Dagur - 18.12.1946, Blaðsíða 6

Dagur - 18.12.1946, Blaðsíða 6
DAGUR Miðvikudagur 18. desember 1946 Hringing helgra daga” jgNN LÆKKAR SÓL á Jöíti og óðfluga styttir daginn, en vetrarmyrkrin lengjast og þyngj- ast að sama skapi. Skammdegið hefir löngum reynt ailharkalega á,'þolrif okkar íslendinga og annarra norrænna þjóða, þeirra, er í nánd við heimshjarann búa — og oft stórum erfiðar en nú, því að vetur karl hefir að þessu sinni birzt í frem- ur vinsamlegu og hlýlegu gervi hér á þessumorð- læga leikSviði tilverunnar. Þó mun hann fáum — eða engum — aufúsugestur vera, nú fremur en endranær, því að enn á liann „leiða lund, leyfir sjaldan gaman.“ Enn þráir mannshjartað skugga- skil — hækandi sól og langdegi, hlýju og yndi, vordaga og sumarblíðu. gOÐSKAPUR vetrarsólhvarfanna og jólanna er því enn sem fyrr gleðiboðskapur og harmbót hverjum ljóselskum manni. Og við íslendingar þökkum forsjóninni, að hún leyfir okkur að halda jól í skjóli friðar og^ fullveldis, þótt ýmis- legt horfi hér auðvitað á annan veg en við helzt kysum og ýmislegt bendi óneitanlega til þess, að erfiðir og hættulegir tímar séu nú framundan, svo að vandséð er, hvernig þjóðarskúta.n verður varin hættulegum áföllum. En jólin eriKhátíð friðarins og vonarinnar, svo að við látum allar sakir niður falla í bili og treystum því einlæg- lega, að þjóðinni megi auðnast í sameiningu að ráða giftusamlega- fram úr hverjum vanda, sem hennar bíður áreiðanlega á næstu tímum. Og vissulega er það satt og rétt, að þrátt fyrir ailt megum við þó hrósa happi og þakka skaparan- um, að hann héfir ekki lagt á okkur neina þá raun, er líkist þeim ósköpum, er ymsar aðrar þjóðir heims verða nú að þola. Vissulega lifum við íslendingar enn í mikilli velsæld í saman- burði við flestar aðrar þjóðir hehns - ekki sízt þær, sem þrauka í skugga hungursneyðar, ófrels- is og vonleysis nú um þessi jól. ■^ERT ER að minna á það í þessu sambandi, að nú stendur yfir fjársöfnun til bágstaddra manna, kvenna og barna, í Mið-Evrópulöndun- nm. Sagt er, að söfnun þessi gangi ekki sem bezt og stórum verr en áður, þegar leitað hefir verið til almennings í sama skyni á undanförnum styrj- aldarárum. Ef til vill má segja, að þessi afstaða sé skiljanleg og mannleg, en stórmannleg eða kristileg er hún þó alls ekki, og allra sízt í anda jólahátíðarinnar sjálfrar, sem nú stendur fyrir dyrum — hátíðar barnanna, mannkærleikans, friðarins og fyrirgefningarinnar. Og vissulega hafa þó börnin, sem þrauka nú um jólin svöng og köld, húsvillt ogfriðlaus í skugga þurígra örlaga, ekkert til sakar unnið fremur en börnin okkar, senr við viljum hjálpa til að halda gleðileg jól, hvert eftir beztu getu, í skjóli ájtar og umhyggju, velsældar, friðar og áhyggjuléysis. ■ylSSULEGA mættum við í þessu sambandi minnast orða skáldsins, sem lýsti trú sinni og þjónustu á þessu leið: „Hún er orðfá og einföld mín hin örugga trú: Sérhver eðallynd athöfn mun til uppheima brú. Létta bróður þ\ns byrði, það er betra en allt baks við himinsins huldu bak við helmyrkrið svart.“ Hvar Vai- síldin í sumar? p*YRIR nokkru birti sjómannablað- ið Víkingur bréf fró Sigurði Sum- arliðasyni, skipstjóra hér x bæ, þar sem Sigurður varpar fram spurning- unni: Hvar var síldin í sumar? Gerir han nsíðan grein fyrir athugun sinni á málinu. Hér er um athyglisvert efni^ að ræða. Síldveiðarnar verða í æ rík- ari mæli ein af höfuðstoðum íslenzks atvinnulífs og allt, sem verða mætti til þess auka þekkingu okkar á síld- inni og síldargöngunum, er því harla mikilvægt fyrir íslenzkan þjóðarbú- skap. Maðurinn, sem kveður sér hljóðs um þetta efni, er einn af reynd- ustu síldveiðiskipstjórum hér norðanlands og því sérstök ástæða til að leggja eyru við orðum hans. Dag- ur hefir farið þess á leit við Sigurð, að mega birta bréf hans, og veitti hann góðfúslega leyfi til þess. Fer það hér á eftir: H RIÐ 1901, seint.að hausti, kom " eg hingað til Akureyrar. Síðan hefi eg starfað öll sumur við síldveið- ar hér norðanlands, þar til eg hætti að ‘fara til sjós órið 1939. Fyrstu tvö ár- in mín hér, var eg formaður á opnum bátum með lagnet hér í firðinum. Frá þeim tíma, til 1911, var eg skipstjóri á „Familien" og „Óla“ með herpinóta- veiðum, 16 árin fyrstu á „Súlunni", svo á „Bláhvalnum", „Þormóði", „Nor- eg“ og síðast á „Sverri“ sem eg var meðeigandi í, og gerði sjálfur út á síldveiðár. Síðan eg hætti að taka virkan þátt í síldveiðunum, hefi eg fylgzt ná- kvæmlega með þeim á hverju sumri, frá því fyrsta skipið leggur úr höfn og þar til skipin hætta síldveiðum á hverju hausti. Á daglegri göngu minni um Akureyrarbæ á sumrin, hefir það verið vanaspurning mín, þegar eg hefi mætt einhverjum, sem á útvarpstæki, og getur hlustað á samtal síldveiði- skipanna ,eða hefir mikinn áhuga á síldveiðunum: „Hvað hefirðu frétt af síldveiðunum í dag?“ Og þegar þessi fyrsti *hefir verið þurrpumpaður, hefi eg byrjað á þeim næsta og svo koll af kolli. Sömu spurningarnar læt eg dynja jafnt á Norðmönnum eða Sví- um, ef þeir hafa komið á síldveiði- skipum sínum hér í höfn. Upp úr öllum þessum spurningum hefi eg svo haft það, að eg get sagt með fullum sanni, að enginn hér í bæ er fróðari um hvemig síidveiðarnar ganga hjá flestum síldveiðiskipunum á hverju sumri en eg. Sjálfur hefi eg það upp úr öllum þessum síldveiði- spurningum, að alltaf er verið að spyrja mig sömu spurningarinnar, og eg spyr aðra: „Hvað segirðu mér af síldveiðunum í dag?“ Um síldveiðam- ar er mér alltaf sönn ánægja að spyrja og tala, af því þær hafa ver- ið helzta lífsstarf mitt. það, sem eg hér að framan hefi sagt, er nokkurs konar inn- gangur að aðalefni þessa bréfs, og til að sýna að eg þykist vera fyllilega dómbær um síldveiðar yfir höfuð, af margra fyrri ára eigin þátttöku í þeim. Efni bréfsins er þetta: 1. — í 225. tölublaði Morgunblaðs- ins þ. á. ( grein með fyrirsögninni: „Var síldin djúpt út af Norðaustur- landi í ágústmánuði?" I þessari grein stendur meðal annars, að enskur tog- ari hafi verið á veiðum um miðjan ágústmánuð 60—-80 sjómílur út af Digranesi og séð feikimikla síld vaða á þessu svæði í samfleytt 8 daga, að minnsta kosti. 2. — Seinast í ágústmánuðx komu nokkur sænsk reknetaskip inn á Siglufjörð, með fullfermi af rekneta- síld, sem þau höfðu veitt 100 sjómíl- ur í norður frá Siglufirði, án þess að nokkurt annað herpinóta- og rekneta- skip vissi um aflann þarna úti. Það fylgir sögunni að þarna hafi síldin vaðið þegar veðurfar var hagstætt. — Eftir þetta fóru bæði innlend og út- lend reknetaskip að leggja net sin enn dýpra en þau höfðu áður gert. Og þá’ fyrst fóru reknetaskipin að afla nokk- uð að ráði. Síðast sóttu þau síldina ! svo langt út til hafs, að ekki var hægt * fyrir þau, tímans vegna, að leggja ■ nema annan hvorn dag, þó veður leyfði. Seinasta herpinótasildin, sem islenzku skipin veiddu fyrir utan land- helgi, var sótt um 70 sjómílur í norður frá Siglufirði, þótt seinasta herpinóta- ' síldin væri veidd uppi í fjörusteinum á Skagafirði. 3. — Rétt eftir mánaðamótin ágúst-september, fengu finnsku síld- 1 veiðiskipin allmikla síld í herpinót 100 sjómílur út af Melrakkasléttu, og hafa sennilega verið búin að vera j þarna lengi úti, áður en þessi síldar- fregn barst til lands. • 4. — Þegar eitt af norsku herpi- nótaskipunum 4 var á heimleið með ekki nærri fullfermi, fyrst í septem- ber, kom það í gpðu veðri í mikla síld, sem óð uppi, mjög langt austur og út af Langanesi. 5. — Þegar Færeysku skipin, sem stunduðu hér síldveiðar í sumar, voru á leiðinni hingað upp um mánaðamót- ' in júnx-júlí, sigldu þau í gegnum mjög ! víðáttumiklar síldarbreiður á hafinu milli Færeyja og íslands. Þessi síld óð ekki í torfum, en stökk. Virtist hún ! vera bæði gisin og þunn. (Sú síld, sem stekkur, er það vanalega). Ekki veit eg í hvaða átt þessi síld gekk, eða 1 hvort hún hélt sig hér um bil á sama stað.. I fyrra um líkt leyti sást síld á sömu slóðum. Hvaðan kemur þessi síld og hvert gengur hún? Á hún heima á þessum slóðum? Hér er áreiðanlega rannsóknarefni fyrir Árna Friðriksson fiskifræðing. — Veit hann nokkuð um að þessi síld er þarna á þessum tíma? Sennilega ekki. | pG HEFI siglt gegnum stórar síldar- j breiður, og fleiri en eg, seint í maí og fyrst í júní, djúpt á Húnaflóá og Fljótamiðum, í mörg skipti, og ekki á sama árinu. Þessi síld óð ekki, | Jen stökk, og var á hraðri göngu aust- ur og upp að landinu. Það virtist vera vestanganga, sem sennilega hefir ver- ið gengin hjá áður en skipin byrjuðu síldveiðar. Þó veit eg til að íslenzk skip hafa veitt síld í herpinót fyrir og um 20. júní árið 1933, bæði á- Skaga- firði og inn við Vatnsnes. En vanaleg- j ast hefir fyrsta síldin veiðst djúpt á Skagagrunni. Hvað dettur manni í hug og hvaða ályktanir dregur maður, þegar maður , hefir heyrt svona lagaðar fréttir, og fleiri gætu þær verið, þó eg viti ekki um þær? Verður manni ekki á að spyrja: Hvernig var síldarleitarflug- vélum stjórnað í sumar? Sennilega hafa þeir, sem stjórnuðu þeim vitað um þessar síldarfréttir eftir dúk og disk. Mér vitanlega voru flugvélarnar í flestum tilfellum allt af að fljúga yf- ir síldveiðaskipaflotanum, þar sem hann var að leita að síldinni. Eg veit að Hreinn Pálsson flaug í eitt skipti alllangt út, en sá enga síld. Líka heyrði eg sagt frá að önnur flugvélin hefði fundið síld uppi austur af Horn- inu, að morgni til, þar sem síldarskip- in héldu sig ekki þá. Þau fyrstu voru komin á þessar slóðir um klukkan þrjú um daginn og fengu flest dálitla síld. Mér finnst nú að flugvélarnar, þegar þær eru í síldarleit, ættu helzt að fljúga yfir þá staði, þar sem síld- veiðiskipin halda sig ekki. T. d. í góðu flugveðri á línunni 100 sjómílur út frá Siglufirði, austur og vestur, og jafn- langt út frá Langanesi og Horni. Eftir þessum 5 síldarfréttum að dæma, sem áður voru nefndar, getur manni dottið í hug að spyrja: Hélt*mikill hluti síldarinnar sig fyr- ir utan hin venjulegu veiðisvæði síld- veiðiskipanna í sumar? Einnig þetta: Mundi það ekki vera heppilegra að önnur síldarleitarflugvélin, ef þær (Framhald ó 8. síðu). Bráðum korna blessuð jólin börnin fara að hlakka til. Allir fá þá eitthvað fallegt, í það minnsta kerti og spil. * Það var sú tíðin að bezta jólagjöf hvers barns voru kerti og spil og" eiginlega sú eina jólagjöf, sem um var að ræða. Nú er þetta rnjög á annan veg og kertin og spil- in liafa orðið að víkja fyrir öðrum meira „mod- erne“ gjöfum en miður skemmtilegum, a. m. k. mörgum hverjum. ' Eiginlega voru þessar línur alls ekki tileinkað- ar jólagjöfum, því að um þær höfum við rætt svo oft áður, heldur yngstu meðlimum fjölskyld- unnar, eða öllu heldur ykkur, sem eigið börn og ætlið að fara að halda jól. — Hinn spennandi leik- ur, „jóla-undirbúningur“, stendur nú sem hæst í hverju heimili. — í þeim leik þarf að leyfa börn- unum að taka þátt. Ykkur kann að virðast þau tefja fyrir, þau yngstu a. m. k., en gleymið ekki, hve ómælilega ánægja þeirra er og gleði yfir því að fá að vera með. Ef betur er að gáð, er ýmislegt, sem börnin geta gert tily að flýta fyrir og það bætir upp þá töf sem þau kunna að valda á öðrurn sviðurn. En um- fram a.llt verða þau að vera þátttakendur, en ekki áhorfendur. — Þv^að állir þekkja, hve sannari og dýpri ánægja mannsins er, þegar hann sjálfur er þátttakandi, hvort heldur er um starf eða leik að ræða. — Einhver kann að spyrja: „Hvað geta þau svo sem gert?“ Hér skal aðeins nefnt fátt til dæmis, en þið munið sjálfar ijnna býsna fljótt, að rnörg smávik og viðgerðir henta þeim ágætlega. Fyrst er að nefna viðgerðir á gömlu jólaskrauti, svo sem að líma hanka á gamlar körfur, setja nýj- ar glansmyndir á kramarhúsin, verka vax af kerta- klemmunum o. s. frv. Þá geta þau skrifað á merkispjöld jólaböggl- anna (a. m. k. heimilisfólksins), búið til nýtt jóla- skraut o. fl. þ. 1. Margar mæður leyfa börnu msínum að gera „köku-fólk“ úr deigafgöngum, en það þykir þeim litlu ekki alveg ónýtt. GLEÐILEG JÓL! LEIÐRÉTTING. Þær ykkar, sem nota uppskriftina á eplakök- unni í jólablaði Dags, vil eg biðja að breyta 1250 gr. afeplum í 250 gr., sem er það rétta í málinu. * Úr 500 gr. af hveiti.færð þú 25 kökur af laufa- bfauði, þannig að 2 kg. þarf í 100 kökur. GLEÐILEG JÓL! Gefið ykkur tíma í öllu annríkinu til að segja börnunum frá hinum skemmtilegu jólasveinum okkar og syngið fyrir þau: „Kátt er um jólin, koma þau senn“, „Jólasveinar einn og átta“ o. fl. af þessum skemmtilegu þulum og kvæðum, sem til eru og ekki mega gleymast. — Þið gefið hug- myndaflugi barnsins byr undir báða vængi, með því að sinna því á þennan hátt, og minningarn- ar sein barn þannig eignast í föðurhúsum, kunna að verða því mikil stoð síðar í lífinu og mikilvæg- ari fyrir það sjálft en þig grunar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.