett
Vínglös
Vatnsglös (fl. gerðir) j
M j ólkurkönnur
Tekatlar
Þvottaföt
Vatnsfötur
o. fl o. fl.
PÖNTUNARFÉLAGIÐ
Allt í
JÓLABAKSTURINN
Pöntunarfélagið.
Höfum ennþá
ofurlítið af sælgætis-
vörum í jólapokana.
Ennfremur kerti, stór
og smá.
Pöntunarfélagið
Kaupum góða
leista og
sjóvettlinga
Verzl. Björns Grímssonar
Sími 256.
Til sölu:
2 nýir armstólar, rúmfata-
skápur og borð. Einnig
Buick-bílaviðtæki.
A. v. á.
| Værðarvoðir
fallegar og góðar. i
[ Tilvaldar jólagjafir. [
| VÖRUHÚSIÐ h.f. |
Leikföng
Hafið þér athugað
ódýru leikföngin,
sem fást í
Vöruhúsinu h.f.
Leðurvörur
margs konar, svo
sem:
Töskur,
veski,
skirfmöppur,
buddur,
o. fl. af fallgeum
leðurvörum
hentugum
til jólagjafa
VÖRUHÚSIÐ H.F.
Prjónakonur
Vanar prjónakonur, sem
óska að prjóna heima,
geta fengið atvinnu frá
næstu áramótum. Kem-
ur til mála að við leggj-
um til prjónavélar.
Prjónastofa
Ásgríms Stefánssonar h.f.
Prjónavél
óskast til kaups.
Ásgeir Haldórsson, KEA
Nokkrar vanar
saumakonur
óskast frá næstu
áramótum
Prjónastofa
Ásgríms Stefánssonar h.f.
Góð,
tvíhólfa RAFPLATA til
til sölu. — A. v. á.
Útför Jóns Benjamínssonar, bónda á Hóli, sem andaðist
8. þ. m., Ifer fram að Munkaþverá mánudaginn 16. desember
næstk., og hefst kl. 1 e. h.
Vandamenn.
Minningarathöfn mannsins míns, JÓNASAR GUÐ-
MUNDSSONAR frá Þórshöfn, fer fram í Akureyrarkirkju
laugardaginn 14. þ. m. kl. 4 e. h. Líkið verður flutt til Þórs-
hafnar.
Guðrún Jóhannsdóttiir.
^S>3*í*$«SK®«íx$xSx$x$x$x$K$xSx$x$xSx$x$x$x$xSx$KSx®xex$xSx$xSx$x$x$x$xíx$K$xSx$x$x$xS>^$x^<^<»^
Vinum mínum og venzlafólki, er glöddu mig með gjöfum, f
skeytum, heimsóknum og hlýjum kveðjum, á 60 ára afmæli
mínu, 9. þ. m., sendi eg mitt innilegasta þakklæti.
Karl Sigfússon.
Mið-Evrópu- og Finnlands-söfnunin
Með tilvísun til áður auglýstrar landssöfnunar hefir Rauða-
krossdeild Akureyrar ákveðið að gangast fyrir peninga- og
fatasöfnun handa nauðstöddu fólki í Mið-Evrópu og Finn-
landi. — Sendimenn Rauðakrossins fara í hvert hús á lausar-
dag og sunnudag næstkomandi og eru menn þá vinsamlega
beðnir að hafa gjafir sínar tilbúnar. — Serstaklega er óskað eft-
ir peningum og hlýjum ullarfatnaði. — Fatnaður má vera not-
aður en heilí og hreinn. — Gefendum gefst kostur á að ákveða
til hvaða lands gjör jreirra fari.
Fjársöfnunarlistar liggja frammi í bókabúðum bæjarins.
Gefið jólagjafir yðar að þessu sinni þeim, sem þjást af
hungri og klæðleysi.
Akureyrardeild
heldur samkomu í Nýja-Bíó fimmtudag kl. 9 e. h.
ÞAR FER FRAM:
1. Kvikmyndasýning.
2. Stutt erindi: Jakob Frímannsson, framkv.stjóri.
3. Erindi: Baldvin Þ. Kristjánsson, erindreki SÍS.
4. Kvikmyndasýning.
| Aðgangur ókeypis fyrir félagsmenn KEA og konur þeirra. —
Deildarstjórnin.
Hafið þið lésið bókina:
”Fyrir karlmenn44?
Fæst í öllum bókabúðum |
I Höfum flutt
vinnustofu okkar í hús Nýju Bílstöðvar-
innar við Strandgötu.
m
Victor & Snorri,
rafvirkjar.
'®K^x$x?x$x$>^x$><$>^x$xíx$x®x$x$x$xí>^x$><$>^xíxSx$x$>^xSx$>^x$>^>^x$>^xS>^><J^x$x$^x$x$xJx$^^i
Stúkan Isafold-F jallkonan nr. 1
h^ldur fund næstk. mánudag, 16. þ.
m., kl. 8.30 e. h. í Skjaldborg. Fundar-
efni: Venjuleg fundarstörf. — Inntaka
taka nýrra félaga o. fl. — Hagnefndin
býður upp á jóladagskrá, sem auglýst
verður nánar í auglýsingakössum
Skjaldborgarbíós. — Vér óskum eftir
nýjum félögum, ungum og gömlum.
Stycfjið baráttu bindindismanna með
því að gerast félagar í Reglunni. Þér
foreldrar, sem eigið börn á unglings-
aldri, komið með þeim í Regluna.
><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><{><H><H><H><H><H><H>i CH><H><H><H><H><H><H>í><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><í